Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 40
Allt i veisluna hjá okkurl<cf Kjörorð okkar er: góða veislu gjöra skal... Minning: VEISLUELDHUSIÐ Álfheimum 74 — Glæsibæ Sími: 86220 — Kl. 13—17. KALT BORÐ — HEITT BORÐ .Á veisluborðið;. KÖKUBORÐ Roa.st btef Lambasteik Graf lax Kjúklingar Hamborgarhryggur Hangikjöt Reyktur lax Skeinka Grísasteik Nýr lax Síldarréttir Salöt Sósur Brauð, smjör, smurt brauð, snittur, pinnamatur, kjöt, fiskur, ostar, rjómatertur, marsipantertur, kransakökur SigríðurJ. Tómas- dóttir frá Vík í Mýrdal Fædd 15. júlí 1894 Dáin 7. mars 1982 Á mánudag verður til moldar borin Sigríður Tómasdóttir, fyrr- verandi tengdamóðir mín, og verð ég, eins og hún hefur reynst börn- um mínum vel, að minnast hennar nokkrum orðum. Hún var gæfu- kona í hvívetna og góð, en skap- mikil eins og allur hennar stóri barnahópur. Sigríður var fædd í Skammadal í Hvammshreppi í V-Skaftafells- sýslu 15. júlí 1894, dóttir hjónanna Tómasar Jónssonar, síðar verka- manns í Vík í Mýrdal, og Margrét- ar Jónsdóttur. Umgjörð æsku hennar var því einhver fegursta og stórbrotnasta sveit landsins og hefur það vafalaust sett sitt mark á hana og hennar fólk. Fólk þar eystra er sjálfstætt, fast fyrir og íhugult. Þegar Sigríður var nítján ára gömul gekk hún í hjónaband með Olafi Bjarnasyni, blikksmið og bónda í Múlakoti á Síðu. Það var 10. ágúst 1913. Þau bjuggu svo í Múlakoti allt þangað til þau fluttu til Reykjavíkur 1948 og var löng- um mikil fátækt í búi. Þótti Sig- ríður standa sig með afbrigðum vel með sinn stóra barnahóp og þau hjón bæði. Börnin eru þessi: Bjarni (f. 1912), blikksmiður í Reykjavík, kvæntur Þrúði Sigurðardóttur, Tómas Matthías bóndi á Breiða- bólsstað (f. 1915), kvæntur Elínu Magneu Einarsdóttur, Jóhanna (f. 1915), húsmóðir í Reykjavík, gift Indriða Bogasyni, starfsmanni tónlistardeildar Ríkisútvarpsins, Helga (f. 1916), dó ung, Ásta (f. 1920), húsmóðir í Mörtungu á Síðu, gift Oddi Skúlasyni bónda, Sveinþarn (f. 1921), dó nokkurra daga, Sigríður (f. 1922), húsmóðir í ST0RK0ST1IGT SKIÐATÆKIFÆRI! ÁÆkuferötíl KTTZBUHEL 20.mais aóeins Hér er tœkilœri, sem geíst sennilega aldrei aítur. Vegna Flogið verður til Miinchen en þaðan er ekið í langlerðabíl óvœntra möguleika geta Flugleiðir boðið skíðctíólki vikuíerð til Kitzbuhel. Þar er írábœr aðstaða til skíðctíerða, ncegur snjór til Austurríkis, - eins besta skíðalands í heimi! Ferðin kostar aðeins 3.900,00 krónur, en í verðinu íelst ílug- ferð, ferðir til og frá flugvelli, gisting og morgunmatur. og góður aðbúnaður. Aðeins bessi eina íerS! Upplýsingar gefa söluskrilstofur okkar. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Reykjavík, gift Sigurði Ottóssyni, blikksmið, Guðríður (1924—1980), húsmóðir í Reykjavík, Lilja (f. 1926), húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Þórðarsyni, lækni, Helga (f. 1928), húsmóðir í Reykjavík, gift Andrési Ottóssyni, múrara, Björn (f. 1930), verkfræðingur og bæj- arfulltrúi í Kópavogi, kvæntur Huldu Guðmundsdóttur, Svava (f. 1932), húsmóðir í Hruna á Síðu, gift Andrési Einarssyni, trésmið og bónda, Snorri (f. 1934), blikksmiður á Hvolsvelli, kvæntur Unu Gísladóttur og Ingibjörg (f. 1937), húsmóðir í Kópavogi, áður gift Einari Ólafssyni, en nú Þor- valdi Þorvaldssyni, endurskoð- anda. Ólafur Bjarnason, eiginmaður Sigríðar, lést fyrir nokkrum árum eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um árabil. Sigríður dvaldi síðustu árin á heimili Björns son- ar síns og Huldu og naut þar frá- bærrar umhyggju. Börn okkar Ingibjargar eru fjögur og færi ég Sigríði sérstakar þakkir fyrir hlýju og umhyggju í þeirra garð. Gengin er góð kona, móðir og amma. Blessuð sé minn- ing hennar. Einar Ólafsson frá Sellátrum í Tálknafirði. Sigríður Jóna Tómasdóttir lést að morgni sunnudagsins 7. mars sl. á 88 aldursári. Sigríður fæddist 12. júlí 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Jónsdóttir og Tómas Jónsson, sem lengst af bjuggu í Vík í Mýrdal. Sigríður var 3ja í röðinni af 16 systkinum, af þeim komust 13 til fullorðins- ára. Sigríður var fíngerð kona, sviphrein, kvik á fæti og bar sig vel. Hún var verðugur fulltrúi ís- lenskra alþýðukvenna eins og þær gerðust traustastar af aldamóta- kynslóðinni. Hún var alin upp við kröpp kjör því systkinahópurinn var stór og vinna stopul fyrir daglaunamann á þeim tímum. Hús þeirra lítið en hjartahlýja mikil, enda foreldrarnir einstök sæmd- arhjón, sem gátu oftast gert gott úr öllu og glatt börnin og létt þeim róðurinn, enda báru systkinin þess merki alla ævi. Sigríður giftist 2. ágúst 1913. Ólafi Bjarnasyni blikksmið frá Hörgsdal á Síðu, f. 19. apríl 1889. Þau áttu langa sam- búð eða þar til Ólafur lést 17. júní 1968. Sigríður og Ólafur eignuðust 14 börn, af þeim komust 12 upp en 2 dóu í frumbernsku. Börn þeirra eru: Bjarni, blikksmiður í Reykjavík, f. 2. des. 1912. Maki: Þrúður Jónína Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 5. sept. 1916. Tómas Matthías, bóndi á Breiðabólsstað á Síðu, f. 12. marz 1915. Maki: Elín Magnea Einars- dóttir, húsmóðir, f. 14. des. 1923, dáin 18. október 1980. Helga, f. 7. marz 1916, d. 8. marz 1920. Jóhanna, húsmóðir, f. 1. júlí 1918. Maki: Indriði Bogason, hljóðfæraleikari, f. 13. des. 1911. Ásta Þórunn Helga, húsmóðir, f. 12. ágúst 1920. Maki: Oddur Skúla- son, f. 6. marz 1913, bóndi í Mör- tungu á Síðu. Sveinbarn fætt 1921, dó nokk- urra daga gamalt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.