Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 29
26 MORGUNBLADID, Það getur verið erfitt til að byrja med að ráða við skíð- in og finna rétt jafnvægi. En hafa ber hugfast að æfingin skapar meistarann. A.GUR 20. FEBRUAR 1982 róttin er bædi heilsusamleg og skemmtileg fyrir börn á öllum aldri Á þessum árstíma fara allir sem vettl- ingi geta valdið á skíði. Enda er skíða- íþróttin ein ákjósanlegasta fjólskyldu- íþrótt sem hægt er að stunda. Foreldrar laka börn sín með sér til fjalía til að njóta útiveru og ánægjunnar af skíða- íþróttinni. En hafa ber ýmislegt í huga þegar börnin eru tekin með. Sum þeirra hafa öðlast kunnáttu í íþróttinni. En mörg eru að stíga sín fyrstu skref á skíð- um. Og þá er áríðandi að fara rétt að. Foreldrar verða að hafa hugfast að fara rólega af stað með yngstu kynslóðina og gera sem mestan leik úr öllu saman. Gera þarf skíðaferðirnar jákvæðar og skemmtilegar þannig að löngunin vaxi hjá börnunum við að læra meira. Hér á eftir fara ýmis ráð fyrir foreldra sem eru að byrja með börn sín á skíðum. Skíðaíþróttin er ekki síður íþrótt barnanna en fullorðinna og algengast er að bestu skíðamenn- irnir séu þeir sem hófu að stunda íþróttina strax í barnæsku. Það þarf að gera börnin skikkanlega út af örkinni strax í byrjun til þess að þau fái sem mesta ánægju út úr íþróttinni. Hér á eftir verða rakin nokkur atriði varðandi skíða- útbúnað sem heppilegur er fyrir litlu skíðakappana. Klæðnaður Þegar velja á skíðafatnað á börn verður að hyggja að ýmsu. Flíkin verður að vera létt, hreyfanleg, en samt skjólgóð og vatnsheld. Sam- festingur er góð fjárfesting og einn helsti kostur þeirra er að snjór á enga möguleika að læðast inn um samskeyti, einfaldlega vegna þess að um samskeyti er ekki að ræða. Varast ber að kaupa of þrönga samfestinga, séu þeir hæfilega víðir bjóða þeir barninu upp á frjálsari hreyfingar auk Vinsæll skfðaskóli í Hlíðarfjalli við Akureyri A Skíðastöðum í Hlíðarfjalli við Akureyri er starfræktur skíðaskóli, sem mjög vel hefur verið sóttur í vetur. Undirritaður var staddur í Hlíðarfjalli á föstudaginn og rakst þar á flokk úr skólanum. Reyndist það vera byrjendaflokkur og voru krakkar í meiri hluta eins og gefur að skilja. Leiðbeinandi hópsins var fyrst tekinn tali, hann heitir Guð- mundur Fétursson. Hann sagði að mjög gaman væri að kenna á skíði og væri það að mestu fólgið í því að sjá hve fólkinu færi mikið fram á þeirri einu viku sem hvert námskeið stæði. „Þessi námskeið eru mjög góð fyrir byrjendur og einnig þá sem hafa lært eitthvað svolítið. Það er t.d. mjög gott fyrir fólk að koma til okkar þegar það er að byrja og fá rétta undirstöðu, síðan á þetta fólk að æfa sig sjálft í I —2 mánuði eftir námskeiðið og koma svo til okkar aftur til að fá það lagfært sem ekki er nógu gott." Hvernig er kennslunni háttað? „Við högum kennslunni þannig að við kennum fólkinu til að byrja með og fórum svo með það eins mikið og því hæfir um fjallið og sýnum því það. Þetta gerum við einkum vegna þess að þeir eru Kristján Gunnarsson Sigrún Eggertsdóttir margir sem ekki þekkja fjallið nógu vel og sjá því ekki þá mögu- leika sem það býður upp á. Þá ger- um við þetta einnig til að sýna fólkinu þá staði sem varhugaverð- astir eru og brýnum fyrir því að fara varlega." Eins og kom fram hjá Guðmundi stendur hvert nám- skeið yfir í eina viku. Þátttakend- um er skipt í hópa eftir getu og eru oft þrír hópar í einu á nám- skeiðunum. Tveir þátttakendur í námskeiðinu voru teknir tali. Kristján Gunnarsson 8 ára sagði að mjög gaman væri í skíða- skólanum. „Þetta er fyrsta nám- skeiðið sem ég fer á og það getur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.