Morgunblaðið - 16.03.1982, Page 10

Morgunblaðið - 16.03.1982, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Stjérn SUS; ítrekar stuðning sinn við lækkun kosn- ingaaldurs í 18 ár MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftir farandi ályktun Samhands ungra sjálfstæðismanna, sem samþykkt var á fundi stjórnar þess hinn 11. þessa mán- aðar: MIÐVANGUR HF. Einstaklingsíbúö ca. 35 fm á 5. hæð í lyftublokk. Suðursvalir. DALSEL 2ja herb. stór ca. 80 fm íbúð á 3ju hæö m/bílskýli. I skiptum fyrir 4ra herb. íbúð. LANGABREKKA KÓP. 3ja herb. ca. 90 fm mjög góð íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Samþ. teikn. af stórum bílskúr. Stór og góð lóð. MOSGERÐI 3ja herb. ca. 65 fm risíbúö í tví- býli. Mikið endurnýjuð, m.a. nýtt eldhús. HAMRABORG — KÓP. 3ja herb. ca. 96 fm íbúð á 2. hæð. Suöursvalir. Þvottur á hæðinni. Æskileg skipti á minni 3ja herb. í Reykjavík. HRAUNBÆR 3ja herb. ca. 95 fm mjög góð íbúð á 2. hæð í skiptum fyrir stærri í sama hverfi. HÓFGERÐI — KÓP. 3ja herb. ca. 75 fm kjallaraíbúð með sérinngangi. Nýir gluggar og gier. SUÐURBRAUT — HF. 3ja herb. ca. 90 fm mjög góð íbúð með bílskúr. Æskileg skipti á eign nálægt St. Jósepsspítala. LAUFVANGUR — HF. 3ja herb. ca. 90 fm íbúð á 3ju hæð. Þvottur og búr innaf eld- húsi. Laus nú þegar. FURUGRUND KÓP. 4ra herb. ca. 100 fm ný íbúö á 1. hæð í 6 hæða blokk. Fullbúiö bílskýli. GNOÐARVOGUR 4ra herb. ca. 110 fm íbúð á 3ju hæð með bílskúr í skiptum fyrir sérhæð eða raöhús með 3—4 svefnherb. í Heima- eða Voga- hverfi. HAMARSBRAUT HF. 4ra herb. samtals um 130 fm íbúð á 1. og 2. hæð í eldra húsi. Allt nýstandsett frá grunni. Laus nú þegar. Bein sala. TÓMASARHAGI 4ra herb. ca. 115 fm góð íbúð á jaröhæö í þríbýli. Æskileg skipti á stærri eign á svipuðum slóðum. FELLSMÚLI 5 herb. ca. 130 fm íbúð á 4. hæð í fjölbýli. Skipti á 3ja herb. íbúð með bílskúr í Reykjavík eða Kópavogi. MIÐBRAUT — SELTJN. 130 fm efri sérhæð með bíl- skúrsrétti. Fæst í skiptum fyrir minni eign á Högum, Melum eða Hlíðum. HVERFISGATA — PARHÚS 4ra—5 herb. parhús á 2 hæðum, alls ca. 90 fm Eign- lóð. Endurnýjaö, m.a. ný eldhúsinnrétting. Hagstætt verð. ÁLFHEIMAR 5 herb. ca. 110 fm íbúð á 2. hæð með aukaherb. í kjallara. Bílskúrsréttur. Fæst i skiptum fyrir minni eign með bílskúr á svipuðum slóðum. KÓPAVOGSBRAUT 4ra—5 herb. ca. 125 fm parhús á 2 hæðum með nýlegum stór- um bílskúr. Þarfnast stand- setningar að utan. LYNGÁS — EINBÝLI 6 herb. ca. 190 fm glæsilegt einbýlishús á einni hæð á besta staö í Garöabæ. Akveðin sala. MARKADSPjÓNUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911 Róbert Arni Hreiðersson hdl. Stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna ítrekar stuðning sinn við lækkun almenns kosningaaldurs í 18 ár, en ályktanir í þá átt hafa verið samþykktar bæði á þingum SUS og landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin telur hins vegar að tillaga sú sem nú liggur fyrir Alþingi og er flutt af varaþingmanni Alþýðu- flokksins, sem horfinn er af þingi, og formanni þingflokks Alþýðubanda- lagsins, sé ófullnægjandi, þar sem með samþykkt hennar myndu ólíkar reglur gilda um kosningaaldur til sveitarstjórna og Alþingis. Að auki er sá annmarki á tillög- unni, að kjörgengi hinna