Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 EINS og á árinu 1981, þá reyndist sjórinn norðanlands og austan í byrjun árs yfirleitt ennþá kaldari en hann hefur verið að meðaltali síðastliðin 10 ár. í hlýja sjónum fyrir sunnan og vestan land eru sveiflur frá ári til árs, vegna staðhátta, minni en norðanlands og austan, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnuninni um ástand sjávar á Islandsmiðum í ársbyrjun 1982. I fréttatilkynningu Hafrann- sóknastofnunarinnar segir, að ástand sjávar síðvetrar á miðun- um umhverfis landið hafi verið kannað á tímabilinu 8. janúar til 4. mars sl. Mælingarnar voru gerðar á rannsóknaskipunum Arna Friðrikssyni og Bjarna Sæ- mundssyni í þremur leiðöngrum. Tilgangur sjórannsóknanna var sem fyrr meðal annars að fylgjast með ástandi sjávar við landið á ýmsum árstímum bæði með líð- andi stund í huga og hugsanlega framvindu. í hlýja sjónum fyrir sunnan og vestan land eru sveiflur frá ári til árs vegna staðhátta, minni en norðanlands og austan. Þannig er hitastigið í hiýja sjónum fyrir Suðurlandi í vetur nálægt meðal- lagi eða um 6—7 gráður C og 35%« saitur sjór náði allt upp að land- Síðasta sýn- ing hjá Leik- brúðulandi í I)AG kl. 15.00 verður síðasta sýn- ing hjá Leikbrúðulandi á einþáttung- unum tveimur Egginu hans Kiwi og Hátíð Píranna að Fríkirkjuvegi 11. Miðar eru seldir frá klukkan 13.00 og svarað í síma 15937. Sýningin verður síðan flutt að Kjarvalsstöðum og sýnd þar nokkrum sinnum. inu. Áhrif hlýsjávarins fóru svo ört minnkandi fyrir Vestfjörðum, þar var hitastigið 3—5 gráður C og á landgrunninu norðanlands og austan var hitastigið aðeins um það bil 1 gráða C, og allt niður í 0 gráður C við botn. Seltan var 34,6—34,7%o, sem sýnir að sjórinn er blanda sval- og strandsjávar. Dýpra úti, við landgrunnsbrúnina, var sjórinn að venju ískaldur með hitastig undir 0 gráðu C, en seltan var meiri en 34,7%o og engin lag- skipting, sem er einkenni svo- nefnds lagsjávar. Svalsjórinn er lítt til þess fallinn að stuðla að lagskiptingu og hamlar hann þess vegna á móti framgangi lífsins í sjónum og nýísmyndun. Þá segir að niðurstöðurnar sýni, að alvarleg hætta á nýísmyndun í hafinu fyrir Norður- og Norðaust- urlandi sé ekki fyrir hendi, það sem eftir er vetrar og í vor. Ut- breiðslu hafíssins milli íslands, Jan Mayen og Grænlands sé einn- ig þannig háttað í vetur, að vart þurfi að óttast hann í miklum mæli við landið í vor, þrátt fyrir kaldan sjó. INNLENT Lýður Jónsson vega- verkstjóri látinn .áðflÉÉ*:' iiTTfnriífi jSm Lýður Jónsson fyrrum yfirverkstjóri lést í Keykjavík sl. fostudag 84 ára að aldri. Ilann var fæddur 12. ágúst 1897 í Elliðaey í Breiðafirði. Framan af stundaði hann kennslu og sjósókn en réðist síðar til vega- vinnu. Starfaði hann sem verkstjóri og síðar yfirverkstjóri hjá Vegágerð ríkisins þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir það starfaði hann nokkur ár sem þingvörður. Lýður Jónsson hlaut árið 1970 svonefndan Silfurbíl, sem samtökin Öruggur akstur veita fyrir framlag til umferðaröryggis, fyrir þá hug- mynd sína að skipta blindhæðum með eyju og umferðarmerki til að draga úr slysahættu. Komst þessi hugmynd hans i framkvæmd fyrst á Vestfjörðum þar sem hann starfaði sem verkstjóri í 36 ár. Kona Lýðs Jónssonar var Kristín Jóhannsdóttir. Hann lætur eftir sig 4 börn. Málgagn framsóknarmanna á Akureyri: Stjórnarslit í sumar eða haust? MÁLGAGN Framsóknarflokksins á Akureyri, Dagur, birti síðastliðinn þriðjudag forsíðufrétt um það, að allar líkur bentu til Alþingiskosninga í haust, enda væri Alþýðubandalagið tekið til við að leita sér að „góðum kosningamálum og tylliástæðum“ til stjórnarslita. Forystugrein í Degi frá 11. mars fjallar um þetta sama efni. I forystugreininni segir, að framganga Þjóðviljans í ýmsum málum hafi einkum gefið sögum um stjórnarslit í haust eða sumar byr undir báða vængi og telji menn, líklega með réttu, að á síðum Þjóðviljans megi sjá línurit flokksforystu Alþýðu- bandalagsins. Síðan segir mál- gagn framsóknarmanna á Akur- eyri: „Alþýðubandalagsmenn virð- ast geta fundið fullt af tylli- ástæðum til stjórnarslita, eins og endranær, þegar yfirgefa skal skútuna. Þá má t.d. láta brjóta á varnarmálunum, sem reynst get- ur þægilegt að draga upp á yfir- borðið, þegar flýja þarf af hólmi. Þess á milli er gott að gleyma ágreiningnum. Að þessu sinni er það Helguvíkurmálið sem hægt er að láta steyta