Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 13

Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 13 — Míherk Karenat Agnete Þórnrinsaon aístofnfu’.-J lambanrista# i Yztafelli 20. febrúar 1902. A nnndinm eru fré rinstri: Stt ngrímur Jónsson. sýslumiu)- ur, Benedikt Jónsson frá Auðnum, Sigurður Jónsson á Yztafelli, Pétur Jónsson á Gautlöndum, Helgi Laxdal í Tungu, Árni Kristjinsson í Lóni og Friðbjörn Bjarnason á Grýtubakka. hennar jukust verslunarum- svifin verulega. Árið 1916 opnaði Sambandið síðan skrifstofu á Akureyri, sem 1917 var flutt til Reykjavíkur, og þar hóf Samvinnuskólinn síðan starfsemi 1918. Kreppuárin voru Samband- inu erfið, en eftir síðari heims- styrjöldina hóf það ásamt kaupfélögunum mikla og al- hliða uppbyggingu. Af hinu mikilvægasta má nefna upp- haf skiparekstrar með kaup- um á ms. Hvassafelli, stofnun Samvinnutrygginga og Olíu- félagsins hf., sem allt varð ár- ið 1946. Þá var mikið unnið að eflingu iðnaðar Sambandsins á þessum árum. Árið 1919, er Sambandsfé- lögin voru orðin 24, var gerð skipulagsbreyting á starfsemi Sambandsins og henni skipt í tvær aðaldeildir, Útflutn- ingsdeild og Innflutningsdeild, auk Aðalskrifstofu. Aðrar að- aldeildir bættust síðan við sem hér segir: Véladeild 1946, Iðnaðardeild 1949, Skipadeild 1952 (var þá gerð að aðaldeild en hafði í reynd starfað frá 1946), árið 1957 var Útflutn- ingsdeild skipt í Búvörudeild og Sjávarafurðadeild, árið 1965 var sett á stofn Tækni- deild, 1969 var nafni hennar breytt í Skipulagsdeild og 1973 í Skipulags- og fræðsludeild er fræðslumálin voru lögð undir hana, og 1976 var Fjármála- deild gerð að einni af aðal- deildum Sambandsins. Samvinnubanki Islands hf. var stofnaður 1963 og tók við Hús Sambandsins við Sölvhólsgötu. Holtagarðar af Samvinnusparisjóðnum sem starfað hafði frá 1954. Dráttarvélar hf. tóku til starfa 1949, Osta- og smjör- salan sf. 1959 og ferðaskrif- stofan Samvinnuferðir (síðar Samvinnuferðir-Landsýn hf.) árið 1975. Af öðrum sam- starfsfyrirtækjum Sambands- ins og kaupfélaganna er að nefna Rafvélaverkstæðið Jöt- un hf., Kirkjusand hf. í Reykjavík, Meitilinn hf í Þor- lákshöfn, og sölufyrirtækin Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi. Stjórnun Sambandsfélögin eru nú 44 með samtals nær 42 þúsund félagsmenn. Þau kjósa árlega rúmlega eitt hundrað fulltrúa á aðalfund Sambandsins sem haldinn er í júní og fer með æðsta vald í málefnum þess. Aðalfundurinn kýs Samband- inu níu manna stjórn, og einn- ig kjósa starfsmenn þess tvo fulltrúa sem sitja þar með málfrelsi og tillögurétti. Stjórnin ræður forstjóra og framkvæmdastjóra sem aftur skipa níu manna fram- kvæmdastjórn Sambandsins. Stjórnarformenn Sam- bandsins frá upphafi hafa ver- ið þessir menn: Pétur Jónsson á Gautlöndum 1902—’05 og 1910—’22, Steingrímur Jóns- son 1905—’IO, Olafur Briem 1922—’25, Ingólfur Bjarnarson 1925—’36, Einar Árnason 1936—’47, Sigurður Kristins- son 1948—’60, Jakob Frí- mannsson 1960—’75, Eysteinn Jónsson 1975—’78 og Valur Arnþórsson frá 1978. Fyrst framan af voru for- menn Sambandsstjórnar jafn- framt framkvæmdastjórar Sambandsins, en frá 1915 hafa eftirtaldir menn gegnt starfi forstjóra: Hallgrímur Krist- insson 1915—’23, Sigurður Kristinsson 