Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 * Bragi Asgeirsson: Mannlífeyettyangur MOTTÓ: Danski rithöfundurinn Villy Sörensen sagði eitt sinn — ekki í bók, heldur úr ruggustól sínum: „Nú á dögum höfum við trúarbrögð án eldmóðs, list án dulspeki, vísindi án skynsemi, heim- speki án vísdóms, sálarfræði án sálar og kynlíf án ástar.“ „Scandinavia Today“ Til umræðu hefur verið undanfar- ið sýning sú ein mikil, sem ganga mun um Bandaríkin undir nafninu „Scandinavia Today“. Ekki skil ég frekar en ýmsir aðrir, hvað íslenzk list hefur að gera undir þessu heiti nema þá að eigna eigi alla listsköp- un Islendinga þeim frændlöndum, er bera þetta samheiti. Fyrir tæpu ári fékk undirritaður boð frá utanríkisráðuneytinu um að senda 8—10 grafík-myndir í ráðu- neytið að Hverfisgötu 115, á 5. hæð fyrir 30. apríl. Væntanlegur var þá til landsins umsjónamaður sýn-. ingarinnar, Erik Kruskopf, til að velja úrtak grafík-mynda á nefnda sýningu. Þótti mér öll þessi málsmeðferð undarleg, að ekki sé sterkara að orði komist. Hið fyrsta fylgdu engar upplýsingar um sýninguna né hvers eðlis framlag íslendinga yrði og svo, sem alvarlegra má teljast, þá átti útlendur maður að velja sýnishorn íslenzkrar listar. Eina ferðina enn áttu íslendingar sem sagt að gerast ódómbærir ómagar og lúta hér föð- urlegrar forsjár erlendra aðila. Slíkt hefur verið nær árviss við- burður lengi, að útlendingar taki frammí fyrir Islendingum um val mynda á þýðingarmiklar stórsýn- ingar erlendis. Fúslega skal hér við- urkennt, að hér eigum við sjálfir nokkra sök á málum og hef ég enda vakið athygli á því opinberlega áður og jafnframt mótmælt á félagsfund- um FÍM og hirði því ekki að rekja það hér. Aðalatriðið er, að við eigum að vera ábyrgir fyrir þeim sóma eða vitleysum, er okkur þóknast að fremja á listasviði og kynna útlend- ingum. íslenzk nefnd eða sérstak- lega kjörnir einstaklingar eiga að velja og hafna af víðsýni og vera kjörin sérstaklega hvert sinn, er mikið er í húfi. Menn verða þá einn- ig að varpa frá sér þeim hugmynd- um sínum, að sýningar séu ekkert spennandi, séu þeir ekki með sjálfir eða lagsbræður þeirra. Þá ber það vott um staðnaðan þankagang að álíta, að einhverjir ákveðnir lista- menn bjargi jafnan öllu, hvert svo sem eðli sýninganna er. Hrópa allt- af upp sömu nöfnin þrátt fyrir alla gróskuna í íslenzkri myndlist, — slíkt ber vott um ótrúlega íhaldsemi og virkar sem hemill á framþróun- ina. Þessar skoðanir mínar hef ég ver- ið ófeiminn að setja fram og hef m.a. margsinnis rætt þessi mál við norræna vini mína og starfsbræður úr hópi áhrifamanna. Þeir hafa nær undantekningarlaust verið ákveðnir andstæðingar þeirrar stefnu Nor- ræna listabandalagsins að láta ein- hvern einn um val mynda á sameig- inlegar stórsýningar, og raunar minni sýningar einnig. Nær alltaf hafa viðkomandi ekki haft þá yfir- gripsmiklu þekkingu til að bera, sem réttlætir slíka stefnu og jafnvel verið gjörsamlega óvitandi um þróun myndlistar innan einstakrá annarra Norðurlandaþjóða og þá sérstaklega okkar Islendinga. Ann- að hvort skal hér auðvitað eiga í hlut maður er gjörþekkir list allra þjóðanna eða einstaklingar frá öll- um löndunum — allt annað er kák og niðurlæging fyrir viðkomandi þjóðir og sýnu mest fyrir íslendinga