Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 47 4 Islend- ingar keppa áHM í norrænum greinum FJÓRIR íslendingar eru meðal fjölda keppenda á heimsmeistara- mótinu í Norrænum greinum á skíð- um sem fram fer við Holmenkollen í Noregi um þessar mundir. íslend- ingarnir eru Magnús Eiríksson frá Siglufirði, Einar Ólafsson frá fsa- firði og þeir Haukur Sigurðsson og Jón Konráðsson frá Ólafsvík. Þeir keppa allir í 15 km, 30 km og boð- göngu. Þjálfari íslendinganna er Göngugarpurinn Haukur Sigurðsson. Bjórn Þór Ólafsson. Nánar verður greint frá úrslitum á mótinu í þriðju- dagsblaðinu. Tveir leikir í úrvals- deildinni um helgina í mínum huga er þessi ferð úr sögunni - segir Friðjón Friðjónsson gjaldkeri KSÍ „NEI, ÞAÐ hefur ekkert gerst í málinu, það er í biðstöðu eins og er, óþægilegri biðstöðu," sagði Kriðjon r-'riðjónsson stjórnarmaður hjá KSÍ í samtali við Morgunblað- ið í gær, en KSÍ hafði þá nýlega haldið fund um þá óvsntu stöðu sem upp kom í sambandi við fyrir- hugaða ferð íslenska landsliðsins í knattspyrnu til arabalandanna, en eins og Mbl. skýrði frá fyrir skömmu drógu Kuwait og Qatar heimboð sín til baka, án þess að gefa nokkrar skýringar. Mbl. spurði Friðjón hvort að menn. héldu enn í einhverjar vonir að úr ferðinni suður eftir gæti orðið, þrátt fyrir allt. „I mínum huga er ferð þessi afskrifuð, enda mjög knappur tími til stefnu, til stóð að fara útan á fimmtudaginn í næstu viku. Við höfum á hinn bóginn sent út línu og óskað eftir skýr- ingum frá Kuwait- og Qatar- mönnum. Vonandi heyrum við frá þeim um helgina, ekki þó að það komi til með að breyta neinu." Einhversstaðar kom fram, að KSÍ væri að íhuga landsleiki við Egypta í staðinn fyrir umrædda landsleiki sem nú eru úr sögunni? „Við ræddum ekkert slíkt á fundi okkar og ég held að allt tal um slíka landsleiki sé ekkert annað en draumórar," sagði Friðjón að lokum. — gg- TVEIR leikir fara fram í úrvals- deildinni í körtuknattleik um helgina, einn í dag og annar á morgun. Valur og UMFN eigast við í Hagaskólanum í dag og hefst leikurinn klukkan 14.00. Á morg- un, á sama stað og tíma, leika síð- an KR og ÍR. Leikir þessir hafa einkum gildi fyrir Val og KR, sem eiga möguleika á því að hreppa 2. sætið í deildinni. Ekkert nema kraftaverk, eða eitthvað þvíum- líkt, getur hins vegar komið í veg fyrir að UMFN verði íslands- meistari annað árið í röð. Fýlgjast með Pétri BANDARÍSKA körfuknattleiksliðið Portland Trailblazers, sem Pétur Guðmundsson leikur með í NBA- deildinni, leikur tvo leiki í New York dagana 26. og 27. febrúar. Mótherjarnir eru New Jersey Nets og New York Knix. Pétur verður ekki í slæmum félagsskap, því hópur íslendinga ætlar að fara utan gagn- gert til þess að horfa á Pétur leika listir sínar. • Allt hefur gengið Laurie Cunn- ingham í óhag síðan hann gekk til liðs við Real Madrid. (Knattspyrna) Cunningham undir hnífinn í f jórða sinn ÞAÐ Á ekki af Laurie Cunningham, eða Svörtu perlunni eins og hann var kallaður hér áður, að ganga, en ný- lega gekkst hann nmlir skurðaðgerð númer fjögur síðan hann gekk til liðs við spænska liðið Real Madrid fyrir þremur árum. Skurðaðgerðin kom ölluni á óvart, ekki síst læknaliðinu hjá Real Madrid sem hafði lýst því yf- ir að „Perfan" væri loksins orðin jafn góð á ný eftir þriðja upp- skurðinn á hnénu erfiða. Allt virt- ist ganga í haginn og var búið að velja hann sem varamann hjá Real fyrir deildarleik gegn Cast- ellon fyrir skömmu. Leikið er á sunnudögum á Spáni, en á föstu- deginum fór Cunningham að finna til eymsla í hnénu „góða". Var hann þegar í stað lagður undir hnífa skurðlæknanna og gera allir sér góðar vonir um fremur skjótan bata kappans. Hefur hann tekið stefnuna á upphaf næsta mánað- ar. Tveir dóu TVEIR dóu á leik Barcelona og Osasuna nýlega, annar fékk hjarta slag í stúkunni, en hinn hrapaði í nýbyggingu í sömu stúku, ætlaði að finna sér betri útsýnisstað. Við hjá Heimiliétækjum hf höf um aídrei boðiðódýrari heimilistæki en einmitt núna! Vegna tollalækkana, sem nýlega tóku gildi, lækkaði útsöluverð nokkurra gerða heimilistækja mjög verulega. Við hjá Heimilistækjum hf. erum reyndar ekki í nokkrum vafa um að verðið er hagstæðara en nokkru sinni fyrr. Þessvegna ætlum við að nefna nokkur dæmi: Philco þvottavélar: Verð frá kr. 6.129.- Philips og Philco kæliskápar: Verð frá kr. 3.806.- Philco þurrkarar: Verð frá kr. 5.235.- Philips og Caravell frystikistur: Verð frá kr. 5.998.- Philips ryksugur: Verð frá kr. 1.772

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.