Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
Einn er sá maður, sem flestir
Akurnesingar, ef ekki allir, kann-
ast við, sömuleiðis fólkið hér í
næstu sveitum. Maðurinn er og
hefur verið vörubílstjóri á Akra-
nesi allar götur frá 1930 eða í
hálfa öld og tveim árum betur.
Reyndar er hann einn af fyrstu
bílstjórum hér á Akranesi. Maður-
inn heitir Björgvin Ólafsson.
Fæddur að Katanesi á Hvalfjarð-
arströnd, 22. mars 1907. Hann var
fjórða og yngsta barn þeirra heið-
urshjóna, scm þar bjuggu um þær
mundir, Ólafs Jónssonar bónda og
Guðrúnar Rögnvaldsdóttur Jóns-
sonar útvegsbónda og formanns
að Skálatanga á Akranesi. Guðrún
var þrettánda barn föður síns, en
þau voru 18 alls. Hann átti tvær
konur, sem voru aisystur. Með
fyrri konunni, Guðrúnu Jónsdótt-
ur formanns á Akranesi Hansson-
ar, átti hann 12 börn. Með seinni
konunni, Arnbjörgu, átti hann 6
börn og var Guðrún þeirra elst.
Rögnvaldur og konur hans voru af
borgfirskum ættum, en Ólafur,
faðir Björgvins, var ættaður úr
Mosfellssveitinni og nágrenni
Reykjavíkur. Ólafur og Guðrún
bjuggu í 12 ár í Katanesi, 1899 til
1911. A Geitabergi í sama hreppi
bjó Ólafur í 18 ár og þar áður í 12
ár á Þorbjarnarstöðum í Straums-
vík við Hafnarfjörð. Guðrún kom
ung stúlka sem ráðskona til Ólafs
stórbónda á Geitabergi. Sú vist-
ráðning varð þetta varanleg að
þau urðu hjón, eignuðust 4 börn.
Þau dóu sitt vorið hvort, hún 1922,
hann 1912. Þannig fer stundum,
ungur má en gamall skal. Hún var
sem sagt að verða fertug, en ald-
ursmunur þeirra hjóna var 33 ár
og 5 mánuðum betur. Þegar Guð-
rún dó vorið 1911 leysti Ólafur upp
heimilið og hætti að búa, þó var
hann sitt síðasta ár í Katanesi g
dó þar 22. maí 1912. Þegar hann
var búinn að missa konuna og
hafði leyst upp heimilið, var tveim
yngstu börnunum komið fyrir,
Guðný 6 ára fór að Kalastaðakoti,
en Björgvin 4 ára til Guðjóns Sig-
urðssonar og Signýjar Jónsdóttur
í Dægrunni, Innri-Akraneshreppi.
Þau heiðurshjón voru vinafólk
þeirra Ólafs og Guðrúnar, hjón-
anna í Katanesi. Hjá þeim fengu
þau aðstöðu í Katanesi til að búa
sitt fyrsta búskaparár. Þetta heið-
ursfólk var trygglynt og vildisvin-
ir. Litli drengurinn frá Katanesi
mundi foreldra sína og saknaði
þeirra sárt, þótt hjá góðum væri.
Maðurinn er að eðlisfari trygg-
lyndur, vanafastur og þéttur fyrir,
lítt gefinn fyrir breytingar eða
bústaðaskipti, það hefur hann
löngum sannað okkur. Frá fyrstu
ævinnar árum, býr átthagatryggð-
in í brjósti hans. Honum var föð-
urgarðurinn kær, þar sem hann
mundi sína fyrstu daga. Því fór vel
á því að þar ætti hann nokkurt
land, til að athafna sig á og njóta
kærra heimahaga. Það var alla tíð
kært með þeim bræðrum, Jóni
bónda í Katanesi og Björgvin
bróður hans. Jón fann hvað hjart-
að sló hjá bróðurnum eina, seldi
honum nokkra ha lands, svo hann
gæti átt búfé og fengið arð til eig-
in nota, í sitt heimili. Þessi smái
búskapur Björgvins hefur alla tíð
fært honum björg í bú og ánægju
búsýslunnar að auki.
list
listiónaóur
Gjafavöru|nar frá Rosenthal hafa
hlotið óblándna aðdáun allra
þeirra sem’bera skyn á listfenga
hönnun, glaesileik og fágun.
„Bögglaði brefpokinn“ eftir lista-
manninn Wirkkala er skemmtilegt
dæmi um hugkvæmni og frum-
leika Rosenthal gjafavaranna.
Hinir fágætu plattar Björns Wjin-
blad hafa geysilegt söfnunargildi.
Þeir eru gullfallegir.
Þeir eru gulltryggðir.
■i ■ \ -
Suomi postulínsstellið er eitt
glæsilegasta stelliö frá Rosenthal.
Það er gljáð í handavinnu og hluti
framleiðslunnar er valinn til skreyt-
ingar með gulli og hvítagulli af
heimsfrægum listamönnum.
Suomi er hannaó af Timo Sar-
paneva.
studio-line
A EINARSSON & FUNK
Lau$ive$ 85
75 ára á morgun:
Björgvin Ólafs-
son Akranesi