Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 44
4 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 , yStjómmálamenn hafe of mikil völd ...“ Rætt við Curt Nicolin formann sænska vinnuveitendasambandsins Curt Nicolin formaður sænska vinnuveit- endasambandsins var gestur aðalfundar Verslunarráðs íslands á dögunum. Flutti hann erindi á fundinum, sem hann nefndi: Efnahagslífid á tímamótum, — vandi vel- ferðarríkisins, hvað tekur við? Nafn Nicol- ins er vel þekkt í Svíþjóð og hefur unnið sér sess í sænskri tungu sem tákn fyrir hagræð- ingu og árangursríka stjórnun. Sagt er, að þegar menn standi frammi fyrir stirðbusa- hætti, skrifræði, slæmri stjórnun og skorti á hagræðingu hjá því opinbera eða í sænskum iðnaði, sé viðkvæðið jafnan þetta: „Náið í Nicolin.“ Má því ef til vill segja, að hann sé orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi í heimalandi sínu. Curt Réne Nicolin er fædd- ur í Stokkhólmi árið 1921. Hann er verk- fræðingur að mennt. Tíu árum eftir að hann útskrifaðist hannaði hann ásamt samstarfs- hópi fyrsta sænska þotuhreyfilinn. Fyrir það afrek veitti sænska vísindaakademían hon- um gullverðlaun árið 1953. Svo fljótt sé farið yfir sögu, þá hefur Curt Nicolin endurskipu- lagt tvö stór fyrirtæki í Svíþjóð, en það eru flugfélagið SAS og rafvélafyrirtækið ASEA. Gengu bæði þessi fyrirtæki brösuglega þangað til Curt Nicolin kom til skjalanna og lagði grunninn að þeirri hagstæðu fjárhags- legu stöðu, sem þessi fyrirtæki búa við í dag. Nicolin var gerður að heiðursdoktor í verk- fræði árið 1974. Hann er nú stjórnarformað- ur ASEA AB og í nokkrum fleiri tengdum fyrirtækjum. I»á hefur hann verið formaður sænska vinnuveitendasambandsins frá ár inu 1976. „Mín skoðun er sú að stjórnmála- menn hafí of mikil völd og einstakl- ingurinn hafí of lítil áhrif.“ „Við verðum að framleiða orku f ríkari mæli, svo við séum ekki svona háðir olíu.“ Það eru til ýmsar sögur í Svi- þjóð um snilli Curt Nicolin. Ein sagan, sem sögð hefur verið til marks um lagni hans við endur- skipulagningu ASEA, er að hann hafi fækkað störfum um 1200 án þess að til árekstra kæmi. — En hvað segir þessi merki maður um efnahagsástand í Svíþjóð um þess- ar mundir? „Það er eins með sænskt efna- • hagslíf og efnahagslíf í mörgum öðrum löndum, að það er í ójafn- vægi, sem þýðir að Vií hluti fram- leiðslunnar er ríkisstyrktur og greiðslujöfnuður við útlönd er óhagstæður. Samfara þessu ástandi er mikið atvinnuleysi, þó er atvinnuleysið í Svíþjóð minna en í flestum öðrum löndum." Ilvernig getur öflugt atvinnulíf <>g velferðarríki þróast samhliða? „Þegar velferðarríkið tók sín fyrstu spor var engin togstreita á milli örrar efnahagsþróunar og velferðarríkisins, vegna þess að það hlutfall þjóðartekna, sem not- að var til samneyslu, var lágt, en þetta hefur breyst. I mörgum hinna vestrænu ríkja er sam- neysla nú helmingur eða meira af þjóðartekjum, sem þýðir í raun að einstaklingurinn hefur minna ráðstöfunarfé milli handanna. Margir hafa mjög háa árlega skatta og skattarnir aukast eftir því sem tekjurnar verða meiri. Sumir þurfa jafnvel að borga upp undir 100% skatta og jafnframt fá þeir minna af því fé sem fer til samneyslunnar. Svo eru það auð- vitað hinir sem fá litla skatta af lágum tekjum og jafnfram meira af samneyslunni. Hátekjufólk