Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 21 Þáttur af Kristni Vilhjálmssyni sjötugum ýmis leiðindi, þó hún hefði verið til góðs. Eg afréð því að freista gæfunn- ar í Danmörku og vann þar við blikksmíði í tvö ár. Þar vann ég lengst af hjá Carl Bech, en í Danmörku var mikið atvinnuleysi á þessum árum. Ég var svo lán- samur að hitta frænda minn einn fljótlega eftir að ég kom út, Sigurð Björnsson, sem þar bjó með fjöl- skyldu sína. Hann var mér ákaf- lega hjálplegur, útvegaði mér vinnu og leyfði mér að halda til hjá sér. Ég kunni yfirleitt vel við Dani og hafði jafnvel hug á að ílengjast í Danmörku. Eg var furðu fljótur að komast niður í dönskunni. En veturinn 1939 tók faðir minn að birtast oft í draum- um og hann beinlínis rak mig heim. Astæðan kom svo í ljós þeg- ar braust út heimsstyrjöldin mikla. Ég hef verið lukkunnar pamfíll og oftar en einu sinni varaður við í draumum, en ekki alltaf kunnað að notfæra mér það. Nei, ekki safnaði ég peningum í Danmörku. Kaupið var ekki nema 35 krónur á viku, en ég vann jafn- an ákvæðisvinnu og gat þénað með því lagi allt upp í 100 krónur á viku. Fyrir bragðið gat ég klætt mig upp og skoðað mig um, eins og vera bar. Einn er ljótur ósiður i Dana- veldi og það er bjórþambið. Það gengur jafnvel svo langt að þeir sem ekki drekka bjór eru hæddir og smánaðir. Við vorum tveir í vélsmiðjunni sem ekki drukkum bjór. Ég fékk mér jafnan gosdrykk í kaffitímum, og strákur á mínu reki drakk mjólk. Þeir létu okkur aldrei í friði kallarnir og urðum við fyrir rest að flýja niður í kjall- ara í kaffihléum. Slíkur var mór- allinn. Bjórdrykkjan er mikið böl í Danmörku og mörg fjölskyldan hefur þolað neyð fyrir bjórdrykkju heimilisföðurins. Bjórinn er talinn hluti af mataræðinu og sér hver viti borinn maður sér hversu skað- vænlegt það er. Bjórdrykkja er ekki hóti skárri en víndrykkja. Ég fylgdi ráðum föður míns og kom heim. Byrjaði mín fyrri störf í Nýju blikksmiðjunni. Arið 1943 réðist ég til Hitaveitu Reykjavík- ur, og þá nýttist mér reynslan sem ég hafði aflað mér með vinnu minni í Danmörku. Þar í landi til- heyra nefnilega gas- og pípulagnir blikksmíðinni. Starfsmaður Hita- veitunnar var ég til 1968 að ég gerðist umsjónarmaður Templ- arahallarinnar. Arið 1940 gekk ég að eiga Guð- nýju Torfadóttur, fósturdóttur Önnu Adólfsdóttur og Jóns Páls- sonar, bankaféhirðis. Jón Pálsson var sérstakur maður. Hann hafði starfað mikið í stúkunni og ég verð að segja, að það er ómetanleg lífsreynsla ungum manni að fá að kynnast slíkum mönnum sem þar voru atkvæðamestir, eins og til dæmis Jóni Árnásyni, Helga Sveinssyni, Jóni Magnússyni og Helga Helgasyni. Við giftinguna færði ég mig lít- illega um set við laufásveginn, því við Guðný stofnuðum heimili okkar í húsi Jóns Pálssonar að Laufásvegi 59 og þar höfum við verið alla tíð síðan. Börn okkar eru tvö: Anna Sigríður, gift Finn Fredreksen kaupmanni í Olsó, og Jón Pálsson húsasmiður, ókvænt- ur. Barnabörnin eru orðin 5. Allt er þetta fólk bindindismenn, eins og foreldrarnir og Finn hefur starfað lengi í Góðtemplararegl- unni í Noregi. Neysla áfengis og fíkniefna er óskaplegt böl í þjóðfélag- inu. Og það er ekkert áhlaupaverk að uppræta það. Það tekur mannsaldra og oft verða brekkur í þeirri baráttu en við megum aldrei missa sjónar á takmarkinu. Ýmislegt hefur áunnist í nær 100 ára starfi Góðtemplararegl- unnar á íslandi. Reglan er félags- skapur sem grundvallast á hug- sjón um bræðralag allra manna. Góðtemplarareglan hefur haldið reglulega skemmtanir fyrir bind- indismenn og staðið fyrir víðtæku fræðslustarfi um áfengisbölið. Margri ógæfusamri fjölskyldunni hafa reglunnar menn rétt hjálp- arhönd og jafnvel borgið. Slíkar staðreyndir er ekki hægt að sýna með tölum, en árangurinn af starfi Góðtemplarareglunnar hef- ur margur fundið í