Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
37
Fyrir um hálfri öld flutti hann
að Uppkoti á Skipaskaga, til henn-
ar Önnu Helgadóttur, sem misst
hafði unnustann í sjóinn á togar-
anum Leifi Heppna í Halaveðrinu
8. febrúar 1925. Anna bjó í sínum
föðurgarði, hafði föður sinn hjá
sér til lokadags. Hann dó í júlí
1945. Guðrún Sæmundsdóttir,
kona Helga, dó í október 1930.
Dóttur átti Anna með Þorbirni
unnusta sínum. Það er Þorbjörg,
kona Helga Ibsen, Akranesi. Þann
16. júní 1933 ganga þau í hjóna-
band, Björgvin og Anna. Þeirra
börn eru 3: Helgi bílstjóri á Akra-
nesi, kvæntur Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur, Guðrún, hennar maður
Snæbjörn Snæbjörnsson, þau búa
í Reykjavík, og Sigrún, hennar
maður Gunnar Lárusson, Akra-
nesi. Barnabörhin eru orðin mörg
og sum hafa stofnað sitt heimili,
eiga börn og buru.
Anna var mikil heiðurskona,
stórmyndarleg, góð kona, virt og
vinsæl af sinni samtíð. Hún dó 24.
ágúst 1970. Þeirra farsæla sambúð
hefur því staðið nær fjórum ára-
tugum. Það var gestrisið heimili,
glaðvært og gott, þeirra Upp-
kotshjóna. Þar þótti okkur öllum
gott að koma og dvelja með glöðu
og góðu fólki, sem vildi hvers
manns vanda leysa og öllum gera
gott. Það var margs að sakna, þeg-
ar blessuð Anna féll frá. Það urðu
örlagarík þáttaskil í lífi ástvina,
en þetta er lífið, vinir koma og
vinir kveðja, en minning getur
margan glatt, þó æviárin líði.
Þessir góðu vinir eru mér kærir og
minnisstæðir. Börn þeirra hjóna,
afkomendur og tengdabörn, allt
mikið sómafólk, sem við þekkjum
öll af mannkostum, dugnaði og
manndómi.
Björgvin var sá lánsmaður sem
fyrr að fá til sín mikla sómakonu,
Svanlaugu Pétursdóttur. Sú kona
er virt og dáð vegna sinna mann-
kosta og manngæða. Björgvin
kann vel að meta hennar góðu
hjálp og alúðlegu viðkynningu.
Björgvin er maður dulur og hlé-
drægur, vinfastur, orðheldinn,
samviskusamur og vandaður til
orðs og æðis, þéttur fyrir og íhug-
ull, sem virða ber. Góður heimil-
isfaðir, glaður maður og góður
sínum vinum, á heimili og utan
þess.
Frá því á vordögum 1922, þegar
sá er þetta skrifar eignaðist heim-
ili í Katanesi, hefur þessi heiðurs-
maður, frændi og vinur verið mér
hugstæður og hjartkær, sem sé 60
ára vinátta, sem vel er þess verð
að virða á tímamótum. Öllu fleyg-
ir fram, leiðin lengist að baki og
styttist í lokamark. Sem betur fer
er engu að kvíða, en margs að
minnast og margt að þakka. „Lífið
er dásamlegt" er nafnið á einni
bók í hillunni hér. Ég tek undir
það. Við lifum á landi fögru, ljóss-
ins friðsæla landi, meðal góðra
samferðamanna og vina, einn
þeirra, frændi vor Björgvin Ólafs-
son, er sjötíu og fimm ára. Margt
ber að muna, margt að þakka. Gefi
Guð að ein sé hamingjan hliðholl
fyrir stafni til sólarlagsins síð-
asta.
Lifðu heill kæri frændi, hjart-
ans þökk fyrir samfylgdina, vin-
áttu og bræðrabandið. VLJ
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
ELDRIBORGARAR Mallorkalerð
22. apríl — 27. dagar — Verð kr. 9.800 — Frábær ferð
Skotlandsferð
fyrir eldrí borgara
10. september veröur farin vikuferö til
Skotlands. Ekiö veröur um hálendiö til
staöa eins og Loch Lomond, Inverness,
Avemore, Pitlochry og St. Fillans, þá
veröur dvaliö í Edinborg í lok feröarinnar.
Verð kr. 7.400,-
★ Dvalið á Hótel Pionero í St. Ponsa
★ Gisting í tveggja manna herbergjum
★ Innifalið hálft fæði allan tímann
★ íslenskur fararstjóri og
hjúkrunarfræðingur
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAL
VID AUSTURVÖLL SIMI26900
FORD TAUNUS1600 GL
Kostar aðeins krónur
135.000,-
Hvar fœrð þú meira fyrir peningana?
Ford Taunus — Þýzkur gæðabfll
Sveinn Egilsson hf.
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100