Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 48
 Síminn á afgreiöslunni er 83033 IttwgiinMabto fltofgpifiMtaftft Sími á ritstjórn og skrifstotu: 10100 fH*irnunuIfl&ií> LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1982 Ný stólalyfta í Bláfjöllin UNDIRBÚNINGUR er hafinn í Bláfjallanefnd að uppsetningu á annarri stóialyftu í Bláfjöllum. Nýju stólalyftunni hefur verið valinn stað ur innar í fjöllunum. Þar er nokkurn veginn jafnlöng brekka og þar sem núverandi stólalyfta er, en hins veg- ar ekki alveg eins brött. Reiknað er með að nýja stólalyftan verði ekki afkastaminni en sú sem pegar er fyrir hendi. Reiknað er með því að í ár verði seldir miðar í skíðalyftur í Bláfjöllum fyrir l,5 milljónir króna. I>etta kemur fram í viðtali við Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúa Reykja- víkurborgar, í Skíðahlaði Morgun- blaðsins, sem fylgir blaðinu í dag. Játaði síulcl úr björgunarbátum Rannsóknarlögreglan í Keflavík handtók í gær 25 ára Reykvíking, sem viðurkennt hefur að hafa stolið lyfjum úr gúmbjörgunarbátum suður með sjó. Maðurinn fór um borð í báta, þar sem þeir lágu í höfn, skar gúmbjörgunarbátana og stal úr þeim lyfjum, m.a. morfíni, og skyldi þessu næst við bátana, þannig að ekki varð greint, að þeir hefðu verið skornir. Dollari hefur hækkad um 2,47% VERÐ á hverjum Bandaríkjadollara hefur hækkað um 2,47% síðan gengi íslenzku krónunnar var fellt l l. janúar sl., eða úr 9,439 krónum hver dollari í 9,672 krónur. Hvert sterling ;pund hefur hækkað um 1,56% í verði frá gengisfellingunni, eða úr 17,547 krónum hvert pund í 17,821 krónu. Danska krónan hefur frá gengis- fellingunni hækkað um 1,05%, eða úr 1,2559 krónum hver dönsk króna í 1,2388 krónur. Vestur-þýzkt mark hefur hins veg- ar lækkað í verði um liðlega 1% frá því, að gengi íslenzku krónunnar var fellt, eða úr 4,0986 krónum í 4,0570 krónur. Verð á hverjum svissneskum franka hefur hækkað um liðlega 0,5% frá gengisfellingu, eða farið úr 5,0632 krónum hver franki í 5,0905 krónur. BOLLUDAGURINN er á mánudag og verður þá margri bollunni sporðrennt. Rjómabolla í bakaríi koslar nú 10 kr., en einnig er hægt að kaupa ófylltar bollur með eða án súkkulaðis og kosta þær 5 kr. og 5,50 kr. Hlómarósirnar hér að ofan hitti Ijósmyndari Mbl., Kristján Örn Elíasson, í Bernhöftsbakaríi rétt fyrir lokun í gær. Þær vinna allar í bakaríinu og sögðu að mikil eftir- spurn hefði verið eftir bollum í gær. „Allt uppselt nema þessar," sögðu þær og notuðu tækifærið til að smakka. Ljósm. Kristján Orn Elíasiwn. Borgarráð: Hitaveita Reykjavíkur taki 30 millj. kr. rekstrarlán „Versti kosturinn," segir Davíð Oddsson „ÞETTA er allra versti kosturinn, það er verið að þvinga Hitaveituna til að taka stórfelld erlend lán, Flugleiðir leigja DC-8 í Atlantshafsflug FLUGLEIÐIR hafa gengið frá Jeigu á DV-S-þotu á Norður Atlantshafsflugleiðum, en vélin er leigð frá Thai Airways Int- ernational og hefur flug á veg- um Flugleiða 1. apríl nk. Vélin er leigð fram á haust sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Helgasonar yngri, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Flugleiða, en gert er ráð fyrir að vélin sinni mögulega píla grímaflugi á seinna falli sumarsins. Þá eru Flugleiðir að kanna möguleika á því að Ieigja DC-8-þotu af gerðinni 62 eða 55, en sú tegund er minni en 63-tegundin á Atlantshafinu og tekur um 180 farþega. Ráðgert er að sú vél fljúgi á Skandinavíuleiðum í sumar og sinni leiguflugi Flugleiða. Að auki verða á Skandi- navíuleiðum hin nýja Boeing 727-200-þota Flugleiða gamla 727-100-þotan. og sem hún er gjörsamlega vanbúin að endurgreiða," sagði Davíð Oddsson, annar