Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 22
Kaupfélag Þingeyinga 100 ira MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 29 Jóns er uppþornað eðlisfjör Egill þó minna getur. Páll er kjörinn á kvennafðr, klæjar þig ekkert Pétur? Björn á Brún var formaöur kaup- félagsstjórnarinnar um tíma. Hann var bæði algjörlega hár- og skegg- laus. Einu sinni sat hann í for- mannsstól og kom þá Helgi á Kál- borgará í Báröardal til hans og stungu þeir sama nefjum, en Helgi var bæði mjög hár- og skeggprúð- ur: Sumir stunda af oddi og egg upp é hjélpargirni, Helgi leggur hár og akegg aö höfðinu á Birni. Jónas Baldursson á Lundar- brekku var mælskumaöur mikill og þegar SÍS byrjaði aö taka ullina óþvegna af bændum í tilraunaskyni fékkst oft lítiö verö fyrir hana. Jón- as taldi því ekki taka því að rýja féð og skoraði á bændur aö leggja ull- ina ekki inn. Eftir þessa ræöu var matarhlé og spurði Karl Kristjáns- son mig aö því hvort ekki væri til vísa. Hún var til: Viö erum ræflar annaö veifið, þaö astand er nokkuð langdregið. Nú sendum við Jónas með tauöarreifið •vo Sambandið fái það óþvegið." Þar með kvöddum viö Egil meö nokkrar aðrar vísur úr ýmsum áttum í veganesti. „ÉG HELD að þaö sé nú aö fara í geitarhús aö leita ullar, ef eitthvaö á aö fræðast af mér. Ég er að vísu fæddur í gamla kaupfélaginu og œtla mér aö deyja í því nýja, en ég er svo samtvinnaður þessu öllu aö mér finnst þetta bara hafa liðið hægt og rólega, þó maður muni kannski eftir einhverju þegar maður fer að hugsa sig um," sagði Birgir Steingríms- son, sem fæddur er um aldamótin og hefur unnið hjá KÞ með litlum hléum síðan 1911. „Já, ég sagöi þér aö ég væri fæddur í gamla kaupfélaginu, Jaðri, sem var fyrsta bygging KÞ. Móðir mín var vinnukona hjá Jakob Hálfdánarsyni og pabbi afhenti vörur í pakkhúsdeildinni. Annars gekk bölvanlega aö koma mér í heiminn, rétt eins og ég vildi ekki út. Þaö endaöi meö því að læknirinn fór til járnsmiös- ins og fékk hann til að smíöa töng til aö ná mér út, það er lík- lega ein af fáum fæöingatöngum, sem gerðar hafa veriö með svo litlum fyrirvara og á sama hátt. Nú, en hvaö um það, ég byrjaði Fæddist í gamla kaup- félaginu og ætla mér að deyja í því nýja Birgir Steingríms- son bókari aö hjálpa pabba í pakkhúsinu þegar ég var 11 ára og hef síöan unniö hjá kaupfelaginu meö litl- um hléum þar til nú, aö ég er farinn að minnka viö mig vinnu og hugsa um aö hætta alveg. 1924 fór ég á Samvinnuskólann til aö læra tvöfalt bókhald hjá Jónasi Rafnar og síöan hef ég veriö í bókhaldinu. Ég man eftir Jakob Hálfdánarsyni, en Jóni Sigurössyni kynntist ég aldrei, en síöan tók Pétur sonur hans við kaupfélagsstjórninni og eftir þaö hef ég unnið meö þeim öllum. 