Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
58. tbl. 69. árg. ÞKIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982____________________________PrentsmiAja Morgunblaðsins.
Vinstra áfall
í Frakklandi
Pirb, 15. marz. Al*.
VINSTRI og hægri rifust í dag um út-
reikning prósenta eftir kosningar til
héraðaþinga í Krakklandi í gær. En
vinstriflokkunum hefur ekki tekizt að
halda stuðningi meirihlutans sem
fylgdi þeim í þingkosningunum í fyrra.
Skv. opinberum tölum fengu
hægrimenn 49,92% atkvæða í fyrri
umferðinni, vinstrimenn 49,59% en
umhverfisverndunarmenn afgang-
inn. Kosið verður aftur þar sem eng-
inn frambjóðandi hlaut 50% eða
meira næsta sunnudag.
Sprengju-
herferð
Belfa.st, 15. marz. Al*.
ELLEFU ára drengur beið bana og
a.m.k. 15 slösuðust í sprengjuher-
ferð á Norður-írlandi í kvöld —
þeirra á meðal William (’raig, fyrr
um innanríkisráðherra Norður
Irlands.
Craig, sem var um skeið einn
helzti leiðtogi mótmælenda á
Norður-Irlandi og innanríkisráð-
herra í heimastjórninni 1963—64,
slasaðist ekki alvarlega.
Mikið tjón varð í árásunum,
sem voru allar gerðar um sama
leyti, í Belfast og fjórum öðrum
bæjum. Árásirnar virðast verk
Provisional-arms írska lýðveld-
ishersins.
Alvarlegasta árásin var gerð í
Banbridge, 32 km suður af Belfast,
þar sem drengurinn beið bana og
um 12 slösuðust, nokkrir þeirra
alvarlega, af völdum bílasprengju
sem sprakk nálægt fjölförnu
verzlunarhverfi.
Þetta er fyrsta sprengjuher-
ferðin í fimm mánuði og varað
hefur verið við sprengjuárásum
annars staðar. Allar sprengjurnar
nema ein voru bílasprengjur. Dag-
ur heilags Patreks er eftir tvo
daga.
Hægrimenn sökuðu Gaston Deff-
erre innanríkisráðherra um að rang-
túlka úrslitin með því að telja til
vinstrisinna þá óháðu frambjóðend-
ur, sem voru ekki aðilar að opinberu
bandalagi vinstrisinna. Eitt sér fékk
vinstrabandalagið 47,5%.
Báðir aðilar töldu héraðakosn-
ingarnar eins konar þjóðaratkvæði
um vinsældir stjórnarinnar. I síð-
ustu héraðakosningum 1976 fengu
vinstrimenn 52,5% atkvæða, en 55%
í þingkosningunum í fyrra.
Iæ Monde segir að vinstrimönnum
hafi ekki tekizt að gera fyrri vinstri-
sveiflu kjósenda varanlega. Gera
verði ráð fyrir að fyrri sigrarnir hafi
stafað af því að kjósendur hafi viljað
hafna gamla meirihlutanum, sem sé
enn í ónáð.
Völd héraðastjórna hafa aukizt í
Frakklandi vegna valddreifingar.
Alexander Haig, utanríkisráðherra, ræðir við mexíkanskan embættisbróður sinn, Jorge Castaneda, í New York. Haig
ræðir nú við utanríkisráðherra ýmissa ríkja við Karíbahaf um áætlun Ronald Reagans forseta um málefni svæðisins.
Áætlun Reagans studd
á utanríkísráðherrafundi
New Vork, 15. marz. AP.
ALEXANDER HAIG utanríkis-
ráðherra tryggði í dag stuðning
utanríkisráðherra Mexíkó, Ven-
ezúela, Kólombíu og Kanada við
Karíbahafsáætlun Ronald Reag-
ans forseta. Ráðherrarnir sögðu
að áætlunin gæti orðið mikilvægur
skerfur til framfara á svæðinu og
kváðust vona að henni yrði fljót-
lega hrundið í framkvæmd.
