Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 Samband ISLENSKRA Samvinnufélaga 80 ÁRA í dag eru 80 ár frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga og 100 ár frá stofnun fyrsta kaup- félagsins, Kaupfélags Þingeyinga. Til að minnast þessara tímamóta eru hér birtir nokkrir megin- punktar úr sögu og þróun samvinnuhreyfingarinn- ar, en annars staðar í bladinu er fjallað um Kaup- félag Þingeyinga. Fleiri kaupfélög komu fljót- leKa til sögunnar, og af þeim félögum, sem í dag eru í Sam- bandinu, eru þessi næst Kf. Þingeyinga að aldri: Kf. Ey- firðinga á Akureyri stofnað 1886, Kf. Skagfirðinga á Sauð- árkróki og Kf. Svalbarðseyrar á Svalbarðseyri stofnuð 1889, Kf. Norður-Þingeyinga á Kópaskeri stofnað 1894, Kf. Húnvetninga á Blönduósi stofnað 1895, Kf. Saurbæinga á Skriðulandi og Kf. Stein- grímsfjarðar á Hólmavík stofnuð 1898, Kf. Hrútfirðinga á Borðeyri stofnað 1899 og Kf. Hvammsfjarðar í Búðardal stofnað 1900. Eru þá aðeins talin þau félög innan Sam- bandsins sem stofnuð höfðu verið árið 1902. A 20 ára afmælisdegi Kf. Hallgrímur Krislinsson, fyrsti fram- kvæmdastjóri Sambandsins. Vid Yztafcll í Köldukinn, stofnstað Sambandsins, hefur verið reist minnismerki um stofnun þess. Þingeyinga, hinn 20. febrúar 1902, komu svo saman að Ystafelli í Köldukinn fulltrúar frá þingeysku kaupfélögunum þremur, Kf. Þingeyinga, Kf. Norður-Þingeyinga og Kf. Svalbarðseyrar. Þessi félög stofnuðu þar samtök sem hlutu nafnið „Sambandskaup- félag Þingeyinga". Aðildarfé- lögunum fjölgaði fljótlega, og 1907 var nafninu breytt í „Sambandskaupfélag íslands". Árið 1910 var sambandskaup- félagsnafnið fellt niður og nafninu breytt í „Samband ís- lenskra samvinnufélaga" sem samtökin hafa heitið síðan. Starfsemi Sambandsins I byrjun var starfsemi þess- ara samtaka nánast eingöngu við það miðuð að efla samstarf aðildarfélaganna, einkum á sviði félags- og fræðslumála. Samtökin hófu árið 1907 að gefa út „Tímarit fyrir kaup- fjelög og samvinnufjelög" sem komið hefur út samfellt síðan, frá 1926 undir nafninu „Sam- vinnan". Árið 1915 opnaði Sambandið skrifstofu í Kaup- mannahöfn, og með tilkomu Samtal við Erlend Einarsson forstjóra SÍS „Samvinnuhreyfíngin er lýðræðisleg- asta viðskiptahreyfíng þessa lands“ Hvert er hlutverk Sambandsins og meginmarkmið? Sambandið var stofnað hinn 20. febrúar 1902, réttum tuttugu árum eftir stofnun Kaupfélags Þingey- inga og er því 80 ára í dag. Það er eign 42 kaupfélaga sem eru með um 42.000 félagsmenn. Hlutverk Sam- bandsins hefur alla tíð verið að þjóna kaupfélögunum og fram- kvæma ýmis sameiginleg hags- munamál þeirra svo sem innflutn- ing, útflutning, iðnrekstur, afurða- vinnslu og flutninga. Nú hefur því verið haldið fram að þótt kaupfélögin eigi Sambandið þá sé málum þannig háttað að Sam- bandið ráði kaupfélögunum en kaupfélögin ekki Sambandinu. Nei, síður en svo. Samvinnuhreyf- ingin er lýðræðislegasta viðskipta- hreyfing þessa lands, það ættu menn að hafa hugfast. Hún er byggð upp á fulltrúalýðræði eins og stjórn- kerfi okkar og flest önnur félaga- samtök og það eru kaupfélögin sem kjósa fulltrúa á aðalfund Sam- handsins sem er æðsta vald í mál- efnum þess. Á milli aðalfunda er æðsta vald í höndum stjórnar sem kosin er á aðalfundinum svo það eru alfarið kaupfélögin og félagsmenn þeirra sem ráða ferð Sambandsins. Stjórnin ræður svo forstjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur. En hefur starf Sambandsins ekki neikvæð áhrif á þróun frjálsrar