1924 var ég viö aö loka aðal- reikningum kaupfélagsins meö Benedikt Jónssyni og þá kom í Ijós kunnátta Benedikts í bók- haldi því þaö sem hann haföi gert stefndi alveg viö þaö sem ég var nýbúinn aö læra. 1930 til 1931 inu og tókum þaö af einstökum deildum og síöan hefur þaö verið í þeirri mynd þar til nú aö tölv- urnar hafa tekiö viö. Ég hef alltaf kunnaö vel viö mig hjá kaupfélaginu, en þó stóö ég fyrir verkfalli einu sinni meö Einari Olgeirssyni Þá var ég í stjórn verkalýösfélagsins, en varö aö hætta því upp ur þessu. Síöan hef ég aldrei veriö pólitísk- ur, þaö hefur veriö mér alveg nóg aö vera samvinnumaöur, enda gantast félagar mínir meö þaö hér á kaffistofunni aö ég sé mesti samvinnumaöur á Islandi. En þaö er nú ekki vel aö marka, viö göntumst dálítiö við hvern annan og Ijúgum svolitiö á kaffistofunni til aö krydda tilveruna. Þetta er nú alltaf sama kaupfé- lagiö, þó flutt hafi veriö í ný hús. Það er annars til skammar hvernig farið hefur verið með gömlu húsin. Ég verð aö viöur- kenna það að þegar kviknaði í þeim vonaöist ég til þess aö þau brynnu alveg, þá hefði vandinn verið leystur og skömmin horfið. Það hefur komiö á daginn aö þó menn hafi sagt aö varöveita ætti þessi hús hefur enginn veriö til- búinn til aö leggja hönd á plóg- inn. Annars ætti ég nú aö fara aö halda aftur af mér, þaö má ekki rífa þetta allt saman niður, af- mæliö er aö koma og ég aö fara, svo þaö er bezt aö þegja," sagði Birgir. Húsavík um 1906 Elztu hús KÞ um 1920. Lengat til vinstri er pakkhúa, reist 1886, næst er Jaoar, byggt 1883 og Söludeildin reist 1902. Lengst til ha»gri er barnaskól- inn, en i honum var apótekið eínnig til húsa. íslenzkir sauðir komnir á land í Englandi Fremstir á myndinni eru J. Vídalín og Louis Zöllner. Það var einmitt með sauoa- sölu til Englands sem starfsemi KÞ hófst meöal annars. ¦Xpt^^'m-'""^ -ytówp 'f*^%æ&- Akveðið hefur verið að gera elzxtu hús KÞ, Jaðar og Sðludeildina, upp, en svona líta þau út í dag. Kaupfélag Þingeyinga er ein af slagæðum atvinnulífs sýslunnar Hreiöar Karlsson kaupfélagsstjóri „NU í DAG er starfsemi Kaupfé- lags Þingeyinga talsvert fjölþsstt og mioast við að þjóna héraðs- búum á eins mörgum sviðum og mögulegt er. Starfseminni má skipta í þrennt, verzlunarrekstur, afurðameðferö og iðnað og aðra þlónustu og auk þeirra verzlana og þ|ónustustöðva, sem hér i Húsavík eru, rekur KÞ útibú á Laugum í Reykjadal, Reykjahlíð i Mývatnssveit og viö Laxírvirkjun, " sagði Hreioar Karlsson, kaupfé- lagsstjóri KÞ, meðal annars. „Hér er fjölbreytt smásöluverzl- un, verzlað er með mat, íþróttavör- ur, járn- og glervörur og heimilis- tæki svo eitthvaö sé nefnt. Verzlaö er með byggingavörur, fóöur, olíu- vörur, vélar og varahluti og ýmis- legt fleira. Húseignir kaupfélagsins eru og talsveröar, nýtt og fullkomið sláturhús, sem leyfi hefur til útflutn- ings á Bandaríkjamarkaö og í því var slátrað um 43.000 fjár auk stór- gripa og svína á síöasta ári. Þá fer einnig fram kjötiönaöur í húsinu og miðast hann aöallega við heima- markað. Hér er nýlega endurbyggt og fullkomiö mjólkursamlag, sem tekur árlega á móti um 7 milljónum lítra af mjólk og framleiðir aðalega osta. Auk þess á KÞ nokkur verzl- unarhús og birgöageymsiur. Þá rekur kaupfélagiö brauögerö og efnalaug og eru starfsmenn kaup- félagins um 200 í dag. Þaö hefur einnig verið talsverður þáttur i rekstri kaupfélagsins undanfarin ár aö taka þátt í frekar