Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
29
IMtogtiiiWfifeft
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
Davíð Oddsson
borgarstjóraefni
Að tillögu Alberts Guðmundssonar og Markúsar Arnar Antonsson-
ar hefur borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna einróma sam-
þykkt, að Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, verði borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins við kosningaráar í Reykjavík í vor. Þessi sam-
hljóða ákvörðun staðfestir þann einhug til sóknarsigurs, sem ríkir
meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík. Akvörðunin kemur hins vegar
ekki á óvart. Síðan sumarið 1980, þegar Birgir ísl. Gunnarsson, fyrr-
verandi borgarstjóri, ákvað að draga sig í hlé innan borgarstjórnar-
innar, hefur Davið Oddsson haft þar forystu fyrir sjálfstæðismönnum.
Um 6000 þátttakendur í prófkjöri sjálfstæðismanna vottuðu Davíð
traust nú í vetur, en hann hlaut þá mest fylgi frambjóðenda. Davíð
Oddsson er einarður baráttumaður og hefur aflað sér trausts og stað-
góðrar þekkingar á málefnum Reykjavíkur í þau tæpu átta ár, sem
hann hefur setið í borgarstjórninni, nú síðast sem borgarráðsmaður.
Vinstri meirihlutinn í Reykjavík getur ekki boðið kjósendum, að þeir
ákveði beint með atkvæði sínu, hver verði borgarstjóri að kosningum
Ioknum. Hjá vinstri mönnum gildir í því efni eins og öðrum sú regla,
sem þeim er kærust í stjórnmálum, að allar meiriháttar ákvarðanir
séu teknar á bak við luktar dyr á grundvelli pólitískra hrossakaupa.
Að mati vinstri manna á borgarstjórinn ekki að styðjast við umboð frá
borgarbúum heldur á hann að vera starfsmaður flokksbrodda, eins
konar hlutlaus samnefnari glundroðans.
Ekki er ástæða til að sneiða að þeim manni, sem gegnt hefur þessu
erfiða hlutverki í tæp fjögur ár. Af illri nauðsyn fær hann að vera í
friði fyrir opinberum árásum frá húsbændum sínum í vinstri meiri-
hlutanum. Hins vegar eru vinstri menn í borgarstjórn þegar teknir til
við þá iðju, sem þeim þykir jafnan heilladrýgst, að skella skuldinni á
aðra og þá helst embættismenn. Vinstri meirihlutinn er síður en svo
ánægður með þá skipan, sem ríkt hefur síðan hann fékk völdin.
Flokksbroddum vinstri flokkanna og þá sérstaklega Alþýðubandalags-
ins finnst sem þeir hafi ekki nóg völd. Alþýðubandalagsmenn leggja til
að borgarstjórum verði fjölgað um 7, hvorki meira né minna, og
framsóknarmenn vilja, að þeir verði að minnsta kosti tveir.
Líklega á það eftir að skýrast betur í kosningabaráttunni nú en
áður, hve einkennilegt það er, að kjósendur hafi ekki tækifæri til að
ráða því alfarið með atkvæði sínu, hver skipar sæti borgarstjóra.
Annars vegar munu sjálfstæðismenn sækja sameinaðir fram undir
forystu Davíðs Oddssonar, hins vegar mun sundurlyndisfjandinn setja
svip sinn á baráttu vinstri manna og þeir nota embættismenn sem
blóraböggul, án þess að embættismönnunum gefist færi á að bera hönd
fyrir höfuð sér eða segja, hvað þeir telja Reykvíkingum og borginni
þeirra fyrir bestu.
Valdníðsla
OÓlafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, hefur lýst því yfir, að
Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hafi gerst sekur um
valdníðslu, þegar hann gaf fyrirmæli um, að Orkustofnun hætti sam-
vinnu við Almennu verkfræðistofuna um rannsoknir á jarðvegi við
Helguvík, þar sem ákveðið hefur verið að reisa nýja eldsneytisgeyma
varnarliðsins. „Þessi ákvörðun iðnaðarráðherra er valdníðsla, því það
heitir valdníðsla á lagamáli þegar yfirvöld beita valdi sínu í annarleg-
um tilgangi, í tilgangi sem þeim er ekki ætlað að fjalla um,“ sagði
Ólafur Jóhannesson hér í blaðinu á sunnudag.
