Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 Meistaramótið í f r jálsíþróttum MEISTARAMÓT Islands í frjáls- íþróttum fer fram í Reykjavík um helgina. Keppt verður í Baldurshaga, undir stúku Laugardalsvallar og í Laugardalshöll. Samtals hafa 90 frjálsíþróttamenn frá 16 félögum skráð sig til þátttöku, en í þeirra hópi er allt bezta frjálsíþróttafólk landsins sem statt er hérlendis. Bú- izt er við spennandi keppni í flestum greinum, en innanhússmótin í vetur hafa sýnt að frjálsíþróttafólkið er í framför. Tímaseðill mótsins er ann ars sem hér segir: I.AIIÍAKIIAI.I K: LAIIUAKDALSIIOLL: 11.00 800 karla of húlökk karla. 11.25 800 kvcnna. 11.50 kúluvarp karla. IIAI.DI K.SIIA(;l: 14.00 50 karla undanrásir. 14.30 50 kvenna undanrásir. Milliridlar <»tí úrslii í 50 m karla o|f kvenna h<Tj.ist að loknum undanrá-sum. IS.00 Lang.xiökk karla. SIINNUDAIÍHK: LAIKJAKDALSHÖLL: 12.00 1500 karla o% háslokk kvenna. 12-10 Kúluvarp kvenna. 13.20 4x3 hringja boohlaup. HAIIM KNHAÍ.I: 15.00 50 fcrind karla undanráxir. 15.20 50 grind kvenna undanrásir. Milliriðlar og úrslit ad undanrúum loknum. 16.00 l>ri»lökk karla. 16.50 Langglökk kvenna. Verndar- gripur Eng- lendinga Á mvndinni hér til hliðar má sjá Bobby Charlton, einn af heimsmeist- uriim Englendinga í knattspyrnu frá 1966, asamt lukkudýri enska lands- liðsins í dag, „Bulldog Bobby", eða Bobba Bolabít. Er það mál manna, að Bobbi Bolabítur sé nokkurs kon- ar millisiig milli Bobby Charlton og Winston Churchill. Talsmenn enska knattspyrnusambandsins segja hins vegar að bolabíturinn eigi að vera persónugerfingur ensku knatlspyrn- unnar, sem sé í eðli sínu sókndjörf, áræðin og frökk, einmitt eins og bolabítar. f Knattspyrna) • Formaður íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, Eiríkur Tómasson, afhendir Konráði Gíslasyni viðurkenningu. Á myndinni má sjá Ásgeir Ásgeirsson og Davíð Olafsson seðlabankastjóra, en þeir fengu báðir viðurkenningu fyrir almenningsíþróttir. I horni myndarinnar má svo sjá hinn kunna íþróttafröm- uð Valdimar Ornólfsson, sem einnig var heiðraður. • Hópur íþróttafólks úr TBR, sem var heiðraður fyrir gróskumikið starf og góðan árangur. Sjö félög fengu styrk úr afrekssjóði Iþróttaráðs - Ragnar Ólafsson golfleikari var heiðraður fyrir sérstakt afrek • Hjónin Jóakim l'álsson og Björg Þorsteinsdóttir voru heiðruð fyrir gott starf að íþróttamálum. í FYRRADAG var veittur styrkur úr afrekssjóði íþróttaráðs Reykjavíkur. Alls var úthlutað 160 þúsund krón- um úr sjóðnum að þessu sinni. Eftir- talin félög hlutu styrk að þessu sinni: Knattspyrnufélagið Víkingur hlaut 40.000 krónur en félagið vann bæði íslandsmeistaratitilinn í handknatt- leik og knattspyrnu á síðasta ári. KnatUpyrnufélagið Þróttur fékk 20.000 krónur vegna góðrar frammi stöðu handknatlleiksliðs félagsins, en liðið varð bikarmeistari og í öðru sæti í deildarkeppninni. Þá tók liðið þátt í Evrópukeppni og sigraði bæði norsku og hollensku meistarana. Hið unga íþróttafélag í Árbæ, Fylkir, fékk 20.000 krónur en fé- lagið varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn á síðasta ári. Þá náði félagið líka góðum ár- angri í yngri flokkunum. Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur fékk 20.000 krónur fyrir frábær afrek þeirra Guðrúnar Ingólfsdóttur í kúluvarpi og kringlukasti og Sig- urðar T. Sigurðssonar í stangar- stökki. Brutu þau bæði blað í sögu þessara íþróttagreina hérlendis á síðasta ári. Guðrún kastaði fyrst íslenskra kvenna yfir 50 metra í kringlukasti og Sigurður stökk fyrstur yfir fimm metra í stang- arstökki. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur fékk 20.000 krónur í styrk. TBR er óumdeilanlega forystu- félag á íslandi í badminton- íþróttinni. Það ruddi þessari skemmtilegu íþróttagrein braut hérlendis og hefur alla tíð staðið í fararbroddi. Síðan 1970 hefur það unnið öll íslandsmót. Sl. ár tók það í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni félags- liða og sigraði þar lið Frakklands og Sviss en tapaði naumlega fyrir liði Belgíu. Golfklúbbur Reykjavíkur fékk 20.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur er stærsti og þróttmesti golfklúbbur landsins og hefur verið svo alla tíð. I landsliði því sem á sl. ári keppti í Evrópumóti í Skotlandi og mikla athygli vakti m.a. fyrir 4. sæti Ragnars Ólafssonar voru 5 af 6 þátttakendum úr Golfklúbbi Reykjavíkur. A sl. ári stóð Golfklúbburinn fyrir Evrópumóti unglinga og leysti það mikla verkefni svo vel af hendi að til sóma var. Ármann fékk krónur 10.000 vegna Árna Þ. Árnasonar sem er besti skíðamaður Islands um þess- ar mundir í alpagreinum. Þá fékk lyftingadeild KR krónur 10.000 vegna góðra afreka Jóns Páls Sigmarssonar í kraftlyfting- um á síðasta ári en ekki þarf að fjalla um afrek hans, svo oft hefur það verið gert, en hann vann með- al annars silfurverðlaun í kraft- lyftingum á heimsmeistaramótinu í Calcutta á Indlandi. Ragnari Ólafssyni voru veitt verðlaun fyrir sérstætt afrek. Var það fagur verðlaunagripur. Ragnar Ólafsson varð golf- meistari íslands. Keppti á Evrópumeistaramóti landsliða í Skotlandi þar sem hann náði 4. sæti einstaklinga. Var valinn í úrvalslið Evrópu til keppni við úr- valslið Suður-Ameríku. Lék tvo einliðaleiki og vann annan. Stóð sig einnig mjög vel í tvíliðaleik. Frábær og óvæntur árangur. Þá voru Valdimar Örnólfsson og hjónin Jóakím Pálsson og Björg Þorsteinsdóttir heiðruð vegna framlags síns til þjálfunar og fé- lagsmála. Framlag Valdimars Örnólfsson- ar til útbreiðslu íþrótta er orðið mikið. Forusta hans við uppbygg- ingu og rekstur Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum hefur án efa átt mikinn þátt í þeim mikla áhuga fyrir iðkun skíðaíþróttarinnar sem nú fer yfir landið. Morgunleikfimi hefur hann stjórnað gegnum ríkisútvarpið. Kennslu í íþróttum hefur hann lengi haft með höndum í tveimur virðulegustu menntastofnunum landsins, Menntaskólanum í Reykjavík og Háskóla íslands. Hann er nú formaður íþrótta- nefndar ríkisins. Valdimar var landsþekktur íþróttamaður og mjög fjölhæfur. Þó hann sé hætt- ftloraunulniMQ ur íþróttakeppni stundar hann daglega íþróttaæfingar og er því góð fyrirmynd allra fyrrverandi keppnismanna. Hjónin Jóakim Pálsson og Björg Þorsteinsdóttir hafa um áraraðir verið óbrigðulir starfsmenn á öll- um frjálsíþróttamótum sem hald- in hafa verið í Reykjavík. Það get- ur oft verið erfitt að fá svo marga starfsmenn, til að vinna við frjáls- íþróttamót, sem þörf er á og er framlag þeirra hjóna því mjög mikilsvert. Þrír voru heiðraðir fyrir gott fordæmi við iðkun almennings- íþrótta sér til heilsubótar og ánægju: þeir Konráð Gíslason, Ás- geir Ásgeirsson og Davíð Ólafs- son. KONRÁÐ GÍSLASON Allt frá opnun Sundhallar Reykjavíkur árið 1937 hefur Kon- ráð Gíslason verið þar fastur morgungestur. Það er álit manna að enginn hafi oftar heimsótt Sundhöllina en Konráð Gíslason. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Ásgeir Ásgeirsson hefur í a.m.k. áratug notað sinn matartíma til að heimsækja Melavöllinn og skokka þar og í nágrenninu sér til heilsubótar. Skiptir það ekki máli hvernig veður er þann og þann dag. Er þetta mjög til eftirbreytni. DAVÍÐ ÓLAFSSON Davíð Ólafsson hefur um ára- tuga skeið stundað skíða- og gönguferðir og verið þar öðrum góð fyrirmynd. Undir hans stjórn hefur Ferða- félag íslands, en hann er formaður þess, tekið upp gönguferðir á skíð- um sem fastan lið í starfsemi fé- lagsins og með þeim hætti mjög stuðlað að útbreiðslu skíðaferða. — ÞR. fbrðttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.