Morgunblaðið - 16.03.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
Akureyri:
Eining styrkir Sól-
borg, Sjálfsbjörg og
Hjálparsveit skáta
Á AÐALFUNDI Verkalýðsfélagsins
Einingar á Akureyri 7. marz síðast
lidinn var samþykkt að styrkja eftir
talda aðila.
Sólborg vegna verndaða vinnu-
staðarins við Hrísalund kr. 40.000,
Sjálfsbjörg vegna Kndurhæfingar
stöðvarinnar kr. 15.000, Hjálparsveit
skáta vegna fjarskiptabúnaðar kr.
5.000.
Ennfremur var samþykkt í til-
efni af ári aldraðra að veita styrk
úr sjúkrasjóði félagsins kr. 15.000
til ákveðins verkefnis fyrir aldr-
aða á árinu 1982. Stjórninni var
falið að kanna það síðar, til hvaða
verkefnis fénu verður best varið.
Félagar í Einingu eru nú 3.415,
2.157 konur og 1.258 kariar.
Rekstrarafgangur félagsins í heild
hjá öllum sjóðum var kr.
1.519.530.- Vegna góðrar afkomu
sjúkrasjóðs samþykkti fundurinn
auknar greiðslur úr sjóðnum til
félagsmanna og að heimilt sé að
veita félagsmönnum styrk vegna
sjúkranudds, enda sé sú meðferð
samkv. læknisráði. Á síðasta ári
greiddi sjúkrasjóður bætur til fé-
lagsmanna að upphæð samtals kr.
874.966,-
Þá var samþykkt tillaga um að
Eining gerist hluthafi í Iðnþróun-
arfélagi Eyjafjarðarbyggða, ef það
verður að veruleika og að því til-
skyldu að almenn þátttaka verði
meðal sveitarfélaga um stofnun
þess. Upphæð hlutafjár verður
ákveðin í framhaldi af niðurstöð-
um sveitarfélaganna, á almennum
félagsfundi í Einingu síðar.
Samþykkt var einnig að leggja
kr. 75.000 af tekjuafgangi félags-
sjóðs í Byggingarsjóð félagsins.
Sýning
á búnaði
smíðastofu
FÉLAG íslenskra smíðakennara efnir til námsstefnu um stöðu og framtíð
handmenntakennslu (smíði) innan grunnskólans 12. og 13. mars 1982 í
Kennaraháskóla íslands.
í tengslum við námsstefnuna verður opin sýning á búnaði í smíðastofu. Að
sýningunni standa Námsgagnastofnun og Félag íslenskra smíðakennara og
verður hún á sýningarsvæði Námsgagnastofnunar að Laugavegi 166.
Sýningin stendur út vikuna.
Síðdegisblað-
ið komið út
NÝTT blað, Síðdegisblaðið, hefur
séð dagsins Ijós. Hér er ekki um að
ræða blaðið, sem nokkrir alþýðu-
flokksmenn ætluðu að koma á lagg-
irnar, heldur standa Sóleyjarsam-
tökin að útgáfunni.
Guttormur Sigurðsson, einn út-
gefenda, sagði að blaðið yrði fyrst
um sinn vikublað. Síðar væri
meiningin að gefa blaðið út tvisv-
ar í viku og síðan daglega þegar
samtökin hefðu bolmagn til.
Ingólfur seldi
í Cuxhaven
SÍÐlíTOGARlNN Ingólfur frá
Garði seldi 103,9 lestir af karfa í
('uxhaven í gærmorgun fyrir 875,7
þúsund krónur og var meðalverð á
kíló krónur 8,45.
Ekki er reiknað með að mörg
skip selji erlendis á næstu dögum,
en þó mun Vestmannaeyjatogar-
inn Klakkur selja í Grimsby á
fimmtudag. Reiknað er með góðu
verði fyrir þorsk í Englandi á
næstunni, bæði vegna illsku veð-
urs í Norðursjó að undanförnu og
eins hefur afli skipa í Norðursjó
og Eystrasalti verið tregur þegar
gefið hefur. Mikið af þeim þorski
sem nú er veiddur í Eystrasalti er
seldur á brezka markaðnum.
Tvö innbrot
í Breiðholti
TVÖ innbrot voru framin í Breið-
holti um helgina. í öðru tilvikinu
var á laugardagskvöld tilkynnt
um innbrot í mannlaust íbúðarhús
við Teigasel 3 og stolið þaðan pen-
ingum. Lögreglan hafði hendur í
hári fjögurra pilta sem grunaðir
voru um verknaðinn. Hitt innbrot-
ið var í Fellahelli í fyrradag og var
þaðan stolið 50 kartonum af sígar-
ettum.
Ný deild hjá Mál-
freyjusamtökunum
Málfreyjusamtökin efndu fyrir
nokkru til kynningarfundar að
Hótel Borg. í frétt frá samtökun-
um segir að hann hafi verið fjöl-
sóttur og margar konur hafi sýnt
samtökunum áhuga. Stofnfundur
nýrrar deildar verður í dag, 16.
mars, kl. 20:30 í litla salnum í
húsakynnum Domus Medica.
\ -
★★★★★★★
★★★★★★★
★★★★★★★
★ ★ ★
★★★★★★★
★★★★★★★
★★★★★★★
★ ★ ★
(★★★★★★★★★
r★★ ★★★★★★★
r★★★★★★★★★
★★★★★★ ★★★★★★★
★★★★★★★★★★★★★★
★★★★★★★★★★★★★★
★★★ ★★★ ★★★
*★★★★★★★ ★★★
*★★★★★★★ ★★★
★★★ ★★★ ★★★
★★★ ★★★ ★★★
★★★★★★★ ★★★
★★★★★★★ ★★★
★★★★★★ ★★★
• ★ ★ ★
• ★ ★ ★ ★
r ★ ★ ★ ★
★ ★ ★
r
r ★ ★ ★ ★
r ★ ★ ★ ★
r ★ ★ ★
r ★ ★ ★ ★
r ★ ★ ★ ★
r ★ ★ ★ ★
DODGE ARIES
Nú er tíminn til aö eignast þennan
margfalda verölaunabíl. Eigum
aðeins örfá eintök af Dodge Aries
1981 til ráöstöfunar strax, bæöi
2ja, 4ra og station-geröir.
lituð framrúða
framhjóladrif
de luxe frágangur
Helsti búnaður:
4 cyl. vél, 2600 cc, 100 hestöfl
sjálfskipting
vökvastýri
aflhemlar
Verö frá ca. kr. 223.712
gengi 9.3.82.
miðaö við
1. verölaun: „Bíll ársins í Bandaríkjunum 1981.“
fóVökull hf.
Ármúla 36 Simi: 84366