Karíbahafs-viðræðurnar hófust í
gær eftir fund Haigs og utanríkis-
ráðherra Mexíkó, Jorge Castaneda
um málamiðlunaráætlun Mexíkó til
lausnar stjórnmálaumrótinu í Mið-
Ameríku. Castaneda sagði á eftir að
hann teldi að fyrir lægi skynsamleg-
ur grundvöllur til samninga-
viðræðna um friðsamlega lausn.
í lokatilkynningu er lögð áherzla
á alvarlegan þjóðfélags- og efna-
hagsvanda á Karíbahafssvæðinu og
í Mið-Ameríku og sagt að bezt yrði
að leysa vandamálin án hernaðar-
legra umþenkinga eða pólitískra
skilyrða.
Ráðherrarnir halda annan fund í
Caracas í ágúst. Reynt verður að
auka þátttöku í áætluninni með því
að reyna að efna til fundar með öðr-
um hlutaðeigandi ríkjum og alþjóð-
legum efnahagssamtökum.
Rússar hafa komið
fyrir 300 flaugum
Washington, 15. marz. AP.
RÚSSAR hafa nú komið fyrir 300
SS-20 meóaldrægum eldflaugum alls
búnum 900 kjarnaoddum, sem hægt
er að miða á VesturEvrópu að sögn
háttsetts starfsmanns handaríska
utanríkisráðuneytisins í dag.
Auk þess hefur bandaríska
leyniþjónustan uppgötvað, að ver-
ið er að koma upp fimm SS-20
stöðvum í viðbót í Sovétríkjunum.
Þó sagði starfsmaðurinn að
Bandaríkjastjórn teldi afstöðu
Rússa einlæga og málefnalega í
viðræðum þeim í Genf, er miða að
því að fækka eða útrýma meðal-
drægum kjarnorkuvopnum.
Hann kvað þetta satt, þótt smíði
nokkurra hinna fimm nýju SS-20
stöðva hefði hafizt eftir að viðræð-
urnar hófust í haust.
Hann kvað Bandaríkjastjórn
ekki telja að viðræðurnar væru
komnar í sjálfheldu eða ógöngur
þótt tveggja mánaða hlé hefði ver-
ið gert á þeim, heldur teldi hann
að báðum aðilum gæfist tækifæri
til að kanna rækilega þær hug-
myndir, sem hefðu komið fram til
þessa.
Hann kvað nokkuð uppörvandi
að fulltrúar Rússa hefðu spurt
margra spurninga um einstök at-
riði í bandarísku tillögunum.
Haig gerði í fyrsta skipti í dag
grein fyrir nokkrum tillögum sem
Bandaríkjastjórn lagði fyrir stjórn
Nicaragua í fyrra um lausn á deilu-
málum landanna. í þeim er gert ráð
fyrir gagnkvæmum tilslökunum, en
Nicaragua hefur sýnt lítinn áhuga á
þeim.
Þó segir Castaneda að Mexíkó-
stjórn muni bera málið upp við full-
trúa Nicaragua og Kúbu einhvern
næstu daga í von um jákvæðari af-
stöðu. „Við erum vongóðir um að
þróun samningaumleitana kunni að
vera hafin á Karibahafi," sagði
hann.
Tillögur Haigs voru m.a. þessar:
Báðir aðilar heiti að virða ákvæði
stofnskrár Samtaka Ameríkuríkja
(OAS) um engin afskipti af innan-
ríkismálum annarra ríkja. Banda-
ríkin lofi að hefta starfsemi útlaga í
Bandaríkjunum. Viðræður verði
hafnar um takmörkun á kaupum
þungra árásarvopna í Mið-Ameríku
og beitingu erlendra hernaðarráðu-
nauta. Bandaríkjaþing verði beðið
að samþykkja að Nicaragua fái aft-
ur efnahagsaðstoð. Niearagua hætti
stuðningi við uppreisnarmenn í E1
Salvador.
Haig sagði fréttamönnum að í
viðræðunum við Castaneda hefði
ágreiningur þeirra um áætlun Mex-
íkó minnkað og hann væri ánægður
með viðræðurnar. Mexíkó vill draga
úr ágreiningi Bandaríkjanna og
Kúbu og Nicaragua og stingur upp á
leiðum til að binda endi á deilurnar
í El Salvador. Haig tók tillögunum
fálega í fyrstu.