hjarta sínu. Fyrir mína parta, þá væri ég ekki samur maður, ef ég hefði ekki gengið í regluna. En það verður að segjast eins og er, að Góðtempl- arareglan á íslandi hefur ekki not- ið verðugs stuðnings stjórnmála- manna, svo sem þekkist í öðrum löndum, eins og til dæmis Svíþjóð. Æskilegast væri að banna áfengið með öllu. maðurinn getur lifað, bæði í gleði og sorg, án eitur- efna. Hann er æðsta skepna jarðar og siðferðileg ábyrgð hans er mik- il. Maðurinn hefur ekki ráð á því að eyðileggja sitt takmarkaða vit með eiturefnum. Vegna áfengisneyslu heimilis- föður hefur margt efnisbarnið lent á glapstigum og ekki átt það- an afturkvæmt. Tveir af hverjum tíu sem neyta áfengis verða drykkjurútar og hinir losna meira og minna aldrei undan því. Áfeng- isneyslan kostar þjóðfélagið ógrynni fjár, til dæmis í allri lög- gæslu og heilbrigðisþjónustu. Minnumst þess að þegar Reglan, kom á áfengisbanni á sínum tíma, þá tæmdist tugthúsið. En meinið við bannlögin var, eins og Jón Árnason sagði, að embættismenn þjóðarinnar, sem áttu að fram- fylgja banninu, voru því andvígir og sáu í gegnum fingur við fólk. Það er vita tilgangslaust að setja á bann, nema 80—90% þjóðarinnar samþykki það. Það þarf að skapa almenningsálit sem hefur skömm á áfengisnotkun og yfirleitt allri notkun eiturefna. Hér fyrrum þekktist ekki að konur drykkju ellegar reyktu. Slíkar konur voru útskúfaðar. En með jafnréttisbaráttu nútímans þykir slíkt sjálfsagt. Góðtempl- arareglan er byggð upp á kristi- legum grunni og bræðralagi allra manna og getur þar af leiðandi aldrei látið manninn afskiptalaus- an. Þess vegna tel ég drykkjuskap kvenna boða mikla vá. Ábyrgð konunnar er mikil og hún má aldr- ei bregðast hlutverki sínu í lífinu. Konan er móðir mannkyns. Hún má aldrei taka upp ýmsa ósiðu karlmanna. Konan kemst ekki undan hlutverki sínu. Hún hefur verið sköpuð til að ganga með og ala börn, og því hlutverki má hún aldrei bregðast. Kristinn Vilhjálmsson hefur gegnt mörgum embættum á öllum stigum Góðtemplarareglunnar og er nú stórgæslumaður unglinga- starfs. Þá hefur hann frá því hann gekk í regluna verið atkvæðamik- ill í byggingarsögu hennar. Það er um margt athyglisverð saga, en ekki skal dvalið við hana nema stuttlega í þessu spjalli. Kristinn segir: Við reistum Jaðar í Heiðmörk í sjálfboðavinnu árin 1938—1946. Þar höfðum við félagsheimili og rákum barnaheimili um árabil. Ég sá alfarið um rekstur Jaðars þar til við neyddumst til að selja árið 1968. Bærinn keypti af okkur, því það hafði komið á daginn að vatnsbólum Reykjavíkur gat staf- að hætta af svo umsvifamiklum rekstri á þessum slóðum. Þá keyptum við Laugaveg 56, þar sem Æskan er nú til húsa. Nokkru fyrr réðumst við í byggingu Templara- hallarinnar. Þá var orðið aðkall- andi að leystist úr húsnæðiseklu reglunnar. Templarahöllin er fyrst og fremst miðstöð bindind- ishreyfingarinnar í landinu á ís- landi. Þar var ég umsjónarmaður eins og áður greinir, þangað til í fyrra að ég lét af því embætti. Við ræddum oft saman eilífð- armálin, ég og Halldór heit- inn Helgason. Hann var fulltrúi hjá ritsímastjóra og vor- um við félagar í stúkunni Freyju. Yfirleitt vorum við nú sammála í eilífðarmálunum. Töldum báðir að það væri líf eftir þetta líf og mað- urinn gæti lagt framhaldslíf sitt í rúst með slæmri breytni í lífi sínu á þessari jörð. En allt eru þetta getgátur og samþykktum við eitt sinn að sá okkar sem á undan færi, skyldi láta hinn vita — og þar með sanna að það væri fram- haldslíf. Svo hugsuðum við ekki meira um það. Nokkrum árum síð- ar var í bígerð heimsókn nokkurra góðtemplara af íslandi til Lille- ström í Noregi, þar sem tengdas- onur minn var æðstitemplar. Við Halldór stóðum í undirbúningi að þeirri ferð. Svo atvikaðist það að ég þurfti norður til Akureyrar ein- hverra erinda og þegar