kemst þannig að raun um að það hefur lítil umráð yfir eigin tekj- um. Það reynir að finna leiðir til að komast framhjá hinu hefðb- undna skattakerfi með því að koma upp „svartri atvinnustarf- semi“, en það er það rekstrar- fyrirbrigði, þar sem fjármunum er veit án þess að staðin séu skil á opinberum gjöldum. Það er stað- reynd að í flestum vestrænum þjóðfélögum þróast „svört at- vinnustarfsemi“. Á þann hátt get- ur einstaklingurinn haldið 100% hlutfalli af tekjum sínum sem annars væri ekki nema 10—25%.“ Hvernig heldur þú að framtíðin líti út í velferðarríkjunum? „Við höfum séð það undanfarna áratugi hvernig hlutfall samneysl- unnar hefur aukist hratt og ef þessu heldur áfram og samneyslan fer upp í 100% af þjóðartekjum, þýðir það að vestræn þjóðfélög fara inn á braut sameignarbú- skapar án þess að hafa ætlað sér það. Eg er ekki að spá því að þetta muni gerast. En það er ljóst að við verðum að gera eitthvað róttækt til að breyta þessari þróun.“ Hvaða leiðir eru færar að,þínu mati? „Eg er ekki viss um að allar þjóðir grípi til sömu úrræðanna í framtíðinni. En mín skoðun er sú, að stjórnmálamenn hafi of mikil völd og einstaklingurinn hafi of lítil áhrif. Það sést best á því hve verkföll og önnur mótmæli eru tíð, þó ekki út af launum heldur af öðrum ástæðum. Einstaklingurinn finnur að hagsmunir hans og ríkisvaldsins, til dæmis í formi laga, fara ekki alltaf saman. Mót- mælin sýnist mér því stafa af því að einstaklingnum finnst hann ekki ráða lífi sínu og örlögum og finnst yfirvöld ráðskast með hann. Hann ræður því til dæmis ekki hvort hann eyðir tekjum sínum í bíl eða hýbýli, því ríkisvaldið ákveður með ýmsum ráðstöfunum, til dæmis í formi niðurgreiðslna eða skatta, hvað einstaklingurinn leggur fé sitt í, þannig stýra þeir ekki aðeins samneyslunni heldur einnig einkaneyslunni. Einstaklingnum finnst aftur á móti að þar sem hann vinnur fyrir tekjum sínum, þá eigi hann að fá að ráðstafa þeim að stærri hluta. Meðan ríkið tók aðeins brot af tekjum fólks, hafði það ekkert við velferðarkerfið að athuga en nú er velferðarþróunin að skapa það andrúmsloft að fólk telur það ekki lengur sinn hag að vinna meira og auka þannig framleiðsluna en þetta stofnar efnahagslífinu í hættu. Velferðarríkið grefur þannig undan eigin undirstöðum og þetta þarf að laga. Þess vegna verðum við að byrja á því að afnema ýmiss konar höft á framleiðslunni. Hvers vegna varð iðnbyltingin? Hún varð vegna þess að efnahagslífið bjó við frjálsræði, heimspekilegt, trúar- legt og pólitískt frjálsræði. Hvað gerist svo? Við erum að takmarka þetta frelsi að miklu leyti og efna- hagslífið er að dragast saman. Nú vilja stjórnmálamennirnir að sett séu fleiri lög, sem hafa í för með sér fleiri takmarkanir og fleiri höft, svo að þeir geti ginið yfir efnahagslífi þjóðanna. Með að- gerðum sem þessum gera þeir þveröfugt við það sem þeir ættu að gera. Þeir ættu að veita efnahags- lífinu meira frelsi og svigrúm og hvetja það til nýrra dáða í staðinn fyrir að halda því niðri. Fyrirtæki sem eru á heljarþröm fjárhagslega ættu ekki að njóta opinberra styrkja, heldur ætti að leyfa þeim að „fara á hausinn", vegna þess að það er greinilega engin eftirspurn eftir þeirra vöru og þjónustu. Ríkið veitir margvís- lega styrki, eins og til dæmis út- flutningsstyrki, styrki til iðnað- arrannsókna og svo mætti lengi telja. En ég segi: látum þá sem standa sig í samkeppninni vaxa, svo þeir geti haldið áfram að framleiða vöru og þjónustu, sem er undirstaða þess að.efnahagslíf- ið vaxi og dafni.