Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 Pnr0Mj#M»i§> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, B/örn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Á aldarafmæli samvinnuhreyfingar Þrátt fyrir ýmsa myrka kafla var 19. öldin dagrenning margs þess, sem varðaði veg að nýsköpun atvinnuvega og efnahagslegu sjálfstæði þjóðar og einstaklinga á 20. öldinni. Veigamikill þáttur þeirrar dagrenningar var tvíþætt barátta: annarsvegar fyrir inn- lendri verzlun, hinsvegar fyrir verzlunarfrelsi. Það er ekki vanza- laust að enn í dag býr íslenzk þjóð við verðlagshöft, sem flestar V-Evrópuþjóðir köstuðu fyrir róða fyrir áratugum. Þessi samkeppn- ishemill er meðvirkandi þáttur verðlagsþróunar hér, en staðreynd er, að samkeppnisþjóðir búa við mun stöðugra verðlag en hér hefur tíðkazt allar götur frá lyktum síðari heimsstyrjaldar. Baráttan fyrir innlendri verzlun var lengi vel háð af einstakling- um, sem hösluðu sér völl á verzlunarsviði, en síðar á öldinni komu til verzlunarhlutafélög, sem vóru merkilegur þáttur í verzlunarsögu okkar, en minna má á, að brezk kaupfélög, hin fyrstu sinnar tegund- ar, vóru og eru í hlutafélagsformi. Hinn 20. febrúar 1882 var síðan fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag Þingeyinga, formlega stofnað að Þverá í Laxárdal, að frumkvæði Jakobs Hálfdánarsonar. íslenzk samvinnuhreyfing á því aldarafmæli í dag. Samkvæmt lögum hins fyrsta íslenzka kaupfélags var tilgangur þess sagður að ná svo góðum kaupum á útlendum varningi, sem auðið er, og gera útvegun hans sem auðveldasta hverjum félagsmanni. Ennfremur að stuðla að meiri vöruvöndun og afnema sem mest alla skuldaverzlun. Víðast erlendis, þar sem kaupfélög hösluðu sér völl, var það og áskilið af stofnendum, að þau skyldu óháð í stjórnmálum og trúarefnum. íslenzk samvinnuhreyfing hefur, eins og öll önnur mannanna verk, bæði kosti og galla: kosti sem sjálfgefið er að efla, annmarka sem slæva má. Kostirnir eru einkum þessir: 1) Samvinnuhreyfingin hef- ur, við hlið einkaverzlunar, stuðlað að því að þjóðin náði því megin- marki, að færa viðskipti okkar, bæði inn á við og út á við, á íslenzkar hendur. 2) Samvinnuverzlun og einkaverzlun hafa veitt hvor annarri þá samkeppni og það aðhald, sem leitt hefur til meira vöruúrvals og hagstæðari kaupkjara en ella væri. 3) Forystumenn samvinnuhreyf- ingar hafa tekið undir kröfur einkaverzlunar um afnám verðlags- hafta, þ.e. um lokaskrefið til verzlunarfrelsis, og haslað sér völl við hlið einkaframtaks í viðspyrnu gegn „verndaðri" þátttöku ríkisins í atvinnurekstri, sem oftast verður á kostnað skattborgaranna. 4) Kaupfélög hafa víða byggt upp, eða tekið þátt í uppbyggingu atvinnufyrirtækja, sem við híið einkarekstrar eru burðarásar at- vinnuöryggis og almannaafkomu í einstökum byggðarlögum. Samvinnuhreyfingin hefur vaxið mjög mikið á undanförnum ára- tugum og fært starfssvið sitt yfir á svo til alla þætti umsvifa í þjóðfélaginu, líkt og auðhringar með stórþjóðum. Margar þjóðir hafa talið nauðsyn að setja lög til að sporna gegn því, sem kallað hefur verið „hringamyndun", en auðhringar færa gjarnan fjármagn milli starfsþátta í þeim tilgangi að brjóta niður eðlilega samkeppni og koma á einokun. Slík einokun er fjarri upphaflegum tilgangi kaupfé- laga og þjónar ekki hagsmunum neytenda. Ymsum þykir þegar brydda á tilhneigingu í þessa átt hjá SÍS-valdinu. Þetta kann að verða höfuðgalli þessarar hreyfingar hér á landi. Afleiðingar slíkrar einokunar hafa og komið fram í smærri byggðarlögum, þar sem kaupfélög hafa brotið af sér samkeppnisaðila, og geta deilt og drottn- að í skjóli aðstöðu. Annar höfuðgalli íslenzkrar samvinnuhreyfingar er sá, að varla er hægt að tala um algjört pólitískt hlutleysi af hennar hálfu. Hún vakti ekki fyrir frumherjunum, sú pólitíska misnotkun hreyfingar- innar, sem var einkenni á íslenzkri stjórnmálabaráttu frá kreppu