Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 19 I dag er aldarafmæli elzta kaupfélags landsins, Kaupfélags Þingeyinga. í þessari grein er ætlunin aö gera nokkra grein fyrir sögu þess, þróun og stööu í dag. Sagan er margþætt og merkilegri en svo aö henni veröi gerö nokkur viöhlítandi skil í blaða- grein og því hefur veriö tekinn sá kosturinn aö stikla fremur á stóru hvaö hana varoar, en reyna aö varpa fremur Ijósi á starfsemi KÞ í dag. í því tilefni brá blaöamaöur Morgun- blaösins sér til Húsavíkur, aöalstööva félags- ins og ræddi þar viö forvígismenn stofnunar- innar og ýmsa sem hönd hafa lagt á plóginn, og/ eöa hafa starfaö hjá KÞ og veriö félagar í því. • m MATTUR HINNA MORGU Kaupfélag Þingeyinga var stofnaö að Þverá í Lax- árdal í Suöur-Þingeyj- arsýslu 20. febrúar 1882, en undirbúnings- fundur að stofnun félagsins haföi veriö haldinn aö Grenjaöarstaö 26. september 1881. Aödragandi aö stofnun félagsins var starf verslun- arfélaga í sýslunni, er nefnd hafa verið verökröfufélög, allt frá 1844, og síðan nokkur pöntunarstarfsemi í einstökum sveitum, svo sem Reykjadal og Mývatnssveit. Frum- hvöt aö stofnun KÞ var sameining þessarar pöntunarstarfsemi í eitt héraösfélag. Helsti aflgjafi til stofn- unarinnar var þó framtak Jakobs Hálfdánarsonar og Benedikts Jónssonar á Auönum til sauöasölu bænda í sameiningu haustiö 1881, er tókst mjög vel. Frumkvöðull og aðalforgöngu- maöur aö stofnun Kaupfélags Þing- eyinga var Jakob Hálfdánarson, bóndi á Grímsstöðum viö Mývatn, og hann varð einnig fyrsti kaup- stjóri felagsins og si'öar kaupfélags- stjóri. í fyrstu stjórn félagsins áttu sæti, auk Jakobs, Jón Sigurösson, alþingismaður á Gautlöndum, for- maöur, og séra Benedikt Krist- jánsson í Múla, en Benedikt Jóns- son frá Auönum annar mesti hvata- maður aö stofnun félagsins, kom í stjórn þess áriö eftir, er fest var í lög félagsins aö kaupstjóri skyldi ekki eiga sæti í stjórninni. Þessi fé- algsstjórn veitti félaginu forstööu óbreytt fram að andláti Jóns á Gautlöndum 1889, en þá varö Pétur Jónsson á Gautlöndum, si'ðar al- þingismaður og ráöherra, formaöur félagsins og kaupfélagsstjóri, eftir aö störfin voru sameinuö aö nýju, til 1919. Fyrstu markmiö Kaupfélags Þingeyinga voru þessi, eins og þau eru skilgreind í fyrstu lögum félags- ins 1881: „Aöaltilgangur félagsins er að ná svo góöum kaupum á útlendum varningi, sem auöiö er, og gjöra út- vegur hans sem auöveldastar og kostnaöarminnstar hverjum ein- stökum félagsmanni. Ennfremur aö fá til vegar komiö meiri vöruvöndun og aö afnema sem mest skulda- verslun". Frá fyrstu tíö félagsins var sann- viröis- eða kostnaöarregla megin- boöorð viö verölagningu vara, hvort sem var innflutningur eöa út- flutningur, en félagsmenn keyptu „hlutabréf", hvert 10 krónur aö upphæö, til öflunar húsa og áhalda. Þessi „hlutabréf" báru þó engan arð eöa vexti, voru óafturkræf og þvi í raun aöeins þátttökugjald í fé- laginu. Eign fleiri en eins „hluta- bréfs" veitti ekki aukinn atkvæöis- rétt, sem var alveg persónubund- inn. Þetta ráð tíl öflunar húsa og áhalda var til þess aö ekki þyrfti að blanda þeim kostnaði í sannviröis- regluna. Kaupfélag Þingeyinga hóf út- flutning lifandi sauöfjár á eigin ábyrgð árið 1885. Árið 1886 varö mikiö veröfall á sauöum í Bretlandi svo aö félagiö varö mjög skuldugt SJÁ NÆSTU SÍDU ~% Uppskípun á Húsavík um aldamótin síöustu Texti HG Nýjar myndir Emilía Björg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.