vegna skorts á kynningu íslenzkrar Iistar síðustu áratuga í formi bóka- útgáfu er spanni tímabilið. I ljósi framanskráðs hirti ég ekki um að svara fyrrnefndu bréfi utan- ríkisráðuneytisins, þótt ég ætti úr- val mynda tilbúið, stakk því niður í skúffu, þar sem það hefur legið týnt og tröllum gefið, þar til að umræð- urnar um sýninguna blossuðu upp fyrir skömmu. Þá dró ég það fram til endurlestrar, því að ég vil ekki láta mitt eftir liggja í hinum mikil- vægu umræðum, þó ég hygðist í fyrstu að láta það vera þögul mót- mæli mín að sinna ekki boðinu. Listamenn verða að skilja, að leiðin til að halda uppi andliti íslenzkrar mynd- listar er að hafna hiklaust þátttöku, þótt það gangi út yfir mjög svo freist- andi kynningar eigin listar. Frá mínum bæjardyrum séð tel ég hæpinn grundvöll að taka þátt í sýningu, sem ég veit ekki nokkurn veginn hvers eðlis verður og sam- þykki ekki, að sóminn komi frá út- lendingum, er takmarkað eða alls ekkert þekkja til íslenzkrar listar og lít að auk á mig sem íslenzkan, en ekki skandinaviskan myndlistar- mann og sem slíkur vil ég vera kynntur. Framkvæmdin í heild þykir mér og formgölluð í meira lagi, eftir því sem þekking mín hrekkur til. Þétting byggðar Annað mál, sem til umræðu hefur verið, er þétting byggðar á höfuð- borgarsvæðinu. Víst geta allir verið sammála um það, að byggðin hefur þanist fullmikið út og rétt sé að þétta hana eftir föngum, en það á að gera á allt annan hátt en að ráðist sé á opin friðhelg svæði Iíkt og t.d. Elliðaáadalinn, svæðið fyrir framan Gnoðarvogshúsin og Laugarásinn. Um Elliðaáasvæðið og mikilvægi þess, að það yrði friðað fræddi mig fyrir nokkrum árum aldinn maður, Hjalti Einarsson að nafni, sonur Einars Jónssonar listmálara frá Fossi (1863—1922) en hann var aft- ur bróðir Eldeyjar Hjalta. Hjalti kvað mikið búið að skemma og var mjög dapur, en jafnframt reiður, er hann sagði frá því, áréttaði sér- staklega, að pólitík mætti aldrei ráða friðunarmálum, því að þá væri voðinn vís. Máli sínu til stuðnings sýndi hann mér uppdrátt af svæðinu og útskýrði fyrir mér, hvílík nátt- úruundur hefðu hér verið í borgar- landinu, áður en ágjörn og blind hönd mannsins tók að raska jafn- væginu, — oftast alveg að óþörfu. Ég hafði mikinn áhuga á að ræða meira um þetta við Hjalta, en í hönd fóru utanlandsferðir og annatímar og fyrr en varði frétti ég andlát þessa hollvinar míns, er ég kynntist alltof seint. — En fyrir hans hönd, fram- sýnna borgarbúa og jafnframt allra borgarbúa framtíðarinnar vil ég mótmæla frekari röskun Elliðaáa- svæðisins. — Um svæðið fyrir framan Gnoðarvogshúsin er það að segja, að hver og einn getur ímyndað sér þau viðbrigði, sem það verða fyrir íbú- ana við götuna, að fá allt í einu byggð fyrir framan hús sín í stað gróinna túnbala. Útsýnið breytist þá til bakgarða og yfir ruslatunnur næstu nágranna. Hér er í meira lagi gróflega farið að, er menn leika sér að því að breyta og endurmeta fyrra skipulag og ákvarðanir. Merkilegt er til þess að hugsa, að fólkið, er hér stendur að baki ákvörðunarinnar, á að heita hús- og náttúrufriðarmenn! — Laugarásnum hefur verið mis- þyrmt með ákaflega ósamstæðri byggð síðustu áratugi og er ekki upplífgandi að litast þar um, er svo er komið. Síðasta afrekið, og það sem maður hélt