Reagan forseti sagði aðspurður
um tillögur Mexíkó: „Við erum þeim
mjög þakklátir fyrir þá hjálp sem
þeir veita með tillögunum. Þeir
semja ekki fyrir okkar hönd. Þeir
reyna að opna nýjar leiðir."
Evans hættur
Ijondon, 15. marz. AP.
ÚTGÁFUSTJÓRN The Times
sagði í tilkynningu í kvöld að
Harold Evans hefði beðizt lausn-
ar sem ritstjóri, að fram-
kvæmdastjórn Times-blaðanna
hefði samþykkt lausnarbeiðnina
og afsögnin tæki þegar gildi.
Hvað lækkar gullið mikið?
Ijondon, 15. marz. AP.
IIVAÐ á gullid eftir ad lækka mik-
ið? Um þetta var spurt á evrópskum
peningamörkuóum í dag þegar verd-
ió á gullúnsunni lækkaói enn um 10
dollara. Veró á gulli hefur ekki verid
eins lágt síóan 23. ágúst 1979 þegar
únsan seldist á 309 dollara.
I Zúrich var únsan seld á 312,50
dollara í dag. Það er nákvæmlega
10 dollara lækkun síðan á föstu-
daginn. í London seldist gullið á
313,00 dollara miðað við 323,375
dollara á föstudaginn.
Staða dollars versnaði nokkuð.
Pund hækkaði í 1,8050 dollara úr
1,7985, mörk lækkuðu úr 2,3760 í
2,3725.
Alls hefur gull lækkað um 40
dollara á tveimur vikum og vax-
andi taugaóstyrks gætir á mark-
aðnum. Þáð sem menn velta fyrir
sér er hvort gullið muni lækka
niður fyrir 300 dollara únsan. En
eins og sagt var í Zúrich í dag,
„um það veit enginn fyrir víst“.
Tvennt veldur lækkun gull-
verðsins: háir vextir og gullsala
Suður-Afríkumanna og Rússa,
sem hafa þörf fyrir erlendan
gjaldeyri.
Silfur lækkaði í London í 6,955
dollara únsan úr 7,055 á föstudag-
inn.
Kona Walesa sendir
Jaruzelski áskorun
\ arsjá, 15. marz. AP.
KONA Lech Walesa hefur beðið Jar
uzelski hershöfðingja að leyfa manni
sínum að maúa við skírn dóttur
þeirra, en hann gaf tvírætt svar.
„Ég fékk svar sem var hvorki já
né nei,“ sagði Danuta Walesa í
samtali í dag. „Svo að ég ætla að
láta skíra dóttur mína í Gdansk 21.
marz eins og ég hafði ráðgert.“
Áskorunin kom fram í bréfi, sem
milligöngumaður afhenti starfs-
fólki Stanislaw Ciciosek verka-
lýðsmálaráðherra á föstudaginn.
Ríkisstjórnin mun hafa svarað
skriflega samdægurs.
Jozef Glemp erkibiskup birti í
gær áhrifamikla áskorun um að
Walesa yrði látinn laus til að
stuðla að „samkomulagi og þjóðar-
sáttum". Áskorun hans kom fram
á samkomu sem 20.000 manns
sóttu í Ursus, útborg Varsjár.
Glemp sagði viðstöddum að svo
margir hefðu ekki komið saman í
Póllandi siðan herlög voru sett.
Vatikanið sagði í dag að Glemp
hefði viðhaft ummæli sín „ein-
göngu í mannúðarskyni“. Erkibisk-
upinn hvatti einnig til þess að
þeirri stefnu yrði hætt að hafa
menn í haldi.
Sameiginlegar heræfingar halda
áfram í Norðvestur-Póllandi með
þátttöku hersveita frá Póllandi,
Sovétríkjunum og Austur-Þýzka-
landi. Pólska fréttastofan segir að
hermenn úr æfingaliðinu hefi átt
með sér „vináttufundi" síðan æf-
ingarnar hófust á laugardaginn.
Pólskur hershöfðingi, Eugeniusz
Molcwyk, stjórnar æfingunum.