Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 11 Barnalánl Fimm milljón- ir afkvæma! Barnmörgum fjölskyldum hér á Vesturlöndum fer fækkandi, og þótt áður hafi ekki þótt til- tökumál þótt hjón ættu eitthvað á annan tug barna, þá heyrir slíkt til hreinna undantekninga nú til dags. — Hugtakið „vísitölufjöl- skylda" hefur þó sem betur fer ekki náð til allra jarðarinnar íbúa enn sem komið er, að minnsta kosti er ólíklegt að „þorskamamman" í fangi sjó- mannsins á meðfylgjandi mynd hafi áhyggjur af slíkum hég- óma. Hún fæddist árið 1976, vó 30 kílógrömm, var 96 cm í þvermál og um sig miðja, og lengdin var 117 cm. í blaði því sem myndin er fengin að láni úr segir ennfremur, að í Norðursjó hafi veiðst þorskur allt að hálf- um öðrum metra á lengd, og við ísland allt að 1,75 á lengd. — Og fjöldi hrognanna? — Jú, allt frá hálfri milljón uppí fimm miljón- ir, — sannkallað barnalán það! yngri en 20 ára að aldri, þar af 128 innan við 16 ára. Milli tvítugs og þrítugs voru 78 manns, milli þrí- tugs og fertugs 113 manns. Aðeins 22 höfðu náð 60 ára aldri. En með- alaldur íbúanna þetta ár var 30,7 ár eða tæplega 31 ár. Þetta var ekkert einsdæmi um aldur manna. Fólk var varnar- laust og hrundi niður úr landlæg- um sjúkdómum og farsóttum. Með aukinni læknaþjónustu í landinu hækkaði meðalaldur fólks jafnt og þétt. Árið 1978 var meðalævilengd Islendinga orðin rúm 76 ár. Læknar eru sískrifandi í inn- lend og erlend tímarit um sjúk- dóma, sérgreinar sínar og almenn heilbrigðismál. Nefna má sem dæmi, að Ólafur Bjarnason próf- essor hefur skrifað yfir 50 ritgerð- ir um læknisfræðileg efni, sumar í samvinnu við aðra lækna, auk doktorsritgerðar. Margir fara þar nærri. Þeir fara utan til þess að fylgjast með nýj- ungum, einnig til að sitja þing og ráðstefnur. Allir hafa áhugamál utan læknisstarfsins. Einn stund- ar íþróttir í frístundum sínum, sund og leikfimi, enda stofnandi íþróttafélags stúdenta á sínum tíma, — annar eyðir tómstundum sínum við hljóðfæri, — einn próf- essor fer í sumarleyfum á æsku- stöðvar sínar í fiskiþorp vestur á fjörðum og rær til fiskjar meðan dagarnir endast. Margir eru lax- veiðienn, 15—20 eru í skákklúbbi spítalans, en fjöldi lækna stundar golf. Einn safnar gamansögum um lækna. Hann rétti mér blað, þar sem lesa má: „Læknir einn á Landspítalanum var nokkuð fljótmæltur. Ein- hverju sinni, er hann kom í sjúkrastofu, gekk hann milli rúma og ávarpaði sjúklinga. Gömul kona utan af landi var í rúmi í einu horni stofunnar. Þegar lækn- irinn var farinn, sagði gamla kon- an við hjúkrunarkonuna: Hvenær hefur þessi útlenski læknir komið hingað? Ur skýrslum: „7 mánaða stúlka var innlögð hérna á deildina vegna sögu um niðurgang síðustu 3 vikurnar fyrir fæðingu." „Móðirin er geysilega vel inn- réttuð." „Vandamálið rætt við móður sem fyrr, hún hvött til að gefa drengnum mun meira fæði og síð- an verði að fara á annan hvorn veginn, drengnum batni eða hon- um versni." „Auk Jóhanns er einnig köttur á heimilinu." „Finnst móður sem barnið vilji grípa heldur meira upp í hægra höfuðið." Við útskrift: „Hún hefur verið algjörlega ein- kennalaus, enginn hjartsláttur!" Að lokum Gunnar, þú hefur ver- ið kennari, setið á Alþingi, og skrifað hvorki meira né minna en 55 bækur, auk fjölmargra annarra starfa. Ertu nú hættur, eða hvað hefurðu á prjónunum þessa dag- ana? „Nei, ekki er ég nú