Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
SUrfsstúlkurnar úr mötuneytum sjúkrahúsanna, sem settust á skólabekk og öfluðu sér réttinda sem matartæknar.
Ljóflm. Gudjón.
Starfsstúlkur í sjúkrahúsum
afla sér réttinda matartækna
SL. FIMMTIJDAG útskrifuðust 23
starfsstúlkur möluneyta í heilhrigð-
isstofnana eftir að hafa lokið sér
stöku námskeiði við hússtjórnar-
hraut Fjölhrautaskólans í Breiðholti,
en það veitir þeim réttindi sem
matartæknar. Matartæknar eru ný
starfsstétt, sem þarf þriggja ára nám
til að hafa réttindi, og útskrifuðust 9
fyrstu matartæknamir frá skólanurn
í fyrra. Kn þar sem í eldhúsum
sjúkrahúsanna er fyrir margt fólk,
sem á að haki langt starf og hefur
mikla reynsluþekkingu á þessu
sviði, var því gcfinn kostur á að afla
sér réttindanna með námskeiði, þar
sem starfstími er metinn, en hætt
við hóklegu námi í 208 stundir. Stóð
námskeiðið frá 15. janúar til II.
mars.
Stúlkurnar 23, sem sóttu þetta
námskeið og eru nú orðnar mat-
artæknar með full réttindi til að-
stoðarstarfa í mötuneytum í heil-
brigðisstofnunum, eru flestar af
Reykjavíkursvæðinu, en tvær frá
Seyðisfirði og ein frá Hvamms-
tanga. Afhenti skólastjóri Fjöl-
brautaskólans, Guðmundur
Sveinsson, nýju matartæknunum
skírteini sín við hátíðlega athöfn í
safnaðarheimilinu við Keilufell,
þar sem kirkjukór Hóla- og Fella-
hverfis söng, og ræður fluttu, auk
Guðmundar, Bryndís Steinþórs-
dóttir, sem veitir hússtjórnar-
braut forstöðu og sá um þetta
námskeið og Valgerður Guðjóns-
dóttir, sem þakkaði fyrir hönd
nemenda. Benti skólastjóri m.a. á
þann dugnað sem konurnar hefðu
sýnt með því að setjast nú aftur á
skólabekk, þar sem mikils var af
þeim krafist. Það væri erfitt að
stunda kröfuhart bóknám og
vinna fullan vinnudag eins og
margar þeirra hefðu gert. En eng-
inn yrði óbarinn biskup. Til skýr-
ingar má geta þess, að skólatím-
inn var 4 klukkustundir fimm
daga vikunnar og 6 klukkustundur
á laugardögum. Kennd var nær-
ingarfræði, sjúkrafræði, örveru-
fræði, vörufræði, skipulagning og
skyndihjálp.
Þennan merka áfanga í mennt-
un heilbrigðisstétta voru viðstddir
fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti
og menntamálaráðuneyti auk
kennara og starfsfólks Fjöl-
brautaskólans sem að þessu höfðu
unnið. En slíkt nám er mjög í mót-
un. Sagði Bryndís Steinþórsdóttir
m.a. í sinni ræðu að þetta væri
miklivægt framlag til menntunar-
framboðs á hússtjórnarsviði Fjöl-
brautaskólans. „En til að matar-
tækninámið fengi viðurkenningu
þurfti bæði reglugerð og helst
möguleika á framhaldsnámi. Ingi-
björg Magnúsdóttir, deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu, vann öt-
Bryndís Steinþórsdóttir (ræðustól.
ullega að því að reglugerð var
samin og gefin út, en Stefán Ólaf-
ur Jónsson, deildarstjóri verk- og
tæknimenntunardeildar Mennta-
málaráðuneytisins, kom því til
leiðar að hafist er handa við að
skipuleggja framhaldsnám fyrir
matartækna, svo að þeir geti öðl-
ast starfsheitið matarfræðingur."
Og einnig: „Með þessum hópi og
þeim sem áður hafa útskrifast frá
skólanum fæst góður stofn í
starfsátétt, sem vissulega er þörf
og kærkomin öllum þeim sem
stuðla vilja að hollustuháttum í
fæðuvali. Fram til þessa dags hef-
ur því fólki verið lítill gaumur gef-
inn sem vinnur í mötuneytum, en
vakning um aukna líkamsrækt og
bættar neysluvenjur mun verða til
þess að breyting verður þar á. Það
er mikil ábyrgð og um leið ánægja
að búa til hollan og góðan mat við
hæfi hvers og eins. Matargerðar-
listin krefst þekkingar og hæfni
ekki síður en aðrar verk- og list-
greinar. En þeirri grein þarf bæði
að fylgja hagsýni, vinnuskipulagn-
ing og hagræðing til að vel takist.