fulltrúi minnihlut- ans í borgarráði Reykjavíkur, er Mbl. ræddi við hann, en á borg- arráðsfundi í gær var samþykkt með þremur atkvæðum rrxirihliil ans gegn tveimur atkvæðum minnihlulans lillaga frá Valdimar K. Jónssyni fyrir hönd Veitustofn- ana um að óska eftir því að Hita- veita Reykjavíkur fái heimild til að taka 30 milljóna króna lán vegna rekstrarerfiðleika. Davíð Oddsson og Albert Guð- mundsson greiddu atkvæði gegn tillögunni og gerðu sérstaka bókun vegna málsins. Kristján Benediktsson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins, lét bóka, að hann teldi afstöðu minnihlutans lýsa ábyrgðarleysi. Davíð sagði einnig í þessu tilefni: „Hitaveita Reykjavíkur hefur sætt afar- kostum af hálfu ríkisvaldsins, og við teljum að það sé enginn vegur fyrir Hitaveituna að taka fleiri lán, án þess að fá rekstr- arhækkanir. Þetta er versti kosturinn." Akranes: Um 150 starfsmenn frysti- húsanna atvinnulausir „Kundur í kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness samþykkir að mótmæla hanV lega uppsögnum í fryslihúsi Haraldar Böðvarssonar, sem varað hafa frá því fyrst í janúar, en þá var um óumdeilanlegan hráefnisskort að ræða vegna verkfalls sjómanna. Síðan allt fór svo í gang um miðjan janúar hafa togararnir komið inn tvisvar sinnum, en ekki hefur verið unnið í frystihúsinu sem neinu nemur", segir í ályktun fundar kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness. í ályktun fundarins segir að önn- ur frystihús hafi tekið til starfa á eðlilegum tíma, en nú hafi einnig verið sagt upp í frystihúsi Heima- skaga. Séu um 150 konur atvinnu- iausar vegna uppsagna þessara tveggja frystihúsa. Er skorað á bæj- arstjórn og ríkisstjórn að láta málið til sín taka og hlutast til um hráefn- ismiðlun, sé það hin raunverulega ástæða uppsagnanna. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri hjá Haraldi Böðv- arssyni tjáði Mbl. að aðdraganda þessara uppsagna mætti rekja allt til sl. hausts og þá hefði t.d. verið mun minni síldarsöltun en í fyrra, 1.500 tunnur á móti 9.000 í fyrra og hefði fólki þó ekki verið sagt upp þá strax. Kringum áramótin hefði öll- um verið sagt upp vegna verkfalls- ins, en á tímabilinu 14. janúar til 18. febrúar í ár hefðu borist um 540 tonna afli á móti 1.100 tonnum á sama tíma í fyrra. Það væri skýr- ingin á svo lítilli vinnu, aðallega hefði verið verkað í skreið. Þar við bættist að togarinn, sem skilaði um 60% aflans er unninn væri í frysti- húsinu, hefði bilað fyrir nokkru. Haraldur Sturlaugsson kvaðst þó gera ráð fyrir að hann kæmist á veiðar kringum helgina og vonaðist til að vinna gæti hafist um næstu mánaðamót. Sagði hann milli 50 og 60 konur fyrirtækisins nú atvinnu- lausar. Reykjavíkur- skákmótið: Síðustu um- ferðirnar GUÐMUNDUR Sigurjónsson er nú efstur íslendinganna á Reykjavíkurskákmótinu eftir sig- ur yfir Bischoff í 9. umferð í gærkvöldi með 5,5 vinninga. Abramovic er efstur með 7 vinn- inga, Alburt, Gurevic og Schneid- er eru með 6,5 vinninga og Ivan- ovic og Shamkovic eru með 6 vinninga. Abramovic og Alburt gerðu jafntefli í gærkvöldi, sömuleið- is Gurevic og Schneider, og Shamkovic og Adorjan. Ivano- vic vann Jón L. Árnason. Margeir Pétursson vann Jónas Erlingsson, Jóhannes G. Jóns- son vann Kráhenbiihl, Ásgeir Þ. Árnason vann Savage, Jó- hann Hjartarson og Horvath gerðu jafntefli og einnig Helgi Ólafsson og Bajovic. Haukur Angantýsson tapaði fyrir Westerinen. Sævar Bjarnason átti betri biðstöðu gegn Mednis í gær- kvöldi og einnig Friðrik Ólafs- son gegn Benedikt Jónssyni. Tíunda umferð verður tefld í dag og sú ellefta og síðasta á morgun. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.