Morgunblaðið - 16.03.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
45
-
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
^utuí^Maut
*wt,umá.witr‘i.v>-
Hugleiding um fréttamat
erlendra frétta í ríkisútvarpi
Kæri Velvakandi.
Miðvikudaginn 3. þ.m. var lesin
mikil langloka um negraríkið sem
áður hét Rhodesia. Það er orðin
hrein plága hér hjá okkur, að
þurfa að hlusta á þessi ósköp í svo
til hverjum einasta fréttatíma.
Það eru tíundaðir fundir sem ein-
hver Múgabe heldur með mönnum
sínum og það er verið að fjargviðr-
ast í útvarpi íslendinga, norður á
64 gráðu Dumbshafsins, hvort ein-
hver Enkómó hafi falið einhver
vopn í hlöðu, suður á hinum enda
hnattarins. Svo eru tíunduð nöfn
allskonar flokka og man.na, sem
íslendingum kemur akkúrat ekk-
ert við hvort til eru eða til ekki.
Maður hélt að útvarpið hlyti að
geta fundið eitthvert nýtt efni til
uppfyllingar á tíma, en vitanlega
eru þetta uppfyllingar og ekkert
annað. Fréttir frá Suður-Ameríku
heyrast sjaldan. Skyldi nokkur
hafa falið vopn í hlöðu þar?
Fréttaflutningur Ríkisútvarps-
ins er orðinn ansi útþynntur og
leiðigjarn þegar tíndar eru til aðr-
ar eins „fréttir" og við fáum frá
Enkómó og Múgabe. En nú langar
mig til þess að spyrja fréttamenn
Ríkisútvarps: Af hverju farið þið
svona illa með Músóreva biskup?
Hann sem átti næstum alla frétta-
tíma í fyrra og var nefndur einn
daginn 14 sinnum.
Lofið okkur af hafa frið fyrir
Enkómó, Múgabe og helst Músór-
eva líka Ijmgþreyttur.
Gæti Ríkisút-
varpið ekki
gert skákíþrótt-
inni hærra
undir höfði
Olafur Þorsteinsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„Samkvæmt prentaðri dag-
skrá sjónvarpsins frá 8. til 15.
þ.m. eru 475 mínútur áætlaðar
í íþróttir og venjulega er þul-
urinn heldur lengur en skemur
með þessa dagskrá. Það eru 8
klukkutímar. Skákíþróttin er
hins vegar aldrei sýnd nema
þegar skákmót með erlendum
skákmeisturum eru háð hér og
þá fær sú íþrótt ekki nema 15
mínútur, og ekki daglega með-
an mótið stendur yfir. Eg spyr
því dagskrárstjóra sjónvarps-
ins: Hví er alveg gengið fram-
hjá þessari íþrótt? Við höfum
á að skipa ágætum skákskýr-
endum, en einn þeirra sagði í
skákþætti í vetur að hann gæti
því miður ekki skýrt skákina
betur þar sem hann fengi svo
lítinn tíma.
Of stutt messa
- Fellið niður
Morgunvöku
Laugarnesbúi hringdi: „Ég fór í
Laugarneskirkju sunnudaginn
7. þ.m. en þá var þar messa
sem tileinkuð var degi aldr-
aðra,“ sagði hann. „Það sem
þarna var flutt þótti ágætt í
alla staði nema athöfnin var
að mínu mati og margra ann-
arra allt of stutt. Nú er Laug-
arnes-kórinn alveg sérstak-
lega góður kór en þarna söng
hann ekki nema 3 sálma —
það hefði vel mátt lengja guðs-
þjónustuna með því að láta
kórinn syngja fleiri sálma en
það olli kirkjugestum von-
brigðum hversu lítið hann
söng.
Mig langar einnig til að
víkja að öðru. Maður er orðinn
voðalega þreyttur á þessum
Morgunvökuþætti á morgn-
ana. Það hefur verið skrifað
eitthvað um þennan þátt í
Velvakanda og m.a. spurt hvað
hann kostaði, en því hafa þeir
hjá útvarpinu ekki ennþá
svarað. Mér og mörgum öðrum
sem ég þekki, finnst að í stað-
inn fyrir þennan þátt væri
skemmtilegra að hafa létta
músík og létt rabb.“
Þessir hringdu . . .
blaðs, þar sem frændurnir fá
fréttir hver um annan.
Upphaflega var blaðið gefið út í
200 eintökum, en hugmyndin er að
stækka það.
Brá fingrinum upp í sig
R ENGIN leið fær til að losna
við sóðaskap í mjólkur- og
brauðbúðunum? I gær kom ég inn
í brauðbúð og bað um heilhveiti-
brauð. Afgreiðslustúlkan brá
fingrinum á tungu sér og bleytti
hann til að henni veittist auðveld-
ara að ná pappírssneplinum, sem
átti að fara utan um miðju
brauðsins.
Þótt ungar stúlkur séu snotrar
og geðslegar, og hversu vel sem
þær eru málaðar, þá er þetta samt
óþægilegt fyrir viðskiptamanninn.
Námskeið eða
leiðbeiningar
IMORGUN horfði ég svo á unga
og vel málaða snót í mjólkurbúð
halda niðursuðuglasi yfir mjólk-
urbrúsa og hella glasið svo fullt,
að niður rann í mjólkurbrúsann.
Slíkt er vitaskuld argasti subbu-
háttur og á ekki að koma fyrir.
Er ekki hægt að krefjast þess,
að þessar afgreiðslustúlkur sæki
einhver námskeið, þar sem þeim
er kennt hið nauðsynlegasta áður
en þær fá þetta afgreiðslustarf í
mjólkur- og brauðbúðunum? Að
minnsta kosti mætti láta prenta
hinar sjálfsögðustu þrifnaðarregl-
ur og fá stúlkunum í hendur, svo
að þær lærðu þvílíkar reglur.
Reykjavík, 5. marz 1952.
Viðskiptamaður.
/VÝMM FRÁ ÚUT
í*
Kornakúnst
Mómapottar
I og vasar
I bíómQuol'
SENDIBILAR
Viö getum nú boöiö þessa frábæru Dodge B—250 sendibíla á
ótrúlega hagstæöu veröi:
Af útbúnaöi má nefna:
6 cyl. vél vökvastýri
sjálfskiptingu rennihurö á hliö
aflbremsur styrktur undirvagn
diskabremsur að framan buröargeta 1,5 tonn
Dodge er eitthvert þekktasta nafn í heimi í sendi- og atvinnu-
bílum. Dodge hefur áratuga langa reynslu á íslandi. Beriö sam-
an verö og gæöi viö aðrar tegundir og þiö komist aö raun um
aö enginn leikur á Dodge í þeim efnum.
Dodge B—250 er smíöaöur til aö endast.
Verö kr. 233.352 miðað við gengi pr. 08.03. 1982.
* * Hafiö samband strax í dag.
W Wfökull hff.
Ármúla 36 - 84366