Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 20
20 v»_4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sm heit „Það eru engir nema góðtemplarar sem drekka bjór til að finna á sér,“ sagði ísleifur Konráðsson eitt sinn í samtali við M og bætti við andagtugur: „Að hugsa sér, ef við hefðum meira að bjór en minna af góðtemplurum á íslandi.“ Kristinn Vilhjámsson situr í stofu sinni og hlær dátt. Hann er einlæg- ur góðtemplari. Og hann hefur aldrei bragðað bjór. „Að hugsa sér, ef við ættum fleiri góðtemplara á íslandi og færri drykkjurúta!“ l»að gæti Kristinn hugsað andagtugur. — Áfengisbölið er stærsta vandamál mannkyns á 20stu öld, segir hann og hleypir í brýrnar. Hann varð sjötugur í gær. Ágætur karl. Lágur vexti og léttur uppá fótinn. Kennir sér ekki meins og enginn krankleiki í sálinni á því heimili. Nei, ég hef ekki fundið á mér neina elli, segir Kristinn Vilhjáimsson. Kannski að ég sé ekki eins þrælminnugur og ég var áður, en það er ekki til að hafa orð á. Ég hef verið hamingju- maður í mínu einkalífi og má þakka það heilbrigðu líferni og góðum siðum. Það hefur ekki kom- ið áfengur drykkur inn fyrir mín- ar varir í 48 ár! Ég er fæddur sveitadrengur af Vetleifsholti í Ásahreppi, Rang- árvallarsýslu, hinn 13da mars 1912. Foreldrar mínir voru Ingi- björg Olafsdóttir og Vilhjálmur Hildibrandsson. Þau bjuggu stór- búi, að ég hygg á þeirra tíma mælikvarða, að Dísukoti í Þykkva- bæ, en brugðu búi, af því faðir minn ætlaði að snúa sér alfarið að smíðum. En það atvikaðist svo að hann tók við búi föður síns að Vetleifsholti skömmu síðar. Þeir voru tveir bræðurnir og ætlaði Sigmundur að taka við búinu — en hann fórst sviplega með Ingvari í Viðeyjarsundi 1906. Faðir minn var mikill smiður, bæði á tré og járn en frestaði þeirri ætlan sinni í nokkur ár að snúa sér alfarið að smíðunum. Seinna þegar við vor- um komin til Reykjavíkur og bjuggum á Laufásveginum hafði hann smiðju í bakhúsi. Þá leigði í húsinu Hallgrímur Hallgrímsson, magister. Það komu margir merk- ismenn á kenderí til Hallgríms, svo sem Árni Pálsson, Benedikt Sveinsson, Guðbrandur Jónsson og Davíð Stefánsson, þegar hann var í bænum. Faðir minn var ákaflega árrisull maður og sat Davíð oft hjá honum eldsnemma morguns. Ég þekkti föður minn í kvæði Davíðs „Höfðingi smiðjunn- ar“. Ég segi ekki að kvæðið sé beinlínis um hann, heldur sé ég greinilega að Davíð hefur fengið neistann að þessu ágæta kvæði í smiðjunni hjá föður mínum. Kvæði Davíðs Stefánssonar, sem Kristinn minnist hér á, „Höfðingi smiðjunnar", er mikið kvæði og hæfilegt að birta það hér allt á þessari „rímlausu skeggöld". Enda segir Kristinn að í því felist sínar grundvallar lífsskoðanir. Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. I belgnum er stormahvæs. i smiðjunni er ryk og reykur og ríki hans taliö snautt. Hann stendur viö steðjann og lemur stáliö glóandi rautt. Hér er voldugur maður aö verki, meö vit og skapandi mátt. Af stálinu stjörnur hrökkva. í steöjanum glymur hátt. Málmgnýinn mikla heyrir hver maöur sem veginn fer. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hörð og æðaber. Hann réö sínum ráöum sjálfur. Hann rækir sín skyldustörf. Þó líkaminn sortni af sóti, er sálin hrein og djörf. Fast er um tangirnar tekið, en tungunni lítið beitt. Hart dynja höggin á steöjann, uns höndin er dauðaþreytt. Hann tignar þau lög, sem lífiö meö logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins aö standa viö öll sin heit. Hann læröi verk sín aö vanda og veröa engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir geröu eins. Allt sem úr tré er unnið, mun eyöast og falla aö jörö. Öllu, sem gert er úr grjóti, granda sprungur og skörö. Gler glatast og brotnar, en gullið í súginn fer... Stálið er málmurinn mikli, sem meistarinn valdi sér. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af liknsamri lund, sem þráir aö létta annarra störf. Sá frægi framtíöardraumur er falinn i verkum hans, að óbomir njóti orku hins ókunna verkamanns. Hann vinnur myrkranna á milli. Hann mótar glóandi stál. Það lýtur hans vilja og valdi, hans voldugu, þöglu sál. Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar stáliö sinn manndóm — sín kraftaverk. Arið 1918 fluttumst við til Reykjavíkur. Ég átti ágæta æsku; gott heimili og góða foreldra og að því býr nú hver maður allt lífið. Ég minnist þess um það leyti sem við fluttum, að mig langaði ákaflega að fá að sjá bifreið. Faðir minn hafði þá ný- verið ásamt nokkrum bændum Kristinn Vilhjálmsson öðrum haft forystu um að fá sláttuvél í sveitina og þá voru nú margir sem fussuðu og sveiuðu: Sláttuvél! Hún á nú eftir að sökkva niður í díkið í Safamýri og svo sjáum við ekki sláttuvél meir! En sláttuvélin kom og gerði fljót- lega sitt gagn. Ég þóttist viss að bifreið væri ekki ýkja frábrugðin sláttuvél, en var nú spenntur samt að koma til Reykjavíkur og geta þreifað á bifreið í fyrsta skipti. Við fórum ríðandi. Þegar við vor- um komin á móts við Hveragerði mættum við miklu furðuverki. Það var hjól. Mér þótti stórkostlegt undur að maður skyldi geta haldið jafnvægi á tveimur hjólum! En bíl sá ég ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Og þá var ég svo undrandi að ég tapaði áttum. Við komum okkur fyrst fyrir hjá kunningjafólki á Vesturgötunni. Morguninn eftir komuna í höf- uðstaðinn fékk ég að fara út að leika mér. Það var þá sem ég sá bílinn. Það var elsti Ford með Hæ og Ló. Ég gapti á þetta furðuverk og tók svo að hlaupa á eftir alla leið niður í bæ. Þá var ég orðinn rammvilltur. Þá var Reykjavík stór í augum sveitadrengs. Ég þekkti ekkert og engan, en svo man ég eftir því að gömul kona tók í hendina á mér og leiddi mig heim á Vesturgötu. Hún kannaðist við mig og mitt fólk. Faðir minn réðist til Hafnar- smiðjunnar og færði ég honum jafnan, stráklingur, kaffi og brauð í vinnuna. Þar sá ég ennþá meiri undur en bílinn. Það var járn- brautin. Ég fékk oft að fara með henni og fannst ég vera mikill maður. Eins og lög gera ráð fyrir gekk ég í barnaskóla, en veiktist átta vetra gamall og missti úr heilan vetur. Líklega hef ég fengið berkla. Ég var lokaður inni og móðir mín faldi skóna mína, svo ég færi ekki út. Ég var ekki rúm- fastur, en læknar fyrirskipuðu að ég væri innandyra allan veturinn. Um vorið sendi móðir mín mig í sveit. Það er ekkert betra fyrir börn og unglinga en sveitavinnan og bý ég enn að þessari sveitadvöl minni. Kjarngott fæðið í sveitinni og útiveran gáfu mér