Morgunblaðið - 16.03.1982, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.03.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 5 íslenzkur gjald- þrotaréttur - ný bók eftir Stefán Má Stefánsson, prófessor Hið íslcnzka bókmenntafélag hef- ur gefið út bókina íslenzkur gjald- þrotaréttur eftir Stefán Má Stef- ánsson, prófessor. Bókin, sem er 373 blaðsíður að stærð, fjallar um gjald- þrotarétt hér á landi, einkum með tilliti til skýringa á nýjum lögum, sem tóku gildi 1. janúar 1979. Aftast í bókinni er nákvæm efnis- og heim- ildaskrá, auk orðaskrár, dómaskrár og lagaskrár. En fremst er efnisyfir lit og formáli höfundar. í formála Stefáns Más segir, að fyrrnefnd lög séu að talsverðu leyti afrakstur af endurskoðun gjaldþrotaréttar sem fræðimenn hafa unnið að á Norðurlöndum á undanförnum árum. „Umrædd gjaldþrotalög fela í sér veruleg frávik frá gjaldþrotaskiptalögum þeim sem áður giltu. Bók þessari er ætlað það hlutverk að veita fræðslu um nýju gjaldþrotalögin og bæta þannig úr þeirri þörf, sem fyrir liggur í því efni.“ Bók þessi er að sjálfsögðu eink- um ætluð lögfræðingum og laga- nemum, en höfundur hennar, Stef- án Már Stefánsson, er prófessor í réttarfari við lagadeild Háskóla íslands. Framboðslisti Framsóknar ákveðinn: Kristján, Gerdur, Sigrún og Jósteinn skipa efstu sætin FRAMBOÐSLISTI Framsóknar flokksins fyrir borgarsljórnarkosn- ingarnar í maí í vor var samþykktur samhljóða á fjölmennum fundi fulF trúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi. Aðeins ein tillaga kom fram á fundinum og tólf efstu sæti listans skipa eftirtalin: 1. Kristján Benediktsson, 2. Gerður Steinþórsdóttir, 3. Sigrún Magnúsdóttir, 4. Jósteinn Krist- jánsson, 5. Sveinn G. Jónsson, 6. Auður Þórhallsdóttir, 7. Jónas Guðmundsson, 8. Aslaug Brynj- ólfsdóttir, 9. Pétur Sturluson, 10. Glísabet Hauksdóttir, 11. Gunnar Baldvinsson, 12. Þorlákur Ein- arsson. Þrjú þeirra, sem tóku þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins, höfnuðu sæti á listanum, þau Valdimar Kr. Jónsson, Páll R. Magnússon og Björk Jónsdóttir. Hins vegar er sú breyting gerð á listanum frá úrslitum prófkjörs- ins, að Sigrún Magnúsdóttir og Jósteinn Kristjánsson skipta á sætum. A fundinum urðu nokkrar umræður um prófkjörsreglur flokksins. Kaup á stærri Akraborg könnuð IITGERDARFÉLAG Akraborgarinn- ar, sem siglir milli Keykjavíkur og Akraness, hefur síðustu mánuði leit- að að öðru skipi og stærra er leyst gæti Akraborgina af hólmi. Hefur útgerðin nú augastað á ákveðnu skipi og mun bráðlega verða Ijóst hvort af kaupum getur orðið, en for ráðamenn útgerðarinnar vildu sem minnst um málið ræða að svo stöddu. Brýn þörf er talin á að fá stærra skip í stað Akraborgarinnar sem einnig er tekin að eldast. Tekur hún 43 tila, en hægt er að nota skip er gæti tekið allt að 70 bíla, en hafnaraðstaðan á Akranesi leyfir ekki stærra skip. Málið mun enn á frumstigi og því ekki ljóst fyrr en eftir nokkrar vikur hve- nær ný Akraborg gæti hugsanlega komið til landsins. ■ TILKYNNING UM KORRUGAL-AL Þar sem Töggur hf. hefur nú tekið við sölu- umboði á framleiðsluvörum frá Gránges Alu- minium í Svíþjóð tilkynnist eftirfarandi: Töggur hf. hefur á boðstólum hinar viður- kenndu Korrugal álplötur á þök og veggi frá Korrugal Gránges. Jafnan verður kappkostað að veita viðskiptavinum okkar faglega ráð- gjöf og upplysingar um efnið og uppsetningu þess. Við biðjum væntanlega viðskiptavini og aðra þá sem áhuga hafa, að snúa sér til sölumanna okkar til frekari upplýsinga. TÖGGURHF. BYGGINGAVÖRUDEILD Bfldshöfða 16 Sími 81530 Helsingör/Marienlyst Palæ, íbúöarhótel. íbúöarhótel í sérflokki. Studíó-íbúöir meö eldhúskrók og baöherbergi. Fagurt umhverfi viö eina bestu baöströnd Danmerkur. Á Marienlyst er góöur veitingastaður, bar, spilavíti og innisundlaug. Góöur 18 holu golfvöllur skammt frá hótelinu og stutt í góöa tennisvelli. Hestaleiga. Brottfarir: 4. og 18. júní, 2., 16., og 30. júlí og 18. ágúst. Verö frá 4.675,00. Sumarhús viö eina bestu baöströnd Danmerkur: Verö frá kr. 3.835,00. Innifaliö í ofanskráðu veröi: Flugfargjald, flutningur til og frá flugvelli, rúmföt, handklæöi og viskastykki. Barnaafsláttur 2ja— 11 ára kr. 1.500,00. Börn yngri en 2ja ára greiöa kr. 800,00. Austurstræti 17, Reykjavík, símar 20100 — 26611. Kaupvangsstræti 4, Akureyri. Sími 96-22911.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.