Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 27 Leikur barnsins þess sem þeir eru talsvert hlýrri. Vasar mega vera margir og allir rennilásar og slíkt aðgengilegir. Undir skíðagalla þessum er auð- vitað sjálfsagt að klæðast síðum nærfötum, föðurlandi. í sambandi við annan klæðnað undir gallan- um er vert að muna, að nokkur þunn lög úr hlýju efni vinna betur gegn kulda en eitt þykkt lag. Húf- ur eru nauðsynlegar og þarf að vera hægt að draga þær niður fyrir eyrun. Þá hentar börnum betur að nota hlýja og góða vettl- inga heldur en skíðahanska. Hluti af útgerð barnsins ætti einnig að vera lítill bakpoki, en í honum myndi sá litli (eða litla) geyma nestið, auka vettlinga og fleiri þarfa hluti. Útbúnaður Skíði fyrir börn sem eru rétt að byrja skíðaiðkun ættu ekki að vera lengri en barnið sjálft og mjög hæfilegt er að skíðin nái við- komandi barni hverju sinni í axl- arhæð. Bein, liðamót og vöðvar barna eru ekki fullþroskuð og því þreytast þau fyrr en fullorðnir, það er því gott ráð að kaupa skíði með rifluðum botni, en slíkur botn gerir börnum kleift að klífa brekk- urnar með mun minni fyrirhöfn en ella. Þá ættu barnaskíði að hafa málmbrúnir. Annars er alveg óhætt að fylgja ráðum afgreiðslu- fólks í skíðavöruverslunum, þar er yfirleitt kunnáttufólk á ferðinni.' Loks má geta þess, að viðhald á barnaskíðum er ekki síður mikil- vægt en viðhald á skíðum fyrir fullorðna. Bindingar Það borgar sig ekki að ætla að spara peninga þegar bindingar eru annars vegar. I þeim efnum dugir ekkert nema það besta svo að ör- yggi barnsins sé eins tryggt og hugsast getur. Bindingar á barna- skíði verða að vera öryggisbind- ingar sem eru sérstaklega hannað- ar með þyngd viðkomandi barns í huga. Ekki skyldi nota fullorð- insbindingar og hyggilegra væri að Iáta fagmann koma bindingun- um fyrir á skíðunum. Eitt í þessu sambandi sem vert er að hafa í huga, þegar fest er kaup á bind- ingum, að láta barnið festa og losa þær sjálft í versluninni, það er mikilvægt að barnið ráði sjálft við slíka hluti. Skíðaskórnir Fyrir öllu er að þeir haldi snjó og vatni. Þeir verða að verja ökklaliðinn og vera þægilegir. Eigi er vitlaust að láta litlu foringjana spranga um verslunina í skónum í 10—20 mínútur svona til að ganga úr skugga um að skórnir séu ekki óþægilegir. Reynist skór óþægi- legir verður það ekki til að glæða áhugann hjá eigandanum. Stafirnir Þrennt ber að athuga í þessum efnum. Að stafirnir séu léttir, hafi ólar og broddarnir séu kringlóttir en ekki hvassir eins og hjá fullorð- num. Fleira Skíðagleraugu eru betri fjár- festing en venjuleg sólgleraugu, hreinlega vegna þess að þau eru líklegri til að sitja þar sem þau eiga að sitja, þ.e.a.s. á nefi barns- ins. En annað hvort er bráðnauð- synlegt til að vernda augu barn- anna frá endurkasti sólarinnar af snjónum. Húð barna er helmingi viðkvæmari gagnvart brunageisl- um sólarinnar og því er sterkt sól- arkrem einnig nauðsynlegur hluti af útgerðinni. Og hvað svo? Nú mætti ætla að barnið sé reiðubúið að leggja í brekkurnar og þarf því að hyggja að því hvernig er best að kenna því list- irnar. Þegar þið hafið valið skíða- stað kemur sú spurning upp hvort fólk ætlar sjálft að kenna barninu á skíði, eða hvort betra sé að koma barninu í skíðaskóla (slíkir skólar starfa hér á landi). Mín skoðun er sú, að sé barnið yngra en 5 ára þá sé betra að foreldrar eða systkini kenni því. Sé barnið eldra en 5 ára er snjallara að koma því í skóla ef hægt er. En hvernig er best að haga kennslunni með tilliti til aldurs barnsins? Sé barnið 2—5 ára gam- alt er þjóðráð að gera leik úr öllu saman. Börn á þessum aldri eru í raun ekki á skíðum í orðsins fyllstu merkingu. Á þessum aldri er best að láta þau venjast snjón- um og skíðunum, til dæmis með því að setja á eitt skíði í einu og draga barnið um sléttan völl. Með þessu móti venjast þau hreyfing- unni og fá jafnvægisskyn. 