1923—’46, Vil- hjálmur Þór 1946—’54 og Er- lendur Einarsson frá ársbyrj- un 1955. Un hvaða hag hefur hinn almenni maður af því að ganga í kaupfélag? Ju, það má nefna mörg atriði. í fyrsta lagi eru kaupfélögin félög sem fólk getur gengið í og úr og eru þannig leið fyrir ungt fólk til þátt- töku og eignaraðildar í atvinnulíf- inu án þess að það þurfi að leggja fram verulega fjármuni eins og ger- ist þegar um er að ræða þátttöku í hlutafélögum. Þetta er því dýrmæt- ur möguleiki fyrir ungt fólk til þátt- töku í þjóðfélagsþróuninni. Fá- mennið hér á íslandi gerir það síðan að verkum að samvinnufélög eru mjög ákjósanleg aðferð til þess að byggja upp atvinnu og þjónustu í hinum ýmsu byggðum landsins. Þetta sjáum við hvert sem við lítum. Hugsjónir stofnenda fyrsta kaupfé- lagsins, Kaupfélags Þingeyinga, voru þær að lækka vöruverð og auka vöruvöndun. Segja má að samvinnu- hreyfingin hafi náð þessu markmiði að verulegu leyti en það hafa komið mörg önnur markmið í staðinn svo sem að hafa atvinnu fyrir uppvax- andi kynslóð, bæta lífskjör fólks, veita þá þjónustu sem hver tími krefst og vera farvegur í hverju byggðarlagi fyrir vilja fólksins til uppbyggingar atvinnulifs og þjón- ustu. Nú er hlutverk samvinnuhreyf- ingarinnar ekki einungis viðskipta- legs eðlis heldur einnig menningar- legs. Telur þú að þessum þætti hafi verið sinnt sem skyldi? Samvinnuhreyfingin hefur frá fyrstu tíð talið það hlutverk sitt að styðja menningarmál og vinna að fræðslustarfsemi. T.d. má nefna að félagshyggja og félagsstarf eru vaxtarbroddur menningar á svo mörgum sviðum. Samvinnufélögin studdu t.d. ungmennafélögin er þau voru að rísa upp. í dag sinnir sam- vinnuhreyfingin fjölþættu menning- arstarfi. Flest kaupfélögin hafa menningarsjóði og veita úr þeim fé til menningar- og líknarmála og Sambandið hefur sinn menningar- sjóð og veitir úr honum fé til ýmissa menningarmála auk þess sem Sam- bandið er farið að styrkja íþrótta- hreyfinguna með sérstökum íþrótta- styrk árlega. Þá gefur Sambandið út tímaritið Samvinnuna og ýmis kaupfélög gefa út myndarleg blöð. Þó tel ég að stærsta framlag sam- vinnuhreyfingarinnar til menning- armála sé boðskapurinn um sam- vinnuhugsjónina og ræktun félags- hyggju, hvernig samvinna og sam- starf geta haft bætandi áhrif á mannlífið í okkar landi. En hefur samvinnuhugsjónin ekki heldur dofnað í brjóstum manna? Það er vafalaust að sú sterka hug- sjón, sem menn áður fyrr báru í brjósti í samvinnufélögum þegar lífsbaráttan snerist svo mjög um brauðstritið og lífskjör manna voru afar misjöfn, hefur dofnað. Þessi hugsjón er enn í fuilu gildi þótt hún sé öðru vísi en áður var, m.a. vegna breyttra þjóðfélagshátta. Hin sanna samvinnuhugsjón er svo djúp að hún mun ætíð eiga sér vísan stað í hugum þeirra manna sem vilja reyna að brjóta grundvallaratriði tilverunnar til mergjar. Maðuiinn er í eðli sínu félagsvera, vill eiga samvinnu við aðra, umgangast aðra og blanda geði við þá. Það er líka svo ótalmargt í okkar lífi sem bygg- ist á samvinnu. I víðtækri merkingu er samvinnuhugsjónin eins konar siðgæðishugsjón. í nútíma þjóðfé- lagi fer of lítið fyrir hugsjónum af því tagi sem hér um ræðir. Lífs- gæðakapphlaupið nú á tímum er ekki hinn besti jarðvegur fyrir