að yrði smiðshöggið á smekkleysuna, er stökkpallurinn, er þarna rís nú í formi guðshúss. En ekki mun þó svo, því að fyrirhugað er nú að reisa allmörg smáhýsi í holtinu þar sem áður hafa lengi ein- ir trónað þrír þvengmjóir skýja- kljúfar, líkast nánasarlegu smá- íbúðahverfi í himinmiguformi. Bygging þeirra var misskilningur frá upphafi í þessu formi. Hefðu mátt þekja stærra svæði þar sem þeir eru nú, vera lágreistari en svipmeiri, rúma margfalt fleira fólk og til staðar hefðu getað verið allar nauðsynlegar þjónustumiðstöðvar, pósthús, verzlanir o.fl. Nýta hefði mátt (og má) holtið sem útivistar- svæði með skipulögðum gangstígum og bekkjum fyrir göngulúna. Á efstu hæð samtengdrar háhýsaraðar hefði getað verið veitingabúð með óviðjafnanlegu útsýni til allra átta, ásamt vinnustofum listamanna, húsameistara og skipulagsfræðinga. Byggingarnar og holtið hefðu þá orðið unaðsreitur í öllum skilningi og engin eyða og vandræðaspilda myndast í skipulagi umhverfisins, svo sem varð. Laugarásinn hefði þá gegnt svip- uðu hlutverki og slíkar hæðir gera Stéttarfélögin berj- ast um börnin sín Eftir Ásgeir R. Helgason Nú berjast barnapíur verkalýðs- ins á Kleppi fyrir yfirráðum þeirr- ar hjarðar sem til skiptanna er. Minnir það furðulega mál helst á málarekstur fráskilinna foreldra, um umráðarétt barna sinna. Þar sem kynskipting hefur hingað til ráðið niðurröðun starfsfólks í stéttarfélög (og launaflokka) á Kleppi, má líta á BSRB í hlutverki föðursins og Sókn í hlutverki móð- urinnar. Mikill meirihluti barnanna vill nú fylgja föðurnum, sennilega u.þ.b. 90%, en móðurrétturinn er sterkur og Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir heldur fast í sitt. Á Kleppi hafa nú um árabil unnið hlið við hlið karlar og konur við sömu störf, en á sitthvorum laununum og í sitthvoru stéttarfé- Iaginu. Ófaglærðar konur hafa hingað til aldrei verið ráðnar til al- mennra starfa á deildum spítalans á BSRB-samning. En nýverið var farið að ráða karlmenn inn í Sókn. Meira um þá uppákomu hér á eftir. Þetta er gróft brot á jafnréttis- löggjöf, en það er ekki sama hverj- ir brjóta lögin í þessu landi. Það ríkisvald er brýtur sín eigin lög á bognum bökum láglaunafólks á Kleppi hefur enn ekki séð sóma sinn í að grípa í taumana á viðeig- andi hátt. Þegar grípa átti í taum- ana ’81 var það gert með slíkum Ásgeir R. Helgason tilþrifum, að ófaglært starfsfólk reis upp á afturfæturna og hristi af sér þann yfirlætisfulla knapa með nýafstöðnu verkfalli. Þær að- gerðir ríkisvaldsins er hér um ræðir fólust í því, að frá og með 1. 10. ’81 skyldi ráða allt nýtt starfs- fólk á Sóknarsamning. Ef fylgja hefði átt meginregl- unni um sömu laun fyrir sömu vinnu, hefði verið öllu skynsam- legra að ráða alla á BSRB-samn- ing frá og með 1. 10. ’81, og bjóða þeim Sóknarstarfsmönnum er fyrir voru að skipta um ráðningar- samning. Ástæðurnar eru marg- þættar. Ríkið getur ekki lækkað menn í launum og því var ekki hægt að skipa þeim BSRB-starfs- „bað er nokkuð skrautlegt, að á einni deild spítalans gengur ófaglært starfsfólk með barmmerki með nafni og stöðuheiti viðkom- andi. I»ar eru allir karlmenn titlaðir gæslu- menn en konur starfs- menn, en vinna sömu störf.