Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1982 ffiÆMllfl 0)980 Umyrml r*r—. Syndicaf e-n ,Íz.g\ja.<rab ílyijcLfnr\ i naesto. Hús. H\>ar geym'irou ^aroslqituvélina þiAa?" Ast er ... ... að /e$(/a henni að versla eftir vörulista. catalogue. TM Rea U.S Pat. Otf all rights reserved « 1981 Los Angeles Times Syndicate Ekki getur þú reddað mér um salatolíu? HÖGNI HREKKVISI „HANN ER AORByHfl AE> ENPUtfVEKJA HINA GÖArlLU Go'PU PAGA .'" Grjót á Kefla- víkurvegi — hver er skaða- bótaskyldur? Ökumaður hringdi: „Ég átti leið til Keflavíkur eftir hádegið sl. fimmtudag og lá nærri að ökuferðin yrði mér dýrkeypt fyrir trassaskap og kæruleysi þeirra sem nota veginn til grjótflutninga," sagði hann. „Það var mikil rigning þennan dag og sást ekki of vel út um framrúðuna með köflum. Ég skal viðurkenna að eitthvað hefur athyglin verið reikul hjá mér og það kann að hafa átt sinn þátt. Á veginum milli Hafnarfjarðar og Straumsvíkur ók ég framá stóran grjóthnull- ung og nokkra minni sem lágu þar á annarri akreininni. Ég sá hann of seint til að beygja framhjá honum og skipti það engum togum að ég ók yfir hann með annað framhjólið. Ég hafði mjög lítinn tíma til að bremsa og ók því yfir hann á nokkurri ferð. Ég má víst þakka fyrir að ekkert skemmdist í hjólabúnaði bílsins en það var ekki þeim að þakka sem þessu olli með hirðu- leysi sínu. En mig langar til að spyrja: Hver ber ábyrgð á skaða sem verður í svona tilfellum? Það voru fleiri svona grjót- hrúgur á leiðinni til Keflavíkur og ég mætti einmitt nokkrum vörubílum hlöðnum grjóti og hefur það sennilega hrunið af þeim. Ég vona að þeir sem að þessum grjótflutningum standa lesi þetta og reyni að sjá til þess að tína upp það grjót sem hryn- ur af bílum þeirra framvegis." Þyrfti að gera eitthvað fyrir Tjarnarbakkana Austurbæingur hringdi: „Það var mikið talað um einhverjar bryggj- ur sem átti að byggja út í Tjörnina í Reykjavík í fyrrasumar," sagði hann. „Nú er sú hugmynd úr sög- Birtið áramóta- ávarp útvarps- stjórans í Mbl. Elín Bjarnadóttir hringdi: „Ég er ein af þeim sem bíða eftir að sjá áramótaávarp útvarpsstjóra birt í Morgunblaðinu," sagði hún. „Þetta var svo þörf hug- vekja að hún þyrfti að koma fyrir augu allra Islendinga en ég er hrædd um að hún hafi ekki náð eyrum margra á þessum tíma þegar flestir eru að kveðja gamla árið og fagna nýju." unni að því er mér skilst enda virtist almenningi ekki falla hún í geð. Eitt held ég þó að allir geti verið sammála um og það er að nauðsynlegt er að gera eitthvað fyrir bakka Tjarnarinnar, sér- staklega bakkann við Tjarnargötu. Það er orðið okkur Reykvíkingum til vanza hvernig við höfum látið Tjörnina drabbast niður. Ég vil því beina því til borgaryfirvalda að gengið verði í þetta verk strax og vorar þannig að tjarnarbakk- arnir þurfi ekki að vera okkur til skammar eitt sumarið enn." Andrés Björnsson Athugasemd við skrif Bjarna Tómassonar um verkamannabús taði Leitt er að sjá gamlan nágranna og góðkunningja kaldhamra stað- hæfingu um misrétti er hann og aðrir séu beittir, án þess að færð séu rök fyrir því. Bjarni Tómasson hefir nú nýverið ritað hverja greinina af annarri og krafist þess að íbúar verkamannabústaða fái fullt frelsi til þess að ráðstafa íbúðum sínum á sölumarkaði og komi fyllsta gjald fyrir. Bjarna má vera ljóst, sem og öðrum er nutu þeirrar náðar að hljóta íbúð snemma á stríðsárun- um, að félagsmenn greiddu þá að- eins 20% íbúðarverðs. Afganginn — 80% íbúðarverðs — fengu þeir að láni til 50 ára, með lægstu vöxt- um, 2%, eða nálægt því, ef rétt er munað. Hvaða sanngirni væri í því að þeir er nutu þá einskonar for- réttinda við úthlutun, fengju nú að verðlaunum fulla verðlagsvísi- tölu á þá upphæð er ríkið lagði fram á sínum tíma. íbúðir þessar voru á sínum tíma, smíðaðar til þess að greiða fyrir þeim er eigi höfðu önnur betri ráð. Sjálfsagt er að rýmka lög og reglur í frjálsræð- isátt, en þá fyrst tekur steininn úr, er menn bera fram svo ósanngjarnar kröfur, sem þær er fyrr er getið. Með kveðju. pp I Velvakanda fyrir 30 áriun Algengasta banameinið á íslandi NÚ er svo komið, að hinn skæði krabbameinssjúkdómur verð- ur fleiri mönnum að aldurtila hér á landi en nokkur annar. Árið 1949 létust hér 190 manns úr veikinni eða 1,4 af þúsundi. Það leikur ekki á tveimur tung- um, að krabbameinið fer í vöxt. Þó er athugandi, að menn þekkja sjúkdóminn nú betur en fyrr, svo að það er nú réttilega fært honum til skuldar, sem hann ber sök á. Krabbameinið hefir vafalaust ver- ið algengara áður en tölur gefa til kynna. — í annan stað hefir með- alaldur manna nú lengzt verulega, svo að fleiri komast á krabba- meinsaldurinn en fyrr. Stafar krabbamein af reykingum? ABERANDI er þó, hve krabba- mein í lungum hefir greini- lega farið í vöxt. Hefir verið gizk- að á, að það stafaði af vaxandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.