Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. FEBRÍJAR 1982 Sighifjörður: Sameiginlegt prófkjör 27. feb. SAMEIGINLEGT prófkjör stjórn- málaflokkanna í Siglufirði fyrir bæj- arstjórnarkosningar í maí fer fram laugardaginn 27. febrúar. Kosið verður í skólahúsinu við Hlíðarveg frá klukkan 10—19 og er þátttaka bundin við 18 ára og eldri. Kjósandi skal merkja x framan við bókstaf þess lista, sem hann vill raða á, og skal raða í a.m.k. þrjú sæti með því að setja tölustafi við nöfn frambjóð- enda. Kjósanda er heimilt að bæta nöfnum á listann. Utankjörstaða- atkvæðagreiðsla fór fram á bæj- arskrifstofum Siglufjarðar til próf- kjörsdags. Núverandi meirihluta bæjar stjórnar Siglufjarðar skipa 3 alþýðu- bandalagsmenn, 2 sjálfstæðismenn og 2 alþýðuflokksmenn. Af núver andi bæjarfulltrúum gefa 5 ekki kost á sér í prófkjörinu; Gunnar Rafn Sigurbjörnsson og Kári Eð- valdsson frá Alþýðubandalagi, Jó- hann Möller frá Alþýðuflokki, Skúli Jónasson frá Framsóknarflokki og Vigfús Þór Árnason frá Sjálfstæðis- flokki. Frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins eru: Brynja Svavarsdóttir Hávegi 63, Guðmundur Lárusson Hólavegi 73, Jóel Kristjánsson Grundargötu 14, Kolbeinn Frið- bjarnarson Hvanneyrarbraut 2, Marteinn Marteinsson Hverfis- götu 29, Signý Jóhannesdóttir Suð- urgötu 77, Sigurður Hlöðversson Suðurgötu 86, Svava Baldvinsdótt- ir Túngötu 43 og Þorleifur Hall- dórsson Suðurgötu 57. Frambjóðendur Alþýðuflokksins eru: Anton V. Jóhannsson Hverf- isgötu 9, Arnar Ólafsson Suður- götu 59, Björn Þór Haraldsson Hafnargötu 24, Hörður Hannesson Fossvegi 27, Jón Dýrfjörð Hlíð, Kristján Möller Laugavegi 39, Ragnar Hansson Aðalgötu 19, Reg- ína Guðlaugsdóttir Aðalgötu 24 og Viktor Þorkelsson Laugavegi 33. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins eru: Bjarni Þorgeirsson Hafnartúni 6, liogi SHeurbjörnsson Hávegi 34, Guðrún Hjörleifsdöttir Grundargötu 5B, Hermann Frið- riksson Hafnartúni 22, Hrefna Hermannsdóttir Hverfisgötu 8, Skarphéðinn Guðmundsson Laugavegi 24, Sveinn Björnsson Lindargötu 22, Sveinn Þorsteins- son Vallargötu 23 og Sverrir Sveinsson Hlíðarvegi 17. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins eru: Axel Axelsson Tún- götu 8, Birgir Steindórsson Lind- argötu 16, Björn Jónasson Suður- götu 56, Guðmundur Skarphéð- insson Hafnartúni 18, Gunnar Ásgeirsson Suðurgötu 91, Karl Eskil Pálsson Hávegi 9, Konráð Baldvinsson Fossvegi 9, Óli J. Blöndal Hávegi 65 og Valbjörn Steingrímsson Hvanneyrarbraut 63. Frambjóð- endur Sjálf- stæðisflokks í Sigluf irði Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði við prófkjör stjórnmála- Hokkanna í Sighifirði sem haldið verður laugardaginn 27. febrúar 1982 til undirbúnings bæjarstjórn- arkosningum. Axel Axelsson, aðalbókari, Túngötu 8. Birgir Steindórsson, bóksali, Lindargötu 16. Björn Jónasson, Sparisjóðsstjóri, Suðurgötu 56. Guðmundur Skarphéðinsson, vélvirkjameistari, Hafnartúni 18. Gunnar Ásgeirsson, vélstjóri, Suðurgötu 91. Karl Eskil Pálsson, kaupmaður, Hávegi 9. Konráð Baldvinsson, byggingameistari, Fossvegi 9. Óli J. Blöndal, bókavörður, Hávegi 65. Valbjörn Steingrímsson, iðnnemi, Hvanneyrarbraut 63. Benedikt Brynjólfsson Stykkishólmi - Minning Fæddur 28. október 1915 Dáinn 10. febrúar 1982 Hann lést hér í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 10. þ.m. Hafði þá átt við mikla vanheilsu að stríða. í haust fór hann til Englands til að- gerðar og eftir það voru bundnar vonir við betri heilsu og um sl. áramót byrjaði hann að vinna aft- ur eftir árs hlé. Skyndilega veikt- ist hann og lést sem fyrr segir. Ungur byrjaði hann störf hjá Kristjáni Rögnvaldssyni vél- smíðameistara og stundaði þá nám í vélsmíði og lauk prófi. Um 50 ára skeið starfaði hann í þjón- ustu sama fyrirtækis að segja má og þegar Kristján lést og synir hans tóku við, fylgdi hann þeim eftir. Hann var afburða tryggur maður og hag þess fyrirtaekis sem hann vann við bar hann alltaf fyrir brjósti, vann því vel og vildi hag þess í hvívetna. 