Þetta er svo sannarlega alvarleg ásökun, ekki síst þegar haft er í
huga, að Ólafur Jóhannesson hefur, sem fyrrverandi prófessor í
stjómlagafræði við Háskóla íslands og höfundur fræðirita um stjórn-
skipunar- og stjórnarfarsrétt, traustari forsendur en flestir aðrir ís-
lendingar til að meta embættisgjörð iðnaðarráðherra frá lögfræðilegu
sjónarmiði. Eins og segir í riti ólafs Jóhannessonar, Stjórnarfarsrétt-
ur, leiðir valdníðsla ekki til þess, að embættisverk sé markleysa.
Valdníðsla getur hins vegar leitt til ógildingar stjórnarathafnar og því
þarf að sanna ógildingarannmarka með dómi eða úrskurði æðra
stjórnvalds. Nú fer iðnaðarráðherra með æðsta vald yfir borum
Orkustofnunar, og því er ekki líklegt, að á fundi ríkisstjórnarinnar
verði hann sviptur borvaldinu, þótt hann hafi beitt því í annarlegum
tilgangi. Ólafur Jóhannesson segir hins vegar í riti sínu um stjórnar-
farsrétt, að ætla verði, „að íslenskir dómstólar teldu sér heimilt að
fella úr gildi ákvörðun, þegar valdníðsla hefur átt sér stað, enda þótt
stjórnarathöfn væri eigi áfátt að öðru leyti." Hefur utanríkisráðherra,
Ólafur Jóhannesson, lýst því yfir, að hann fyrir sitt leyti telji sjálfsagt
að Almenna verkfræðistofan fari í mál við Orkustofnun „fyrir tilefn-
islaust og fyrirvaralaust samningsrof".
En auðvitað hefur afskiptasemi iðnaðarráðherra af borum Orku-
stofnunar aðra hlið en hina lögfræðilegu. Margt ef einstætt við þessi
afskipti, meðal annars það, að ráðherra saki starfsbróður sinn í ríkis-
stjórn um valdníðslu. Á sínum tíma lagði forsætisráðherra mikið á sig
fyrir virðingu Alþingis. Ætlar hann ekkert að gera til að vernda
i'irAimri »*ílfio<’liÁ».«o»«'n««»9
Kjaradeil-
unni vísað til
sáttasemjara
ASÍ og VSÍ vísuðu í gær samninga-
viðræðum til meðferðar cmbættis
sáttasemjara ríkisins. Talsmenn ASÍ
telja reyndar, að málið hafi verið hjá
cmbættinu síðan í samningalotunni
síðastliðið haust, en þá hafi samn-
ingaviðræðum aðeins verið frestað
með skammtímasamningi. Búist er
við fundi með sáttasemjara síðar í
vikunni.
Á fundinum í gær lagði ASI
fram sömu kröfur sínar, sem eru
þær sömu og síðastliðið haust. Á
fundinum hafnaði VSI kauphækk-
unarkröfum og tilkynnti að gagn-
kröfur VSI kæmu fram er viðkom-
andi undirnefndir hefðu verið
skipaðar. Aðalfundur Vinnuveit-
endasambandsins verður haldinn
24. marz og verður frekari afstaða
mótuð þá. Því má búast við að
þessar samningaviðræður fari
ekki af stað af alvöru fyrr en und-
ir mánaðamót.
(Ljósm. RAX.)
Við upphaf samningaviðræðna þáði samninganefnd ASÍ kaffi ( fundarsal VSÍ að Garðastræti 41, frá vinstri Guðríður Elíasdóttir
formaður Verkakvennafélagsins Framtfðarinnar í Hafnarfirði, Karl Steinar Guðnason varaformaður Verkamannasambands íslands,
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Barði Friðriksson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, Þorsteinn Pálsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ, Páll Sigurjónsson formaður VSÍ og Gunnar J. Friðriksson forstjóri Friggjar og stjórnarmaður í VSÍ.
Utanrfkisráðherra í skýrslu til Alþingis:
Utanríkisviðskiptamál í
hendur utanríkisráðuneytis
— I»að er einróma álit þeirra
starfsmanna utanríksþjónustunnar,
sem mest hafa hugleitt þessi mál, að
virk og sveigjanleg utanríkisþjón-
usta verði best tryggð með því að
allir mcginþættir utanríkismála, þar
á meðal utanríkisviðskiptamál, séu í
höndum utanríkisþjónustunnar bæði
erlendis og hér heima, segir í
skýrslu utanríkisráðherra, Ólafs Jó-
hanncssonar, um utanríkismál, sem
lögð var fram á Alþingi mánudaginn
15. mars.
