Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jttoröunblníiifc Síminn á afgreiöslunni er 83033 JHor^xmí)Xní»it> SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Helguvíkurmálið og afgreiðsla iðnaðarráðherra: „Ákvörðun iðn- aðarráðherra er einsdæmi" — segir Páll Flygenring ráðuneytisstjóri „ÞKSNI ákvörðun jðnaðarráðherra er einsda'mi og ég man ekki eftír því að iðnaðarráðuneytið hafi áður skipt sér af slíkum samningum sem Orkustofn- un hefur gert,“ sagði l’áll Flygenring, ráðuneytisstjóri í lðnaðarráðuneytinu í samtali við Morgunhlaðið í gær, þeg- ar hann var spurður að því hvort það væri algengt að ráðherra léti rifta slík- um samningum sem Orkustofnun hafði gert við Almennu verkfræðistof- una um boranir, jarðvegskönnun og fleira í Helguvík. „I'etta voru bein fyrirmæli frá ráðherra," sagði Páll, „og það var engin skýring látin fylgja til orkumálastjóra þegar mér var falið að hringja í hann og tilkynna honum ákvörðun ráðherra," sagði Páll Flyg- enring, ráðuneytisstjóri. „Þessi tilkynning frá iðnaðar- ráðherra er staðreynd, orkumála- stjóri tilkynnti mér í síma og í per- sónulegu samtali sem ég átti við hann, að umsamið verk í Helguvík gæti ekki farið í gang eins og um var samið," sagði Svavar Jóna- tansson, framkvæmdastjóri Al- mennu verkfræðistofunnar í sam- tali við Mbl. í gær um tilkynningu iðnaðarráðherra varðandi vegna stöðvun undirbúnings að fram- kvæmdum í Helguvík. „Það var bú- ið að skrifa undir samning um verkið 10. marz sl.,“ sagði Svavar, „og verkið átti að hefjast af fullum krafti þegar að lokinni undirskrift samnings og eftir helgina átti bor- un að hefjast. Nei, orkumálastjóri gaf engar skýringar aðrar en þær að iðnaðarráherra vildi ekki láta vinna þetta verk. Talsmenn Orku- málastofnunar höfðu hins vegar sagt okkur að þetta verkefni væri mjög hentugt fyrir tæki stofnunar- innar á þessum tíma og vildu hefja verkið sem fyrst til þess að því yrði lokið áður en aðalvertíðin hefst hjá þeim í borunum í vor, en það er áætlað að þetta verk fyrir okkur taki 1 'h mánuð, eða að því verði lokið fyrir apríllok. Við höfum aldrei lent í slíkri uppákomu sem þessari enda afar óvenjulegt mál og kemur sér mjög illa fyrir okkur. Við erum með samning við bandarískt fyrirtæki sem er háður ákveðinni tímaáætlun og þetta þýðir, ef ekki verður breyt- ing á, að þátturinn verður tekinn úr okkar höndum og ugglaust falinn erlendum aðilum, en við höfum gert samning um ýmsa þætti í verkinu, svo sem jarðboranir, mælingar, jarðfræðikönnun, kortagerð og bor- anir á sjó. Fyrr höfum við ekki lent inn í pólitískum vangaveltum með starfsemi okkar, en ég vona að þetta leysist eftir helgina með eðli- legum hætti og þá er enginn skaði skeður, en hvort um skaðabótakröf- ur verður að ræða ef málið leystist ekki, get ég ekki sagt nú.“ Á vegum Arnarflugs er nú verið að hefja breytingar á merkjum Lockheed Electra-flugvélarinnar, sem keypt hefur verið af íscargo. Verða einkennisstafir hennar TF-VLN og verða merki Arnarflugs einnig máluð á vélina. Ljósm. rax. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Valdníðsla Hjörleifs í annarlegum tilgangi „Verkið gengur þvert á gildandi skipulag Helguvíkursvæðisins“ — segir Hjörleifur Guttormsson ráðherra „ÞENSI ákvörðun iðnaðarráðherra er valdníðsla, því það heitir vaidníðsla á lagamáli þegar yfirvöld beita valdi sínu í annarlegum tilgangi, í tilgangi sem þeim er ekki ætlað að fjalla um,“ sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær vegna ákvörðunar Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra að fresta og rifta þannig samningum Orkustofnunar við Almennu verkfræðistofunnar um boranir og fleira í Helguvík við Keflavík. „Þetta er mál á milli Almennu verkfræðistofunnar og Orkustofn- unar,“ sagði Ólafur, „en ég fyrir mitt leyti tel sjálfsagt að Almenna verkfræðistofan fari í mál við Orkustofnun fyrir tilefnislaust og fyrirvaralaust samningsrof þar sem skriflegur verksamningur lá fyrir undirritaður og verkið var hafið. Það alvarlega í þessu er það að maður hefur unnið að því að undanförnu að stuðla að því að sem mest af þessu verki og rann- sóknum komist í íslenzkar hendur, en iðnaðarráðherra er beinlínis að koma í veg fyrir það að íslenzkar hendur og íslenzk kunnátta verði notuð í því verki sem verður unn- ið.“ Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri ranghermi að hann hefði gefið Orkumálastjóra fyrirmæli um að rifta skriflegum samningi. „Ég óskaði eftir því að fá að sjá þenn- an samning. Þegar ég hafði skoðað hann sl. fimmtudag fór ég fram á það við orkumálastjóra að .verk- efni Orkumálastofnunar við Helguvík yrði frestað þar sem ég vildi fá ráðrúm til þess að kanna í hvaða samhengi þessar rannsókn- ir væru í sambandi við gildandi skipulag á svæðinu, svo að Orku- málastofnun færi ekki að blanda sér í það að ófyrirsynju. Við ákváðum að sjá til fram yfir helgi, en það fer ekkert á milli mála að þetta verkefni Orkustofnunar og þessar framkvæmdir ganga þvert á gildandi skipulag á Helguvík- ursvæðinu og það getur ekki talizt nein valdníðsla, eins og flogið hef- ur fyrir hjá einhverjum, ef ráð- herra vill kanna hvort Orkustofn- un sé að flækja sér inn í verkefni sem stríðir gegn lögum. Utanrík- isráðherra ætti að huga að eigin lögheimildum um sínar eigin að- gerðir áður en hann tekur svo Verðum að semja án grunnkaups- hækkana og skerða vísitöluna — segir Þorsteinn Pálsson, en fyrsti fundur ASI og VSÍ um nýja samninga verður haldinn í fyrramálid „VINNUVEITENDUR eru enn verr í stakk búnir nú heldur en síðastliðið haust og ég teldi það mjög óvænt ef verkalýðsfélögin kæmu fram með sömu kröfur og þá, en við fáum væntanlega að sjá það á mánudagsmorguninn," sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins í gær. í fyrramálið verður fyrsti viðræðufundur samninganefnda ASÍ og VSÍ um nýja samninga, en samningarnir sem undirritaðir voru í nóvember, falla úr gildi 15. maí. í Mbl. í gær kom fram hjá Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, að kröfugerðin yrði hin sama og í haust, en þar var m.a. farið fram á 13% launahækkun. „Það er afturkippur í efnahags- lífi þjóðarinnar, það er stöðvun á hagvexti, það er minnkun þjóðar- tekna á mann og allt er þetta aft- urför frá því í vetur er við vorum að sernja," hélt Þorsteinn Pálsson áfram. „Þá treysti verkalýðshreyf- ingin sér ekki til að fylgja þeim kröfum eftir, sem hún hafði þá uppi. Það er því augljóst, að hún hlýtur að endurskoða þær í sam- ræmi við ástand efnahagsmála. Stjórnvöld hafa sett það tak- mark, að verðbólga komist niður í 30% síðari hluta ársins. Til þess að það megi verða verðum við að endurnýja samningana án grunn- kaupshækkana og þar að auki að skerða vísitöluna allverulega. Samningaviðræðurnar hljóta að taka mið af þessum efnahags- markmiðum ríkisstjórnarinnar, allt annað er ábyrgðarleysi af hálfu aðila vinnumarkaðarins.“ — I viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Ásmundur Stefánsson, að niðurstöður vinnumarkaðs- könnunar um yfirborganir sýni, að vinnuveitendur almennt fylgi ekki kröfu VSÍ um taxta og þá niður- stöðu megi draga af þessari könn- un, að það sé vilji vinnuveitenda að töxtum sé breytt. „Þessi könnun sýnir tvennt. Hún sýnir, að raunverulegar launatekjur eru miklu hærri held- ur en verkalýðsforystan hefur haldið fram. Helzta áróðursvopn hennar hefur verið að benda á nakta launataxta, en könnunin sýnir að þetta áróðursvopn hefur ekki við rök að styðjast. Það er nánast ekki til í raunveruleikan- um og að þessu leyti gerir könnun- in ekki annað en að afvopna tals- menn verkalýðsforystunnar. í öðru lagi gefur þessi könpun til- efni til þess að fara í miklu ná- kvæmari mælingar á launaskriði og að settar verði fram kröfur um launaskriðsfrádrátt, t.d. í vísitölu, þannig að launaskrið á tilteknu tímabili komi til frádráttar við út- reikning verðbóta og ekki er ólík- legt, að það verði snar þáttur í þessum viðræðum." stórt upp í sig varðandi verkefni annarra ráðherra. Það verður væntanlega rætt í ríkisstjórninni eftir helgina hvort ástæða er til að fresta þessum framkvæmdum til lengri tíma, en Alþýðubandalagið hefur hvatt til eðlilegrar sam- vinnu um ágreining þessa máls og ég vil hafa ráðrúm til að fara yfir það á næstu dögum. Umboð utan- ríkisráðherra gengur ekki lengra en á varnarsvæðinu." Blaðamaður spurði ráðherra hvort einhverjar líkur væru á því að hann leyfði vinnu Orkustofnun- ar ef þetta stangaðist algjörlega á við gildandi skipulag eins og fram kemur í ummælum Hjörleifs hér á undan og hvort hann teldi eðli- legra að erlendir verktakar ynnu þetta verk eins og frapi hefur komið í Morgunblaðinu ef Orku- stofnun færi ekki að standa við gerðan samning. Hjörleifur kvaðst vilja fá ráð- rúm til að skoða málið og ekki kvaðst hann hafa litið á það í því samhengi að eriendir aðilar fengju það í sínar hendur. Gengið sígur GENGI krónunnar sígur nú jafnt og þétt hvern dag. Síðastliðinn hálfan mánuð hefur söluverð Randaríkja- dollars hækkað um 2,25%. Þá hefur söluverð svissnesks franka hækkað um 2,4% frá gengisskráningu Seðla- bankans 26. febrúar til 12. marz. Sterlingspund hefur hækkað um 0,55%, dönsk króna hefur hækkað um 1,82% og vestur-þýzkt mark um 1,94%. Þá hefur japanskt yen hækkað um 0,72% og hollenzk flór- ína um 2,20%. Frá áramótum hefur söluverð dollarans hækkað um 21,35%, sterl- ingspunds um 15,52%, danskrar krónu um 12,33%, vestur-þýzks marks um 15,90%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.