fram að viðreisn, en þá var kaupfélagavaldið óspart notað í valda- baráttu Framsóknar, og því miður eimir enn eftir af slíku. Þriðji gallinn eru skattaleg hlunnindi, sem að vísu eru mun minni nú en áður var, en samkeppni verður að vera á jafnstöðugrundvelli, ef ná á tilgangi sínum. Islenzk verzlun hefur tekið miklum breytingum hin síðari árin, ekki sízt með tilkomu stórmarkaða. Dæmigert er þegar einn slíkur haslaði sér völl á Akureyri, við hlið eins stærsta og bezt rekna kaupfélagsins, þá töldu almennir neytendur hag sínum mun betur borgið eftir en áður. Þar sannaði samkeppnin gildi sitt enn einu sinni. Hitt er svo annað mál að vonandi heldur „kaupmaðurinn á horninu" velli. Þjónusta hans hefur margar jákvæðar hliðar fyrir næsta umhverfi, er m.a. mun persónulegri, en persónulegt traust í viðskiptum er gjarnan forsenda gagnkvæms hagnaðar. A aldarafmæli íslenzkrar samvinnuhreyfingar er skylt að horfa fram á veg, ekki síður en um öxl. Morgunblaðið, sem er málsvari athafnafrelsis, lætur í ljósi þá von, að eðlileg og heilbrigð samkeppni einkaverzlunar og samvinnuverzlunar á jafnstöðugrundvellieigi eft- ir að færa íslenzkum almenningi beztu hugsanleg viðskiptakjör. Ennfremur, að ný hlutafélagalöggjöf og boðuð ný samvinnulöggjöf opni frekar en nú er leiðir til hliðstæðrar uppbyggingar í íslenzkum þjóðarbúskap og hér varð á fyrstu tugum aídarinnar. Leiðin til bættra lífskjara liggur um hagstæð rekstrarskilyrði atvinnu- veganna, vöxt þeirra, tæknivæðingu og verðmætasköpun. í því markmiði geta einkaframtak og samvinnuframtak tekið höndum saman. „Forsetinn stal senunni í skautbúningi" f.ondon, 19. febrúar. Frá Hikli Helgu Nigurðardóttur fréttarilara Mhl. FJÖLMIÐLAR hér í borg hafa gert heimsókn forseta íslands góð skil, sérstaklega ef tekið er mid af því að í Bretlandi er yfirleitt afar lítið um fréttaflutning frá Norð- urlöndum. „Forseti íslands stal senunni," sagði í fyrirsögn Daily Mail, sem birti í morgun stóra mynd af Vig- dísi þar sem hún heilsar yfirborg- arstjóra Lundúnaborgar, klædd ís- lenska skautbúningnum. Forsetinn sat í gær 400 manna veislu í Mans- ion House, sem er nokkurs konar aðalráðhús Lundúnaborgar. Er hún hafði flutt ræðu sína stóðu gestir upp og hylltu hana með lófataki, en slíkt er sjaldgæft í opinberum veislum hér. Hinum opinbera þætti heim- sóknarinnar lauk í dag með ferð til háskólaborgarinnar Oxford. Þar skoðuðu forseti og hið íslenska föruneyti hennar tvö sjúkrahús; John Radcliffe Maternity Hospit- al, en þar eru börn sem hafa fæðst allt að þremur mánuðum fyrir tímann, og Orthopaedic Engineer- ing Centre. Síðan var haldið í Green College og snæddur hádeg- isverður með yfirmönnum háskól- ans, borgarstjóra Oxford, lækna- stúdentum og fleirum. I kvöld eru íslensku sendiherra- hjónin í London gestgjafar í mót- töku á Churchill-hóteli, sem þeir aðilar sem hvað mest viðskipti eiga við England, Flugleiðir, SÍS og fleiri, standa að. Þar verður Vigdís viðstödd. Sendiherra mun flytja ávarp, kynntar verða ís- lenskar afurðir og sýningarfólk að heiman sýnir íslenskan fatnað. Laugardagskvöldið situr forset- inn þorrablót íslendingafélagsins í London og heldur síðan heim á sunnudag. Forsetinn í heimsókn á John Radcliffe Mate Tilboð opnuð í vinnuskála Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu: Viðræður hafnar við Akur hf. á Akranesi sem átti lægsta tilboð í alla verkþættina fjóra OPNUO hafa verið tilboð hjá Lands- virkjun í hönnun, framleiðslu og afhend- ingu á vinnuskálum fyrir um 60 manns, sem starfa munu í sumar við vatnaveitu- framkvæmdir Landsvirkjunar á Þjórs- ársvæðinu. Kostnaðaráætlun Landsvirkj- unar vegna verkþáttanna fjögurra, 6 mötuneytiseininga, 20 tveggja manna svefnskála, 10 tveggja manna svefn- skálaeininga og loks hreinlætisskála, var 2.844.086 krónur, og bárust alls sjö til- boð í hina ýmsu verkþætti. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna fyrsta verkþáttar hljóðaði upp á 386.160 krónur, en í hann bárust sex tilboð. Lægsta tilboðið var frá Akri hf. á Akranesi og hljóðaði upp á 393.049 krónur, en hæsta tilboðið kom frá Úti- hurðum í Hafnarfirði og hljóðaði upp á 1.013.000 krónur. Aðrir, sem buðu í fyrsta verkþátt, voru Einingahús SG á Selfossi, ístak hf. í Reykjavík, Ás hf. á Hvolsvelli og H. Guðmundsson í Garðabæ. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna annars verkþáttar hljóðaði upp á 1.406.540 krónur og bárust sex tilboð í hann. Lægsta tilboðið átti Akur hf. frá Akranesi eins og í fyrsta verkþátt og hljóðaði tilboðið upp á 1.268.428 krónur. Hæsta tilboðið kom frá H. Guðmundssyni í Garðabæ og hljóðaði upp á 3.025.000 krónur. Aðrir, sem buðu í verkið voru þeir sömu og buðu í fyrsta verkþátt. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna þriðja verkþáttar hljóðaði upp á 893.890 krónur, en í þann verkþátt bárust alls fimm tilboð. Lægsta tilboð- ið var frá Akri hf. á Akranesi eins og í fyrri tilfellunum og hljóðaði það upp á 800.052 krónur. Hæsta tilboðið kom frá H. Guðmundssyni í Garðabæ og hljóðaði upp á 1.320.000 krónur. Aðrir, sem buðu í þriðja verkþátt voru Sam- tak hf. á Selfossi, ístak hf. í Reykjavík og Ás hf. á Hvolsvelli. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna fjórða verkþáttar hljóðaði upp á 157.4% krónur og bárust í þann verk- þátt fimm tilboð. Lægsta tilboðið átti Akur hf. frá Akranesi eins og í öllum fyrri.tilfellunum og hljóðaði það upp á 122.385 krónur. Hæsta tilboðið átti H. Guðmundsson í Garðabæ og hljóðaði það upp á 196.000 krónur. í frétt frá Landsvirkjun segir, að fyrirtækið hafi lokið athugun og sam- anburði tilboða og tekið upp viðræður við lægstbjóðanda, Akur hf., Akranesi, um töku tilboðs hans á grundvelli út- boðsgagna. Tilboð opnuð í Sultartangastíf lu: Aðeins tveir aðilar buðu í alla verkþættina þrjá Landsvirkjun hyggst kanna tilboðin nánar áður en ákvörðun verður tekin ALLS buðu 9 fyrirtæki í hina ýmsu verk- þætti fyrirhugaðrar Sultartangastíflu, scm er jarðstífla með steinsteyptu loku- virki, en tilboð í verkið voru opnuð hjá l-andsvirkjun í gærdag. Kostnaðaráætl- un ráðunauta fyrir verkhlutana þrjá hljóðaði upp á 167.855.590 krónur, en það er slífla sunnan Tungnaár, stífla norðan Tungnaár og loks lokuvirki. Kostnaðaráætlun ráðunauta fyrir fyrsta verkhluta hljóðaði upp á 51.760.360 krónur, en þau tilboð sem bárust hljóðuðu upp á á bilinu 32.775.750 krónur til 60.125.300 krónur. Lægsta tilboðið kom frá Suðurverki sf., en það hæsta kom frá Fossvirki sf. Kostnaðaráætlun ráðunauta vegna annars verkhluta hljóðaði upp á 94.825.681 krónu, en tvö tilboð bárust, annars vegar frá Hagvirki hf. upp á 86.730.000 krónur, og hins vegar frá Fossvirki sf. upp á 133.913.700 krónur. Kostnaðaráætlun ráðunauta vegna þriðja verkhluta hljóðaði upp á 21.269.549 krónur, en alls bárust sex tilboð í þann þátt framkvæmdanna. Lægsta tilboðið kom frá Vörðufelli hf. og Sveinbirni Runólfssyni sf. upp á 23.406.300 krónur, en hæsta tilboðið kom frá Fjarðarverki hf. upp á 46.000.000 króna. Önnur fyrirtæki, sem buðu í hina ýmsu verkþætti, voru Smiður hf., sem bauð einvörðungu í verkhluta þrjú, Armannsfell hf. og B.M. Vallá, sem einungis buðu í verkhluta þrjú, og Völ- ur hf. og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, sem einungis buðu í verkhluta eitt. Það voru því aðeins tvö fyrirtæki, sem buðu í alla verkþættina þrjá, Fossvirki sf. og Hagvirki hf. Önnur buðu einvörðungu í einn verkhluta. I frétt frá Landsvirkjun segir, að tilboðin hafi ýmist komið í einn eða fleiri verkþætti og sum með fyrirvör- um. Tilboðin verða könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin saman endanlega. Að því loknu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra, segir ennfremur í frétt frá Landsvirkjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.