nýju kjós- enda á aldrinum 18—20 ára mundi ekki fylgja kosningaréttinum sakir þess hve skammt er til kosninganna í vor. Flutningur þessarar tillögu er því sýndarmennskan einber og jaðrar við að vera óþinglegur, sé tekið tillit til þess með hvaða hætti tiliagan er lögð fram. Stjórn SUS telur að flutningur umræddrar tillögu sýni þó, svo ekki verði um villzt, ráðleysi og sleifarlag Stjórnarskrárnefndar, sem hefur ekki enn treyst sér, eftir magra ára setu, til þess að birta tillögur um nauðsynlegar breytingar á kjör- dæmaskipan, ákvæðum um kosn- ingarétt og öðrum mikilvægum þátt- um stjórnarskrárinnar. Stjórn SUS bendir á hversu furðu- legur þáttur formanns þingflokks Al- þýðubandalagsins er í þessu máli, en formaðurinn á sæti í Stjórnar- skrárnefnd. Er sú framkoma með endemum af einum helzta ráðamanni í stjórnarliðinu að fara með þessum hætti á bak við Stjórnarskrárnefnd, sem hann á sjálfur sæti í. 85009 85988 2ja herb. — Hrafnhólar meö bílskúr Sérlega vönduð 2ja herb. íbúð á 2. hæð í 3ja hæða húsi. Bíl- skúr. Hraunbær 3ja herb. snotur íbúð á 2. hæð. Engjasel 3ja herb. sérlega rúmgóð íbúð á 3. hæð. Sér þvottahús í íbúð- inni. Maríubakki 4ra herb. vönduð íbúð á efstu hæð. Þvottahús inn af eldhúsi. Mikið útsýni. Sér herb. og sér geymsla í kjallara. Laus i sept. Hólahverfi — 4ra herb. með tvöföldum bílskúr 4ra herb. íbúö á 2. hæö i 3ja hæöa húsi. Laus í júní. Tvö- faldur bílskúr á jarðhæð. Vantar í Mosfellssveit í skiptum fyrir stóra íbúö í Seljahverfi Sérstakleg vönduð íbúð á 2 hæðum í Seljahverfi til sölu í skiptum fyrir raðhús eða einbýl- ishús í Mosfellssveit. Garða- bær kemur til greina. Vantar lóöir í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi Einbýlishúsalóðir, parhúsalóð- ir og lóðir fyrir sérhæðir. Hef kaupanda að 3ja herb. í Fossvogi. Staðgreiðsla fyrir réttu eignina. Kjöreignr Dan V.S. Wiium lögfræöingur. Ólafur Guðmundsson sölumaður Ármúla 21, símar 85009, 85988. TJþ | \l I.I.VSIM.XSIMISN EH: | . Z248D JHvTötinbtnbib Við opnun íslandskynningar að Aerogolf Sheraton Hotel I Luxemborg 4. marz. Aðstandendur kynningarinnar ásamt nokkrum gestum. Fyrir miðju eru borgarstjórinn I Luxemborg, Lydie Pilifer, ásamt Hinrik Sv. Björns- syni, sendiherra, og Einari Aakrann, yfírmanni Flugleiða I Luxemborg. íslandskynnng í Luxemborg Þessa dagana stendur yfir marg- þætt íslandskynning í Luxemborg. Kynningin hófst 4. mars og lýkur 2I. mars. Að íslandskynningunni standa Flugleiðir, Ferðamálaráð, IJtflutningsmiðstöð iðnaðarins og Ferðaskrifstofa ríkisins, en undir búningur hefur verið í höndum ofangreindra aðila hér heima og Flugleiða í Luxemborg. Auk þess hefur fslendingafélagið í Luxem- borg veitt mikilsverða aðstoð við framkvæmd íslandskynningarinn- ar. Vcitingahúsið Cockpit Inn og Aerogolf Sheraton Hotel hafa tek- ið virkan þátt í starfínu. íslandskynningin í Luxemborg var sett að Hótel Aerogolf að kvöldi 4. mars, en þar flutti sendiherra íslands, hr. Hinrik Sv. Björnsson ræðu. Sýningar- stúlkur frá íslandi og íslenskar sýningarstúlkur frá Luxemborg sýndu íslenskan tískufatnað, sýnd var ný kvikmynd frá Is- landi. Hljómsveitin Mezzoforte lék við góðar undirtektir. Við opnunina voru nokkuð á annað hundrað manns, þar á meðal nýkjörinn