Mikill hluti þjóðartekna fer um
hendur þeirra sem matreiða á
heimilum eða í opinberum stofn-
unum, því er brýnt að fá vel-
menntaða starfsstétt á tímum sí-
aukins framboðs á fæðutegundum
og margskonar þjónstu, þar þarf
að greina hismið frá kjarnanum.
Mikið starf er framundan þó
námsáfanga sé lokið, starf sem
m.a. felst í því að efla stöðu þess-
arar nýju stéttar á vinnumark-
aðnum."
Samband grásleppuhrognaframleiðenda:
Verdmæti þeirra hrogna,
sem hent hefur verið, er
meira en kæligeymsla kostar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Sambandi grá-
sleppuhrognaframleiðenda:
I fjölmiðlum að undanförnu
hafa byrst samþykktir frá grá-
sleppuveiðimönnum er mótmælt
hafa þeirri verðlækkun er átt hef-
ur sér stað á framleiðslu ársins
1981 og verðákvörðun fyrir árið
1982.
Aðalfundur Samtakanna er
haldinn var 6. desember sl. mark-
aði eftirfarandi stefnu í markaðs-
og sölumálum.
1. Lágmarksverð á hrognum 1981
verði áfram $330 og veittur
gjaldfrestur til 1. maí 1982.
2. Veiðar verði ekki leyfðar 1982
fyrr en vitað sé hvað markaður-
inn muni þola.
3. Sala verði ekki leyfð árið 1982
fyrr en búið sé að koma fyrir
framleiðslu ársins 1981.
4. Athugað hvort ekki sé rétt að
breyta verðviðmiðun úr dollur-
um í mörk.
5. Aðalfundur SGHF felur stjórn
SGHF að stuðla að því að kom-
ið verði á heildarsamræmingu í
sölu- og fiskveiðimálum, þannig
að salan verði sem jöfnust.
Þessari stefnu hefur stjórn
samtakanna f.vlgt í megin atriði.
Á þessu ári varð ljóst, og raunar
fyrr, að ekki tækist að selja allar
þær birgðir af grásleppuhrognum
er óseldar voru hér á landi á því
lágmarksverði sem ákveðið var
$330. Um áramót hafði verið búið
að selja 9000 tunnur af fram-
leiðslu 1981 og þá voru óseldar um
7000 tunnur. Á fundi í viðskipta-
ráðuneytinu með „útflytjendum"
grásleppuhrogna og fulltrúum
Samtakanna bar Ólafur Jónsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Sjáv-
arafurðadeildar SIS, fram tillögu
um sölu á mestöllum þeim hrogn-
um er óseld væru í landinu, fram-
leiðsla ársins 1981 á dkr. 1950 hver
tunna og verð á framleiðslu 1982
2.200 dkr. hver tunna. Á þessum
fundi kom fram að „útflytjendur"
töldu að hægt væri að selja
2500—3000 tunnur af framleiðslu
ársins 1981 á $330. Þannig að eftir
hefðu verið um 4000 tunnur óseld-
ar og einhverja lausn varð að
finna á þessu vandamáli. Það hef-
ur verið, og er stefna Samtakanna
að selja alla þá framleiðslu sem
óseld er í landinu en ekki aðeins
hluta hennar. — Það sem hvað
mcstum vanda veldur, er hvað
menn hafa selt misjafnlega mikið
af afla sínum, þannig að ef
allir hefðu selt um 70—80% af
sínum afla þá væru menn frekar
reiðubúnir til að fleygja því sem
eftir væri til þess að halda uppi
330 dollara verði.
Menn mega heldur ekkí gleyma
því að Samtökin vöruðu við þess-
ari þróun í veiðum þegar í maí
mán. á síðasta ári en töluðu þá
fyrir daufum eyrum sjómanna.
Verðþróun á erlendum gjaldmiðl-
um hefur verið slík á síðasta ári
að engann óraði fyrir því. Nú súp-
um við seyðið af því að hafa ekki
verðlagt þessa vöru í Evrópu-
gjaldmiðium eins og Samtökin
hafa bent á á undanförnum árum.
