Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 25
R 20. FEBRUAR 1982 Fólkvangurinn við Bláfjöll: Langstærsta útivistarsvæð- ið á landinu Stefán Kristjánsson fþróttafulltrúi Reykjavíkur bendir á nýja skálann sem verið er að reisa á Bláfjalla- svæðinu. „Það er orðið mjög langt síðan skíðamenn fóru að leita að stað, sem hægt væri að byggja upp sem eins konar skíðamiðstöð," sagði Stefán KristjánsKon, íþróttafulltrúi Reykja- víkurborgar, er við inntum hann eft- ir þróun mála í Bláfjöllum. „Skíða- menn höfðu verið víðs vegar með sínar iðkanir, en menn vildu hafa þetta á einum og sama staðnum — ekki hvað síst vegna þess að oft kom fyrir að þeir staðir, sem mest voru notaðir, t.d. Kolviðarhóll o.fl., voru hreinlega snjólausir þegar til kom." Það mun hafa verið um 1970 að Bláfjöllin urðu fyrir valinu, sem sameiginlegur skíðastaður fyrir höfuðborgarsvæðið. „Skröltfær vegur", eins og Stefán orðaði það sjálfur, var lagður upp í Bláfjöll 1972 og ári síðar var lagður þang- að rafmagnskapall. Fljótlega varð þó ljóst að verkefnið yrði svo stórt að ekki yrði hjá því komist að fá stuðning hins opinbera ef hægt ætti að vera að koma því almenni- lega í gagnið. Það mun hafa verið á borgarstjórnarfundi í apríl 1970, að samþykkt var tillaga um skíða- miðstöð í Biáfjöllum. Var lögð mikil áhersla á sem ríkulegast samstarf við önnur sveitarfélög og félög á Reykjavíkursvæðinu. Þetta hafði það í för með sér að samstaða náðist á milli Reykja- víkur, Kópavogs, Seltjarnarness og Selvogshrepps um gerð fólks- vangs í Bláfjöllum. Síðar komu Hafnarfjörður, Garðabær og Keflavík inn í myndina þannig að nú eru það 7 sveitarfélög, sem standa að Bláfjallasvæðinu, reka -*¦ sagt frá til- urð og uppbygg- ingu 7 sveitarfé- laga á Blá- fjallasvœðinu það og standa að uppbyggingu í stærri stíl en áður hefur þekkst. Auk þess eru Ármann, Fram og Breiðablik öll með aðstöðu á Blá- fjallasvæðinu. Fyrstu lyfturnar Eins og áður er sagt var fyrsta skrefið að fá lagðan veg uppeftir og síðan kom rafstrengurinn í kjölfarið, ásamt skýli fyrir fólkið. Það er svo árið 1974 að fyrstu var- anlegu lyfturnar líta dagsins ljós, en áður höfðu einungis færanlegar lyftur verið notaðar. Hvor um sig er um 300 metra löng. Afram var haldið við uppbyggingu og snjó- troðari kom næst til sögunnar og var mikið hjálpartæki. Unnið var við bílastæði og lagningu raf- magns í Eldborgargil því næst, en 1978 urðu alger þáttaskil þegar stólalyfta, 700 metra löng, sem getur flutt 1200 manns á klukku- stund, var sett upp. Skömmu síðar reistu Ármenningar sína fyrri lyfti' og því voru skyndilega komnar fjórar lyftur. Bygging miðstöðvar „Eftir að stólalyftan var sett upp, tók það okkur í raun ein tvö ár að borga hana niður," sagði Stefán. „Haldið var áfram við uppbyggingu flóðlýsingar og 1980 var hafist handa við byggingu miðstöðvarhúss upp á rúmlega 1000 fermetra á þremur hæðum. Við reiknum með að taka það í notkun eftir um mánaðartíma — fullbúið." Framarar reistu lyftu í fyrra og Breiðabliksmenn hafa nýverið opnað ágæta lyftu. Ármenningar eru á