Fjallað er um verkaskiptingu milli
viðskiptaráðuneytisins og utanríkis-
ráðuneytisins í lok skýrslunnar og
þar segir:
„Seint á árinu 1978 var stofnað
til embættis sérstaks viðskipta-
fulltrúa við sendiráðið í París.
Viðskiptafulltrúinn starfaði þar í
3 ár og vann mikilsvert starf að
söfnun upplýsinga um markaðs-
mál í Frakklandi og nálægum
löndum, auk þess að efla sam-
bandið milli íslenskra útflytjenda
og innflytjenda í þessum löndum
og aðstoða við íslenskar vörusýn-
ingar. Þessi viðskiptafulltrúi flutti
aftur til íslands um sl. áramót og
hef ég nú ákveðið að senda í hans
stað viðskiptafulltrúa til London,
sem starfa mun við sendiráðið þar
og hafa m.a. það hlutverk að leita
nýrra markaða í Bretlandi og
fleiri löndum, auk þess að vinna að
því að efla og treysta skreiðar-
markaðinn í Nígeríu, en hags-
muna íslands þar í landi er gætt
af sendiráðinu í London.
Þótt ýmis sendiráð okkar starfi
mjög mikið að viðskiptamálum,
eins og nánar er rakið í upphafi
kaflans um utanríkisviðskiptin, þá
háir starfsmannaskortur oft veru-
lega, því að starfssviðið er æði víð-
tækt. Þá er og umhugsunarefni sú
skipting starfa milli utanríkis-
ráðuneytis annars vegar og
viðskiptaráðuneytis hins vegar,
sem gilt hefur um langt skeið.
Hérlendis eru utanrikisviðskipta-
mál lögð undir viðskiptaráðu-
neytið. Nánar tiltekið er hér um
að ræða útflutningsverslun, undir-
búning og framkvæmd viðskipta-
samninga, skipti íslands við al-
þjóðleg efnahags- og viðskipta-
samtök og fjármalastofnanir og
loks vörusýningar erlendis.
Starfsmenn utanríkisþjónust-
unnar starfa ýmist í sendiráðum
okkar erlendis eða í utanríkis-
ráðuneytinu hér heima. Erlendis
er það eitt af höfuðhlutverkum
þeirra að vinna einmitt að þeim
störfum, sem í Reykjavík falla
undir viðskiptaráðuneytið. Gott
samstarf hefur að vísu ríkt milli
ráðuneytanna tveggja um þessi
Páll Pétursson um Blönduvirkjunarsamningana:
Margt sem Hjörleifur gerir
kjánalegt þessa dagana
- Annars hefur hann áður virkjað á þennan hátt, - Bessa-
staðaárvirkjun, þegar ríkisstjórn Ólafs fór frá
„VID erum að ræða Helguvíkur
málin og hér ríkir mikill einhugur að
baki utanríkisráðherra,** sagði Páll
Pétursson, formaður þingflokks
Framsóknarflokksins, er hann vék
stundarkorn af þingflokksfundi í
gær. Ilann var þá spurður álits á
undirritun Blönduvirkjunarsamn-
inga, sem átti sér stað á sama tíma í
Káðherrabústaðnum. Páli virtist
koma sú frétt á óvart og hann sagði
m.a.: „Það er margt sem Hjörleifur
Guttormsson gerir kjánalegt þessa
dagana.
Eg veit að það var ekki sam-
þykkt á ríkisstjórnarfundi i morg-
un að standa þannig að málum,
eins og hann er að gera. — Annars
hefur Hjörleifur áður virkjað á
þennan hátt. Það var þegar hann
gaf út virkjanaleyfi á Bessastaða-
árvirkjun sama daginn eða daginn
eftir að ríkisstjórn Ólafs Jóhann-
essonar fór frá. Það lenti síðan á
r>---- v:-----: ------: „» v_____i._
það verk hans út af pappírunum.