Verðhækkanir til okkar helstu
kaupenda, Dana og Þjóðverja,
hafa verið á bilinu 1,1 til 14% á
milli ára til Dana og bein verð-
lækkun til Þjóðverja á árunum
1976 til 1980. Þegar gengisþróun
dollarans hinsvegar snýst við og
hann hækkar nálægt 40% á einu
ári, miðað við Evrópugjaldeyri, er
ekki nema von að slaka verði á því
dollaraverði sem nú er í gildi og
færa verðviðmiðunina í Evrópu-
mynt og þá helst þýsk mörk, eða
danskar krónur. Verð á flestöllum
öðrum fiskafurðum hefur lækkað í
dollurum, þannig að þegar menn
tala um verðhrun á hrognunum þá
fæst sú fullyrðing ekki staðist
þegar miðað er við hækkun á al-
mennu fiskverði. Samkvæmt út-
reikningum þjóðhagsstofnunnar
hefur almennt fiskverð hækkað
um 4,6% á milli ára ’80—’81 en
verðhækkun á grásleppuhrognum
á sama tímabili, þegar tekið er til-
lit til þeirrar verðlækkunar er nú
hefur orðið á óseldum hrognum
framleiðslu 1981, er 41,5%.
I bréfi til viðskiptaráðuneytis-
ins dagsett 10.2.1982, þar sem tek-
in var afstaða til fyrrgreindrar
tillögu Ólafs Jónssonar, skýrir
stjórn SGHF frá fyrrgreindum
samþykktum á aðalfundi Samtak-
anna í desember, og lýsir jafn-
framt þeirri skoðun sinni að ekki
sé hægtað kalla saman fund með-
limanna með svo skömmum fyrir-
vara er sýni afstöðu þeirra til til-
lögu Ólafs Jónssonar um fyrr-
greindar verðlækkanir og verð
fyrir framleiðslu 1982. Þá var
einnig lýst vilja flestallra þeirra
er áttu óseld hrogn að þau yrðu
seld á hæsta fáanlegu verði og var
þá átt við að öll hrognin seldust.
Hvað varðaði verðákvörðun fyrir
árið 1982 voru menn ekki eins
sammála, og yrði að finna flöt á
því máli þegar öll hrogn af fram-
leiðslu 1981 væru seld. Síðan var
reynt að selja kaupendum þær
tunnur sem eftir voru af fram-
leiðslu ársins 1981 án þess að verð
væri ákveðið á framleiðslu 1982.
Kaupendur reyndust ófáanlegir til
að kaupa óseldu hrognin nema að
um leið yrði ákveðið verð á fram-
leiðslu ársins 1982. Þannig stóð
málið þann 1. marz sl. þegar full-
trúar Samtakanna voru kvaddir í
viðskiptaráðuneytið, og þeim tjáð
að Viðskiptaráðuneytið myndi
ekki gefa út þessi fyrrgreindu verð
nema með samþykki Samtakanna.
Stjórn Samtakanna var gefinn
frestur til morguns að svara. Var
þá haft samband við stjórnar-
menn Samtakanna og gáfu þeir
allir (nema 2 er ekki náðist til)
samþykki sitt til þessarar verð-
ákvörðunar.
Hér var stjórn Samtakanna í
raun stillt upp við vegg og þeir
látnir taka á sig ábyrgð á því að
hér seldust ekki eða eyðilegðust
um 3000 tunnur sem sýnt væri að
ekki seldust ef þessi verðákvörðun
yrði ekki tekin. Rétt er að geta
þess að kaupendur féllu frá öllum
verðklásúlum er voru á þeim sölu-
samningum er gerðir höfðu verið
fyrir 1. janúar sl. með einni und-
antekningu (700 tunnur). Hér er
einungis um lágmarksverð að
ræða þannig að þessi lágmarks-
verð geta breyst þegar séð verður
hvernig þróunin verður í veiðum
og markaðsmálum. Það er skoðun
stjórnar Samtakanna að verð
fyrir framleiðslu ársins 1982 sé of
lágt, og ætti að vera hærra sé þess
kostur. Það er ljóst að fenginni
þessari reynslu að ekki verður hjá
því komist að hafa einhverja
stjórn á veiðunum þannig að ekki
verði veitt það mikið að við lend-
um í markaðsörðugleikum vegna
þess. Það markaðs- og sölukerfi á
grásleppuhrognunum er með öllu
óviðunandi og gegnir alls ekki
hlutverki sínu eins og best sést í
því markaðsástandi er nú ríkir.
Þar sem hinir fáu og stóru kaup-
endur grásleppuhrogna geta nán-
ast skammtað okkur það verð er
þeim þykir hæfilegt.
Hér hefur verið hent grásleppu-
hrognum að verðmæti er skiptir
milljónum króna og nemur sú
upphæð hærri upphæð en kosta að
byggja hér kæligeymslu undir þau
hrogn er hér hafa legið óseld.
Þetta tekur af öll tvímælí um
hversu brýnt hagsmunamá! þetta
er öllum grásleppuveiðimönnum.
Stjórn Samtakanna hefur eftir
frcmsta megni reynt að halda uppi
því verði sem ákveðið var og reynt
að tryggja það að allir sem eiga
óseld hrogn geti selt þau áður en
ný vertíð hefst.
Reykjavík 12,3. 1982.