Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 27
24 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 25 Flestir möguleikarnir miðast við Alpafjöllin Almennur áhugi landsmanna á skíða- íþróttinni er fyrir löngu orðinn annálaður. IVfeð aukinni og bættri aðstöðu ár hvert hefur áhugi fólks farið vaxandi jafnt og bétt og.nú er svo komið, að fjöldi manna notar hverja þá frístund sem gefst frá dagsins önn og amstri til skíðaiðkana. En það er ekki aðeins að almenningur renni sér á skíðum hér innanlands. Skíða- ferðir til annarra landa hafa færst mjög í aukana undanfarin ár með auknu úrvali og viðráðanlegra verði. Hundruð manna fara nú árlega utan til skíðaiðkana. Einkum eru það þrjár ferðaskrifstofur, sem boðið hafa ferðir til annarra landa, Samvinnuferðir, Urval og Útsýn. Fjölbreytnin í ferðum skrifstofanna er talsverð þótt eðlilega miðist meginhluti þeirra við Alpana. Útsýn býður einnig upp á ferðir til Noregs, en engin ferðaskrifstof- anna hefur tekið upp fastar ferðir til Aspen í Colorado, sem þó er afar vinsæll skíða- staður. Veldur þar líkast til mestu sú stað- reynd að skíðaferðalag til Bandarfkjanna er mun dýrara en til Evrópu. Væntanlega geta þó ferðaskrifstofurnar skipulagt ferðir þangað, að óskum viðskiptavina. Hér verður lesendum kynnt hvaða val- kostir eru fyrir hendi, stefni hugurinn á erlenda skíðaparadís. Munum við leitast við að ganga þannig frá hnútunum að fólk viti nokkurn veginn fyrir víst að hverju það gengur ef af ferð á eftirtalda staði verður. Aðaláherslan lögð á Lech og Geilo Útsýn eina ferðaskrifstofan sem býður ferðir til Noregs Þeir skíðastaðir erlendis, sem Út- sýn leggur áherslu á, auk þeirra, sem aðrar skrifstofur bjóða upp á, eru Lech í Austurríki og Geilo í Nor egi. Auk þess er Útsýn með ferðir til Kitzbiihel og Selva á ítalíu og þar eru gististaðir þeir sömu og hjá Úr- vali. Lech Skíðasvæðin við Lech, Ober- leich, Ztirs og Zug, sem af flestum eru talin ákaflega fögur vetrar- lönd, hafa að bjóða eitthvert það fullkomnasta þjónustukerfi kláfa, stóla- og T-Iyfta, sem um getur. Þar er að finna fullkomin skilyrði fyrir byrjendur, jafnt sem þá, sem lengst eru komnir í skíðaíþrótt- inni. Lech er sannkallað kjörsvæði alpagreinanna, en þar er skíða- göngumönnum heldur ekki gleymt. Þar eru um 15 kílómetra langar brautir og þeim vel við haldið. Notalegir skemmtistaðir eru innan seilingar öll kvöld. Útsýn bauð í vetur upp á þrjár tveggja vikna ferðir til Lech. Sú síðasta er þann 27. febrúar. Ferða- langar geta valið um þrjú hótel. Hotel Gasthof Sttilzis kostar kr. 10.100 með hálfu fæði, Haus Mall- aun kr. 7.470 með morgunverði og þriðji kosturinn er íbúðahótelið Bergheim. Annars vegar er um að ræða íbúðir með einu svefnher- bergi, ætlaðar fyrir 2—4, og kosta á bilinu 6.800 kr. til 9.900 allt eftir því hversu margir eru. Hins vegar er um íbúðir að ræða fyrir 4—6, sem kosta frá 6.300 krónum upp í 7.600 krónur — einnig eftir fjölda. Geilo Geilo, þessi sívinsæla skíða- miðstöð Norðmanna, er um það bil miðja vegu á milli Oslóar og Berg- en. Óvíða er að finna jafngóða að- stöðu fyrir göngumenn, en í Geilo eru um 90 km af vel merktum góngubrautum. Alpagreinafólki er ekki gleymt. Yfir 20 góðar brekkur er þar að finna. Ferðamenn geta valið um tvö hótel, Geilo Mountain Lodge með hálfu fæði eða Geilo Hotel með fullu fæði. Farið er til Geilo alla föstudaga út marzmán- uð, en síðan verður efnt til páska- ferðar 2. april. Er verð í hana frá krónum 5.195. Kitzbiihel og Selva Eins og Úrval býður Útsýn upp á ferðir til Kitzbtihel og Selva á ítalíu. Gististaðir eru þeir sömu og hjá Úrvali svo og öll