Hann er kannske að undirbúa
eitthvað svipað núna.“
Páll sagði einnig, að eflaust
væri rétt að geta þess að „þetta
óðagot Hjörleifs" eins og hann
orðaði það, stafaði ef til vill af því
að stjórn Landssamtaka um nátt-
úruvernd væru á leið til fundar við
hann og þingmenn. „Þetta sýnir
hver garpur Hjörleifur er. Hann
hefur ekki haft kjark til að mæta
þeim mönnum."
Er Mbl. ræddi við Pál á ný í lok
þingflokksfundarins sagði hann,
að lítill tími hefði gefist til um-
ræðna um málið. Hann sagði einn-
ig: „Ráðherrar fengu engar heim-
ildir til að ganga frá máli þessu á
ríkisstjórnarfundi." Aðspurður
um hvort hann teldi að þeir
myndu ganga frá því samt sem
áður sagði hann: „Svoleiðis vinnu-
brögð þekkjast ekki innan Fram-
• » <•»»»• u
Páll Pétursson formaður þingflokks
n '» . . n • i
mál og viðskiptaráðuneytið hefur
dagleg samskipti við sendiráð
okkar vegna viðskiptamála. Á
hinn bóginn eru ýmsir annmarkar
á þessari tilhögun. Starfsmenn
utanríkisþjónustunnar fá ekki þau
kynni af viðskiptamálunum hér
heima, sem þeir fá af öðrum mála-
flokkum utanríkisþjónustunnar,
en einmitt þau kynni eru afar
nauðsynleg til að starfskraftar
þeirra nýtist sem best úti í sendi-
ráðunum. Ennfremur skortir per-
sónuleg tengsl við samtök og full-
trúa útflutningsins og breytir
stutt kynnisdvöl starfsmanna
utanríkisþjónustunnar í við-
skiptaráðuneytinu þar litlu um.
í nágrannaríkjum okkar er það
ýmist að utanríkisviðskiptin séu
hjá viðskiptaráðuneyti, utanrík-
isráðuneyti eða samstarfsstofnun
beggja ráðuneyta. Þessi ríki^eiga
það þó öll sameiginlegt að hafa á
að skipa í flestum borgum marg-
falt fjölmennara starfsliði en við
getum nokkurn tíma haft ráð á.
Þau geta þá líka leyft sér að hafa
sérstaka viðskiptafulltrúa eða
jafnvel heilar viðskiptadeildir í
sendiráðum sínum og sett í þau
störf sérþjálfaða menn úr
viðskiptaráðuneytum sínum eða
viðskiptadeildum utanríkisráðu-
neytanna. Þegar slíkir möguleikar
eru fyrir hendi skiptir heildar-
stjórn allra þátta utanríkismála
undir einu ráðuneyti engu megin-
máli.
Lítið land eins og Island, sem
hefur sendiráð í fáum löndum og
aðeins 2—3 embættismenn í
hverju sendiráði til að gæta hinna
fjölbreytilegustu hagsmuna, hlýt-
ur hins vegar að verða að hafa
hagkvæmnissjónarmiðið að leið-
arljósi. Það er einróma álit þeirra
starfsmanna utanríkisþjónust-
unnar, sem mest hafa hugleitt
þessi mál, að virk og sveigjanleg
utanríkisþjónusta verði best
tryggð með því að allir megin-
þættir utanríkismála, þar á meðal
utanríkisviðskiptamál, séu i hönd-
um utanríkisþjónustunnar bæði
erlendis og hér heima.
Utanríkisviðskiptin eru slíkt
stórmál fyrir Islendinga að öllu
skiptir, hvernig til tekst um fram-
kvæmd þeirra. Eg varpa því fram
þessum hugleiðingum hér í lok
skýrslu minnar til þess að koma af
stað umræðum um framtíðar-
skipulag þessara mála.“
Hjörleifur Guttormsson:
Tel að það skipti ekki sköpum þó
Bólstaðarhlíðarhreppur sé ekki aðili
SAMNINGIIK um virkjun Blöndu
var í gær undirritaður af Raf-
magnsvcitum ríkisins sem virkjun-
araðila og fimm hreppsnefndum,
sem hagsmuna eiga að gæta í hér
aði. Forsenda samningsins er með-
al annars sú, að Blönduvirkjun
verði næsta meiriháttar vatnsafls-
virkjun í landskerfinu samkvæmt
þingsályktunartillögu ríkisstjórn-
arinnar, sem nú bíður afgrciðslu.