011 sín verk vann hann af alúð og samviskusemi, var sérstakur verkmaður og spurði ekki um þó vinna þyrfti meira en fullan vinnudag, ef þess þurfti með og hálfkláruð verk voru honum ekki að skapi. Benedikt var ekki afskiptamikill um annað en sín störf. Hann var í eðli skapmikill, en kunni vel að fara með og tryggð hans og góð- mennska aflaði honum líka góðra vina. Stykkishólmur var hans starfsvettvangur, þar kunni hann best við sig og ekki voru margar ferðir hans til annarra staða. En þegar hann fékkst til að fara með félögum sínum í hóp, þá var hann manna kátastur og lék á als oddi. Benedikt var fæddur 28. okt. 1915 og voru foreldrar hans Frið- semd Ólafsdóttir og Brynjólfur Arngrímsson. Stuttu eftir fæðingu fór hann í fóstur til Jófríðar Kristjánsdóttur hér í bæ sem reyndist honum sem sönn móðir og hann þá eki síður henni sem sonur. Var alltaf mjög kært með þeim. Það er mikill skaði þegar dug- miklir og athafnasamir menn hverfa af starfsvettvangi á besta aldri, því enn virtist öllum að Benedikt ætti mörgu ólokið og fer ekki hjá því að við starfsfélagar hans söknum hans sem vinnufé- laga sem við gátum alltaf treyst. Benedikt var mjög handgenginn Ólafi Jónatanssyni frænda sínum hér, konu hans og börnum, enda var hann þeim góður og þau einn- ig. Þar átti hann vinalegt athvarf sem hann mat að verðleikum. Einn bróður átti hann, Guðjón Brynjólfsson, sem er búsettur í Reykjavík, og hálfsystur Maríu sem á heima í Færeyjum. Um leið og við kveðjum okkar ágæta félaga með þökk fyrir góða + Sonur minn, bróöir okkar og faöir, KRISTJÁN JÓNASSON, Hroggna.a, Bolungavik, sem andaöist 15. þ.m. verður jarösunginn frá Hólskirkju í Bolunga- vík laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Hansina Bæringsdóttir, Jón Kristjánsson, * Guobjartur Knstjánsson, Bjorg Knstjánsdóttir, systkini og aörir vandamenn. samfylgd, viljum við biðja honum allrar blessunar á nýjum vett- vangi. Blessuð sé minning hans. Starfsfélagar Foreldrar Friðsemd Ólafsdóttir og Brynjólfur Arngrímsson vél- stjóri. I Stykkishólmi fæddist Benedikt og ól þar allan aldur sinn. Hann missti foreldra sína í æsku, föður sinn 1922 en móður ári síðar. Bróðir hans, Guðjón, sem var ári yngri, fluttist þá til frændfólks á Álftanesi og ólst upp hjá því. Ömmusystir Benedikts, Jófríður Kristjánsdóttir, tók hann þá til sín í fóstur. Það var ekki auður í garði, en ástúð því meiri. Nærri má geta hvort bernskuárin hafi verið dans á rósum fyrir munaðarlausan dreng á þeim hall- æris- og krepputímum. En þessi góða kona, Jófríður, lagði sig alla fram um að halda sambandi milli bræðranna ungu, sem svo skyndi- lega stóðu tveir einir eftir, en gátu þó ekki notið samvista í uppvext- inum. Henni áttu þeir að þakka að bróðerni þeirra hélst alla tíð. Benedikt var fyrstur sinna jafn- aldra til að vinna fyrir sér, eða svo fljótt sem hann hafði krafta til. Harðduglegur var hann, laginn og samviskusamur. Lagði hann stund á vélsmíði hjá Kristjáni Rögn- valdssyni, og síðar starfaði hann hjá Skipavík, en eigendur þess fyrirtækis eru synir Kristjáns. Hann vann því allan sinn aldur hjá sömu fjölskyldunni og var það samstarf mjög gott. Á síðasta hausti fór Benedikt til London í hjartaaðgerð. Jafnskjótt og hann fór að hjara við, vildi hann halda til vinnu sinnar og var í hálfu starfi til dauðadags. Benedikt fór þögull og fáskipt- inn í gegnum lífið, eignaðist fáa vini, en góða, og hélt tryggð við þá alla tíð. Breiðafjörðinn yfirgaf hann aldrei og gerði ekki víðreist í önnur byggðarlög. Nú, þegar hann er allur, ókvæntur og barnlaus, er ekki annaö eftir skilið en minningar samferðamanns og verkin, sem hann vann, þögull, en sívakandi. Hvort tveggja ber vitni um góðan Breiðfirðing. B.G. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar. tengdamóöur og ömmu. GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR. Flókagðtu 12. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki Borgarspítal- ans, deild A-7 og A-4, fyrir ástúölega umönnun. Jóna Gissurardóttir. Kristján Gissurarson. Guöbjörg Margrót Gissurardóttir, Þorgeröur ína Gissurardóttir. Halldór Skaftason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.