Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. PEBRÚAR 1982 Olafur Ogmundsson Hjálmholti - Minning Fæddur 2. ágúst 1899 Dáinn 15. febrúar 1982 I dag er til moldar borinn frá Hraungerðiskirkju í Hraungerðis- hreppi Olafur Ögmundsson fyrr- um bóndi í Hjálmholti. Hann var sonur hjónanna Ögmundar Kol- beinssonar og Ágústu Margrétar Ólafsdóttur frá Hjálmholti. Þau hjón byrjuðu búskap á Seli í Grímsnesi en fluttu fljótt á föð- urleifð Ágústu að Hjálmholti, þar fæddist Olafur er öldin nítjánda var að renna út sitt skeið, má því með sanni segja að Ólafur væri aldamótamaður í orðsins fyllstu merkingu. Þau Hjálmholtssystk- ini voru 5, einn hálfbróðir, Krist- inn, er Ögmundur átti áður en hann giftist Ágústu, en alinn þar upp sem einn af systkinunum. Hin voru Guðrún gift Runólfi Guð- mundssyni er bjuggu allan sinn búskap að Ölvisholti í sömu sveit, og búa þar enn. Elín, er gift var Einari Þorsteinssyni frá Lang- holti, hún dó á besta aldri og Ingi- gerður, var hún ógift. Hún lést í bílslysi 1952. Hjálmholtssystkinin voru alin upp við gleði á gamalgrónu menn- ingarheimili. Þar var einnig í heimili afi Ólafs, Kolbeinn fyrrum bóndi á Seli, annálaður gleðimað- ur; hann var samtímamaður Ólafs í Hjálmholti í 36 ár og dó þar 99 ára gamall. Ögmundur faðir Ólafs hafði þá dáið nokkrum árum fyrr. Ólafur fór til búnaðarnáms að Hvanneyri og útskrifaðist þaðan 1921. Hjá Halldóri Vilhjálmssyni á Hvanneyri var Ólafur síðan kaupamaður og átti þaðan ógleymanlegar minningar frá skemmtilegu sumri og skólatíð. Vorið 1925 tók Ólafur við öllum búsforráðum í Hjálmholti og hélt því með rausn í 52 ár. En Olafur hafði aðeins búið í rúmt ár er hann veiktist af ógreindum sjúk- dómi er á örskömmum tíma leiddi til þess að Ólafur lamaðist að miklu leyti í fótunum. Leitað var til færustu lækna án árangurs og haustið 1927 sigldi Ólafur til Dan- merkur þar sem hann var lagður inn í Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn. í þessum veikindum sýndi Ólafur hve hann bjó yfir miklum styrk að láta ekki bugast þó niðurstaða sjúkrahúsvistarinn- ar yrði helst sú að ekki væri að vænta neins bata. Það var því erf- ið ferð yfir íslandsála, þar sem óðal feðranna beið með öldruðum foreldrum er biðu í óvissu heim- komu sonarins kæra, en svo mikl- ar vonir voru við bundnar um framtíð fjölskyldunnar í Hjálm- holti, er setið hafði þetta forna höfuðból um aldir. En Ólafur gafst ekki upp heldur hélt bú- skapnum áfram af fullri reisn fyrst ókvæntur með móður sinni og systrum, þar til Guðmunda Guðjónsdóttir frá Hrygg fluttist að Hjálmholti og hóf búskap þar með Ólafi. Guðmunda bjó yfir óvenjulegu þreki, vann jafnt úti sem inni og stóð jafnan þar sem harðastur var bardaginn við eril bústarfanna. Nutu þau þá jafnan góðra granna hvert sem litið var af Hjálmholtshlaði enda Ólafur óvenju vinsæll maður og vina- margur um allt hérað Árness- þings. Ólafur tók því virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar og hér- aðs, fyrst sem ungur maður í ungmennafélagshreyfingunni og með Kristni bróður sínum sem máttarstólpi Héraðasambandinu Skarphéðni um áraraðir. Ólafur var eitin af stofnendum Kaupfé- lags Árnesþinga og lengi deildar- stjóri þess og einnig fyrir Slátur- félag Suðurlands. í fulla fjóra ára- tugi var Ólafur hreppsnefndar- maður og einnig umboðsmaður tryggingafélaga. Þá var Ólafur í stjórn Búnaðarfélags Hraungerð- ishrepps í langa tíð og kjörinn heiðursfélagi þess á 70 ára afmæli sínu 1969. Mörg önnur störf í þágu félagsmála hafði Ólafur með höndum þó ekki verði fleiri hér upp talin. Þó Ólafur sinnti svo mikið félagsmálum sem að fram- an greinir var hann þó fyrst og fremst bóndi af guðs náð, sem hugsaði um ræktun lands og lýðs. I búfjárrækt var Ólafur alla sína búskapartíð í fremstu röð bænda hér á landi, og átti jafnan á búi sínu landsfræga afurðagripi er notaðir hafa verið til kynbóta víða um land. Þau