Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Kynning á kristniboðsstarfi f Reykjavík: Erfitt að mæla árangurinn en söfnuð- irnir eru dæmi um ávöxt starfsins - segir Gísli Arnkelsson um kristniboðsstarf íslendinga í Kenýa og Eþíópíu SAMBAND ísl. kristnibodsfélaga gengst dagana 14. til 21. mars fyrir samkomuherferð í Reykjavík þar sem kynnt verður starfsemi SÍK og fluttar fréttir af kristniboðsstarfi sambandsins í Kenýa og Eþíópíu. Verða samkomurnar haldnar í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík og hefjast kl. 20:30. Mbl. ræddi stuttlega við Gísla Arnkelsson formann SIK, en hann starfaði um árabil í Konsó í Eþíópíu. Var hann fyrst beðinn að greina frá því helsta sem unnið er nú að í Kenýa og Eþíópíu: — Á kristniboðsstöðinni í Chep- arería í Kenýa starfa nú tvenn ís- lensk hjón. Allmikill tími hefur farið í byggingarframkvæmdir, enda þurfti að byggja stöðina frá grunni. Tvö íbúðarhús fyrir kristniboða hafa verið reist, svo og kirkja og geymsluhúsnæði. Á stöð- inni er rekinn 1. til 3. bekkur Flugpúðinn hefur farið í loftköstum um skíðalönd Evrópu að undanförnu og hvarvetna valdið byltingu í sleðabrekkunum. NÍÐSTERKUR EN LUNGAMJÚKUR Á honum eru engar skarpar brúnir eða fletir, þannig að slysahætta í sleða- brekkum verður hverfandi lítil. LÆTUR MJÖG VEL AÐ STJÓRN Neðan á honum eru upphleyptargúmmímottursem koma í veg fyrirað hann snúist um sjálfan sig. Þú breytir um stefnu með því að færa til líkamsþungann á „púðanum” eða notar fæturna til stýringar. ÞÚ biæst hann urpá brekkubrljn Loftlaus Flugpúðinn tekur sama og ekkert pláss, hvorki í bílnum né geymslunni. I ac < z D < SNJÓR,GRAS EÐAVATN! Flugpúðinn hefur þann eiginleika að geta runnið í hvaða snjó sem er og þú getur líka rennt þér á honum niður blauta grasivaxna brekku og flotið á honum í sundlauginni. FLUGPÚÐINN EEST í TVEIMUR STERÐUM FmtR BÖRN OG FULLORÐNA Aukum öryggið í sleðabrekkunum. Góða skemmtun. --------------------------ÚTSÖLUSTAÐIR:------------------------- Reykjavík: Hilda hf., Borgartúni 22, Egilsstaðir: Reykjavík: Bikarinn Skólavörðustíg 14, Reykjavík: Hagkaup Skeifunni 15, Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Patreksfjörður: Kaupfélag V-Barðstrendinga ísafjörður: Sporthlaðan h.f., Hvammstangi: Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur: Verzlunin Tindastóll, Siglufjörður: Verzlunin Ögn, Husavík: Víkursport s.f., Seyðisfjörður: Neskaupstaður: Eskifjörður: Fáskrúðsfjörður: Hornaf. Höfn: Selfoss: Keflavík: Vestmannaeyjar: Verzlunin Skógar, Verzlunin Túngata 15. Kaupfélagið Fram, Verzlun Elísar Guðnasonar, Verzlunin Þór h.f.. Verzlun Björns Axelssonar, Verzlunin Sportbær, Sportportið. Gunnar Olafsson & Co., H.f.. barnaskóla með tæplega 300 nem- endum. Húsnæðið sem skólinn hefur orðið að notast við er mjög frumstætt, en á því verður fljót- lega ráðin bót þar sem Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefur nýlega afhent 100.000 krónur til bygg- ingar nýs skólahúss. Þá er áform- að að reisa sjúkraskýli enda mikil þörf á sjúkrahjálp. Uppbygging safnaðarstarfs hef- ur gengið mjög vel á svæðinu kringum stöðina og á nokkrum stöðum úti í héraði. Mun láta nærri að 300 manns hafi tekið kristna trú og látið skírast. Önnur fjölskyldan sem starfað hefur í Kenýa undanfarin ár kemur það- an á sumri kománda og reiknað er með að senda aðra fjölskyldu í hennar stað upp úr næstu áramót- um. Ástand ótryggt í Eþíópíu Undanfarin ár hefur ástandið í þjóðmálum í Eþíópíu verið ákaf- lega ótryggt. Kristnir menn hafa víða mætt ofsóknum og alls konar þrengingum, sem yfirvöld hafa staðið á bak við. Á sumum land- svæðum hefur kirkjum verið lok- að, prestar og prédikarar fangels- aðir og öðrum kristnum mönnum bannað að koma saman. I öðrum landshlutum hefur kirkja og kristniboð fengið að starfa nokk- urn veginn án íhlutunar yfirvalda. í Konsó hefur starfið búið við all- góð skilyrði nú