“ Ert þú ef til vill sammála efna- hagsstefnu Thatcher-stjórnarinn- ar? „Það er of einfalt að svara þess- ari spurningu játandi. Ég er ekki undir neinum kringumstæðum að segja að við eigum ekki að hafa samneyslu. Við verðum að taka tillit til þeirra sem minna mega sín. Ég held þó að góður hlutur geti orðið slæmur ef hann fer út í öfgar.“ Ef við víkjum að Svíþjóð, hver er samkeppnisaðstaða Svía á er- lendum vettvangi? „Sænskur iðnaður flytur út helminginn af framleiðslu sinni. Við erum þess vegna mjög næmir fyrir samkeppni á heimsmarkaði. Þessa gætir í efnahag okkar en á síðasta ári vorum við ekki nógu samkeppnisfærir, þar af leiðandi var greiðslujöfnuðurinn óhag- stæður og er það enn. Þetta stafar meðal annars af hækkun olíu- verðs. En mín skýring er sú, að vandamálin eigi sér dýpri rætur. Þeir erfiðleikar, sem komið hafa upp, hefðu komið í Ijós, en þeir hefðu komið seinna ef olíuverðs- hækkanirnar hefðu ekki átt sér stað. Við erum nú að reyna að lag- færa það sem olli vandanum. Með- al annars er ríkisstjórnin að reyna að minnka ríkisútgjöldin. En þrátt fyrir tilraunir til að skera niður á ákveðnum sviðum, þá virðist vera innbyggð tilhneiging til vaxtar þannig að heildarútgjöldin minnka ekki. Við höfum í hyggju að lækka skattana á næsta ári. En að mínu viti er það allt of Iítið til að bera árangur. Fólk hefur búið svo lengi við háa skatta að þessi lækkun verður ekki þess valdandi að fólk breyti háttum sínum.“ Hvernig vegnar sænskum iðnaði svo á heimsmarkaði? „Við búum við opið markaðs- kerfi og samkeppni er nánast sú sama heimafyrir og erlendis, því það eru engin höft, tollar né aðrar takmarkanir á innflutningi er- lendra vara.“ Hvar liggja helstu framtíðar- verkefnin? „Við verðum að framleiða orku í ríkara mæli, svo við séum ekki svona háðir olíu. Ég held að Svíar geri of lítið í þeim efnum og sama er að segja um aðrar þjóðir.“ Er ekki öll aðstaða í Svíþjóð til að framleiða meiri orku? „Jú, aðstæður eru fyrir hendi. En ástæðan fyrir að við gerum minna af slíku en nauðsynlegt er, er meðal annars sú að umhverf- ismenn vilja fremur horfa á fall- vötnin en láta virkja þau! And- staðan gegn kjarnorkuverum er líka afar mögnuð í Svíþjóð." Víkjum að kjaramálum. Hver hefur þróunin verið undanfarin ár í heimalandi þínu? „Undanfarin ár höfum við lækk- að rauntekjur. Við gerðum tveggja ára kjarasamning og erum nú á seinna árinu. Þetta var samning- ur, sem fól í sér að verkalýðsfélög- in reyndu að mæta þörfum þjóð- félagsins um lækkun rauntekna. Þetta hefur meðal annars haft það í för með sér að verðbólgan hefur hjaðnað. Rauntekjur hafa minnkað og er ég hræddur um að þær haldi áfram að minnka, þangað til við komumst á réttan kjöl. Árið áður en við gerðum samn- inginn var 12% verðbólga í Sví- þjóð, en í kjölfar þessa samnings „Við höfum séð undanfarna áratugi hvernig hlutfall samneyslunnar hef- ur aukist hratt og ef þessu heldur áfram og samneyslan fer upp í 100% af þjóðartekjum, þýðir það að vestræn þjóðfélög fara inn á braut sameignarbúskapar án þess að hafa ætlað sér það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.