Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 10
 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 HLADVARPINN Anders Hansen blaðamaður tók saman Fornminjarl Allt að tveggja alda gamlir koparmunir Örar tækninýjungar, hraði og gerviefni; allt eru þetta áþreifan- leg dæmi úr þeim heimi sem við lifum í nú á þessum „síðustu og verstu tímum" eins og sumum er svo títt að segja. En hvort sem það er þessum „plastikheimi" um að kenna eða ekki, — já eða þakka — þá er það víst að sjaldan eða aldrei áður hefur fólk gefið eins mikinn gaum að því sem gamalt er, og einmitt nú. Þetta á ekki aðeins við um hið opinbera í okkar heims- hluta og víðar, heldur og um allan almenning, sem virðist sólginn í allt sem gamalt er, og hefur verið búið tii fyrir síðustu stórbreyt- ingar tæknialdar. Það er því ekki óeðlilegt að verslunum skjóti upp, sem sérhæfi sig í öllu með gamlar vörur, að ekki sé sagt fornminjar. Ein þess- ara búða er verslunin Manilla í Reykjavík, sem sérstaklega hefur boðið upp á gamla koparmuni. í versluninni fékk tíðindamaður Hlaðvarpans þær upplýsingar, að koparmunirnir væru upprunnir flestir hverjir af grískum og tyrkneskum landsvæðum, sem fyrr á öldum voru þungamiðja valda og menningar í heminum. Eigendur verslunarinnar velja munina sjálfir, og láta síðan fægja þá og gera við, í viðkomandi lönd- um. Flesta munina segjast þau geta selt með ábyrgðarskírteinum, með eftirfarandi texta: „Þetta er gam- all nytjahlutur úr massívum kop- ar. Ábyrgst er að þetta er ekki eftirlíking." — Hlutina segja þau vera misgamla, frá aldamótum, og jafnvel allt frá því um 1800. Mun- ina notar fólk nú ýmist sem hreina skrautgripi, eða þá að í þá eru sett blóm og fleira í þeim dýr. — Handbragðið sem á sínum tíma skóp þessa nytjahluti er smám saman að hverfa, og ungir menn læra iðnina tæplega lengur. Hér eru því á ferðinni raunverulegir gamlir munir, sem í framtíðinni munu verða enn sjaldgæfari, og ekki þarf að búast við að nýjar eftirlíkingar komi í staðinn: Til þess að slíkt gæti gengið yrðu þeir að vera mun dýrari en „fornminj- arnar", jafnvel þar sem launin eru lág, var okkur tjáð í Manilla. Þær fræddust um blaðamennsku á Morgunblaðinu: Hildur Þöll Ágústsdóttir frá Geitaskarði og Gerður Dagný Pétursdóttir frá Hólabæ, nemendur í Húnavallaskóla. Nám og starfi i Ymist til Akureyr- ar eða Reykjavíkur Tveir starfsmanna verslunarinnar Manilla með úrval gamalla muna úr mass- ívum kopar frá Evrópu og Litlu-Asíu. Aldur munanna er á bilinu 80 til 200 ára. Ljósm.: Ragnar Axelsson Um þetta leyti árs berst dag- blöðunum sem og fjölmörgum öðrum vinnustöðum, liðsauki hvaðanæva að af landinu. Hér er átt við nemendur grunnskólanna sem ár hvert fara í starfskynn- ingu í hinar ýmsu starfsgreinar, sem hugur þeirra stendur til. Fyrir nokkrum dögum voru hér á Morgunblaðinu tvær ungar stúlk- ur úr Húnavallaskóla. — Þær Hildur Þöll Ágústsdóttir og Gerður Dagný Pétursdóttir voru beðnar að segja lítillega frá skól- anum, náminu og starfskynning- unni: „Við erum hér tvær stúlkur í starfskynningu á Morgunblaðinu. Okkur langar að fræða fólk að- eins um skólann, sem við erum í. Hann heitir Húnavallaskóli, og er í Austur-Húnavatnssýslu. I hon- um eru 170 nemendur. Við skól- ann eru ellefu kennarar. Á hverju ári eftir samræmd próf fer níundi bekkur í starfs- kynningu. Við megum ráða hvort við förum til Akureyrar eða Reykjavíkur. Nú eru 19 krakkar hér í Reykjavík, og 3 á Akureyri. Oftast er farið á tvo til þrjá staði. Þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel, er bæði skemmtilegt og fræðandi. Fólkið á þeim stöðum, sem við höfum farið á hefur tekið okkur mjög vel, og viljum við þakka þeim þolinmæðina! H.Þ.Á og G.D.P." Helgarviðtaliðl „Móðirin er geysi- lega vel innréttuð!" Rabbað við Gunnar M. Magnúss um Landspítalabókina, sem er hans 55. bók í tilefni fimmtíu ára afmælis Landspítalans kom síðla á síðasta ári út veglegt afmælisrit stofnunarinnar, Landspítalabókin, eftir Gunnar M. Magnúss rithöfund. Bókin er mikil að vöxtum og hin vandaðasta að allri gerð, þó fremur hafi verið hljótt um útkomu hennar. Bókin er hvorki meira né minna en 55. bók höfundar, og þótt hvorki þurfi að kynna lesendum Morgunblaðsins Landspítalann né Gunnar M. Magnúss, þá lék blaðamanni forvitni á að rabba við Gunnar um tilurð verksins, og um leið að forvitnast um hvað hann hefði nú á prjónunum. „Já, þessi bók kom út í desember," segir Gunnar, „en hún kom á eftir bókaflóðinu, það er að segja þremur eða fjórum dögum fyrir jól, s\o