Ólafur og Guðmunda eign- uðust 9 börn; tveir drengir létust í frumbernsku, á lífi eru Ágústa Margrét, gift Birni Sigurðssyni bónda Úthlíð og eiga þau 4 börn, Kolbeinn, til heimilis að Hjálm- holti, Kristinn giftur Guðbjörgu Sigurðardóttur; þau búa á Selfossi og eiga 2 börn og einn dreng átti Kristinn áður, Kristín Lára gift Guðmundi Kr. Jónssyni; þau búa á Selfossi og eiga 3 syni, Þormóður bóndi í Hjálmholti ókvæntur, Sig- urður bóndi í Hjálmholti ókvænt- ur, Bergur Ingi bóndi í Hjálm- holti, ókvæntur. Sem að framan greinir er Hjálmholt fornt höfuð- ból með miklum landgæðum. Þar var jafnan meiri og betri húsa- kostur en almennt gerðist í sveit. Er börn Ólafs og Guðmundu fóru að komast á legg og sýnt þætti að enn myndu niðjar Ólafs vilja búa í Hjálmholti hóf Ólafur endurbygg- ingu jarðarinnar af aðdáunarverð- um dugnaði og sást þá að ennþá var hann óbugaður en með bjart- sýni á framtíðina og hina ungu syni sína. Allt var byggt upp frá grunni. Fjós fyrir 50 kýr ásamt hlöðum og síðan íbúðarhús og eins til vandað og kostur var á. Og þar var aefikvöldinu eytt í faðmi ást- vina. Þar var tekið á móti vinum og glaðst yfir hverjum áfanga í lífi barna. Og barnabörnin 10 hlökk- uðu jafnan til að fara í heimsókn til afa og ömmu í Hjálmholti. Tengdabörnin fórd heldur ekki varhluta af ástríki þessa einstaka heimilisföður. Þeim var öllum tek- ið frá fyrstu kynnum opnum örm- um og studd ráðum og dáðum. Hin seinni ár þurfti Ólafur oft að dvelja á sjúkrahúsum um lengri eða skemmri tíma, en þó oft liti illa út með bata, náði Olafur sér jafnan á strik aftur og var þá gleð- in yfir að vera kominn heim sá aflgjafi er gerði slíkt að veruleika. Svo var einnig um síðustu jól. Enn hafði Ólafur yfirstigið það sem Guömundur Hafnarfirði Guðmundur Eyþórsson er lát- inn. Þau tíðindi komu kannski ekki svo mjög á óvart, þó svo ég hefði ekki búist við að hann væri á för- um svo fljótt. En örlög ráða. Enginn ræður sínum næturstað. Lengstum bjó hann með foreldrum sínum, síðar eftir að móðir hans féll frá með föður sínum, og að honum látnum einnig „undi hann lengstum einn". Eftir nám í Loftskeytaskólanum fór hann til sjós og störfin síðustu árin voru líka helst tengd sjónum. En legstum starfaði hann við Morgunblaðið og var að auki í mörg ár fréttaritari þess í Hafn- arfirði, sínum kæra heimabæ, þar sem hann undi alla sína daga. Guðmundur var geysi tryggur vinur og þó aldursmunur okkar væri mikill, urðum við góðir félag- ar. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál, þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn var og oft var gaman fyrir mig, ungan mann, að rabba við hann um liðna tímann, sem mér var að mörgu hulinn, og afla mér fróðleiks af honum. Minni hans var einstakt og óskeikult. Þó ekki væri hann alltaf sem best fyrir kallaður, einkum síðustu árin, sveik minnið hann ekki. Guðmundur minntist oft ár- anna, er hann starfaði við Morg- unblaðið. Þá varð svipur hans bjartur og dreyminn. Var auð- heyrt að hann saknaði starfans og félaganna þar. En ávallt talaði hann um alla þar með mikilli virð- ingu og eftirsjá. Oft minntist hann Bjarna heitins Benedikts- engum hafði dóttiö í hug og komið austur til fjölskyldunnar. En fljótt kom í ljós að áfram var veg- ið í sama knérunn og Ólafur vist- aðist til Vífilstaða, þar sem hann hafði með hjálp góðs starfsfólks unnið svo marga og stóra sigra, en nú var við ofurefli að etja og enda- stundin í jarðlífinu upp runnin. Veri svo kært kvaddur elskulegur tengdafaðir. Megi hann til ljós- heima líða sæll "\ sálu. Þar eru guðs vegir er góðir menn fara. Björn Sigurðsson Eyþórsson - Minning sonar, sem lengi var ritstjóri Morgunblaðsins. Fáa menn mat hann meira og var hann honum harmdauði, eins og flestum. Guð- mundur flíkaði ekki tilfinningum sínum, — enda oftast einfari og því dulur eins og margir slíkir. Hann var stilltur maður, kurteis og