Alls eiga 6 hreppar hagsmuna að
gæta hvað virkjunina varðar, en
einn þeirra, Bólstaðarhlíðarhrcpp-
ur, hefur ekki samþykkt samning-
inn. Samningurinn er undirritaður
með fyrirvara um staðfestingu rík-
isstjórnarinnar. Vegna þessa gaf
iðnaðarráðuneytið út fréttatilkynn-
ingu og birtist hún í heild hér á
síðunni.
Hjörleifur Guttormsson, iðn-
aðarráðherra, kynnti samkomu-
lagið og sagði meðal annars, að
þó samningurinn væri undirrit-
aður með fyrirvara um sam-
þykki ríkisstjórnarinnar, efaðist
hann ekki um að það fengist í
þessari viku. Þá sagðist hann
sakna þess að Bólstaðarhlíðar-
hreppur væri ekki aðili að þess-
um samningi og sagöi að
hreppnum yrði nú boðin aðild að
honum í framhaldi undirritunar
samkomulagsins. Aðspurður um
það, hvað við tæki ef Bólstað-
arhlíðarhreppur hafnaði aðild að
samkomulaginu, sagði Hjörleif-
ur, að hann teldi það ekki skipta
sköpum þó hreppurinn væri ekki
aðili að samkomulaginu, hann
ætti aðeins Viehluta heiðar-
landsins, sem um væri að ræða.
Það væri hægt að fara fleiri en
eina leið í málinu, samkvæmt
vatnalögum væri hreppnum
heimilt að óska mats og eða
dóms um bætur og þá væri eign-
arnámsleiðin einnig fær, en
hann vonaðist til að ekki þyrfti
að beita henni. Þá tók Hjörleifur
það fram að hið stranga samn-
ingaþóf hefði ekki á nokkurn
hátt tafið pndirbúning virkjun-
arinnar.
Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi:
Vona að þetta verdi Norður-
landi og allri þjóðinni til góðs
„ÉG er mjög ánægður með það að
nú skuli vera lokið 6 ára samn-
ingapuði og ég vona að það spor,
sem stigið hefur verið með undir
ritun virkjunarsamninganna verði
Norðurlandi og landinu öllu til
gæfu. Þá vona ég að framkvæmdir
gangi slysalaust fyrir sig,“ sagði
Jón ísberg, sýslumaður á Blöndu-
ósi, einn þeirra sem undirrituðu
samninginn fyrir hönd heima-
manna, er Morgunblaðið ræddi við
hann.
„Þetta er mikið framfaraspor
fyrir sýsluna og ánægjulegt að
stjórnvöld hafi þá trú á sýslunni,
að hér geti eitthvað þrifizt.
Fólksfjölgun hér hefur nánast
engin verið lengi og nú er sami
mannfjöldi í Húnavatnssýslum
og 1850. Hvað varðar afstöðu
Bólstaðarhlíðarhrepps, held ég
að það hafi ekki úrslita áhrif um
framgang málsins. Eg held að
aðilar þar hljóti að telja sér hag
að því að verða aðilar að samn-
ingnum eins og þeim verður nú
boðið, en þó verður að reyna á
það hver niðurstaðan í því máli
verður," sagði Jón.
Þá kom það einnig fram við
undirritun samningsins að fram-
kvæmdir samkvæmt útboði
myndu væntanlega hefjast á
næsta ári, en í sumar yrði hafin
undirbúningsvinna og gerð út-
boðsgagna og virkjunin gæti
væntanlega tekið til starfa 1987
eða 1988. Þá kom það fram í máli
Kristjáns Jónssonar, raf-
magnsveitustjóra, að lauslega
áætlað næmu bætur til landeig-
enda vegna virkjunarinnar 47 til
50 milljónum króna.
Jón Tryggvason, hreppstjóri í Bólstaðarhlíðarhreppi:
Tel ekki líkur á því að hreppurinn
gerist aðili að þessum samningi
„VIÐ í Bólstaðarhlíðarhreppi höf-
um ætíð verið á móti þessum samn-
ingsdrögum og getum ekki fallizt á
virkjunarkost I. Það eru land-
verndarsjónarmið sem ráða því
fyrst og fremst, og við teljum að
með þessu sé allt of langt gengið,"
sagði Jón Tryggvason, hreppstjóri í
Bólstaðarhlíðarhreppi, er Mbl.
ræddi við hann.
