Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1982 Hvaða útbúnaður hentar best Hér á eftir er fjallað um hvernig á að velja skíði fyrir hina ýmsu ald- urshópa. En mjög stórt atriði er, þegar keypt eru skíði og skíðaútbúnaður, að rétt sé valið. Þá er gefið upp meðalverð á skíðum, skíðabindingum og skíðaskóm. Leiðbeiningar um smurningu gönguskíða Til hvers er gönguáburöur? Venjulegur rennslisáburður, sem notaður er á svigskíði, er ein- göngu til að gefa rennsli áfram. Gönguáburður þarf auk þess að gefa spyrnu, þ.e. draga úr bak- rennsli. Sá eiginleiki kemur ekki að fullu í ljós fyrr en eftir nokkur hundruð metra göngu eða rennsli. Skíðin renna fyrst og fremst á endunum, en miðjan þrýstist niður í snjóinn og gípur í við spyrnuna. Hvaða áburð á að nota? Áburðinum meginflokka: má skipta í tvo áburð í staukum Gamli og nýi tíminn fyrir nýjan snjó, og klístur í túb- um fyrir mjög blautan snjó, harð- fenni og grófkornaðan, blautan „vorsnjó". Lítum fyrst á staukana fyrir nýja snjóinn. Eftir hitastigí þarf að nota mis- munandi áburð samkvæmt því sem stendur á umbúðunum. Litur- inn segir einnig til um það, fyrir hvaða hitastig áburðurinn er gerð- ur. Þannig eru grænu staukarnir fyrir mesta frostið, þeir bláu fyrir minna frost (t.d. -2 til *6 eða --8 stig), þeir fjólubláu fyrir frost- markið, en þeir rauðu og gulu fyrir hitastig yfir frostmarki. Stundum er nákvæmari skipting táknuð með t.d. tveimur grænum eða tveimur bláum litum. Hvernig er best að smyrja? Léttast er að smyrja fyrir nýsnjó í frosti undir 10 stigum og nota þá bláan eða grænan áburð. Áburðurinn er borinn jafnt á hrein og þurr skíðin og nuddaður út með korki eða sérstökum til þess gerðum klossa úr gerviefni. Best er að bera þunnt lag á og jafna úr því með korkinum, en endurtaka síðan ef óskað er þykk- ari smurningar. Fyrir smáfólkið: Tveggja til þriggja ára börn geta auðveldlega athafnað sig á 70 cm skíðum með og án öryggis- bindinga. Þriggja til fimm ára börnum hæfa best ca. 90 cm löng skíði með öryggisbindingum og samsvarandi skíðaskóm. Verð: Skíði m/bind. 316 kr. - 70 cm. 330 kr. - 90 cm. Skór 260 kr. Barnaskíði 6—10 ára: Eldri börn, 6—10 ára, ættu að velja sér skíði sem næst jafnlöng þeim sjálfum, þó ívið lengri eftir getu og þyngd. Öryggisbindingar, með skíða- stoppurum, og skíðaskór eru nauðsyn. Verð: Skíði 600 kr. Bind. m/stop. 400 kr. Skór 280 kr. Unglingaskíði: Þau má gjarnan taka lítið eitt stærri en notandi er, ca. 10 cm lengri. Þegar þessum aldri er náð, þurfa skíðin helst að vera fiberstyrkt með inn- felldum stálköntum, vegna aukins álags. Verð: Skíði 1000 kr. Bind. m/stopp. 460 kr. Skór 550 kr. Skíði fyrir fullorðna: COMPACT-skíði eru ætluð fyrir hæga til meðal- hraða skíðun, heppileg fyrir byrjendur og þá sem skíða ekki hratt. COMPACT-skíði 150-190 cm eru keypt sem næst jafnstór notanda, þó skiptir þyngd og geta nokkru máli, ca. 5—10 cm lengri eftir hæfni. Verð: Skíði 1000 kr. Bind. m/stopp. 700 kr. Skór 800 kr. MID-skíði eru kærkomin nýjung fyrir gott skíða- fólk. MID-skíði eru fyrir hraðari og fjölbreyttari skíðun. Henta vel bæði í hörðu og mjúku færi og gefa skemmtilega möguleika. MID-skíði skulu vera ca. 10—15 cm lengri en notandi. Verð: Skíði 1.500 kr. Bindi m/stopp. 700 kr. Skór 800 kr. Gónguskíði eða touringskíði: Gönguskíði eru jafnan tekin 20—30 cm tengri en notandi — breytilegt eftir breidd skíðanna. Svo- kölluð vax-frí skíði eru vinsælust, þar eð þau þarf ekki að vaxbera. Besti árangur fæst þó á rétt smurðum gönguskíðum. Verð: Skíði 900 kr. Bindingar 71 kr. Skór 550 kr. I\ 1 *> \ Áburðurinn er því harðari sem hann er fyrir lægra hitastig. Ef vafi er á hvaða litur hentar best, þá er rétt að byrja með harðari áburðinn, sem til greina kemur, því að betra er að setja mýkri yfir harðan heldur en öfugt. Ef t.d. hitastig er -2 stig, mætti byrja með bláan áburð yfir allan sólann. Ef hann gefur ekki spyrnu, má prófa að bera þunnt lag af fjólu- bláum áburði undir miðjuna. Ef það gefur enn ekki spyrnu, má bæta við öðru lagi eða setja undir allan sólann. Við hækkandi hita- stig