hreysti. Mér gekk sæmilega námið, en ég var oft latur að læra eins og gengur með stráka. Móðir mín var ákaf- lega trúuð og sá nú um að ég lærði allt sem tilheyrði kristnum fræð- um. Annars gekk mér námið vel, þegar ég máfti vera að því að sitja yfir skólabókum. Við höfðum margt að gera strákarnir, fórum í herleiki og einu sinni settum við upp leikrit. Þ^ð var þáttur úr Skugga-Sveini og við seldum við inn. Eg hafði ekki hug á langskólanámi. En eitthvað varð ég nú að læra samt. Það var ekki hægt að komast hjá því. Þegar ég var 16 vetra gamall fór ég í blikksmíðanám hjá Einari Pálssyni og Haraldi Andréssyni í Nýju blikksmiðjunni og stundaði svo bóklegt nám í Iðnskólanum á kvöldum. Maður vann til sex og hafði naumlega tíma til að þvo sér og háma í sig mat áður en maður fór í skólann. Hann hófst klukkan sjö og stóð frameftir kvöldi. Þetta voru kreppuár og fólk átti erfitt. Ég hafði 18 krónur á viku fyrsta árið í náminu, 25 krónur annað árið, 35 krónur þriðja og 45 krónur það fjórða. Ég brúkaði þá tóbak, reykti sígarettur og þá hrukku nú þessar krónur skammt. Svo flækt- ist ég í víndrykkju þessi ár. Ég var þó ekki forfallinn, en það var stundum lesið yfir manni. Þjóð- hátíðardaginn 1934 skemmti ég mér eins og fleiri fram eftir nóttu og kom ekki heim á Laufásveginn fyrr en á fimmta tímanum um morguninn. Faðir minn var þá kominn út í smiðju, eins og hans var vani en ég forðaðist að mæta honum og tókst að komast óséður uppí rúm. Ég var svo ræstur, eins og venjulega klukkan sjö, þvi það var mánudagur, og gekk til vinnu minnar. Mánudagar til mæðu, seg- ir máltækið, en um kvöldið bjó ég mig upp, svo sem kvöldið áður og móðir mín spurði: — Þú ætlar þó ekki út í kvöld Kristinn? — Jú, jú, ég er ákveðinn í því, sagði ég, en móðir mín þagði við. Ég kom í þetta sinn heim á skikkanlegum tíma. Þetta kvöld steig ég eitt mitt stærsta gæfuspor í lífinu. Ég gekk í stúku. Það var 18da júní 1934 sem ég gekk í stúkuna Freyju í Reykjavík. í henni hef ég starfað síðan. I stúkunni lærði ég fundarsköp og sitthvað fleira nytsamlegt í fé- lagsstarfi og átti það sinn þátt í því að ég varð formaður Sveinafé- lags blikksmiða við stofnun þess í Reykjavík sumarið 1935. Þá var mikil óánægja með kaup og kjör meðal blikksmiða. Við vorum fáir, sem bárum það starfsheiti og fengum æði misjafnt greitt fyrir vinnu okkar, allt frá 80 arurum upp í 160 aura á tímann. Við vor- um átta sem stóðum að stofnun Sveinafélagsins í júnímánuði 1935. Flestir voru þeir menn kvæntir og áttu fjölskyldur, nema ég, og einn- ig það átti sinn þátt í því að ég varð formaður félagsins. Þá er ég að eðlisfari róttækur í mér og í þann tíð nokkuð vinstrisinnaður, þó róttæknin sú hafi beinst með aldrinum í þveröfuga átt. Núna myndi ég styðja stofnun Íhalds- flokks. Én nokkru eftir að við höfðum stofnað sveinafélag blikksmiða og gengið í Alþýðu- samband íslands, efndum við til verkfalls, sem stóð í hálfan mán- uð. Þegar búið var að semja, var ég hinn svarti sauður og átti ekki að hleypa mér inn í smiðjuna. Þá var aftur efnt til verkfalls. Stóð það stutt og ég gekk til minna fyrri starfa. Ég hafði staðið í ströngu og þessi barátta hafði kostað mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.