á. Svo er það álmálið, mikið réttlætismál fyrir alla þjóðina að lausn fáist á. Málatilbúnaður iðnaðarráðherra er með þeim hætti, að líkast er sem hann varði ekkert um hvort raunveru- leg lausn fæst á málinu eða ekki. Svo er að sjá, sem öliu skipti að haga málum þannig, að erfitt eða útilokað verði að ná sam- komulagi. Farsæl lausn málsins með verulegri orkuverðhækkun virðist skipta þessa menn engu, þegar óttinn við atkvæðamissi er annars vegar. Samningar eru lausir með vor- inu. Ef bæði hin málin bregðast má alltént krefjast „samning- anna í gildi", eins og það hét hér á árum áður. Þá má láta verð- bólguna lönd og leið, sem fram- sóknarmönnum hafði þó tekist að sannfæra forystu Alþýðu- bandalagsins um að væri höfuð- óvinur launþega og að kaup- máttur væri best tryggður með því að halda henni í skefjum." Hafrannsóknastofnun: Sjórinn mjög kaldur en ekki hætta á hafís KONAN, sem beið bana í umferð- arslysi á gatnamótum Vífilsstaða- vegar og Hafnarfjarðarvegar á föstudag, hét Dagný Þórðardóttir, til heimilis að Hæðarbyggð 8, Garðabæ. Dagný var 37 ára göm- ul, fædd 10. marz 1945. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Nafn konunnar sem beið bana Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt efndi á fimmtudagskvöldið til fundar um heilbrigðismál. Málshefjendur voru þau Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, Katrín Fjeldsted, læknir, og 11. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, og Páll Gíslason, læknir og borgarfulltrúi. Ræddu þau um efndir borgar stjórnarmeirihluta vinstri manna á loforðunum í heilbrigðismálum frá 1978 og gerðu grein fyrir stefnu sjálfstæðismanna. Málhildur Angantýsdóttir, sjúkraliði, var fundarstjóri og Birna Hrólfsdóttir, húsmóðir, fundarritari. Fundurinn var vel sóttur og er myndin tekin, er Katrín Fjeldsted flutti ræðu sína. Hæstiréttur: DOMUR féll á fostudag í Hæstarétti í máli, sem Jafnréttisráð höfðaði fyrir hönd Guðrúnar Emilsdóttur á hendur heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisspítalanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Hæsti- réttur sýknaði ríkisvaldið af kröfum Jafnréttisráðs. Tildrög málsins eru þau, að Guðrún Emilsdóttir starfaði sem gæzlukona á Kópavogshæli og vann sambærileg störf og gæzlu- menn. Hún þáði hins vegar lægri laun. Guðrún þáði laun sam- kvæmt kjarasamningi Sóknar en gæzlumenn þáðu laun samkvæmt kjarasamningi BSRB. Af hálfu ríkisvaldsins var það viðurkennt, að um sambærileg störf væri að ræða. Guðrún gerði kröfu til sömu launa og byggðist máls- höfðun á því, að þessi launamis- munur væri til staðar vegna kyn- ferðis og bryti því í bága við jafn- réttislögin. Dómur féll á sínum tíma í und- irrétti og þar var krafa Jafnrétt- isráðs viðurkennd; það er að Guð- rún ætti rétt til sömu launa og karlmenn sem unnu sambærileg störf. Þá var gerð fjárkrafa á hendur ríkissjóði fyrir mismun þeirra launa sem hún fékk greidd og þeirra launa, sem hún hefði fengið greidd ef hún hefði þegið laun samkvæmt launataxta BSRB. Þessar kröfur voru að verulegu leyti viðurkenndar í undirrétti. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni. Þrír dómarar, Björn VERÐIIR kosið um áfengisútsölu á Akrancsi í vor? Þannig spurði Bæj- arblaðið á Akranesi nýlega. í samtali við Magnús Oddsson bæjarstjóra kom fram að hann vissi til þess að undirskriftarlistar væru í gangi, þar sem skorað væri á bæjarstjórn að láta fara fram atkvæðagreiðslu um áfengisútsölu í bænum. Sagði Magnús, að list- arnir hefðu ekki borist ennþá en um leið og þeir kæmu yrði þeir lagðir fyrir bæjarstjórn og síðan yrði tekin ákvörðun í framhaldi af því. I Bæjarblaðinu segir að undir- skriftasöfnunin hafi farið hægt af stað og listar látnir liggja frammi á nokkrum vinnustöðum. Segir ennfremur að þátttaka hafi verið Sveinbjörnsson, Magnús Torfa- son og Sigurgeir Jónsson mynd- uðu meirihluta, en Þór Vil- hjálmsson og Magnús Thor- oddsen skiluðu sératkvæði. For- sendur dóms Hæstaréttar munu birtast síðar í Mbl. mjög mikil og á einni viku sé kom- inn % hlutar þess fjölda, er þarf en það eru 25% þeirra sem eru á kjörskrá. Segir að aðstandendur listanna stefni að því að ná þess- um 25% sem fyrst svo unnt verði að láta fara fram atkvæðagreiðslu um málið samhliða bæjarstjórn- arkosningunum í lok maí. Akranes: Vilja áfengisútsölu Ríkið var sýknað af kröfu Jafnréttisráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.