borgarstjóri Luxem- borgar, ungfrú Lydie Poiifer. Við opnunina tók hún til máls utan dagskrár og fagnaði Islands- kynningunni. Einnig var sam- gönguráðherra Luxemborgar meðal gesta. Þann 4. og 5. mars voru settar upp íslandsskreytingar á Avenue de la Gare en um 80 verslanir tóku þátt í henni. Þar eru m.a. afhentir happdrættis- miðar en meðal vinninga er ferð tii Islands, bankabækur með nokkurri upphæð gefnar af Banque Generale í Luxemborg og fleiri góðir vinningar. Sama dag opnaði Jónas Guð- mundsson listmálari sýningu í Cercle Municipal, ráðhúsi borg- arinnar og sýnir þar 22 olíulita- og vatnslitamyndir til 20. mars. Hljómsveitin Mezzoforte, sem fór til Luxemborgar á vegum Is- landskynningarinnar, lék í Rad- ío Luxemborg 5. mars og viðtöl voru við hljómsveitarmenn og fieiri. Alls stóð dagskráin, sem var í beinni útsendingu á ensku, í 47 mínútur. Önnur sýning var svo að kvöldi 5. mars og nú að Cockpit Inn og þar lék hljómsveitin Mezzoforte við mikinn fögnuð áhorfenda. Um kvöldið byrjaði íslensk kvikmyndakynning með sýningu á Utlaganum í kvik- myndahúsinu Vox. Laugar- dagsmorgun 7. mars fór Valgeir Sigurðsson veitingamaður í Cockpit Inn, að járnbrautarstöð borgarinnar með 140 kg lúðu, sem send hafði verið frá Islandi með Flugleiðavél daginn áður. Islenskar sýningarstúlkur sýndu tískufatnað í anddyri Hótel El- dorado sem er þar hjá og þar sem veðrið var gott þann dag gengu þær í sýningarfatnaði um járnbrautartorgið og vakti sýn- ingin mikla athygli. Þennan dag var í Radío Luxemborg tekinn upp sjónvarpsþáttur með hljómsveitinni Mezzoforte sem svo var útvarpað daginn eftir. Um kvöldið var tískusýning að Hótel Aerogolf Sheraton og hljómsveitin Mezzoforte lék. Mánudaginn 8. mars var opnuð sýning á íslenskum listiðnaði í aðaisal Banque Gen- arale. Þann 12. mars verður kvikmyndin Land og synir sýnd í kvikmyndahúsinu Vox, en dag- inn eftir verður barnahátíð og blöðrukeppni á Parísartorginu. Börnin fá blöðrur með merki Flugleiða, merkja þær og láta síðan svífa. Sú blaðra sem finnst fjærst torginu færir eiganda sín- um fyrstu verðlaun, en mörg verðlaun eru í þessari keppni. A Parísartorginu verður einnig kynntur íslenskur matur. Hinn 16. mars verður íslandskynning með landkynningarkvikmyndum í ráðhúsi borgarinnar og hinn 19. mars verður kvikmyndin Óðal feðranna frumsýnd í kvik- myndahúsinu Vox. íslenskir fánar blakta víða um Luxemborg í tilefni þessarar kynningar og sérstaka hrifningu vakti að stærsti íslenski fáni sem til er, að sögn 70 m1 blaktir yfir aðaltorgi Luxemborgar. Þessi fáni er eign íslendingafé- lagsins í Luxemborg. Margir íslendingar hafa á undanförnum árum lagt leið sína til Luxemborgar, en þar búa einnig fjölmargir landar. Við opnun íslandskynningarinnar varð mikiis áhuga vart meðal Luxemborgara að heimsækja Is- land, og er ekki ofsögum sagt að þessar tvær smáþjóðir eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta þótt önnur byggi eyju í miðju Atlantshafi, en hin sé umkringd stórþjóðum í hjarta Evrópu. (Frá kynningardeild Flugleida.) Á íslandskynningu í Cockpit Inn lék hljómsveitin Mezzoforte og sýnd voru ísl. tískuRit. Hér er Ásdís Loftsdóttir meðal gesta staðarins þetta kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.