Morgunblaðið - 16.03.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
31
Dalvík:
Togskipið Baldur
komið frá Englandi
Dalvík, 15. mar.s.
Á LAUGARDAGINN bættist nýtt
skip í flota Dalvíkinga, en þá kom til
hcimahafnar togskipid Baldur EA-
108, sem er í eigu hins nýstofnaða
fvrirtakis, Ufsastrandar hf. hér á
Dalvík.
Baldur, sem var keyptur frá
Bretlandi, er um 300 lestir að
stærð, 35,6 metrar að lengd og
smíðaður árið 1974. Við komu
skipsins var bæjarfulltrúum boðið
að koma og skoða skipið og einnig
kom margt fólk að skoða það og
voru menn ánægðir með hversu
vel skipið var útlítandi. Gert er
ráð fyrir, að skipið fari á þorsk-
veiðar og mun það fara í sína
fyrstu veiðiför nú næstu daga.
Skipið landar afla sínum á Dalvík.
Skipstjóri á Baldri er Gunnar Jó-
hannsson, 1. stýrimaður Jóhann
Gunnarsson og 1. vélstjóri Jó-
hannes Baldvinsson. Fram-
kvæmdastjóri Ufsastrandar er Jó-
hann Antonsson.
— Trausti
Viðey RE á reki í
22 tíma áður en Goð-
inn kom á vettvang
BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn kom
til Reykjavíkur um klukkan 20 á
laugardagskvöld með skuttogarana
Viðey RE í togi. Nokkrum tímum
eftir að togarinn lagði í veiðiferð á
fimmtudag varð rafmagnsbilun í tog-
aranum þannig að smurolíu- og kæli-
vatnsdælur urðu óvirkar og því var
ekki hægt að keyra vélar skipsins.
Ekki tókst að gera við biiunina um
Povl Hjelt flytur
fyrirlestur um
„Ledelse 1990“
borð og var Goðinn því fenginn til
aðstoðar.
Er Goðinn kom á vettvang var
Viðey um 32 mílur suðvestur af
Reykjanesi og hafði verið á reki í
22 tíma. Þegar bilunin varð í vél
Viðeyjar var skipið nálægt Eldeyj-
arboða og var óttast, að skipið
kynni að reka nálægt boðanum.
Vélar skipsins voru því ræstar og
hafðar í gangi nokkra stund með-
an siglt var frá boðanum. Goðinn
var 14 tíma með Viðey til Reykja-
víkur og gekk ferðin ágætlega.
Fljótlegt reyndist að gera við bil-
unina eftir að skipið kom til hafn-
ar og fór Viðey á ný til veiða á
sunnudag.
• Nýr þykkur og sterkur plast- >
dúkur
• Kemur í stað timburs og
pappa
• Fljótlagðar
• Lokar vel fyrir vatni og vindi
• Engin rakavandamál
• Ódýrara þak
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HE
LmtkS nánmh wptýmingm
mdSégtúniT Hmh29022
HELGI JÓNSSON - LEIGUFLUG - AIRTAXI
RE YKJA ViKURFL UG VEL Ll
Simi: (91-)10880(91-)!0858
Leiguflug
milli landa og
innanlands
POVL HJELT, stjórnarformaður
Dansk Management ('enter og fyrr
um forstjóri Dönsku ríkisjárnbraut-
anna dvelur nú hér á landi í boði
Stjórnunarfélags íslands.
Povl Hjelt mun flytja fyrirlest-
ur í boði viðskiptadeildar Háskóla
íslands og verður hann haldinn í
hátíðarsal háskólans miðvikudag-
inn 17. marz klukkan 17.00
Fyrirlesturinn nefnist „Ledelse
1990“ og mun Povl þar gera grein
fyrir niðurstöðum umfangsmikilla
athugana og umræðna sem fram
hafa farið í Danmörku um það
efni. Fyrirlesturinn er öllum
opinn.
K0MDU
SKDÐAÐU
oq
REYNDU
nýju 4ra gíra eldavélina frá
&
Husqvarna
brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin!
Verð frá
kr.88.900.-
Góðir greiðsluskilmálar.
LADA SAFÍR kr. 80.600.-
LADA STATION kr. 84.500.-
LADA SPORT kr. 129.800.-
Munið að varahlutaþjónusta okkar er i sérflokki.
i/t 111 Bifreiðar og Landbúnaðarvélar h Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 ÍT3