Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
7
HUGVEKJA
eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast
Frumstæðar þykja mörgum
þær hugmyndir, að illir andar
valdi hörmungum. Þetta mun
flokkast undir ýmislegt það, sem
ekki þótti óeðlilegt af óupplýstu
fólki að ímynda sér, þar sem það
gat ekki vitað betur. Eins kemur
það engum á óvart, að kristni-
boðar í myrkviðum Afríku hitta
slíka trú fyrir og afleiðingar
hennar. En fólk, sem les lækna-
bækur, horfir á furður veraldar
inni í stofu hjá sér, getur gengið
út á horn til þess að fá lyf út á
lyfseðilinn frá lækninum, það
rekur sjúkdóma til annarra
orsaka en fyrr þóttu hæfa til
skýringa á mismunandi örlög-
um.
Þó kemur það ekki sjaldan
fyrir, að fólk rekur vandamál sín
til þess, að það eigi í stríði. Það
sé í stöðugum bardaga, og það
megi aldrei gefa hætishót eftir
án þess að í óefni sé komið. Hjá
þeim heyrast þá líka oft athuga-
semdir, sem benda til þess, að
því finnist eins og stríð þess sé
til komið vegna þess, að það
verði fyrir árásum. Hugurinn
gerist órólegur, taugarnar fara
úr lagi, einbeitingin bregst, yfir
öllu er kvartað og ekki er nokkur
leið að gera þeim til hæfis. Kona
nokkur lýsti slíku tímabili í lífi
manns síns á þá lund, að hann
væri eins og haldinn og virtist
alls ekki vera með sjálfum sér.
Umskiptingar eru líka þekktir
úr þjóðsögum, en það kemur þó
oft fyrir í stríði daganna, að þeir
láta á sér bera núna í slíkum
myndum. Og konan fyrrnefnda
lét um leið þau orð falla, að það
leyndi sér ekki, að maður hennar
reyndi allt, hvað hann gæti til
þess að sigrast á þessum árásum
eða ásókn og gripi þá oft til þess
ráðs að fara að bóna bílinn sinn
dag eftir dag.
Já, það er margt í lífinu, sem
erfitt er að skýra. Þó mun mað-
urinn sjálfur taka flestu fram að
því leytinu til. Flestir eiga við
eitthvað það að stríða, sem þeir
mega aldrei hopa á hæli fyrir,
þar sem það leiðir þá til enn al-
varlegri ósigra. Hitt eigum við
erfiðara með að gera okkur fylli-
lega grein fyrir, hvaðan þessir
streituvaldar koma eða hvers
eðlis þeir eru. Koma þeir innan
að, frá okkur sjálfum, úr ein-
hverjum undirdjúpum vitundar-
innar, sem við ráðum alls ekki
yfir nema að nokkru leyti? Eða
eigum við við eitthvað það að
stríða, sem er utan okkar sjálfra
og berst til yfirráða eða áhrifa?
Jesús tók hiklaust undir þá trú
samtímamanna sinna, að illir
andar gætu hlaupið í fólk og náð
yfirráðunum, og það er ekki
sjaldan, sem frá því er skýrt í
guðspjöllunum, að hann hafi
rekið slíka út. Mállaus maður
varð á vegi hans, og þegar Jesús
hafði rekið „mállausa andann
út“, þá gat sá málhalti talað eins
og hver annar. Hópur vitfirrtra
hræddist hann, af því að þeir
vildu ekki láta áhrif hans ná til
sín og báðu hann um að láta sig í
firði. En þegar Jesús náði valdi á
þeim, þá kom fríður í stað æðis
og háttprýði í stað ofsa. Jesús er
ekki að útskýra það, hvað þarna
á sér Stað. Annað hvort hefur
hann beygt sig fyrir ríkjandi
skoðunum eða ekki talið það
vera hlutverk sitt að breyta áliti
fólks á þessu máli frekar en
hann var að breyta heimsmynd
þeirri, sem þá var viðurkennd.
En hann bætir við máttugri
ábendingu í framhaldi sögunnar
af því, þegar hann rak út „mál-
lausa andann". Jesús varar við
því, að hann geti komið aftur, og
ekki aðeins náð valdi yfir mann-
inum á ný og hneppt hann í
fjötra sem fyrr, heldur gert hon-
um lífið ennþá erfiðara, ennþá
ömurlegra, með því að taka með
sér aðra anda sér verri til að búa
í hinum sjúka manni.
Trú
og
tiltekt
Enn ætla ég mér ekki þá dul
að koma með skýringar. Hvorki
á sviði sálarfræði hvað þá geð-
vísinda. Hitt sýnir reynslan, að
viðvörun Jesú á fullan rétt á sér
jafnt í dag sem forðum daga.
