Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 38. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 150 þúsund atvinnulausir í Svíþjóð SAMKVÆMT upplýsingum sænsku hagstofunnar var fjöldi at- vinnulausra í Svíþjód í janúar 153.000, eða 3,6% vinnufærra. Hefur atvinnulausum því fjölgað um 45.000 miðað við sama árstíma í fyrra. Atvinnu- lausir unglingar voru í janúar 61.000, eða rúmlega 20.000 fleiri en í fyrra, og 80.000 konur voru atvinnulausar, en þeim hefur fjólgað um 27.000 á árinu. Hrifsuðu 62 karata demant New Tork. 19. febrúar. Al'. TVEIR grímubúnir menn komu þremur auðugum gestum á Hotel Pierre í New Vork að óvörum í nótt og rændu af einum þeirra 62 karata demanti og öðrum skart- gripum, sem eru metnir á meira en eina milljón dollara. Þaö voru fulltrúar frá Saudi- Arabíu og Sýrlandi og kona frá New York, er þeir höfðu rætt við um fasteignaviðskipti, sem urðu fyrir barðinu á ræningjunum. Þegar þau komu til herbergis Saudi-Arabans voru ræningj- arnir þar fyrir, vopnaðir byss- um, sem þeir beittu þó ekki. Þeir höfðu ekki brotizt inn, svo að lögreglan telur að þeir hafi haft mJög góðar upplýsingar. Ræningjarnir handjárnuðu fórnarlömb sín og hurfu á braut þegar þeir höfðu tekið 60.000 dollara í reiðufé af Saudi- Arabanum, 20.000 dollara af Sýrlendingnum og demanta- og safírhálsfesti með 62 karata demanti af konunni, auk eyrna- lokka og armbands. Simamvnd-AI1 I dúfnafans íslenzkar sýningarstúlkur í dúfnafans á Trafalgartorgi í Lundúnum í gær. Stúlkurnar sýndu íslenzkan ullarfatnað á sýningu sem íslenzkir iðnrekendur efndu til í heimsborginni í gærkveldi. Stúlkurnar eru (f.v.): Brynja Nordquist, Ásdís Loftsdóttir, Linda Haralds, Unnur Steinson og Kristín Waage. Jaime Milans del Bosch Réttarhöld gegn 32 foringjum á Spáni Madrid, 19. febrúar. Al>. RÉTTARHÖLD hófust í dag gegn hægrisinnuðum foringjum, sem reyndu að steypa ríkisstjórn Spánar í fyrra með því að halda þingmönnum í gíslingu. Yfirlýsing eins helzta sakborn- ingsins, Jaime Milans del Bosch hershöfðingja, var skjalfest sem eitt af gögnum réttarins. Þar kveðst hann hafa talið að Juan Carlos kon- ungur hafi vitað um þá „öryggis- ráðstöfun" sína að senda skriðdreka út á götur Valencia eftir töku þing- hússins. Sækjandinn sagði, að hann vildi að skriflegur framburður allra 33 sakborninga — 32 foringja og eins borgara — yrði skjalfestur, líklega til að afstýra tilraunum verjanda til að bendla konung við málið. Krafizt er að Milans del Bosch, Alfonso Armada hershöfðingi, fyrr- um varaforseti herráðsins, og Ant- onio Tejero undirofursti, Þjóðvarð- liðsforinginn, sem stjórnaði árás- inni á þinghúsið, fái 30 ára fangelsi, en aðrir sakborningar 18 mánaða til 20 ára fangelsi. Réttarhöldin eru talin mikilvæg- ur prófsteinn á ríkisstjórn Leopoldo Calvo Sotelo í kjölfar stöðugrar ólgu innan heraflans, síðan bylt- ingartilraunin var gerð, og áskor- ana hægriöfgamanna um að hún segi af sér. Alls munu 69 menn, þar af 19 herforingjar, bera vitni í réttar- höldunum, sem munu standa í einn mánuð. Herréttur skipaður 15 hershöfðingjum og tveimur aðmír- álum dæmir í málinu. Armada.sem er fyrrverandi hern- aðarráðunautur konungs, segir í yf- irlýsingu, að hann hafi hringt til konungshallarinnar meðan á töku þinghússins stóð til að biðja konung um að leysa málið friðsamlega, en ekki náð sambandi við hann. Þriðji hershöfðinginn, Luis Torr- es Rojas, fv. herstjóri í La Coruna, á yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir að skunda til Madrid að taka við stjórn brynvædds herfylkis nálægt borginni. Hinir sakborningarnir eru kapteinn úr flotanum, 10 for- ingjar í hernum og 17 foringjar Þjóðvarðliðsins, auk borgarans sem er í sjúkrahúsi. Fangelsaður vegna ummæla í stólræðu Varsjá, 19. febrúar. Al\ PÓLSKUR prestur hefur verið fang- elsaður og leiddur fyrir rétt fyrir að rægja Jaruzelski