ferðatil- högun. Er því óþarfi að fara nánar út í þá sálma. Xv.. l^ Frá Geilo í Noregi — paradís skíðagöngumanna. Austurrískt and- rúmsloft og ítölsk lipurð í Selva Urval býður ferðalöngum upp á þrjá staði, Badgastein, Kitzbiihel og Selva Úrval býður upp á þrjá staði fyrir þá sem hafa áhuga á að bregða sér út fyrir landsteinana. Fyrstan þeirra staða ber að telja Badgastein í Aust- urríki, sem hefur áunnið sér hylli fjölmargra skíðaiðkenda. Badgastein er lítill en sérlega vinalegur bær í austurrísku Ölp- unum. Skíðalöndin þar og í næsta nágrenni eru afar fjölbreytt, í hæð frá 850 og allt upp í 2700 metra. Um 60 skíðalyftur eru á svæðinu troðnar brautir af öllum gerðum og stærðum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Auk þess er boðið upp á skíða- kennslu. Fjöldi veitinga- og dans- staða er í bænum, auk bjór- og kaffistofa. í bænum er stór sýn- ingarhöll, frægt heilsuhæli, spila- víti, innisundlaug og skautahöll svo það helsta sé nefnt. stæðilegt. Sérstakur skíðapassi veitir frían aðgang að lyftum, skíðavögnum og nýrri og glæsi- legri sundlaug. Fjöldi góðra hótela er í bænum, auk veitingastaða, bjór- og kaffi- stofa. Þá eru þar mörg diskótek, spilavíti, leikhús og margt annað forvitnilegt. Farið er til Kitsbtihel alla laug- ardaga út marsmánuð. Úrval býð- ur gestum sínum upp á fimm mis- munandi gistimöguleika. Að sjálf- sögðu eru þeir misjafnlega dýrir, en hægt er að fá íbúðir í Haus Horn fyrir rétt rúmlega 6.000 krónur í tvær vikur. Það dýrasta er Zum Jágerwirt á 9.176 kr. í tvær vikur með hálfu fæði. Selva (Wolkenstein) Selva er ein elsta og rómaðasta skíðaparadís ítaliu. Selva er i Svipmynd frá hóteli í Badgastein. Úrval býður ferðalöngum upp á þrenn mismunandi hótel í Badga- stein. Bergfriede kostar kr. 6.880 ef miðað er við hálft fæði í tvær vikur. Gletschermtille kostar kr. 6.880 með baði og morgunverði og Krone kostar. 8.030 með hálfu fæði og baði. Því miður er of seint að ætla sér í ferð til Badgastein á þessu ári. Aðeins tvær ferðir voru farnar, önnur 9. febrúar og hin 23. febrúar. Gott er þó að hafa stað- inn í huga þegar fram líða stundir og hugurinn tekur að reika út á ný. Kitzbiihel Líkast til er Kitzbúhel einhver allra frægasti skíðastaður heims. Þetta er 8000 manna rólegur bær í rómantísku umhverfi. Skíðasvæð- ið í nágrenninu skiptist í þrennt, Hahnenkamm (Hanakambur), Pass Thurn og Kitzbuhlerhorn. Skíðalandið er einkum á svæði sem liggur í 800—2000 metra hæð og þar er að finna um 60 lyftur, troðnar brautir og nánast allt það sem getur gert skiðalandið ómót- Suður-Týról við Dolomiti. Þessi staður er nokkuð sérstakur fyrir þær sakir, að hann ber með sér andblæ tveggja þjóða. Annars vegar austurrískt andrúmsloft og hins vegar ítalska lipurð — ber því keim af því besta frá báðum þjóðum. Aðalskíðaland Selva er í næsta nágrenni bæjarins, en reyndar má segja að allur Gardena-dalurinn sé meira og minna eitt allsherjar skíðaland. Hvorki meira né minna en 90 skíðalyftur er að finna í ná- grenninu svo ekki ættu að vera vandkvæði á að komast upp brekkurnar á þeim bæ. Góð hótel er þarna að finna, auk fjölmargra möguleika til skemmtunar og af- þreyingar. Valið stendur á milli þriggja hótela. Sun Valley og Savoy kosta um 7.000 krónur með hálfu fæði í 2 vikur, en Pension Elvis kostar tæpar 5.000 krónur í tvær vikur, morgunmatur innifalinn. Vakin er athygli á sérstökum barnaaf- slætti. Farið er til Selva alla laug- ardaga út marsmánuð. Ferðir til stærsta skída- svæðis í Austurríki í boði — Samvinnuferðir-Landsýn leggja mikla áherslu á skíða- ferðir og bjóða upp á Sölden, Zillertal og Niederau Samvinnuferðir-Landsýn