Það er ekki nóg að þurrka ryk af
borði rétt einu sinni og telja sér
trú um það, að það haldist hreint
án frekari aðgerða. Það þarf að
endurtaka verkið, dag eftir dag,
ef skínandi platan á að vera ynd-
isauki. Annars bendir rykið á
hirðuleysi og sóðaskap. Hið
sama gildir, þótt enginn um-
gangur sé um stofuna einhvern
tíma. Fari húsráðendur í sumar-
frí og loki íbúð sinni og gangi á
allan hátt snyrtiiega frá með
fullu hreinlæti, hljóta þeir engu
að síður að verða fyrir vonbrigð-
um við heimkomuna, ef þeir hafa
látið sér detta í hug, að þeir
kæmu að öllu eins og þeir skildu
við það. Rykið hefur lagzt yfir,
því aðeins verður allt svo sem
fyrr var, að klúturinn sé tekinn
fram og iðjusemin ráði ríkjum.
Skyldi ekki hið sama gilda á
þeim sviðum, sem við eigum ekki
jafnauðvelt með að fylgjast með
eins og ryk á stofuborði? Hvað
með það, sem við setjum í huga
okkar? Skiptir það engu máli,
hvað fyllir tíma og ræður við-
fangsefnum? Skyldi þar vera
nóg að „þurrka af“ einu sinni og
telja sig hafa tryggt hreinlæti og
snyrtimennsku til frambúðar?
Ég er vafalaust ekki eini prest-
urinn, sem oft þarf að svara
spurningu fermingarbarna varð-
andi sálmalærdóm. Hvaða gagn
er að því að vera að læra sálma?
Ef ég fer í kirkju, þá fæ ég
sálmabók í hendina og langi mig
til að lesa einhvern sálm, sem
mér hefur verið bent á, þá er
sálmabók til heima. Dugar það
ekki? Hvers vegna að vera að
læra sálmana utan að? Og ég
segi þeim þá oft þessa sögu Jesú
um manninn, -sem fékk loksins
frið og naut þess að allt var fág-
að og fínt og taldi sig geta án
frekari erfiðleika notið þess
ástands til frambúðar. En viti
menn, það leið ekki á löngu, unz
allt var aftur orðið fullt af þess-
um fyrri óvinum, sem gerðu hon-
um lífið svo ömurlegt. Á þetta
ekki við um ökkur líka? Hvað er
það, sem við fyllum huga okkar
af? Mismunandi góðir textar við
þau lög, sem efst eru á vinsælda-
listanum hverju sinni? Oft á tíð-
um neikvæður boðskapur háðs
og kiúryrða. Er það þetta, sem
þið viljið láta ríkja eitt í huga
ykkar, spyr ég þá fermingar-
börnin. „Hvernig haldið þið ykk-
ur líði þá?“ Eða segjum sem svo,
að maður lendi í því að þurfa að
vera í einangrun um lengri tíma.
Kannski lokaður inni í helli að
bíða björgunar eða á báti, sem
hann getur þó ekki stýrt. Hvern-
ing á hann að láta tímann líða?
Hvernig varðveitir hann hug-
arró sína? Hvaða hugsanir vill
hann helzt láta ríkja þessar al-
vörustundir? Væri það ekki ein-
hver munur að geta haft yfir
fagran sálm, t.d. bænarvers,
heldur en láta það eitt ryðjast
fram til áhrifa í huganum, sem
höfðar til hins lægsta og hvers-
daglegasta? Jú, við lærum sálma
og vers meðal annars til þess að
eiga þarna forða til að leita til,
þegar við virkilega þurfum á
slíku að halda.
Það lifir enginn i lofttómi.
Enginn er það eyland, sem ekki
verður fyrir áhrifum. Sumt kem-
ur innan frá, en annað kemur að
utan. Og sá einn varðveitir geð
sitt og sálarró, sem á einhverja
þá sjóði, sem hann getur sótt til.
Það þarf að síþurrka ryk af
fleiru en stofuborði. Hugurinn á
heldur ekki að vera einhver
ruslakista, sem hvaða dóti sem
er er hent í. Það þarf að velja og
hafna, og það þarf umfram allt
að koma þvh þar fyrir, sem er
bæði fagurt og gott.
Við verðum flest fyrir ein-
hvers konar árásum. Hvaðan
þær koma er ekki auðvelt að
skera úr um. En fleiri eiga í
stríði en maðurinn, sem bónaði
bílinn sinn á hverjum degi, með-
an átökin voru sem áköfust í
sálu hans. En það er bót í máli,
að við eigum að geta vitað, hvert
hægt er að leita til að fá hjálp,
sem bezt dugar. En þegar tekið
hefur verið í hina útréttu hendi,
má ekki sleppa takinu. Trú er
ekki aðeins andartaksins við-
fangsefni eða móttaka. Trúar-
iðkanir eru jafnnauðsynlegar
eins og sífelld tiltekt, ef allt á að
vera í lagi og sem snyrtilegast,
og mestu hættunni bægt frá til
þess að friður fái að ríkja.
