Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Afmæliskveðja: Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður, sjötugur Við kjötverslun sína Borg við Laugaveg í Reykjavík hefur Þorbjörn verið kenndur í fimmtíu ár. Kjötiðnaður hefur verið hans ævistarf, því að unglingur varð hann sendisveinn og kjötiðnaðar- lærlingur í kjötverslun Borgfirð- inga. I kjötiðnaðinum hefur hann á mörgum sviðum verið bautryðj- andi. Hafið nýjar vinnsluaðferðir og beitt nýrri tækni. Fyrir vöru- vöndun hefur verslun hans verið þekkt. Sjálfur gekk hann löngum í verkin með ötulu starfsfólki. Um þennan merka æviþátt Þorbjörns munn án efa mér kunnugri skrifa á þessum tímamótum í ævi hans. Þrátt fyrir árverkni Þorbjörns í atvinnurekstri, hefur hann gefið sér tíma til ýmissa annarra starfa svo sem stjórnmála innan Sjálf- stæðisflokksins, borgarmálefna, sem borgarfulltrúi, byggingar- mála sem stjórnarformaður bygg- ingafélagsins Brúar, félagsmál kjötiðnaðarmanna en í forustu fé- lagssamtaka þeirra var hann lengi. Eitt er það málefni, sem Þor- björn lét sig lengi skipta, en fáum mun kunnugt, sem áðurnefnd störf hans, en það eru dýravernd- unarmálefnin. Árið 1953 baðst Sigurður Hlíðar, yfirdýralæknir, undan formennsku Dýraverndun- arfélags íslands, en það starf hafði hann annast í 9 ár. Á aðal- fundi félagsins þetta ár stakk Sig- urður upp á Þorbirni til for- mennskunnar og hlaut hann kosn- ingu. Það hefur löngum reynst þeim, sem að dýravernd hafa unn- ið, að annað er að vilja og að vinna að málunum eða að fá þeim komið fram. Hins nýja formanns og stjórn hans biðu mörg mál. Ritstjóra vantaði að Dýraverndaranum, því að Sigurður Helgason, kennari, sem hafði annast ritið frá 1947 óskaði að láta af störfum. Giftu- samlega tókst um ráðningu rit- stjóra, þar sem Guðmundur Gísla- son Hagalín, rithöfundur, réðist til starfsins og gengdi því með si- nni þjóðkunnu ritsnilld og sívak- andi baráttuhug fyrir velferð dýra, svo að ritstjóratímabil Guð- mundar í 17 ár er út af fyrir sig merkilegt í rithöfundarstarfi hans. Koma þurfti eignum félagsins, upplagi rits þess svo og afgreiðslu allri í viðunandi húsakynni. Til af- greiðslu ritsins fékks Þorgils Guð- mundsson, þá Ingimar Jóhannes- son, Unnur Hagalín og loks Ágúst Vigfússon, sem öll unnu störf sín fyrir félagið vel og komu öllum eignum vel fyrir í húsnæði sem stjórn DÍ tók á leigu að Hjarðar- haga 26 í Reykjavík. Þegar Þorbjörn tók við for- mennsku DI var barátta fyrir lagaákvæðum um öryggi og með- ferð dýra orðin löng. Má segja að austfirskir bændur hæfu hana 1860, en þá giltu um þetta enn ákvæði Grágásar- og Jónsbókar. Alþingi tók undir mál bræðranna, en dönsk stjórnvöld svöruðu með því að beiðast álits Alþingis á dönskum lögum um dýravernd frá 1857. Alþingi vék sér undan þessu en konungur gaf út 1862 opið bréf um að hin dönsku lög skyldu gilda hérlendis. Árið 1869 er ákvæði um illa meðferð á dýrum felld inn í almenn hegningalög. Við þetta sat til 1915 að Tryggvi Gunnarsson fær sett lög um dýravernd með fulltingi Sveins Björnssonar síðar forseta og Jóns Magnússonar síð- ar ráðherra. Magnús Jónsson, prófessor, lag- ði 1925 fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögunum frá 1915 þess eðlis að lögreglustjórar gætu svipt umráðamenn dýrunum, sem þeir misgera við, en kom því eigi fram. Árið 1940 þegar almennum hegningalögum var breytt voru ákvæði laga um dýravernd skert, svo að um afturför var að ræða. Undir forustu Þorbjörns var 1955 leitað til þáverandi menntamálaráðherra um endur- skoðun laga um dýravernd. Féllst ráðherra á rök stjórnar DI og fól þáverandi lagaprófessor, Ármanni Snævarr, að vinna að endurskoðun laganna og semja frumvarp til nýrra laga. Bjarni Benediktsson bar frumvarpið fram og fékk það samþykkt sem lög frá Alþingi 1957. Lagavernd sú til handa dýr- um sem hér með náðist, er veitt dýrunum sjálfum, en eigi sem eign manna, og til verndar lífi þeirra og heilsu. Ymis önnur lög eða reglugerðir, sem vörðuðu öryggi þeirra og líð- an voru samin í formannstíð Þorbjörns t.d. bann við hvala- rekstri, takmörkun sinubrennslu, reglugerð um dýrasýningar, endurskoðun ákvæða um forða- gæslu, þá ekki hve síst lög um heimild fyrir ríkisstjórniná 1961 til þess að staðfesta alþjóðasam- þykkt um að fyrirbyggja óhreink- un sjávar af völdum olíu og setja reglugerð um varnir gegn slíkri óhreinkun og lög frá Alþingi 1957 um fuglaveiðar og fuglafriðun. I félagsmálum dýraverndun- armanna varð sú breyting gerð 1959 að gera DÍ, sem þá hafði starfað í 44 ár, að Sambandi Dýra- verndunarfél. Reykjavíkur enda þá starfandi sex dýraverndunar- félög utan Reykjavíkur. Einnig var ráðist í að fá bæjar- og hreppsstjórnir til þess að tilnefna trúnaðarmenn um dýraverndun. Fengust 44 tilnefndir. Má af þessari upptalningu sjá að Þorbjörn var engu að síður vak- andi og ötull um málefni dýra- verndar en sinn atvinnurekstur og það annað sem honum var til- trúað. Geta má þess að kona Þor- björns, Sigríður H. Einarsdóttir, átti að ömmusystur Ingunni Einarsdóttur, sem um mörg ár var einhver ötulasti baráttumaður um dýravernd, er talin stofnandi Dýraverndarans og gisti- og hjúkrunarstöð dýra að Tungu við Laugaveg í Reykjavík. Þeir voru margir, sem um langt skeið leituðu aðstoðar hjá Þor- birni um málefni dýra. Þeir og við sem nutum félagsskapar með hon- um í störfum að verndun dýra, sendum honum í tilefni 70 ára af- mælisins, hinn 10. marz síðastlið- inn, kærar afmælisóskir og kveðj- ur. Þorsteinn Einarsson Ármúla 38. Sími 84549. « , «t , * • . ; 4 » . . .1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.