að það var hávaðalaust um útkomu hennar og svo hefur verið síðan." Hvernig atvikaðist það að þú tókst að þér þetta verk? „r'yrir tveimur árum bað stjórn Landspítalans mig að taka saman sögulegt rit um spítalann. Ég tók þad að mér. I bókinni er í stórum dráttum rakin sjúkrasaga þjóðarinnar síðustu tvær aldirnar, svo víða hefur verið komið við. Arið 1863 mun orðið „landspítali" fyrst hafa verið prentað í íslensku máli. Rakinn er þráðurinn í sextíu og sjö ár, þar til hugsjónin varð að veruleika og Landspítali reis á Grænuborgartúni í Reykjavík 1930. I vinnu minni við ritun bókarinnar þurfti ég að hafa samband við fjölda manns í starfsliði spítalans, einkum lækna, sem létu mér í té frásagnir af starfsdeildum sínum, rannsóknum og sérgreinum." í bókinni er greinagóð lýsing í dropar í sykurmola sér til hress- „Að lokinni samantekt Land- máli og myndum á þeirri fjöl- ingar. spítalabókar finnst mér hlýða að þættu starfsemi sem nú fer fram á Sagt er frá Venusveikinni eða bæta við nokkrum persónulegum Hin aldna en þó sfunga kempa Gunnar M. Magnúss rithöfundur með sína 55. bók: Landspítalabókina. Ljósm. Kristján Einarsson Landspítalanum, bæði á sjúkra- deildum og á þjónustudeildum. Jafnframt er vikið að fortíðinni og þeim stórstígu framförum, sem orðið hafa í heilbrigðismálum þjóðarinnar undanfarna áratugi. Í kaflanum um röntgendeildina segir frá skólapiltinum Niels R. Finsen, þar sem hann lék sér með stækkunargier og fann mátt sól- argeislanna á mannslíkamann. Hann varð síðar einn af helstu frömuðum Ijóslækninga í heimin- um og fyrsti Nóbelsverðlaunahafi íslendinga. Greint er frá apótekum heimil- anna, sem geymdu dropa í glösum, en sjúklingum voru gefnir nokkrir fransós, sem annað veifið var til mikilla vandræða hér. Rakinn er ferill bíldskeranna, sem læknuðu með því að taka mönnum blóð, til þess tíma, þegar mönnum var fyrst gefið blóð til lækninga hér. Hér er á gagnmerkan hátt sögð saga og lýst starfi stærsta sjúkra- húss landsins. Landspítalinn er einnig fjölmennasti vinnustaður landsins, en þar vinna að jafnaði um 1800 manns. í seinasta kafla bókarinnar, sem heitir í lokin, segir höfundurinn í léttum dúr frá ýmsu, sem hann sá og heyrði á þessari spítalagöngu. Hann segir í upphafi kaflans: ályktunum um það, sem ég hef séð, heyrt og kynnst í þessu spít- alaumhverfi. Þetta verður eigin- lega afmælisrabb. Mér kom snemma í hug að nefna ritið: Völundarhús þjóðar- innar. Hér á Grænuborgarlóðinni gömlu er risin mesta samfellda húsabygging á Íslandi, að ég hygg. Nokkurn lærdóm þarf til þess ao rata um salarkynni, stofur og ganga þessara fjögurra hæða vinkilviðbóta, sem eru til norðurs og norðausturs frá aðalbygging- unni. En upplýsingar er hægt að fá í kringlunni, sem er í fyrstu útbyggingu aðalstofnunarinnar, þar sem nú er aðalinngangur. Þar sitja við símaborð nettar blóma- rósir, sem svara gesti og gangandi og í sömu andrá og beðið er um fyrirgreiðslu opnast allar gáttir. Þær hafa á hraðbergi, hvar hver er í þessari 18 deilda stofnun. 18 deilda stofnun. Það er ekkert minna. Við þessa vitneskju leiðir maður hugann að þjóðartölu ís- lendinga: — Matthías orti: Áðan duttu 18 mýs ofan af Súlutindi. — í ótíðinni sögðu veðurfræðingar þjóðarinnar um hafísinn: 18 sinn- um eyðir hann uppgangi á sunnan, — 18 barna faðir í álfheimum, ein af perlum þjóðsögunnar, sem hvert barn lærir utanbókar, — 18 eru bræður öskudagsins með sama veðurfari og hann, — 18 skólapilt- ar lögðust út og áttu heimkynni í Surtshelli. Og forustumaður Landspítalans, Guðmundur læknaskáld Thoroddsen, flytur 18 vísur um starfsbræður sína í kvæðinu Læknabragur 1927. Kvæðið er um ölteiti lækna og byrjar svo: „Einu sinni á árinu ýmsir bergja á tárinu, fá sér glaðning gogginn í, gerist úr því fyllerí." Um Matthías Einarsson lækni: „Matthías hér máttu sjá, maðurinn sýpur drjúgum á, næsta dag sem nýsleginn, nær hann þó gati á magálinn." Síðar í kaflanum segir: „Það fer að verða til umhugsunar, sem karlinn í Hrútafirðinum sagði fyrir síðustu kosningar: „Við þol- um ekki svona mikla heilbrigðis- þjónustu, fólkið verður eldgamalt, hættir að vinna og verður fjár- hagsleg byrði á þjóðfélaginu." En þess má minnast, að meðal- aldur fólks á Íslandi var eitt sinn rúmlega 30 ár. Frá því segir í manntali Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1703. Þá var ungt fólk í meiri hluta í Rosm- hvalanesi (Garðinum) á Suður- nesjum. Af 534 heimilisföstum, samkvæmt manntalinu, voru 174

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.