“ mönnum er fyrir voru, að ganga inn á Sóknarsamning. Þannig riðl- aðist staðan enn meir þar sem frá og með 1.10. ’81 voru nú starfandi bæði konur og karlar ráðnir á Sóknarsamningi, auk þeirra karlmanna eru fyrir voru á BSRB-samningi. Eina sem fékkst fram með þessu, var að nú var launamisréttið ekki lengur alger- lega kynbundið. Það er og nokkuð skrautlegt, að á einni deild spítal- ans gengur ófaglært starfsfólk með barmmerki með nafni og stöðuheiti viðkomandi. Þar eru allir karlmenn titlaðir gæslumenn en konur starfsmenn, en vinna sömu störf. Þetta er álíka vitlaust og ef kvenlæknar væru titlaðir græðarar en karlarnir læknar. í fyrri greinum hef ég rakið hvaða afleiðingar einhliða Sókn- arráðningar höfðu á lífeyrisrétt- indi fyrrum BSRB-starfsmanna er byrjuðu aftur á Kleppi eftir nokk- urt hlé, en slíkt er mjög algengt á þeirri stofnun. Þær voru m.a. fólgnar í þvi að menn misstu öll sín fyrri lífeyris- réttindi, ef til vill skömmu áður en þeir höfðu áunnið sér rétt til lán- töku. Fólkið sjálft vildi vera í BSRB og kemur þar margt til. Fordæmi er fyrir því annars staðar í geð- heilbrigðiskerfinu, þvtá barnageð- deild starfar allt ófaglært starfs- fólk á BSRB-samningi og hefur stöðuheitið meðferðarfulltrúi. Byrjunarlaun þessa fólks eru talsvert hærri en byrjunarlaun ófaglærðra BSRB-manna á Kleppi og mun hærri en byrjunarlaun Sóknarfólks. Aðrar ástæður eru m.a. þær, að lánakjör BSRB-manna eru lagtum hag- stæðari en Sóknar og þar sem ófaglært starfsfólk á Kleppi þigg- ur laun frá ríkinu, hlýtur það að teljast næsta eðlilegt að það til- heyri stéttarfélagi starfsmanna ríkisstofnanna. Fleiri ástæður má nefna, enm þar sem málið er mjög viðkvæmt frá sjónarhóli stéttarfé- laganna læt ég það ógert. Öll málaferli er varða umráða- rétt foreldra yfir börnum sínum eru viðkvæm en það er öllum fyrir beztu að málið leysist sem fyrst. Mörg fögur loforð voru gefin á meðan á aðgerðum ófaglærðs starfsfólks á Kleppi og Kópa- vogshæli stóð. Forystufólk innan ASÍ og BSRB, sögðu málið viðkvæmt en að það þyrfti að leysa og yrði leyst. Á loforðum sem þessum og óundirrituðu ráðherrabréfi, hóf ófaglært starfsfólk á Kleppi og Kópavogshæli aftur vinnu eftir viku verkfall. Nú reynir á efndirnar. Oft hafa fyrirheit lævís laðað og lygin villt fyrir þreyttum sál- um„ og enn er lóðunum ranlátt raðað á réttvísinnar vogarskálum. HERRA RUGLI Ho/rjýtecujCb HERRA GLEYMINN febge'r f-kyrtyrecvutb Sex nýir Herra- menn frá Iðunni ÚT ERU komin hjá Iðunni sex ný hefti um Herramennina svonefndu, en það eru persónur sem breski teikn- arinn og höfundurinn Roger Hargreaves hefur gert frægar. Bækur þessar hafa komið út í mörgum lönd- um, auk þess sem gerðar hafa verið kvikmyndir um náunga þessa, sem raunar hafa sumar verið sýndar í ís- lenska sjónvarpinu. í Herramönnum eru persónugerðir ýmsir eiginleikar mannfólksins með spaugilegum hætti í máli og myndum. Þrándur Thor- oddsen hefur endursagt textann í ís- lensku útgáfunni. Með þeim sex heft- um sem nú koma eru heftin alls orðin átján. Nýju heftin eru: Herra Rugli, Herra Gleyminn, Herra Fyndinn, Ilerra Hávær, Herra Kjaftaskur og Herra Latur. Hvert hefti er 36 síður. Bækurnar eru gefnar út í samvinnu við Thurman-forlagið í Englandi og Informaforlag í Noregi. Þær eru prentaðar á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.