Morgunblaðið - 16.03.1982, Side 18

Morgunblaðið - 16.03.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Sovézkar vígvélar í Kabul. Innbyrðis sundr- ung í Kabul-stjórn Flokksþing Þjóðarflokksins sett í gær Islamabad, l'akistan. 15. marz. AP. STJOKNIN í Kabul, sem styðst við innrásarlið Sovétríkjanna, er nú nánast óstarflia'f vegna innbyrðis sundrungar um hverjir eigi að vera í hvaða valdastöðum, að því er vestrænir diplómatar í Islamabad í Pak- istan greindu frá í dag. Viðkomandi óskuðu eftir að vera ekki nafn- greindir, en þeir sögðu að ágreiningurinn hefði fyrst komið í Ijós þegar l'jóðarflokkurinn, sem fer með stjórn landsins, hélt fyrsta þing sitt á sunnudaginn í þeim tilgangi að kjósa 51 manns forsætisráð. Sovétmenn, sem hafa verið í Afganistan síðan í desember 1979, hafa fram til þessa getað haldið flokknum saman, en þeim hefur ekki tekizt að koma í veg fyrir innbyrðis valdastreitu, að því er heimildir AP-fréttastof- unnar sögðu. Flokkurinn náði völdum í Afg- anistan í apríllok 1978 og skipt- ist einkum í tvær fylkingar, Parcham sem nýtur stuðnings Karmals forseta og Khalq- arminn sem afganski herinn hneigist til stuðnings við. Utvarpið í Kabul sagði frá því á mánudag að 836 fulltrúar frá öllum héruðum landins væru komnir til höfuðborgarinnar að sitja flokksþingið, en fundar- staðnum var haldið leyndum fram á síðustu stundu af ótta við árásir skæruliða. í setningarræðu sinni fjaliaði Karmal forseti í löngu máli um þá miklu blessun og björgun sem fylgt hefði í kjölfar byltingar- innar 1978. Útvarpið vitnaði í ræðu hans og sagði að „ríkis- stjórn hans væri staðráðin í að tryKfíja lýðræðislegt stjórnarfar og efnahagslegar framfarir til handa allri afgönsku þjóðinni". Hins vegar sagði forsetinn að „heimsvaldasinnar væru að reyna að skemma uppbygg- ingarstarfið og hefðu hafið stríð á hendur ríkisstjórninni“, en hann bætti því við að stjórnvöld væru sannfærð um að þau myndu vinna bug á undirróðurs- iðju heimsvaldasinna sem stefndu að því að stöðva fram- gang byltingarinnar. Hann sagði að frelsi Afganistan og fullveldi yrði ekki hvað sízt tryggt með sterkum tengslum við Sovétrík- in, og þau tengsl væru horn- steinn í utanríkisstefnu hans. Sovétríkin hafa nú um það bil 90 þúsund manna lið í Afganistan. Khomeini hvetur Hussein til að fremja sjálfsmorð Boirút, 15. marz. Al*. AYATOLLAH Ruhollah Khorn- eini erkiklerkur hvatti Saddam Hussein forseta íraks í dag til að fremja sjálfsmorð, það væri eina leið hans út úr þeim ógöng- um sem hann hefði komið sér í með því að hrinda af stríði við Iran. „I»ú átt ekki um neitt annað að velja. Ef þig skortir ekki hugrekkið, þá ættir þú að fyrir- fara þér, rétt eins og Hitler gerði,“ sagði Khomeini styrkri röddu í ávarpi, sem útvarpað var í íran. í ræðu sinni aftók Khom- eini með öllu að verða við áskor unum íraka um að löndin sett- ust að samningahorðinu. Opinber fréttastofa í Teheran skýrði frá því í dag, að hryðju- verkamenn hefðu ráðið Mohamm- ad Salem Hosni, háttsettan klerk, Buckley í Bonn Bonn, 15. marz. Al\ JAMES L. Buckley varautanrík- isráðherra