sam- hyggju og samvinnu. Það elur miklu fremur af sér þrýstihópa þar sem einkahagsmunirnir sitja í fyrir- rúmi. Nú hefur þú setið sem forstjóri Sambandsins meira en þriðjung af starfstíma þess. Hvað er þér minn- isstæðast á þessum tíma? Það er erfitt að segja hvað er minnisstæðast. E.t.v. mætti nefna það átak þegar samvinnuhreyfingin eignaðist Hamrafellið, fyrsta og eina stóra olíuflutningaskip sem ts- land hefur átt, en það var þá líka minnisstætt þegar samvinnuhreyf- ingin var neydd til þess að selja skipið úr landi 1966 vegna skiln- ingsleysis stjórnvalda. Kannske var það minnisstæðast þegar við stóðum frammi fyrir miklum fjárhagsvanda hjá Iceland Products, samstarfs- fyrirtæki okkar í Bandaríkjunum, og ég þurfti að leita eftir því við viðskiptabanka Sambandsins að lána því milljón dollara til þess að fjármagna tapið eða var það kannske minnisstæðast þegar einn af okkar duglegu framkvæmdastjór- um hafði snúið málum við hjá þessu fyrirtæki okkar í Bandaríkjunum og hagnaður af rekstri fór að byggja upp eiginfjárstöðu. Það er líka minnisstæð þegar ég gekk á fund ráðherra í viðreisnarstjórninni 1962 og bað hann að gefa Samhandinu löggjöf um Samvinnubanka í 60 ára afmælisgjöf og gjöfin kom. Þannig mætti nefna ótalmörg atriði en e.t.v. eru þó minnisstæðust samskipti við stóran hóp duglegra og framsýnna starfsmanna og félagsmanna sam- vinnuhreyfingarinnar á þessum tíma. Hver telur þú vera helstu framtíð- arverkefni samvinnuhreyfingarinn- ar? Samvinnuhreyfingin þarf jafnan að sinna gífurlega margþættum óskum félagsmanna sinna um ýmis konar framkvæmdir, viðskipti, þjónustu og félagsmálastarf og í stuttu máli má segja að framtíðar- verkefnin séu þau að láta eðlilegar og skynsamlegar óskir félagsmanna samvinnufélaganna verða að veru- leika — hér skilur á milli samvinnu- félaganna og annarra rekstrar- forma t.d. einkareksturs, þar sem ágóðavonin er frumkvæðið. Sam- vinnuhreyfingin er stofnuð til þess að þjóna sínum félagsmönnum og þess vegna mun hana aldrei skorta framtíðarverkefni. Að lokum. Nú hefur töluvert verið um árekstra milli einkaframtaksins annars vegar og samvinnuhreyf- ingarinnar hins vegar á þessari öld. Telur þú að hagsmunir þessara tveggja rekstrarforma séu ólíkir í eðli sínu eða eru þarna e.t.v. að verki gömul deilumál sem ekki hafa raunhæfa þýðingu fyrir starfið í dag og hamla því að einkafyrirtæki og samvinnufyrirtæki vinni saman að sameiginlegum hagsmunamálum? A mörgum sviðum eiga einkafyr- irtæki og samvinnufyrirtæki sam- eiginlega hagsmuni. Það eru t.d. sameiginlegir hagsmunir þessara rekstrarforma að ríkisafskiptin séu ekki þrúgandi og ekki séu óeðlileg boð og bönn í atvinnulífinu. Þá er það sameiginlegt hagsmunamál þessara aðila að atvinnurekstur í landinu fái þrifist, skili arði og geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Samvinnufyrirtæki eru hins vegar byggð upp á annan hátt heldur en mörg einkafyrirtæki þannig séð, að samvinnufyrirtækin eru byggð upp af félagsmönnum þar sem hver maður hefur sitt atkvæði. Mörg einkafyrirtæki — þó ekki öll — eru byggð upp sem hlutafélög þar sem fjármagnseign manna ræður því hversu mikið vald þeir hafa til þess að móta stefnu fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.