5—9 ára börn geta verið ótrú- lega áhugasöm og tímann þarf að nýta vel meðan þau eru á þessum aldri. Grundvallaratriðin eru numin á þessum aldri og þau læra einnig á umhverfið og veturinn. En hafa ber í huga og leggja verð- ur út frá þeirri staðreynd, að upp að 10 ára aldri hafa bein, liðamót og vöðvar barna ekki tekið út þroska, því beita þau líkamanum með öðrum hætti en fullorðnir. Það er mikilvægt að vita þetta í sambandi við skíðakennsluna. 9—12 ára fara börnin að læra fyrir alvöru, þau eru að taka út líkamlegan þroska og verða að læra réttar hreyfingar og rétta takta á þessum aldri. 12—16 ára. Þegar hér er komið sögu má markviss þjálfun fara í fullan gang, enda hafa börnin nú meiri áhuga á því að læra allt sem hægt er heldur en að leika sér. • Stóra systír bjargar málunum. • Fær í flestan sjó. • Oft er sárt aö detta er aðrir horfa á. vel verið að ég fari aftur. Ég hef oft verið á skíðum áður og var sæmilega góður að mér fannst, en nú er ég orðinn ennþá betri. Kannski maður fari að æfa skíði í framtíðinni." Við stóllyftuna hitti ég að máli Sigrúnu Eggertsdóttur 26 ára. „Nei, mér finnst ekkert skrítið að vera í hóp með þessum litlu krökkum. Ég átti ekki um neitt annað að velja þar sem ekki var boðið upp á sérstaka tíma fyrir fullorðna. Ég hafði aldrei verið á skíðum áður og á þessari einu viku sem námskeiðið hefur staðið yfir hef ég lært nokkuð mikið." Ætlarðu aftur á nám- skeiðið? „Nei, nú held ég að ég sé búin að læra nógu mikið til að halda áfram sjálf," sagði hún áður en hún sveif burt í lyftunni. Aðgengileg skíðanámskeið fyrir börn og fullorðna — segir Sigurður Jónsson sem starf- rœkir skíðaskóla í Bláfjöllum .,Jú, það er rétt, ég starfraeki skíðaskóla í Bláfjöllum. Þetta byrj- aði í fyrra og hefur tekist vel. Þessu hefur verið mjbg vel tekið og við höfum ekki þurft að kvarta undan slæmri aðsókn. Það er helst að veðr ið seti strik í reikninginn og það hefur sérstaklega verið áieitið í vet- ur," sagði Sigurður Jónsson, skíða- kappi frá ísafirði, í samtali við Mbl. Sigurður stendur fvrir Skíðaskóla Sigurðar Jónssonar, en sjálfur er hann einn fremsti skíðamaður landsins fyrr og síðar. Sigurður veitti eftirfarandi upplýsingar um skíðaskóla sinn. Námskeið fyrir fullorðna, sem Sigurður og félagar flokka sem 13 ára og eldri, eru á kvöldin. Hvert námskeið stendur yfir í þrjú kvöld, á þriðjudögum, miðviku- dögum og fimmtudögum. Dag hvern er lagt í hann með rútu klukkan 18.30, en komið í bæinn að nýju um klukkan 22.00. Kennsl- an fer þannig fram, að þátttak- endum í hverju námskeiði er skipt niður í 8—12 manna hópa og er einn kennari fyrir hverjum hóp. Kennararnir hafa allir réttindi sem slíkir. Hefur skíðaskóli þessi sinnt allt að 40—50 manns í einu. Barnanámskeið eru hins vegar um helgar og eru að því leyti frábrugðin námskeiðunum fyrir fullorðna fólkið, að börnin mega koma þegar þau vilja og geta. Stendur kennslan yfir í eina og hálfa klukkustund hverju sinni. Aldursflokkaskiptingin er teygj- anleg, fer nokkuð eftir þátttök- unni hverju sinni. Hins vegar reyna kennararnir að hafa 8—11 ára fólkið saman og þá sem yngri eru út af fyrir sig. Verðinu er stillt í hóf, fullorðnir greiða 200 krónur á mann, en fyrir börnin kostar námskeiðið 50 krón- ur fyrir hvert barn. Nánari upp- lýsingar má fá hjá Sigurði Jóns- syni og félögum hans í síma 76740.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.