ákváðu í haust að efna til fimm skíðaferða í vetur. I'iim cr öllum lokið, utan einni, sem farin verður nú 27. febrú- ar. Það eru þrír staðir, Solden, Zillcrtal/Aschau og Niederau, sem Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á. Að sögn voru áðurnefndir staðir valdir sérstaklega með hliðsjón af sem fjölbreyttustutn skíðamöguleik- um. Ættu allir að finna brekkur þar yið sitt hæfi, jafnt ungir sem aldnir. íslenskur fararstjóri er í öllum ferð- um og sér um að taka á móti farþeg- um á flugvelli og annast ýmsa fyrir greiðslu. Kngum ætti að leiðast í þessum Austurríkisferðum því á kvöldin eru rómaðir skemmtistaðir heimsóttir, auk þess sem haldnar eru sérstakar kvöldvökur fyrir íslensku farþeg- ana. Ferðatilhögun er þannig, að flogið er milliliðalaust til Miinchen og þaðan er ekið til áfangastaðar. Sölden Sölden er stærsta skíðasvæði Austurríkis og þá er ekki svo lítið sagt. Lætur nærri að það nái yfir um 470 ferkílómetra í um 1300 metra hæð. Sú hæð er þó aðeins áfangi á leið til enn hærri staða því lyfturnar flytja fólk upp í allt að 3000 metra hæð. Ef fólk gerir sér ekki allskostar grein fyrir hversu hátt það er sakar ekki að geta þess að Hvannadalshnjúkur — hæsti fjalltoppur íslands — er í 2119 metra hæð. Afar góð þjónusta er veitt í Sölden. Þar eru ávallt um 270 skíðakennarar til staðar svo allir ættu að finna sér leiðbeinanda við hæfi sé þess þörf. Sundlaugar og gufuböð eru til staðar og þægilegt er að láta þreytuna líða úr sér þar áður en tekið er til við skemmt- analífið. Rúmlega 20 diskótek og næturklúbba er þar að finna svo auðvelt ætti að vera að fá útrás. Til Sölden er um þriggja og hálfrar stundar akstur frá Mtinch- en og þar er gist á Gasthof Der Grauer Bar og nokkrum öðrum gististöðum í allra næsta ná- grenni. Ferð til Sölden þann 27. febrúar kostar 7.175 og er þá mið- að við herbergi án baðs, en með morgun- og kvöldverði inniföld- um. Sama verð var á ferðinni, sem farin var 13. febrúar svo og jóla- ferð, sem farin var 19. desember. Hins vegar voru ferðirnar tvær í janúar ódýrari — kostuðu kr. 6.290. Lyftugjald í Sölden er 1.920 ' austurrískir schillingar fyrir full- orðna (um 1.200 kr. ísl.) og er mið- að við 12 daga. Fyrir börn er gjaldið 1.140 schillingar. Zillertal Ziller-dalurinn er almennt við- urkenndur sem eitt skemmtileg- asta skíðasvæðið í Austurríki. Meira að segja stæra heimamenn sig af því að þetta sé skemmtileg- asti dalur veraldar og ekkert minna — jafnt aö sumri sem vetri til. Hestasleðaferðir eru vinsælar í Zillertal og þá má einnig nefna hópferðir að kvöldi til á svokölluð- um toboggan-sleðum. Skautasvell er víða að finna, auk sundlauga og gufubaða. Skíðasvæði það, sem Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á, er rétt við bæinn Aschau, en gist er á Aschauer Hof. Þaðan er um þriggja km akstur að aðal- lyftustöðinni og sér hótelið um ókeypis flutning þangað kvölds og morgna. Hins vegar er ekkert til- tökumál að renna sér þangað hvenær sem er dagsins. Aschau er í um 600 metra hæð, en skíðasvæð- ið er einkum í 1600—2300 metra hæð. Um tveggja tíma akstur er til Zillertal frá Mtinchen. Ferðin 27. febrúar kostar kr. 6.790 og svo var einnig um ferðina 13. febrúar, en janúarferðirnar tvær voru ódýrari eða kr. 5.880. Lyftugjaldið fyrir tvær vikur er 1.690 schillingar fyrir fullorðna og 1.030 fyrir börn. Herbergin á Aschauer Hof eru án baðs, en innifalinn er morgun- og kvöldverður. Niederau Niederau er þriðji staðurinn, sem boðið er upp á hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn. Bærinn liggur í hinum geysifagra Wildschönau- dal, en þar er talið