ég kom í bæinn aftur, heimsótti ég Halldór. Hann hafði þá veikst, en var að hressast og sat í stól, þegar ég hitti hann. Við ákváðum með okkur, að ég skyldi hringja til hans um tíuleytið daginn eftir, þegar ég hefði útréttað ýmislegt í bankanum. Svo kvöddumst við. Þennan dag kom ég ekki heim fyrr en undir miðnætti og brá heldur en ekki í brún. Konan mín og önn- ur kona, sem var næturgestur hjá okkur, sátu niðri í stofu á nátt- klæðum og voru miður sín. Þær sögðu mér, að um hálf tólf leytið hefði síminn tekið að hringja sérkennilega, þannig að hann hefði hringt stanslaust, en ekki með hléum svo sem hann gerir jafnan, og þegar þær svöruðu var enginn á hinni línunni. Þetta gekk svo nokkrum sinnum og gerði kon- urnar skelkaðar. Ég lagði enga merkingu í þessa frásögn og sagði þeim að gleyma þessu bara sem fyrst, og gengum við svo til hvílu okkar. Morguninn eftir gekk ég þeirra erinda í bænum sem um var talað og kom svo heim til mín um tíuleytið, því mig langaði í kaffi- sopa. Konan hafði þá brugðið sér frá og tek ég upp Morgunblaðið að lesa; vildi bíða með að hringja í Halldór framyfir tíu. Ég er rétt sestur, þegar ég heyri bréfalúguna skella hressilega og sprett á fætur. Það var enginn póstur. Ég var rétt sestur aftur, þegar bréfalúgunni var skellt í annað sinn. Ég taldi þá víst að krakkar væru að gera sprell og rauk upp og út og alla leið niður á fortó, en það var ekki sála sjáanleg. Ég sneri við og tók til að lesa Moggann í þriðja sinn. Þá hringir síminn. Það var frænka Halldórs að tilkynna mér lát hans. Hann hafði dáið um hálf tólf leytið kvöldið áður. Einmitt þegar sím- inn hringdi stanslaust. Halldór sveikst ekki um að láta mig vita og gerði það í gegnum þá stofnun sem hann var kunnugastur, Póst og síma. Og af því hann náði ekki í mig, reyndi hann að vekja athygli mína aftur um morguninn. Slík reynsla gefur manni hug- mynd um að lífið sé annað og meira en þessi jarðvist. Það eru orsakir fyrir öllum hlutum, og af- leiðingar. Það verður ekki undan því komist. Maðurinn skapar sér verustað með breytni sinni. Mað- urinn er sinnar gæfu smiður. Listasafn íslands: Sýning á grafík eftir Asger Jorn LAUGARDAGINN ^ 13. mars, var opnuð í Listasafni íslands sýning á 27 grafíkverkum eftir hinn heims- kunna danska listmálara Asger Jorn. Sýningin er fengin að láni frá Frakklandi og eru öll verkin í einka- eigu. Jorn var fæddur í Vejrum í Danmörku árið 1914 og lést 1973. Lengst af var hann búsettur í Frakklandi og á Ítalíu eða frá 1953 að hann yfirgaf Danmörku. Jorn, sem var einn af stofnendum Cobra-hópsins, var afar afkasta- mikill listamaður og vann í ýmis efni. Hann sýndi mjög víða og eru verk hans í öllum helstu listasöfn- um austan hafs og vestan. Jorn- sýningin í Listasafni íslands verð- Frá sýningunni í Listasafni íslands ur opin á almennum sýningartíma safnsins, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30—16.00, fram í maí. Þess má geta að Jorn var Lista- safni Islands einkar velviljaður meðan hann lifði og á safnið m.a. eitt olíumálverk eftir hann, auk nokkurra grafíkmynda. Fyrir nokkrum árum myndskreytti Jorn sögu Halldórs Laxness, „Sagan af brauðinu dýra“ og kom hún út í viðhafnarútgáfu á þýsku. Akranes: Bæjarskrif- stofurnar í ný- byggingu Sam- vinnubankans „SKRIFSTOFUR Akraneskaup- staðar munu flytjast í nýbyggingu Samvinnubankans þann 1. nóv- ember næstkomandi. Auk al- mennu skrifstofunnar hefur tæknideild og félagsmálastjóri þarna einnig aðsetur og er þar með starfsemi bæjaryfirvalda komin undir eitt þak,“ sagði Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi. En bæjarskrifstofurnar hafa verið i húsnæðisvandræðum þar sem núverandi húsnæði var orðið allt of lítið. Texti Jakob F. Ásgeirsson Anna Sigríður, Guðný, Jón Pálsson og Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.