síðustu mánuðina miðað við það ástand sem ríkti þar um tíma. Innlendu prestarnir og kristniboðarnir geta í dag farið allra sinna ferða um héraðið, haldið samkomur, guðsþjónustur og styttri námskeið. Á sjálfri stöð- inni hefur starfið alla tíð gengið svo til ótruflað. Aðsókn að sjúkra- skýlinu er stöðug og starfa þar nú tvær norskar hjúkrunarkonur. Áætlað er að senda eina íslenska fjölskyldu til Eþíópíu nú seinni hluta sumars og aðra í byrjun árs 1983. I barnaskólanum eru á fjórða hundrað nemendur í 1. til 6. bekk. Námskeið eru haldin af og til bæði fyrir þá er undirbúa sig undir skírn og safnaðarmeðlimi sem auka vilja þekkingu sína. Tala safnaðarmeðlima í Konsó er nú nokkuð yfir 10 þúsund. Næst var Gísli beðinn að greina frá fjárþörf starfsins á þessu ári og hvernig fjárins er aflað: — Svo sem flestir vafalaust vita er SÍK hreyfing sem starfar innan íslensku þjóðkirkjunnar. Kristni- boðsfélög, ýmis kristileg félög og einstaklingar leggja fram fjár- Kristniboðinn reynir að blanda geði við fólkið sem hann starfar á meðal og hér var Skúli að reyna fyrir sér í bogfimi, en árangurinn varð ekki meiri en svo að þeir innfæddu gerðu grín að. Skúli Svavarsson kristniboði prédik- ar hér f guðsþjónustu í Kenýa og með honum er túlkurinn Wilson. Mynd jt. muni til kristniboðsstarfsins. Um aðrar tekjulindir er ekki að ræða. Fjárþörfin 1,2 m.kr. í ár Fjárhagsáætlun fyrir þetta ár, miðað við verðlag í ársbyrjun, hljóðar upp á um 1,2 milljónir króna. Langmesti hluti þessarar upphæðar fer til starfsins í Kenýa og Eþíópíu. Verulegir fjármunir fara í rekstur starfsins á stöðvun- um og í héruðunum í Konsó og Cheparería. Mikil fátækt er ríkj- andi á þessum slóðum og þess vegna verða hinir ungu söfnuðir að fá mikinn fjárhagslegan stuðn- ing ef starfið á að eflast áfram. Er á einhvern hátt hægt að meta eða vita hver árangur er af starfi kristniboðsins? — Ljóst er að það er erfitt að mæla eða meta til fulls árangur kristniboðsstarfa. Við verðum að hafa hugfast að markmið kristni- boðs er að útbreiða fagnaðarerind- ið. Lúther kallað 16. versið í 3. kafla Jóhannesarguðspjalls litlu biblíuna: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Hvað gerist svo í lífi heiðingja þegar þetta fagnaðarerindi lýkst upp fyrir honum? Fjötrar heið- inna, miskunnarlausra trúar- bragða falla af honum. Hjátrú og alls konar fordómar hverfa. Krist- in trú og þekking gefur lífinu algjörlega nýtt innihald. Hinir kristnu verða salt hver í sínu sam- félagi og þannig útbreiðast kristin áhrif. Það er því hægt að segja að söfnuðirnir í Konsó og Cheparería séu augljósir ávextir kristni- boðsstarfs okkar. Starfið er margþætt Einnig má nefna að skólastarf er snar þáttur í starfi kristniboðs- ins. Óhætt er að fullyrða að ólæsi væri svo til algjört í Konsó ef ekki hefði verið þar kristniboðsstöð. Hægt er að benda á að langflestir þeirra nemenda í Konsó sem lokið hafa 8. bekk grunnskóla og síðan menntaskóla eða iðnskóla, byrj- uðu nám sitt á kristniboðsstöð- inni. Sjúkrastarf er einnig mikilvæg- ur þáttur starfsins. Mörg undan- farin ár hafa verið skráðar á sjúkraskýlinu milli 40 og 50 þús- und aðgerðir og viðtöl og árið 1981 voru þær t.d. 46 þúsund. Legu- sjúklingar voru 720 og 80 konur fæddu þar börn sín. Þessar tölur tala einnig sínu máli og sýna að starf kristniboðsins er margþætt, sagði Gísli Arnkelsson að lokum. Sem fyrr segir hefjast samkom- urnar kí. 20:30 hvert kvöld og er hin fyrsta í kvöld, sunnudag. Verður þá fluttur kristniboðsþátt- ur frá Kína, sr. Karl Sigurbjörns- son er ræðumaður og Karlakór KFUM syngur. Annað kvöld er þáttur frá Madagaskar og Baldvin Steindórsson talar. Önnur kvöld eru þættir um kristniboð í Japan og á Fílabeinsströndinni auk Kenýa og Eþíópíu, Æskulýðskór KFUM og K syngur og fleiri og meðal ræðumanna eru kristniboð- ar er starfað hafa í Eþíópíu. jt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.