verslunar í Iandinu? Þú meinar væntanlega hvort Sambandið sé of stórt. Mín skoðun er sú að efla þurfi starfsemi Sam- bandsins til þess að það geti látið kaupfélögum í té nauðsynlega þjón- ustu og gegnt hlutverki sínu. Sam- bandið er að vísu stærsta fyrirtæki landsins en við megum ekki gleyma því að einkafyrirtæki og ríkisfyrir- tæki hafa um % af öliu viðskipta- magni í landinu en samvinnuhreyf- ingin ekki nema um '4 og þar af hefur Sambandið ekki nema rösk- lega þriðjung af viðskiptum sam- vinnuhreyfingarinnar, % af við- skiptum samvinnuhreyfingarinnar eru í höndum þessara 42 sjálfstæðu kaupfélaga og nokkurra samstarfs- fyrirtækja sem hreyfingin á. Nú hefur þú kallað samvinnu- hreyfinguna þriðja aflið í hagkerfi íslendinga. Hvað áttu við með því? Hér á Islandi starfa þrjú rekstr- arform hlið við hlið, einkarekstur, ríkisrekstur og samvinnurekstur og ég held að samkeppni á milli þess- ara þriggja þátta sé af hinu góða. Ég er fyrir mitt leyti viss um að ef samvinnuhreyfingin væri ekki svo öflug sem raun ber vitni hér á landi væri hér miklu meiri ríkisrekstur en nú er. Það hlýtur að vera áhyggju- efni fyrir einkaframtaksmenn að horfa upp á það að ríkisvaldið er sífellt að kaupa hlutabréf í einka- fyrirtækjum. Á þennan hátt er ríkisvaldið farið að standa í at- vinnurekstri sem það ætti eðli sínu samkvæmt ekki að koma nærri. Þá er alls ekki sjálfgefið að öll orkufrek iðnfyrirtæki hér á íslandi eigi að byggjast upp af erlendum auðhring- um og/ eða ríkisvaldinu og ég held að reynsla síðustu ára sanni að sterk samvinnuhreyfing er traustari vörn gegn ríkisafskiptum heldur en einkafyrirtækin. Þau hafa greini- lega tilhneygingu til að leita í ríkis- faðminn ef illa gengur. Þú minntist á auðhring. Nú hefur samvinnuhreyfingin oft verið kölluð auðhringur. Hverju svarar þú því? Samvinnuhreyfingin er ekki auð- hringur. Samvinnuhreyfingin er fé- lagsskapur 42.000 manna sem allir hafa jafnan atkvæðisrétt, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, ungir eða gamlir, karlar eða konur, íbúar strjálbýlis eða þéttbýlis. Samvinnu- félögin eru öllum opin og menn geta gengið úr þeim hvenær sem er. Það er því algjörlega út í hött að kalla samvinnuhreyfinguna auðhring. Nú er talað um félagsdeyfð og að almenningur hafi ekki mikinn áhuga á þátttöku í félögum. Hvernig hefur samvinnuhreyfingin brugðist við þessu vandamáli? Það er rétt að það ríkir félags- máladeyfð hér á Islandi sem og í öðrum löndum vegna þess að það er svo mikil samkeppni um tímann hjá fólki. Þessi félagslega deyfð býður upp á vissa hættu. Hættu sem fólgin er í því að almenningur hafi minnk- andi frumkvæði og að menn gerist hlutlausir áhorfendur og hlýði boð- um fjölmiðla hugsunarlítið. Sam- vinnuhreyfingin hefur alltaf haft félags- og fræðslustarf á stefnuskrá sinni og t.d. var Sambandið fyrstu 15 ár tilveru sinnar nær eingöngu fræðslusamband. Meðal þess sem samvinnuhreyfingin gerir nú til þess að örva félagsmálastarfið má nefna stóraukna útgáfu fréttabréfa og annarra ritaðra upplýsinga. Fé- lagsmálafulltrúar hafa verið ráðnir til nokkurra kaupfélaga og til Sam- bandsins og fræðslunefndir hafa verið stofnaðar í flestum kaupfélög- unum. Þá hefur Samvinnuskólinn komið á margþættu námskeiðahaldi víðs vegar um landið, svæðafundir hafa verið haldnir auk þess sem deildafundir, nefndafundir, stjórn- arfundir og aðalfundir í kaupfélög- unum sjálfum skipta mörgum hundruðum á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.