hættur, enda er það svo, að ég er þreyttastur þegar ég vinn ekki. Ég er með tvö til þrjú verk í smíðum um þessar mundir, sem svo á eftir að koma í ljós hvað úr verður. Það er til dæmis bók um veðurmál Vest- fjarða, milli Bjarga, það er milli Hornbjargs og Látrabjargs. Þetta mál er mjög frábrugðið því sem er talað annars staðar í landinu, og því nokkurs virði að varðveita það. Þá vinn ég að skáldsögu, „Hvers vegna skaut hann?" heitir hún, og er nú eiginlega 20 ára gömul hugmynd. Ég hef haft tíma til að líta á hana eftir að ég lauk Land- spítalabókinni. Nú, eitt og annað kann svo að vera í bígerð, en það kemur þá bara í ljós í fyllingu t.fro- ans." — AH Við hið myndarlega þorrahlaðborð f Oregon, sem svo mikla furðu vakti meðal tollvarða í New York. Ljósm.: (iuðlaufrur Sigurgeirsson. Ættjarðarástl Þorrablót í Villta vestrinu Hlaðvarpanum hefur borist eftirfarandi bréf úr Vestur- heimi, þar sem segir frá þorra- blóti íslendinga í Oregon-fylki í Bandaríkjunum: „Þorrinn er byrjaður og dag- ar blótanna gengnir í garð. Þegar menn hafa einu sinni komist á bragðið af þorra- matnum, er eins víst að súr hákarl, hvalur, hrútspungar, hangikjöt og flatkökur, verði ómissandi fæða í byrjun hvers árs eftirleiðis. Þannig er því að minnsta kosti farið með flesta íslendinga sem dvelja nú hér í „villta vestrinu". í Oregon á Vesturströnd Bandaríkjanna var þorrinn blótaður að islenskum hætti föstudaginn 29. janúar síðast liðinn, þar sem saman voru komnir flestir íslendingar héð- an úr fylkinu. Alls voru þetta 29 manns, en blótið fór fram í borginni Eugene. Matur hafði verið fluttur alla leið ofan af gamla Fróni. Námsmenn, sem voru að snúa aftur að heiman að loknu jóla- leyfi voru hlaðnir efnivið í blótið. Allir vildu hafa þetta eins íslenskt og mögulegt var. Boð voru því send til þessara námsmanna og þeir beðnir að taka með sér nóg af öllu. Svip- urinn á tollvörðunum í New York varð líka hálf undarleg- ur, þegar einn burðaðist með 30 kg kassa fullan af súrmeti, hangikjöti og sviðum í gegnum tolskoðunina! Voru þeir mikið hissa á að nokkur gæti etið þessa svörtu kindahausa, og fiskinn með skrýtnu, sterku lyktinni. Þeir kinkuðu bara kolli og hleyptu manninum í gegn. Allt komst þetta því til skila og á hlaðborð þorraveislunnar. Blótið hófst svo með. borðhaldi, þar sem allir voru beðnir að taka eins hraustlega til matar síns og þeir mögulega gætu. Flestir gerðu það líka, enda búnir að spara rýmið í maga sér mest allan daginn. Hákarlinn rann ljúft niður með innfluttu „kúmenvatni" að heiman, harðfiskur, flatkökur og smjör eins og best varð á kosið, að ógleymdu hangikjöti að norð- an. Setið var að snæðingi fram eftir kvöldi en síðan sungið, farið í leiki, dansað og drukkið fram undir morgun, er hver hélt til síns heima. Var það mál manna, að svo vel hafi til tekist með þorra^ blótið, að gera ætti þvílíkan fögnuð að árvissum viðburði hér um slóðir. Má því ætla að svo_.verði svo lengi sem ein- Jiverjir íslendingar dvelja hér á fornum og nýjum slóðum Indiána og kúreka." Að lokum fylgdu bréfinu góðar óskir íslendinga í Oreg- on, um góðan og matarmikinn þorra hér heima á Fróni. Hlað- varpinn kemur þeim óskum hér með áleiðis, og þakkar bréfið. íslendingahópurinn í Oregon samankominn £ þorrablótinu í síð&sta mámiði. Ljósm.: GuAliugur Sigurgeirason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.