„Þess vegna tel ég engar líkur á
því að við þiggjum aðild að þeim
samningi, sem nú hefur verið
undirritaður og persónulega er
ég á móti því að svo verði. Það er
ýmislegt sem getur komið til
vegna þessarar afstöðu okkar og
ég hræðist ekki eignarnám þar
sem ég efast ekki um það að eðli-
legar bætur fáist, þetta hefur
aldrei verið peningaspursmál.
Hins vegar tel ég að með núver-
andi samningi sé nánast verið að
semja yfir sig eignarnáni, það er
gengið svo langt í honum og
óljóst hvort eignarréttur okkar
verður virtur," sagði Jón.
Samningar um virkjun Blöndu
undirritaðir eftir 7 ára þóf
- einn hreppur af 6 er ekki aðili að samningunum
MBL. BAKNT í gær eftirfarandi frétta-
tilkynning frá iðnaðarráðuncytinu.
I dag var undirritaður samningur
milli Kafmagnsveitna ríkisins sem
virkjunaraðila og fimm hrepps-
nefnda varðandi Blöndu, og er for-
senda hans m.a. að Blönduvirkjun
verði næsta meiri háttar vatnsafls-
virkjun i landskerfinu.
Hrepparnir fimm, sem aðild eiga
að samningnum, eru Blönduóss-
hreppur, Torfalækjarhreppur og
Svínavatnshreppur vestan Blöndu og
Lýtingsstaðahreppur og Seyluhrepp-
ur austan Blöndu. Undirrituðu
samninganefndarmenn hreppanna
samninginn fyrir þeirra hönd, en af
hálfu virkjunaraðila Kristján Jóns-
son rafmagnsveitustjóri.
Eini hreppurinn á virkjunarsvæð-
inu, sem ekki á aðild að samningn-
um, er Bólstaðarhlíðarhreppur, þar
eð hreppsnefndin hefur enn ekki á
hann fallist. Samningsaðilar eru þó
sammála um að bjóða Bólstaðarhlíð-
arhreppi aðild að samningnum.
Samningurinn felur í sér að virkj-
að verður samkvæmt svokallaðri
virkjunartillögu I, þar sem áin verð-
ur stífluð við Reftjarnarbungu. Gert
er ráð fyrir 400 G1 hámarksmiðlun,
en með ýmsum hætti verður leitast
við að taka tillit til gróðurverndar og
landverndarsjónarmiða við bygg-
ingu og rekstur virkjunarinnar.
Þá skuldhindur virkjunaraðili sig
með samningnum að kosta upp-
græðslu lands í stað þess gróður-
lendis sem tapast og/eða spillist
vegna virkjunarframkvæmda, sem
svarar til allt að 3000 hekturum.
I samningnum eru ennfremur
ákvæði um lagningu vega og brúa á
afréttarsvæðinu og uppsetningu
nauðsynlegra girðinga á kostnað
virkjunaraðila.
Þá eru ákvæði um bætur fyrir
land sem fer undir vatn, svo og tjón
á veiði og annað tjón sem verða kann
vegna virkjunarinnar.
Stofnuð verður samráðsnefnd
virkjunaraðila og heimamanna sem
fjalla skal um mál sem snerta hags-
muni beggja.
Sérstök matsnefnd skal sem gerð-
ardómur m.a. fjalla um mat á bótum
og um ágreiningsmál sem upp kunna
að koma og ekki verða leyst með
samkomulagi í samráðsnefnd.
Viðræður vegna Blönduvirkjunar
hafa staðið yfir með hléum allt frá
árinu 1975, nú síðast viðstöðulaust
frá því sumarið 1980 og fjölmargir
fundir verið haldnir um málið milli
aðila.