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
SIGTUN 7 . REYKJAVlK . P.O.BOX 742
Sími 29022.
-------------
HJÓLHÚSA TJÖLD
★ 25 ÁRA 1957—1982
★ MYNDLISTAR 1982 KOMNIR
★ PANTID STRAX FYRIR SUMARID ,
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888
Hjartanlegar þakkir til allra vina og vandamanna
og minna mörgu og góðu samstarfsfélaga á BSÍ,
sem glöddu mig meö stórgjöfum, skeytum og sím-
tölum á 70 ára afmæli mínu 27. febrúar.
Guö blessi ykkur öll.
Jóhanna Björnsdóttir,
Hraunbæ 156.
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
GENGI VERÐBREFA 14. MARZ 1982
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI Sölugengi pr. kr. 100.-
RÍKISSJÓÐS:
1970 1. flokkur 7.917.67
1970 2. flokkur 6.375,04
1971 1. flokkur 5.657.76
1972 1. flokkur 4.903,48
1972 2. flokkur 4.160.53
1973 1. flokkur A 3.046,28
1973 2. flokkur 2.805,87
1974 1. flokkur 1.937,08
1975 1. flokkur 1.588,12
1975 2. flokkur 1.196,25
1976 1. flokkur 1.133,42
1976 2. flokkur 909,81
1977 1. flokkur 845,02
1977 2. flokkur 705,16
1978 1. flokkur 572,60
1978 2. flokkur 450,50
1979 1. flokkur 379,73
1979 2. flokkur 293,55
1980 1. flokkur 222,81
1980 2. flokkur 174,32
1981 1. flokkur 149,80
1981 2. flokkur 111,25
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSK JARAVÍSITÖLU:
Sölugengi m.v. nafnvexti Ávöxtun
2V*% (HLV) umfram
1 afb./éri 2 afb./éri verötr.
1 ár 95,79 96,85 7%
2 ár 93,83 94,86 7%
3 ár 91,95 92,96 7%
4 ár 90,15 91,14 7%
5 ár 88,43 89,40 7%
6 ár 86,13 87,13 7Vt%
7 ár 84,49 85,47 7V*%
8 ár 82,14 83,15 7%%
9 ár 80,58 81,57 7%%
10 ár 77,38 78.42 8%
15 ár 70.48 (0,33% afföll) (0,69% afföll) (1,00% afföll) (1,31% afföll) 71.42 8%
(1,68% afföll) (2,07% afföll) (2,42% afföll) (4,39% afföll) (5,19% afföll)
Medalávöxtun ofangreindra flokka um
fram verðtryggingu er 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGO:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 68 69 70 72 73 82
2 ár 57 59 60 62 63 77
3 ár 49 51 53 54 56 73
4 ár 43 45 47 49 51 71
5 ár 38 40 42 44 46 68
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁÍ^ ölugengi
RÍKISSJÓÐS Pr. kr. 100-
A — 1972 2.672,19
B — 1973 2.419,77
C — 1973 2.057,88
D — 1974 1.744,97
E — 1974 1.193,71
F — 1974 1.193,71
G — 1975 791,83
H — 1976 754,48
I — 1976 574,05
J — 1977 534,19
1. fl. — 1981 106,01
TÖKUM OFANSKRÁÐ VEROBRÉF í UMBODSSÖLU
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaöarbankahúsinu Simi 28566
TS'íbamallzadiitlnn
^fj-iattisfótu 12-18
SÝNISHORN
ÚR SÚLUSKRÁ:
Dodge Aries 1981
210 þús. kr.
Mazda 323 Saloon 1982
ókeyröur, 125 þús. kr.
Citroén GS 1979
80 þús. kr.
Volvo 343 DL 1979
95 þús. kr.
Oldsmobile Cutlass
Diesel 1980
210 þús. kr.
Chevrolet Malibu 1979
140 þús. kr.
Ford Fiesta 1979
80 þús. kr.
BMW 316 1977
100 þús. kr.
Fiat Ritmo 1981
95 þús. kr.
Scout I11978
80 þús. kr.
Volvo 244 GL 1979
150 þús. kr.
Chevrolet Citation 1980
165 þús. kr.
Galant GL 1600 1980
100 þús. kr.
Mazda 323 1500 1979
85 þús. kr.
BMW 318i 1981
Silfurgrár, 15 þús. km. Útvarp,
segulb. ýmsir aukahlutir. 165
þú*. kr.
Citroén GSA 1981
Drapplitur, 16 þús. km. Sjálf-
skiptur. 120 þús. kr.
Subaru 4WD 1980
Hvítur, 29 þús. km. Útvarp, seg-
ulband. 120 þú*. kr.
Datsun Diesel 1977
Silfurgrár, 150 þús. km 79 þús. kr.