Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Sími á rilstjórn og skrifstofu: 10100 JHt>vj5xtnI>Int«ií> I»RIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Þingflokkur Framsóknar um Helguvíkurmálið: Samhljóða stuðningur við stefiiu utanríkisráðherra Mun standa að framhaldi málsins í sam- ræmi við það“ segir Ólafur Jóhannesson Á ÞINGFLOKKSFUNDI Framsóknarflokksins í gær var samhljóða sam- þykkt fyllsta stuðningsyfirlýsing vió stefnu utanríkisráðherra Ólafs Jóhann- essonar í Helguvíkurmálinu. Að sögn Páls Péturssonar, formanns_ þing- flokksins, stendur þingflokkurinn óskiptur að baki Ólafi í málinu. Ólafur sagði í lok fundarins í gær, að hann væri hæstánægður um þessa niðurstöðu og myndi hann standa að framhaldi málsins í samræmi við það. l»á var á fjölmennum fulltrúaráðsfundi framsóknarfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi samþykkt svipuð stuðningsyfirlýsing við Ólaf. Hátt í 200 manns sátu fundinn og var tillagan samþykkt með langvinnu lófataki, samkvæmt heimildum Mbl. Frá undirritun samn- inganna um Blöndu- virkjun, en hún fór fram í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu, Reykja- vík, kl. 18 í gær. Utanríkisráðuneytið gaf í gaer út reglugerð um skipulagsmál á varnarsvæðunum. „Reglugerðin er sett til þess, að það liggi ljóst fyrir, að utanríkisráðuneytið fer með þessi mál á varnarsvæðun- um,“ sagði Hörður Helgason ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins, þegar Morgunblaðið spurði hann um tilefni þessarar reglu- gerðar. Er Mbl. ræddi við forsvarsmann Almennu verkfræðistofunnar hf. og fulltrúa varnarmáladeildar síð- degis í gær og spurðist fyrir um hvort einhver breyting hefði orðið á stöðu mála, hvað varðar stöðvun framkvæmda, fengust þau svör, að beðið væri nú skriflegrar yfirlýs ingar frá orkumálastjóra, Jakobi Björnssyni, en hann hefði ein- göngu tilkynnt forstjóra Almennu verkfræðistofunnar um stöðvun- ina símleiðis. Orkumálastjóri sagði í viðtali við Mbl. að iðnaðarráðherra hefði haft símasamband við sig á fimmtudag eða föstudag og beðið sig að sjá til þess, að ekki kæmi til framkvæmda við jarðboranir þar til nánar yrði tilkynnt um heimild til þessa. Jakob sagðist líta á mál- ið, enn sem komið væri, þannig að því væri frestað. Helgi Ágústsson í varnarmála- deild utanrikisráðuneytisins sagði, að í könnun væri að fá bandarískt fyrirtæki til verksins og væru viðræður hafnar við ákveð- ið fyrirtæki. Það hefði tilkynnt. að það gæti verið komið með öll tæki og búnað til landsins strax í þessari viku. Sjá nánar „l'tanríkisráðuneyt- ið treystir forræði sitt á varn- arsvæðinu" á bls. 2. Samningar um Blönduvirkjun undirritaðir með fyrirvara f gær: Ráðherrar Framsóknar hafa ekki þingflokksheimild segir Páll Pétursson um endanlega afgreiðslu málsins „ÞAÐ ER margt sem Hjörleifur Guttormsson gerir kjánalegt þessa dagana, og ég veit að það var ekki samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun að gengið yrði frá þessum samningum,** sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar flokksins, síðdegis í gær, er hann í hléi frá þingflokksfundi frétti af undirritun iðnaðarráðherra á samn- ingi um virkjun Blöndu, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum kl. 18 í gær. Páli kom fréttin mjög á óvart, en við undirritun samninganna lýsti iðnaðarráðherra því yfir, að þeir væru undirritaðir með fyrirvara um samþykki rfkisstjórnarinnar. Þá sagði hann einnig að ráð- herrar Framsóknarflokksins hefðu á sérstökum ríkisstjórnar- fundi, sem haldinn var um málið í gærmorgun, óskað eftir að fá fyrst að ræða málið innan þingflokks síns. Ekki hafði verið minnst einu orði á samningsundirritunina í þingflokki Framsóknarflokksins að sögn Páls í gær, þegar undirrit- unin átti sér stað. Samningurinn um virkjun Blöndu var undirritaður af Raf- magnsveitum ríkisins sem virkj- unaraðila og fimm hreppsnefnd- um af þeim sex sem hagsmuna eiga að gæta. Sá sjötti, sem ekki tók þátt í undirritun samningsins, er Bólstaðarhlíðarhreppur. Jón