Hinn 7. desember 1980 var haldinn
kynningarfundur í Húnaveri að
viðstöddum iðnaðarráðherra. í
framhaldi af þeim fundi tilnefndu
þær sex hreppsnefndir, sem hlut
eiga-að máli, tvo menn hvor í samn-
inganefnd og skipuðu hana eftirtald-
ir:
Fyrir Blönduósshrepp: Hilmar
Kristjánsson og Jón Isberg, fyrir
Torfalækjarhrepp:, Torfi Jónsson,
Torfalæk, og Erlendur Eysteinsson,
Stóru-Giljá, fyrir Svínavatnshrepp:
Sigurjón Lárusson, Tindum, og Ing-
var Þorleifsson, Sólheimum, fyrir
Lýtingsstaðahrepp: Sigurður Sig-
urðsson, Brúnastöðum, og Marinó
Sigurðsson, Alfgeirsvöllum, fyrir
Seyluhrepp: Sigurpáll Árnason,
Lundi, og Jónas Haraldsson, Völlum,
fyrir Bólstaðarhlíðarhrepp: Jón
Tryggvason, Ártúnum, og Pétur Sig-
urðsson, Skeggsstöðum.
Af hálfu iðnaðarráðuneytis og
virkjunaraðila var skipuð viðræðu-
nefnd sem í áttu sæti: Tryggvi Sigur-
bjarnarson, verkfræðingur, for-
maður, Jakob Björnsson, orkumála-
stjóri, Jóhannes Nordal, stjórnar-
formaður Landsvirkjunar, Kristján
Jónsson, rafmagnsveitustjóri, Guð-
jón Guðmundsson, rekstrarstjóri, og
Sigurður Eymundsson, rafveitu-
stjóri.
Til aðstoðar samninganefndum
störfuðu sem lögfræðingar: Fyrir
heimamenn: Jón Steinar Gunn-
laugsson og Guðmundur Pétursson,
fyrir virkjunaraðila: Hjörtur Torfa-
son.
Fyrstu drög að heildarsamkomu-
lagi milli aðila um virkjun Blöndu
voru gerð í september sl. og síðan
kynnt rækilega í hlutaðeigandi
hreppum. Með bréfi dags. 30. nóv-
ember 1981 kynnti ráðuneytið þá af-
stöðu ríkisstjórnarinnar, að Blöndu-
virkjun skuli verða næsta meirihátt-
ar virkjun í landskerfinu, ef sam-
komulag næðist við heimamenn um
virkjunartilhögun I. Skömmu fyrir
jól 1981 bárust svör hreppsnefnd-
anna. Hreppsnefndir Torfalækjar-
og Blönduósshrepps lýstu sig fylgj-
andi samningsdrögunum, hrepps-
nefnd Bólstaðarhlíðarhrepps lýsti
sig andvíga virkjunarleið I, en hinar
þrjár hreppsnefndirnar lýstu sig að
meirihluta reiðubúnar til frekari
viðræðna um Blönduvirkjun, en
gerðu athugasemdir við samnings-
drögin á mismunandi forsendum.
Ákvað ráðuneytið að verða við til
mælum um frekari viðræður, sem
hófust snemma í janúar og hafa
margir samningafundir verið haldn-
ir síðan. Hafa ýmis atriði í upphaf
legum samningsdrögum verið endur-
skoðuð á grundvelli virkjunartilhög
unar I. Hefur í ýmsum atriðum verið
gtngið til móts við sjónarmið heima-
manna um að hlífa sem verða má
landi og gróðri, en þó án teljandi
kostnaðarauka eða hættu á á óhag
ræði við rekstur virkjunarinnar.
Að breytingum gerðum bættist
hreppsnefnd Svínavatnshrepps að
meirihluta til í hóp þeirra sem féll-
ust á samningsdrögin í síðustu viku,
einnig hreppsnefndir Seyluhrepps og
Lýtingsstaðahrepps eftir að tillit
hafði verið tekið til vissra óska um
breytingar.
Á ríkisstjórnarfundi í dag kynnti
iðnaðarráðherra fyrirliggjandi
samningsdrög. Sérstök ráðherra
nefnd, skipuð iðnaðarráðherra, land
búnaðarráðherra og sjávarút
vegsráðherra, hefur ásamt fjármála-
ráðherra fylgst með gangi samn-
ingsmála frá því í fyrravor, og var
hún einhuga um að frá fyrirliggj-
andi samningi yrði gengið.
Með samningi þessum er stigið
ákvarðandi skref varðandi Blöndu
virkjun og á grundvelli þess verður
unnið áfram að undirbúningi fram
kvæmda, jafnframt því sem Ból-
staðahlíðarhreppi verður gefinn
kostur á að gerast aðili að samn-
ingnum.