Bandaríkjanna ræddi í dag við vesturþýzka embætt- ismenn um sameiginlega stefnu gagnvart Rússum í viðskipta- málum. Ræddu Buckley og aðrir banda- rískir embættismenn við Werner Lautenschlager deildarstjóra efnahagsmála í utanríkisráðu- neytinu í Bonn, og síðar við Hans-Dietrich Genscher utanrík- isráðherra. Buckley lét í ljós ánægju að loknum fundunum og sagði við- ræðuaðila sammála um áframhald á viðræðum sínum og samstarfi. Heldur bandaríska viðræðunefnd- in til Lundúna, Brússel og Róma- borgar áður en hún snýr heim á leið á föstudag. Það sem helzt er verið að ná samstöðu um í þessum viðræðum er sameiginleg stefna vestrænna ríkja gagnvart austantjaldsríkj- um í lánamálum. af dögum og tvo aðstoðarmenn hans. Hefði sprengju verið varpað á bifreið Hosni í Teheran í gær, sunnudag. Komust tilræðismenn- irnir undan. Blaðið Sunday Times í Lundún- um sagði í gær, að Khomeini hefði fyrirskipað takmarkaða syndafyr- irgefningu, og hefðu rúmlega fjög- London, 15. marz. Al\ HAROLD Evans ritstjóri Times sagðist enn stýra skrifum blaðs- ins, þrátt fyrir tilraunir Ruperts Murdoch útgefanda til að setja hann af. „Ég hef alls ekki sagt upp störf- um, og hér ræð ég ríkjum," sagði Evans við biaðamenn er hann mætti til vinnu í morgun. Hann NTJORN Burma fyrirskipaði að eyðilagðir skyldu 336 hektarar ópíumckra í austurhluta lands- ins. Sömuleiðis náði lögreglan 981 kg af hráu ópíum og 14 kíl- óum af hcróíni og nokkru af maríhuana. Sagði frá þessu í skýrslu sem var lögð fyrir þing Burma í dag. Burma hefur verið eitt helzta framleiðsluland ólög- legs ópíums, en úr því er m.a. ur þúsund pólitískir fangar verið látnir lausir af því tilefni í íran. Þá yrði tvö þúsund til viðbótar sleppt úr haldi áður en nýjár Ir- ana hefst 21. marz næstkomandi. Fregnin er skrifuð af Amir Tah- eri, sérfræðingi blaðsins í málefn- um íran, en hann hefur aðsetur í París. sagðist búa við sama óöryggi í at- vinnumálum og aðrir ritstjórar hefðu jafnan staðið frammi fyrir. Ljóst þykir að Evans verði að hypja sig innan tíðar, en eina von hans er, að einhver sexmenning- anna, er fjalla um ráðningar rit- stjóra blaðsins, haldi yfir sér hlífi- skildi og beiti neitunarvaldi til þess að Evans fái setið áfram. unnið heróín. Upp á síðkastið hafa stjórnvöld hert mjög á eftirliti með framleiðslu á þessum eiturefnum. í sömu skýrslu segir að strandgæzla Burma hafi tekið fjórtán tog- ara frá Thailandi og 45 burm- ísk skip, sem hafi komið inn í landhelgi eða inn í hafnir landsins til að ná 1 eiturlyf sem átti að smygla til Vestur- landa. Evans ritstjóri Times: „Hér ræð ég ríkjum“ Burma herðir eftir- lit með ópíumrækt Kangoon, Burma, 15. marz. Al\ Dagblað alþýðunnar kvartar enn undan spillingu í Kfna l'eking, 15. marz. Al\ Fjöldaganga í Peking. Veður víöa um heim Akureyri 0 snjókoma Reykjavík 1 mistur Amsterdam 10 skýjaó Aþena 15 rigning Barcelona vantar Berlin 11 heióríkt BrUssel 9 heiðskirt Chicago 10 skýjaó Dyftinni 9 heióríkt Feneyjar 10 heiöríkt • Frankfurt 9 heióríkt Færeyjar 4 rigning Genf 7 heiðríkt Helsinki 4 skýjaó Hong Kong 25 heióríkt