snyrtimenni svo af bar. Guðmundur var ekki gamall er kallið kom. En hann var lúinn, slitinn, einn. Hann var lengi með- reiðarsveinn bölkonungsins mikla, Bakkusar, og þjáðist oft af hans völdum. Það var lífsharmur hans. Slík er sumra saga. Ég kveð Guðmund Eyþórsson með þakklæti. Megi óþekkt fram- tíð hans verða honum léttbærari en árin sem nú eru að baki. Systk- inum votta ég samúð. Ævar Harðarson raðauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar Til sölu Atlas kælivél, 3 kv., lítiö notuð. Uppl. í síma 19071. húsnæöi óskast Óska eftir aö taka á leigu 200 — 300 fm sal, miðsvæöis í höfuðborginni. Tilboð sendist augl.deild Mbl. merkt: „Vó — 8322". IFélagsstarf Sjátístœðtsfíokksins\ Selfoss Sjállstæöisfélögin á Selfossi halda almennan félagsfund. sunnudag- inn 21. febrúar kl. 16.00 að Tryggvagötu 8. Fundarefni: 1. Tekin ákvörðun um framboðslista sjálfstæöismanna vegna nk. bæjarstjórnarkosninga á Selfossi. 2. Umræöur um bæjarstjórnarmál. Framsöguerindi Óli Þ. Guö- bjartsson 3. Önnur mál. , Sjálfstæóistélögin. Viðtalstími bogarfulltrúa Sjálfstædisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa tll viðtals i Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugar- dogum frá kl.14—16. Par er tekiö á móti hverskyns ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö að notfæra sér viðtaistima þessa. Laugardaginn 20. febrúar verða til viðtals Birgir ísleifur Gunnarsson og Hilmar Guö- laugsson. Heimdellingar — varnarmál Heimdallur gengst fyrir námskeiöi um varnarmál þriðjudaglnn 23. febrúar og fimmtudaginn 25. febrúar, og hefjast bæöi kl. 20.00 á kvöldin. Leiöbeinandi verður Kjartan Gunnarsson. Upplýsingar og skráning i sima 82900. Akureyri — Akureyri Almennur fundur um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs árið 1982 og önnur bæjarmálefni, veröur haldinn í félagsmiöstöð Lundarskóla, mánudag- inn 22. februar kl. 20.30. Bæ)arfulltrúarnir, Gisli Jónsson, Sigurður J. Sigurðsson og Sigurður Hannesson skýra aætlunina og svara fyrirspurnum. Fulltrúaráo Sjáltstæöistlokksins á Akureyri. Félag sjálfstæðismanna í smáíbúða- og Fossvogshverfi Mánudaginn 22. febrúar veröur haldin fundur f Valhöll, Háaleitisbraut 1, með um- dæmafulltrúm félagsins. Hilmar Guö- laugsson, varabókafulltrúi mætir á fund- inn. Umdæmafulltrúar hvattir til aö fjöl- menna Stjórnin. „Betra líf í bæjum" Umhverfismálakynning í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 20. febrúar: Kl. 14.00 — 18.00 Sýning i vestursal á 1. hæð. Fjölmörg samtök og félög kynna starfsemi sina á vettvangi umhverfismála. Kvikmyndasýningar og skuggamyndasýningar í kjallara. Kl. 15.00 Erindi flutt i austursal á 1. hæð. Setning: Salome Þorkels- dóttir, alþingismaöur. Kl. 15.05 Listrænt og menningariegt umhverfi: Sveinbjörn Baldvins- son, Ijóöskáld. Kl. 15.15 Maður og umhverfi: Dr. Jón Óttar Ragnarsson, matvælafr. Kl. 15.25 Heilsusamlegt umhverfi: Skúli Johnsen, borgarlæknir. Kl. 15.35 Umhverfi aö degi og nóttu: Kjartan Gunnar Kjartansson háskólanemi. Kl. 15.45 Náttúruvernd og notkun lands: Jón Gauti Jónsson, framkv.stj. Náttúruverndarráðs. Kl. 15.55 Hönnun umhverfis: Stefán Snæbjörnsson, innanhúsarki- tekt. Kl. 16.05 Byggt umhverfi, skipulag og mannvirkjagerö: Þórarinn Þór- arinsson, arkitekt. Kl. 16.15 Trjárækt i þéttbýli: Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri. Kl. 16.25 Endurnýjun umhverfis: Nanna Hermannsson, minjavörður. Kl. 16.35 Æskan og umhverfiö: Arnfinnur Jónsson, skólastjóri. Kl. 16.45 Umhverfi aldraðra: Þórir Guöbergsson. félagsráögjafi. Kl. 16.55 Umhverfi fatlaöra: Jóhann Sveinsson, laganemi Kl. 17.05 Heildarlöggjöf um umhverfismál: Dr. Páll Sigurösson, dós- ent. Kl. 17.15 Stefnumótun i umhverfismálum: Elin Pálmadóttir, blaöa- maður. Sýningin og ráöstefnan er öllum opln. Kaffiveitingar veröa frá kl. 15. Umhverfismálanetnd Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.