má síðan bera rauðan undir miðjuna. Lang auðveldast er að smyrja fyrir ca. tveggja til tíu stiga frost, og ættu því byrjendur að hefja æfingar sínar við þau skilyrði. Fyrir frostmarksjó er oft eritt að finna góða smurningu. Þá þarf að gæta þess að setja ekki of þykkt lag af áburðinum, svo að ískristallar nái ekki að festast í honum. Þegar fram á vor kemur, verður snjórinn allt annars eðlis en hann er þessa dagana. Sólbráð og hlý- indi breyta honum í grófkornaðan vorsnjó, sem verður harðfenni við frost. Þá duga staukarnir ekki lengur, heldur þarf að nota klístur í túbum. Þar er um tvær aðalteg- undir að ræða, rautt fyrir blautan snjó, og blátt fyrir harðfenni. Þennan áburð þarf að bera á við herbergishita, því annars er erfitt að jafna úr honum. Klístrið er borið undir skíðin og jafnað með sköfu eða höndunum. Þá þarf handhreinsikrem til að ná því af höndunum. Almenn atriði Ný tréskíði þarf að innbrenna með þar til gerðum tjórugrunni áður en þau eru notuð, ef þau eru ekki innbrennd frá verksmiðjunni. Þegar hreinsa þarf áburð af skíðunum, er best að bræða hann með gaslampa og þurrka jafnóð- um af með klút. Varist að ofhita sólann. Þægilegt getur verið að hafa sköfu til að skafa mesta áburðinn af og jafna hann, ef of þykkt hefur verið smurt. Skrá um lengdir á gönguskíðum og stöfum BÖRN : KONUR: KARLAR: aldur hæd byngd skiðal. stafal. hæö þyngd skíöal. stafal. hæð þyngd skídal. stafal. 4 104 17.0 120 80 155 55 180 120 160 60 195 130 5 110 18.7 130 85 160 60 190 125 165 65 205-210 135 6 117 21.4 140 90 165 60 195 130 170 70 205-210 140 7 123 24.0 150 95 170 65 200 135 175 70 210 145 8 128 26.2 160 100 175 70 205 140 180 75 210-215 145-150 9 134 29.0 170 105 185 80 215 150 10 139 32.0 180 110 190 85 220 155 11 144 35.0 180 110 12 150 40.0 185 115 13 155 45.0 185 115 14 160 50.0 190-195 120 15 170 55.0 190-200 125 Þaö er fyrst og fremst þyngd sem ræóur skíöalengd. Þegar þyngd er mjög frábrugðin ofangreindri skrá, skal taka tillit til hæöar. „Stórlega aukinn áhugi á skíðagöngu á Akureyri" „Áhugi almennings á skíða- göngu hefur stóraukist hér á Akur eyri að undanförnu. Aðstaða til að iðka bessa íþrótt er nú mjög góð hér í bænum og hana er hægt að stunda á allmörgum stöðum," sagði Hermann Sigtryggsson, íþróttafulltrúi á Akureyri, í spjalli við Mbl. „Undanfarin ár höfum við mest gert fyrir keppnisfólkið í þessari íþrótt, en upp á síðkastið hefur meira verið farið að hugsa um almenning í sambandi við gönguna. Stærsta átakið, sem við höfum gert í sambandi við þessi TRIMM-mál, er sú aðstaða - segir Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi sem nú er komin upp í Kjarna- skógi. Þar er nú upplýst, troðin göngubraut opin á hverjum degi þegar þar er nægur snjór." Hvernig er aðsóknin að braut- inni í Kjarnaskógi? „Aðsóknin er mjög góð. Þarna koma allir aldursflokkar og það er einmitt algengt að fjölskyldur taki sig saman og skelli sér á gönguskíði. í Kjarnaskógi er fólki leiðbeint í meðferð göngu- útbúnaðar og gönguáburðar og fer sú leiðsögn fram á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum kl. 8-9.30." Hvaða staðir aðrir standa fólki til boða til skíðagöngu? „Göngubrautir eru lagðar um helgar í Hlíðarfjalli við Skíða- staði, einnig eru lagðar brautir nokkuð oft við Sjálfsbjargarhús- ið í Glerárhverfi og mjög vinsælt hefur verið í vetur að ganga á golfvellinum." Eins og áður hefur komið fram í Mbl. kom SKÍ á fót sér- stakri TRIMM-nefnd og hefur hún aðsetur á Akureyri. Her- mann á sæti í nefnd þessari og var hann spurður um næstu verkefni hennar. „Ákveðið hefur verið í samráði við stjórn Skíðasambandsins að halda trimm-dag hinn 7. mars nk. Þess hefur verið farið á leit við trimmfulltrúa SKÍ og skíða- ráðin, að þau sjái um fram- kvæmd dagsins hvert á sínum stað. Heimamönnum er í sjálfs- vald sett hvernig skipulagi verð- ur háttað á hverjum stað, en við höfum bent á ýmislegt sem gæti komið inn í dagskrána. Síðar í vetur verður síðan haldinn SKÍ- dagur og þá mun skíða-trimm aftur verða á dagskrá."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.