Jerúsalem 11 skýjaó Jóhannesarborg 27 heiðríkt Kaupmannahöfn 5 rigning Kairó 22 skýjað Las Palmas 20 tóttskýjað Lissabon 20 lóttskýjaó London 9 rigning Los Angeles 18 rigning Madrid 16 heiðrikt Malaga vantar Mallorca vamtar Mexíkóborg 28 heióríkt Míami 27 heióríkt Moskva 2 skýjaö New York 14 heióríkt Nýja Delhi 26 heiórikt Osló 3 skýjað Paris 13 heióríkt Perth 24 heiðríkt Ríó de Janeíró 29 skýjað Rómaborg 13 heióríkt San Francísco 14 rígning Stokkhólmur 3 snjókoma Sydney 25 skýjaó DAGBLAÐ alþýðunnar í Peking birti í dag áksakanir um spillingu innan æðstu raða kommúnista- flokksins og sagði að flokkurinn stæði nú andspænis alvarlegustu ógnun sem hann hefði orðið fyrir „af hálfu úrkynjaðra kapitaliskra kenninga" og vegna þjónkunar við erlenda lifnaðarháttu. Blaðið sagði að væri fjármála- spilling, sem nokkrir háttsettir flokksmenn ættu aðild að, látin óátalin gæti það „valdið hruni sósíaliskra hugsjóna og þeirra ávaxta sem byltingin hefði borið vegna áratuga langrar baráttu flokksins og margra dyggra manna". Kínversk stjórnvöld hafa fyrir nokkru gert átak til að koma í veg fyrir smygl, mútur, fjár- málabrask og alls konar fjársvik og hefur verjð hótað, að þeir sem verði uppvísir að slíkum glæpum skuli líflátnir. Fram til þessa hafa þeir emb- ættismenn sem grunaðir hafa verið um slíkt ekki verið hærra settir en svo að þeir hafa setið í héraðsstjórnum margra fylkja en látið hefur verið að því liggja nú upp á síðkastið, að háttsettir flokksmenn kunni að verða að svara til saka. Dagblað alþýðunnar sagði, að ekkert ógnaði kínversku sólíal- isku samfélagi jafn alvarlega og brotalamir í innra starfi flokks- ins og úrkynjun, sem fylgdi því að flaðra upp um allt sem útlent væri. Itrekaði blaðið margsinnis að slíkt mætti ekki láta óátalið enda væri það svo alvarleg ógnun við hið farsæla hugsjóna- starf sem unnið hefði verið, að þá gæti aðeins á einn veg farið. í grein blaðsins sagði, að þeir fjár- glæpir sem hér væri átt við, væru langtum djúpstæðari ogal- varlegri en á árunum 1951 og 1952, þegar mikið átak var gert gegn skriffinsku og eyðslu og al- mennri spillingu, svo sem skattsvikum, stuldi á verðmæt- um í eigu ríkisins o.fl. Þá sagði í blaðinu, að Kínverj- ar yrðu að vera vel á verði í því að gæta menningararfleifðar sinnar og allt sem unnið væri í landinu, hvort sem væri á sviði efnahagsmála, menningarmála eða atvinnumála skyldi taka mið af þeim hugsjónum sem sósíal- iskt Kína væri grundvallað á. Hins vegar myndu Kínverjar leggja sig fram um að halda góð- um samskiptum við þau lönd sem þeir teldu sér ávinning í og stefnt yrði að því að taka al- mennt upp sveigjanlegri efna- hagsstefnu. I greininni var lítillega vikið að menningarbyltingunni og hún hörmuð og sagt hún hefði leitt til innbyrðis deila, efnahags- kreppu og hún hefði stórlega skaðað flokkinn. Því sér nú mikilvægara að menn leggi sig alla fram til að bæta þann mikla skaða sem menningarbyltingin svokallaða hafi valdið og muni verða fylgzt grannt með starfi hvers og eins í því tilliti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.