Tryggvason hreppstjóri segir m.a. í viðtali við Mbl. í tilefni þessa, að hann telji litlar líkur á að hrepp- urinn verði aðili að samningnum síðar. Forsenda samningsins er meðal annars sú, að Blönduvirkj- „Baráttan verður hörð og ströng“ - segir Davíð Oddsson borgarstjóraefni sjálfstæðismanna — É(f GERI mér grein fyrir, að á mér hvílir mikil ábyrgð, sem ég mun gera mitt besta til að rísa undir. Baráttan, sem framundan er, verður hörð og ströng. Það er mikið í húfi. I kosningunum í vor gefst fyrsta tækifærið til að létta af hluta af því ofurvaldi, sem Alþýðu- bandalagið hefur í íslensku þjóð- lífi, sagði l)avíð Oddsson, borgar- fulltrúi, í samtali við Morgunblað- ið í gær, en á sunnudaginn kaus borgarstjórnarflokkur sjálfstæð- ismanna hann einróma borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor. Albert (>uð- mundsson mælti á fundinum fyrir tillögu sinni og Markúsar Arnar Antonssonar um að Davíð Oddsson yrði kjörinn borgarstjóra- efni. — Ég er mjög þakklátur fé- lögum mínum í borgarstjórnar- flokknum fyrir hinn eindregna stuðning, sem þeir hafa sýnt mér, sagði Davíð Oddsson. í hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins ríkir mikill einhugur og bar- áttuvilji. Við höfum unnið ötul- lega að málefnaundirbúningi undanfarið. — Nú hélt borgarstjórnar- flokkurinn stefnuskrárráðstefnu um helgina, hvaða mál bar þar hæst? — Jú, við ræddum ítarlega hina ýmsu málaflokka og mótuð- um okkur stefnu, sem við mun- um kynna kjósendum á næstu vikum, sagði Davíð Oddsson. Snúa verður við blaðinu í rekstri borgarinnar, áður en það er um seinan. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki afl í kosningunum til að breyta um stefnu í skipulags- málum borgarinnar og hverfa til dæmis frá Rauðavatnsskipulag- inu, þá verða þau mistök aldrei leiðrétt eða borgarbúum forðað frá því skipulagsslysi. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur einsett sér að lækka fasteignagjöld á íbúðar- húsnæði verulega. Gera verður átak í málefnum aldraðra og húsnæðismálum. — Spyrni borgarbúar ekki duglega við fótum og dragi úr Davíð Oddsson ofurvaldi Alþýðubandalagsins og fylgifiska þess í borgarstjórn, þarf enginn að fara í grafgötur um það, að Sigurjón Pétursson og félagar munu fljótlega eftir kosningar draga leigunámshug- myndirnar frá síðasta sumri úr pússi sínu, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt, sagði Davíð Oddsson að lokum. un verði næsta meiriháttar vatns- aflsvirkjun í landskerfinu. Hjörleifur Guttormsson sagði við undirritunina, að þó samning- urinn væri undirritaður með fyrirvara um samþykki ríkis- stjórnarinnar, efaðist hann ekki um að það fengist í þessari viku og jafnvel á ríkisstjórnarfundi í dag. Páll Pétursson, formaður þing- flokks F'ramsóknarflokksins, var ekki sammála iðnaðarráðherra hvað þetta snerti. Hann sagði í lok þingflokksfundarins í gær, að ráðherrar Framsóknarflokksins hefðu engar heimildir fengið til að ganga frá máli þessu og slík vinnubrögð að ráðherrar sam- þykktu stórmál sem þetta í ríkis- stjórn án samþykktar þingflokks þekktust ekki í Framsóknar- flokknum. Steingrímur Her- mannsson, ráðherra og formaður F'ramsóknarflokksins, sagði aftur á móti í lok þingflokksfundarins: „Við gátum ekki rætt þetta mikið. Ég hef sem aðili í ráðherranefnd- inni lýst því yfir að ég er sam- þykkur þessari lausn mála.“ Steingrímur var þá spurður hvort hann myndi ganga frá málinu í ríkisstjórninni, án þess að bíða samþykktar þingflokksins. Hann svaraði: „Ég vil ræða það við sam- ráðherra mína áður.“ Sjá nánar fréttir og viðtöl á miðopnu. Eru stjórnar- slit framundan? NOKKUD var hcitt í sunium þing mönnum Kram.sóknarDokksins í gær vcgna stöðu mála í ríkisstjórninni, svo scm ummæli formanns þingfiokksins hcr í blaðinu í dag bcra vott um. Þá voru þingmcnn Alþýðubandalagsins margir hvcrjir, sem Mbl. ræddi við í gær, ekki bjartsýnir á að stjórnar samstarfið yrði langlíft að óbreyttum aðstæðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.