leið með sína aðra, þannig að þegar sú verður komin upp eru lyfturnar orðnar 7 talsins, þar af ein stólalyfta. Samt er þetta ekki nóg því á mestu góðviðrisdögunum er umferðin slík, að bið eftir að komast í lyfturnar tekur oft hálfa klukkustund. „Undirbúningur er því hafinn í Bláfjallanefnd að uppsetningu annarrar stólalyftu og við gerum þær kröfur til hennar að hún verði ekki afkastaminni en sú, sem þeg- ar er fyrir," sagði Stefán er hann var inntur eftir því hvað væri á döfinni. „Henni hefur verið ákveð- inn staður innar í fjöllunum. Þar er nokkurn veginn jafnlöng brekka og þar sem núverandi stólalyfta er, en hins vegar ekki alveg eins brött." Aukin afköst „Við getum aukið afköstin veru- lega. Það er síður en svo búið að fullnýta svæðið. Kóngsgil hefur að vísu verið að mestu nýtt, en bæði sunnan og norðan við það eru svæði, sem eru langt í frá að vera fullnýtt. Breiðablik er fyrir norð- an í Drottningargili og Fram í Eldborgargili. Fyrir sunnan er Ármann með eina lyftu. Aðal- svæðið þar er svonefnt Suðurgil og þar stefnum við að uppsetningu lyftunnar. Þar með er kominn nokkuð góður samgangur á milli svæðanna, en gæti verið betri," sagði Stefán. Aðsóknin í Bláfjöll hefur verið nokkuð svipuð undanfarin þrjú ár ef marka má sölu á miðum í lyft- urnar, sem Bláfjallanefnd rekur. Árið 1974 voru seldar 117.820 ferð- ir, en 1979 var talan komin upp í 1.197.259 ferðir - rúmlega tíföld- un. Þessi aðsókn hefur haldist nokkuð svipuð undanfarin tvö ár. Inn í þessari tölu eru ekki lyftur félaganna, sem flytja mikinn fjölda manna á hverju ári. Reikn- að er með því í ár að miðar fyrir 1,5 milljónir króna seljist í lyft- urnar. Kostnaður við rekstur svæðisins er hins vegar á þriðju milljón. Þar af fer stærstur hlut- inn í snjómokstur. Hvað er á döfinni? m „Draumurinn hjá okkur hefur verið að fá betri veg uppeftir," sagði Stefán. „Nú er verið að í«»f£l.t. Skíðasvæði ] Ohætt er að segja að Skíðasvæði KR í Skálafelli sé skíðasvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar eru nú starfraktar sex lyftur og brekkur eru við allra hæfi. Þá hefur verið rekinn skíðaskóli á staðnum undanfarna vetur. Skíða- svæðið er mjög vinsælt af skólum borgarinnar sem fara þangað með nemendur sína og dveljast í skála fé- lagsins í tvo til þrjá daga í senn við skíðaiðkanir. Upplýsingar um færð og skíðafæri í Skálafelli má fá í símsvara. Þann 29. ágúst 1936 fóru nokkrir ungir KR-ingar upp í Skálafell og völdu stað fyrir skíðaskála. Vart hefur þessa ungu menn grunað, að þeir væru að leggja hornstein að uppbyggingu skíðasvæðis, sem hundruð skíðamanna sækja nú í hverri viku. Skálafell stendur á Kjalarnesi. Blas- ir það við frá Reykjavík austan Mó- skárðshnjúka, en ekið er um Þing- vallaveginn að skíðalandinu. Skíðaskáli ungu KR-inganna var reistur haustið 1936. Á næstu áratug- um var hann stækkaður tvisvar sinn- um. Sögu skálans lauk skyndilega þann 18. apríl 1955, er hann brann til kaldra kola. Fljótlega var hafist handa um byggingu nýs skála og fór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.