uppbyggingu atvinnulífs hér á Húsavík og í þeim tilgangi hefur KÞ gerzt hluthafi í Fiskiöjusamlaginu, togaraútgerð- inni Höfða, Hótel Húsavík, véla- verkstæöinu Fossi hf., Garðræktar- félagi Reykhverfinga og Reiknistofu Húsavíkur hf., sem annast tölvu- vinnslu fyrir ýmis fyrirtæki hér á staönum. Þetta er svona í stórum og fáum dráttum það sem fram fer á vegum kaupfélagsins í dag en margt fleira mætti telja til. Hvaö framtíöina varöar er svo auðvitaö margt sem þar af hugsa um. Það hefur alltaf verið aöalverk- efniö í svona félagsskap aö fylgjast með nýungum til hagræðis fyrir fé- lagsmenn og viðskiptavini, en þaö er ekki um neinar byltingarkenndar hugmyndir aö ræöa. Það er frekar spurningin um það hvort fylgja beri núverandi stefnu og ég sé ekki ástæöu til annars en aö svo veröi. Þaö hefur alltaf veriö mikill áhugi fyrir því aö taka þátt í atvinnuupp- byggingu á Húsavík og því hefur kaupfélagiö gerzt hluthafi í fyrir- tækjum eins og togaraútgeröinni. Þá er ætíö reynt aö byggja upp verzlunaöstæður miöaö við hvern tíma, en þaö er ekki alltaf, sem þaö fer saman, það sem manni finnst að gera þurfi og þaö, sem efnahag- urinn leyfir. Veröbólga, vextir og fjármagnsskostnaöur gerir okkur einna erfiðast fyrir nú, því þjón- ustufyrirtæki eins og kaupfélog þurfa aö liggja meö miklar birgöir, sem er kostnaðarsamt. Þá koma þessi sömu atriöi niöur á bændum og erfiöleikar þeirra koma fljótt fram hér. Það eru bein tengsl á milli afkomu bænda og kaupfélagsins. Þaö má segja aö KÞ sé ein af slag- æöum atvinnulífs sýslunnar og því mikil nauðsyn á aö rekstur þess haldi áfram sem slíkur, þróunin verður þó aö vera samkvæm breyttum tímum. Kaupfélagiö er mikil kjölfesta byggöarlagsins og reynir það aö hlaupa undir bagg- ann meö félagsmönnum sínum, enda leita þeir oft til þess." Er ekki hætta á því aö stórt fyrir- tæki eins og KÞ verði óheppilegur einokunaraöili? „Nei, ég kannast ekki við þaö aö Kaupfélag Þingeyinga geti oröiö einokunaraöili, sem hafi neikvæö áhrif á verzlun og þjónustu. Hór þrífst eölilegur einkarekstur, en fé- lagsmenn ætlast auövitaö til ým- issra hluta af KÞ. Kaupfélagið á auðvitað ekki aö vera einokunaraö- ili, en það þarf aö vera þaö sterkt aö þaö geti valdið þvi, sem ætlazt er til af því. Það var stofnaö til þess að bæta verzlunarkjör. Hér var dönsk selstööuverzlun er kaupfé- lagið var stofnaö til þess aö auka verzlunarfrelsi og auka þjónustu. Það hefur verið reynt að standa við þau markmið, en ég held þvi ekki fram aö þaö hafi alltaf tekizt Fyrst i stað var lögð aherzla á lágt vöru- verð, en síðar einnig þjónustu. Ég held aö tilgangurinn hljóti alltaf aö vera sá sami, aö veröa héraösbú- um að sem mestu gagni. Þó ekki hafi alltaf tekizt til eins og vilji hefur veriö til, verður sú stefna alltaf rikj- andi. Þá vil ég aö lokum segja það, aö eg er ánægöur með þaö aö blaöa- menn Morgunblaösins skuli hafa ahuga á þvi að kynna sér starfsemi KÞ, því oft hefur verið fjallað um málefni kaupfélaganna af of lítilli þekkingu," sagöi Hreiöar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.