forsætisráðherra og ríkisstjórnina í stóiræðu, að sögn Jerzy Urban, talsmanns pólsku stjórn- arinnar. Hins vegar neitaði Urban að herstjórnin hyggðist láta til skarar skríða gegn kirkjunni og að fjölda- handtökur presta væru fyrirhugaðar, það væri óklókt og samrýmdist ekki hagsmunum stjórnarinnar að stofna (il árekstra við kirkjuna. Urban sagði að ekki bæri að líta á fangelsun prestsins sem viðvörun til annarra klerka, enda hefði taka hans ekki verið notuð í áróðurs- skyni. Hann neitaði að segja frá nafni prestsins eða hvenær hann hefði verið handtekinn, en sagði hann vera frá Koszalin-héraði í norðurhluta landsins. Prestur hefur ekki verið fangelsaður í Póllandi í áratug. Af hálfu kirkjunnar eða Glemps erkibiskups, hefur ekki ver- ið gefin út yfirlýsing um fangelsun- ina. I viðtali við fréttamenn sagði Urban að herstjórnin mundi „herða á ólinni", ef „andróðursöflin" reyndu að efna til pólitískra átaka, jafnvel vopnaðra, með vorinu. Sagði Urban að undirróður andróðursafl- anna, undir slagorðinu „Ykkar er veturinn, en vorið okkar", benti til að reynt yrði með vorinu að stofna til ófriðar. ímyndaði hann sér að andstæðingar stjórnarinnar settust að í skógum landsins og efndu það- an til hernaðar gegn stjórninni. Fjórir félagar í Samstöðu voru í dag dæmdir í allt að fjögurra og hálfs árs fangelsi og sviptir lýðrétt- indum í fjögur ár fyrir að efna til verkfalla í kolanámu eftir að herlög gengu í gildi. Tveir franskir læknar, sem dval- ist hafa í Póllandi um hríð, sögðust hafa orðið snortnir af andstöðu Pólverja í garð herstjórnarinnar, sem þeir sögðu mikla og almenna. Algengt hefði verið að læknar og starfsfólk sjúkrahúsa hefðu borið merki Samstöðu í barmi, og á sum- um spítölum hefði allt starfsfólkið verið félagar í óháðu verkalýðs- samtökunum. Þeir sögðu veggspjöld til stuðnings Samstöðu hanga uppi á mörgum sjúkrahúsum. Gífurlegur skortur er á lyfjum og öðrum bún- aði sjúkrahúsa víða í Póllandi, að sögn læknanna. Seðlabanki Sovétríkjanna til- kynnti í dag, að gengi rúblunnar gagnvart pólska gjaldmiðlinum, zloty, hefði verið hækkað um 800 prósent. Gilti hið nýja gengi ekki fyrir viðskipti. Búist er við að þessi ráðstöfun eigi eftir að koma illa niður á Pólverjum búsettum í Sov- étríkjunum og Rússum sem búa í Póllandi, auk þess sem þetta eigi eftir að draga verulega úr ferða- mannastraumi milli Sovétríkjanna og Póllands. Tvísýnt hvort írska stjórnin héldi velli l'yflinni. 19. fchruar. AP. GARRETT Fitzgeraid, forsætisráð- herra, vann yfirburðasigur í kjördæmi sínu, en samsteypustjórnarflokkamir höfðu unnið færri þingsæti en Fianna Fail, stærsti stjórnarandstöðuflokkur inn, þegar úrslit voru í Ijós í kosning- um um 87 þingsæti af 166. Ilöfðu stjórnarflokkarnir hlotið 42 þingsæti en Fianna Fail, flokkur Charles Haug- hey fyrrum forsætisráðherra, sem var endurkjörin, 43 sæti, og aðrir flokkar tvö. Þegar fyrstu tölur tóku að berast. hallaði á stjórnarflokkana, en þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið. Fyrstu úrslit bentu til tvö prósent sveiflu yfir til Fianna Fail, en það hlutfall minnkaði þegar á leið. Þá stóð í járnum hvort stjórnin héldi velli og jafnvel talið að þingmeiri- hluti kynni að ráðast af afstöðu óháðra þingmanna, eins og var á síðasta þingi, sem kosið var í júní si., en þá hlutu stjórnarflokkarnir 80 þingmenn en Fianna Fail 78. Fitzgerald og Haughey hlutu báð- ir færri atkvæði nú en í júní, Haug- hey 1500 færri og Fitzgerald 1100. írskir þjóðernissinnar í N-írlandi komu illa út úr kosningunum, og Bernadetta Mcaliskey, sem betur er þekkt undir ættarnafninu Devlin, hlaut aðeins fimm prósent atkvæða í einu kjördæmi Dyflinnar, en ekki er útilokað að hún komist á þing sem uppbótarþingmaður. Hún bauð sig fram í kjördæmi Haugheys, en þaðan koma fjórir þingmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.