eitthvert snjó- öruggasta svæði Kitzbuhel- Alpanna. Bærinn er í um 800 metra hæð, en með lyftunum má komast allt upp í 1900 metra hæð. Líkt og á hinum stöðunum er fjöldi leiðbeinenda á staðnum. Bobsleðabrautir, hestaleigur, bowling-salur, skautasvell, sund- laugar og sauna eru á meðal þess sem finna má í Niederau og ná- grenni. í jólaferðinni var gist á VIP- Club Hotel, sem er í ósviknum „lúxus-klassa". Kostaði sú ferð þó ekki nema 7.920 krónur. Janúar- ferðirnar tvær kostuðu 6.210 krón- ur, en þá var gist á Gasthaus Sonne, sem og í febrúarferðunum. Verðið í þeirri einu ferð, sem enn er eftir — 27. febrúar — er kr. 6.710. Lyftugjaldið í Niederau er 1.280 schillingar fyrir fullorðna, 1.030 fyrir börn, miðað við tvær vikur. Rétt er að geta þess í lokin, að barnaafsláttur er kr. 1.000 fyrir þau börn, sem eru á aldrinum 2—12 ára. Sé farið í 10 manna hóp pða stærri nemur hópafsláttur kr. 500 á mann. Loks skal þess getið að ferðalangar eiga þess kost að fara í sérstaka skíðaskóla. Kennt er 4 tíma á dag og kostar 780 schillinga að fara á 6 daga nám- skeið, en 580 sé þriggja daga nám- skeið tekið. Frá einum skíðastaðanna sem Samvinnuferðir-Land- sýn bjóda upp á. Helgarferðir innanlands fyrir skíðafólk Fyrir þá sem vilja bregða sér í stuttar helgarferðir, á skíði innanlands, koma þrír staðir til greina ef fólk vill bregða sér af höfuðborgarsvæðinu. Upplagt er að velja á iiiílli Isafjarðar, Húsavíkur og Akureyrar. Nú, vilji fólk utan af landi bregða sér á skíði sunnanlands og njóta helgarinnar í Reykjavík, má velja á milli Bláfjalla og Skálafells. ísafjörður Seljalandsdalur er á stundum kallaður vetr- arparadís skíðamanna. Þar er eitt fegursta skíðaland sem völ er á. Það nær upp í 620 metra hæð og er aðeins um fjóra kílómetra frá bænum. Aðstaðan til skíðaiðkana þar er mjög góð. Þrjár lyftur þjóna svæðinu og flytja um 13.000 manns á klukkustund. Auðvelt er að komast úr bænum upp í Seljalandsdal því rútuferðir eru daglega. í skíðaskálanum Skíðaheimum er hægt að fá svefnpokagistingu. Setustofa er fyrir gesti með sjónvarpi og hægt er að fá sturtuböð. Á ísa- firði er sundlaug, gufubað, gott bókasafn, kvikmyndasýningar og böll um helgar. Svefn- pokagistingu er hægt að fá í Skíðaheimum og er kostnaður við það, ásamt morgunverði og lyftukortum, er kr. 935. Húsavík Húsavíkurfjall er 417 metra hátt og í hlíðum fjallsins eru skíðabrekkur við allra hæfi. Þá er nánast allt í kringum Húsavík gott gönguland. Aðeins 3 mínútna gangur er frá hótelinu í fyrstu lyftuna af fjórum, sem flytja skíðamenn alveg upp á topp á fjallinu. Til afþreyingar á Húsavík eru kvikmyndasýningar, böll, þar er sundlaug með heitum potti og gufubaði. Helg- arferð til Húsavíkur á skíði kostar aðeins 895 krónur. Ef dvalist er í miðri viku, frá sunnu- degi til föstudags í 3 til 4 nætur, er boðið upp á afsláttarkjör. Akureyri Eina bestu skíðaaðstöðu á landinu er að finna á Akureyri. Skíðasvæðið þar er um 7 km frá Akureyri er í 500—1000 metra hæð yfir sjó. Þar eru allar brautir véltroðnar og flestar eru flóðlýstar á kvöldin. Fjórar skíðalyftur flytja um 3.000 manns á klst. t skíðahótelinu Skíðastöðum er seldur matur og veitingar allan daginn. Þá er boðið upp á skíðaleigu og skíðakennslu. Bílferðir eru úr bænum þrisvar á dag, og taka þær aðeins um 20 mínútur upp í fja.ll. I hótelinu fæst svefn- pokapláss og gisting í herbergjum. Þar er gufubað og góð setustofa. Hægt er að velja um 2, 3 og 4 daga ferð. Verð í tvíbýli, með morgun- verði í 2 nætur, er 829 krónur. Nánar er sagt frá aðstöðunni á Akureyri á öðrum stað í þessu blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.