Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ; vinnuvélar m ^ aAI. Scania 111 ’80 til sölu 2ja drifa, frambyggöur, kojuhús, sindrapallur 5,40 m. Ekinn 50 þús. km. Skipti möguleg. Simi 95-5514 og 84449. Til sýnis við Krafl hf., Vagnhöföa 3. Víxlar og skuldabréf i umboössölu Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu 17, sími 16233, Þorleifur Guö- mundsson, heima 12469. IOOF-OB-IP= 1343168V4 = FERÐAFÉLAC ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. □ Helgafell 59821637 — IV/V □ Edda 59823167 — 1 Frl. IOOF Rb. 4 = 1313168% — 90 Aöalfundur Feröafélags íslands veröur haldinn þriöjudaginn 16 marz, kl. 20.30 aö Hótel Heklu, Rauöararstig 18. Venjuleg aöal- fundarstörf. Félagar þurfa aö sýna skirteini 1981 viö inngang- inn. Aö loknum fundarstörfum sýnir Oddur Sigurösson vetr- armyndir frá íslandi teknar úr flugvél. Feröafélag íslands Kristníboössambandiö Samkoma i kvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstig 2b. Lesiö veröur úr bréfum frá kristniboöunum. Einsöngur Johanna Möller. Raeöumaöur Margrét Hró- bjartsdottir. Allir velkomnir. AD KFUK Fundur fellur inn i kristniboös- viku StK sem haldinn er aö Amtmannsstig 2b. 14.-21. mars. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Ræöumaöur Óskar Gislason frá Vestmannaeyjum. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar __________tilkynningar____________| P^| Áskorun til gjaldenda ^ fasteignagjalda í Garðabæ Hér með er skorað á þá, sem eigi hafa greitt fyrri hluta fasteignagjalda ársins 1982 til bæjarsjóðs Garöabæjar, að gera full skil á þeim fasteignagjöldum, sem nú þegar eru fallin í gjalddaga, innan 30 daga frá birtingu þessarar áskorunar. Óskað verður nauðung- aruppboðs samkvæmt lögum nr. 49/1951, um sölu lögveða, án undangengis lögtaks á fasteignum hjá þeim sem eigi hafa lokið greiðslu gjaldanna fyrir 10. apríl nk. Innheimtustjóri. Fornbókaverslun til sölu. Þeir sem kynnu að hafa áhuga eru beðnir að leggja inn nafn og heimilisfang á auglýsingadeild Mbl. merkt: „F — 8486.“ húsnæöi óskast Verzlunarhúsnæði óskast Verzlunarhúsnæði óskast við Laugaveginn eða í miðbænum. Tilboð merkt: „V — 8495“ sendist Mbl. fyrir 25. marz. þjónusta Kælitækniþjónustan Reykjavík- urvegi 62, Hafnarfirði sími 54860 Önnumst alls konar nýsmíöi. Tök- um að okkur viögerðir á: kæli- skápum, frystikistum og öörum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta — Sækj um — Sendum. tilboö — útboö f|f ÚTBO0 Tilboö óskast í Ductile Iron-vatnspipur fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 20. april nk. kl. 11.00 f.h. Frá Grunnskólum Hafnarfjarðar Dagana 15. —19. marz nk. fer fram á fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, skráning skólaskyldra barna og unglinga er flytjast milli skólahverfa bæjarins næsta skólaár. Ef væntanlegur flutningur verður ekki tilkynntur ofangreinda daga er óvíst með skólavist í því hverfi sem nemandinn verður búsettur í. Sömu daga verða skráöir grunnskólanemendur sem flytjast til Hafnar- fjarðar fyrir næsta skólaár. Sími fræðsluskrif- stofunnar er 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjaröar. [~fundir — mannfagnaöir | Árshátíð Sjálfsbjargar í Reykjavík Árshátíð félagsins verður haldinn laugardag- inn 27. marz aö Ártúni, Vagnhöfða 11. Borðhald hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði og dans. Borða- og miðapantanir á skrifstofu félagsins, Hátúni 12, sími 17868. ^EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi B — Simi 25800 Útboð Sjóefnavinnslan hf., óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byrjunaráfanga sjóefna- vinnslu, á Reykjanesi. Verkinu skal lokið 3. maí 1982. Útboösgögn verða afhent hjá Hönnun hf., Höfðabakka 9, Reykjavík og á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar hf., Vatnsnes- vegi 14, Reykjavík, frá 16. mars kl. 13.00. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar hf., kl. 14.00 þriðjudaginn 23. mars 1982. Fyrir þá bjóðendur sem hafa áhuga á því aö skoða byggingarsvæðið, verður efnt til skoð- unarferðar, farið verður frá Steypustöö Suö- urnesja, Ytri-Njarövík, fimmtudaginn 18. mars kl. 14.00. Sjóefnavinnslan hf. Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi 7. marz. Tíðarfar Febrúarmánuður mátti teljast góður, 13 daga mánaðarins var hiti um og yfir frostmarki, en mest frost í mánuðinum var 8—9 stig. Fremur stormasamt var og voru 7 hvassviðrisdagar, en hæg- viðrisdagar 5. Snjólétt var í mán- uðinum, eftir miðjan mánuö þíddi mikið og leysti þá upp bæði snjó og svell, og nú er snjólaust að kalla á láglendi og svell horfin að heita má en klaki mun vera tals- vert mikill í jörðu. Bændur vona að ekki verði að nýju kal í vor. Landbúnaður Nú eru blikur á lofti í landbún- aði sem og ýmsum öðrum at- vinnuvegum þjóðarinnar, sem vonandí tekst að yfirstíga. Nú ríður á miklu fyrir bændur að vel vori, því heybirgðir bænda eru víða knappar, og því mikið gefið af fóðurbæti. Hvanneyrarveikin í sauðfé er nú í rénun. A einum bæ hafa drepist 12 kindur, eða 10% af fjárstofninum. Samgöngur Það sem af er þessum vetri hef- ur einu sinni verið hreinsaður snjór af útnesvegi, en vegurinn frá Malarrifi að Hellissandi hef- ur verið lokaður í um 3 vikur og er ástæðan sú, að um miðjan febrúar urðu mikil vatnsflóð, sem ollu víða skemmdum á vegum og skriðuföllum og rann þá víða úr áðurnefndum vegarkafla, svo mikið að hann skarst í sundur og varð þar af leiðandi ófær, en ekki hefur verið gert við skemmdirnar fyrr en nú. Þetta hefur valdið fólki hér miklum óþægindum. Hrafninn virðist ekki hafa átt í erfiðleikum með að ferðast, hann hefur komið hér saman í stórhópum oft í vet- ur, og síst færri en í haustþingum og man ég ekki svo mikil hrafna- þing, kannski hefur hann þurft að ræða einhver stór vandamál inn- an síns flokks. Félagslíf Ekkert hefur verið komið sam- an til skemintana í félagsheimil- inu á Arnarstapa í vetur. Kvenfé- lagið hafði ekki jólatrésskemmt- un fyrir börn að þessu sinni, fé- lagsheimilið er ekki í því standi að hægt sé að koma þar saman, en verið er að byggja við það og er viðbyggingin nú að komast undir þak. Þorrablót var haldið að venju nú á vegum Breiðvíkinga að Lýsuhóli í Staðarsveit. Staðar- sveitungar lánuðu okkur félags- heimilið og var þetta í þriðja skiptið sem þeir lána okkur húsið fyrir þorrablót. Þeir eiga miklar þakkir skildar fyrir hvað þeir hafa lánað okkur húsið af mikilli alúð og fórnfýsi, þeir hafa verið boðnir og búnir að hjálpa til við undirbúning þorra- blótanna, og leigan fyrir húsið svo lítil sem frekast er unnt, að- eins kannski fyrir kostnaði. Fyrir hönd okkar Breiðvíkinga vil ég þakka Staðarsveitungum innilega þann sóma og velvild sem þeir hafa sýnt okkur í þessu tilliti. Þorrablótið hófst að venju með borðhaldi og var á borðum margs konar þorramatur. Þegar að lok- inni máltíð, fóru fram heima- tilbúin skemmtiatriði, fyrst fór fram söngur, samkór sveitanna sunnanfjalls söng nokkur lög undir stjórn Maríu frá Hrísdal í Miklaholtshreppi. Söngnum var ákaft fagnað af áheyrendum, eftir sönginn fóru fram stuttir leikþættir og var gerður góður rómur að öllum skemmtiatriðun- um. Að þessu loknu var stiginn fjörugur dans langt fram á nótt, en fyrir dansinum lék hljómsveit frá Grundarfirði. Þorrablótið fór mjög vel fram og var öllum til sóma. Þá vil ég að endingu þakka Maríu, ásamt samkórnum, inni- lega fórnfýsi og þann ljúfa söng sem hann lét okkur í té án endur- gjalds. Ljúfur ómur loftið klýfur, lyftir sál um himingeim. Finnbogi G. Lárusson. „Súper-löggan“ í Austurbæjarbíói Austurba'jarbíó frumsynir í dag mynd sem kölluð er „Súperlöggan" og er sögð sprenghlægiieg mynd frá Trans- rinema á Ítalíu. Með aðalhlutverk fara m.a. Terence ilill, K.rnest Borgnine og Joanne Dru. Myndin greinir frá Dave Speed, lögreglumanni í Florída í Bandaríkj- unum, sem er ekkert gáfnaljós í lög- regluskólanum en fullur áhuga. Skyndileg breyting verður til þess að hann er hverjum lögreglumanni snjallari, en er síðar ákærður fyrir að verða yfirmanni sínum að bana og vandast þá málið um stund. Tón- list í myndinni er eftir La Bionda og flutt af „The Oceans".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.