Morgunblaðið - 23.03.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 23.03.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Stærsta jarðýta landsins HAGVIRKI hf. hefur fest kaup á stærstu jardýtu, sem flutt hefur verið til landsins, en fyrirtækið mun annast framkvæmdir við Sultartangastíflu næstu tvö árin. Þessa mynd af stærstu jaröýtunni, Komatsu D-355, sem vegur 55 tonn, tók Kristján G. Bergþórsson á laugardaginn, þegar verið var að flytja hana úr Sundahöfn og austur, en hús og tönn, sem er 8 tonn, voru flutt sérstaklega á öðrum vörubílum. Á minni myndinni má sjá minni gerð, 47 tonna, af sömu jarðýtutegund, en auk jarðýtanna var ein grafa flutt austur á framkvæmdasvæði Hagvirkis. Aðeins tvö varðskip gerð út í sumar í SUMAR verða aðcins gerð út tvö varðskip, en um þessar mundir eru þrjú skip gerð út. Ástæðan fyrir því að aöcins tvö varðskip verða gerð út á sumri komanda er minnkandi fjár- framlag ríkissjóðs til Landhelgis- gæzlunnar. Kkki er þó talið að segja þurfi mörgum starfsmönnum upp sökum þessa. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að nú gerði Gæzlan út Tý, Ægi og Óðin. Fjárveitingavaldið ætlaði Land- helgisgæzlunni ekki meiri útgerð en þetta og raunar enrf minni í sumar, því þá yrðu gerð út tvö varðskip. „Sem betur fer, þurfum við að líkindum ekki að segja mörgum mönnum upp í sumar, en þá bjarga sumarfríin okkur, en ef svona verður haldið áfram árum saman, þá endar það með því, að segja verður fjölda manns upp. Ef áhugi stjórnmálamanna okkar er ekki meiri en þetta fyrir þessum vísi að sjálfstæði okkar, sem Landhelgisgæzlan er, þá verðum við að taka því,“ sagði Gunnar. Gæzlan kærir þrjá Akra- nesbáta og belgískan togara ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar, TF-RÁN, kom í gær að belgíska tog- Helgi Tryggvason bókbindari látinn LÁTINN er í Reykjavík Helgi Tryggvason bókbindari og bóka- kaupmaður, áttatíu og tveggja ára að aldri. Helgi var fæddur hinn I. mars 1896, á Torfastöðum i Yopnafirði, sonur hjónanna Kristrúnar Sigvalda- dóttur og Tryggva Helgasonar bónda á llaugsstöðum í Vopnafirði. Helgi var um árabil einn kunn- asti bókbindari landsins, og fag- urlega innbundnar bækur hans prýða bókahillur á fjölda ís- lenskra heimila. Hann hóf nám í bókbandi í Vopnafirði 1925, og var síðar við framhaldsnám árið 1927 hjá Runólfi Guðjónssyni í Safna- húsinu í Reykjavík. Enn aflaði hann sér framhaldsmenntunar í Teknilogisk Institut í Kaup- mannahöfn 1932. Sveinsbréf fékk hann 1932, iðnbréf 1933 og meist- aranum Belgian Sailor, vestan við Vestmannaeyjar. Skipverjar voru að vinna við veiðarfæri á stað þar sem þeir mega hvorki vera á veiðum né með óbúlkuð veiðarfæri. Togaranum var fyrirskipað að halda til Vest- mannaeyja, sem hann gerði. Málið verður væntanlega tekið fyrir hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyj- um í dag. Á föstudag kom varðskipið Æg- ir að þremur bátum frá Akranesi, sem voru með net sín við Þor- móðssker, fyrir innan línu, sem dregin er frá Gelti við Búðir á Snæfellsnesi í Þormóðssker. Þess- ir bátar voru Anna AK-56, Sigur- fari AK-95 og Sólfari AK-170. Til- kynnt var um þetta til bæjarfóget- ans á Akranesi. Ögri seldi fyrir 2,8 millj. kr. i Þýzkalandi SKIJTTOGARINN Ögri seldi 239,5 arabréf 1935. Helgi var ráðsmaður hjá séra Einari á Hofi í Vopnafirði Jóns- syni á árunum 1919 til 1930, og vann við bókband fyrir Einar á vetrum. Þá var hann ráðsmaður hjá Vigfúsi Einarssyni mági sín- um í Reykjahlíð í Mosfellssveit 1930 til 1933, en eftir það starf- andi bókbindari og kennari í Reykjavík. Kenndi hann m.a. bókband við Kennaraskóla íslands og Handíða- og myndlistaskólann. Helgi var kunnur fyrir söfnun blaða og tímarita fyrir sjálfan sig og aðra allt frá 1933. Helgi ritaði allmargar greinar um bókband og bókasöfnun í blöð og tímarit, og bók helguð þessum viðfangsefnum og hugðarefnum hans, Helgakver, var gefin út honum til heiðurs. Helgi var sæmdur Fálkaorðunni 1967. Eftirlifandi kona Helga er Ingi- gerður Einarsdóttir, prests á Hofi í Vopnafirði. lonn af karfa i Bremerhaven í gær- morgun fyrir 2.794.800 krónur og var meðalverð á kíló krónur 11,67. Er þetta ein hæsta heildarsala íslenzks togara í Þýzkalandi fyrr og síðar. Verð á góðum karfa hef- ur verið mjög gott í Þýzkalandi að undanförnu og hafa fjölmörg skip náð meira en 10 króna meðalverði fyrir kílóið af karfanum. Allmarg- ir togarar munu selja í Þýzkalandi á næstunni, enda eru margir þeirra nú á skrapi. Eggert Haukdal um Þórshafnartogarann: Ekki ástæða til frek- ari lána meðan ekki er staðið við samninga „ÞAD KK rétt að viðbótarlánsumsókn Þórshafnar vegna togarakaupa hefur fengið dræmar undirtektir hjá Fram- kvæmdastofnun. Þegar samið var við Þórshöfn um togarakaupin fylgdu samningum ákveðin skilyrði um að togarinn yrði rekinn í samvinnu með Kaufarhöfn og ýmis önnur skilyrði. Að sjálfsögðu verða aðilar að standa við gerða samninga ef lánin eiga að fást,“ sagði Kggert Haukdal, þingmaður og stjórnarformaður Framkvæmdastofn- unar, er Morgunblaðið ræddi við hann. Eggert sagði enn fremur að Fram- kvæmdastofnun væri engin rekstr- arlánastofnun og það þýddi ekkert að koma og biðja um lán til að koma togaranum á flot, allra sízt þegar ekki væri staðið við samninga. Það væri hans skoðun að ekki bæri að veita frekari lán til togaraútgerðar- innar á Þórshöfn, nema að farið yrði eftir samningum og samvinna við Raufarhöfn hafin. Það hefði aldrei verið inni í dæminu að veita frekari lán til að koma skipinu á flot. Lóðaúthlutun í Reykjavík: 1645 sóttu um 278 lóðir ALI.S bárust 1645 umsóknir um lóðir þa‘r sem nýlega voru auglýstar í Suð- urhlíðum og á Ártúnsholti í Keykjavík, samtals 278 lóðir fyrir einbýlishús, raðhús og íbúðir í fjölbýlishúsum, að því er Hjörleifur B. Kvaran á skrif- stofu borgarverkfræðings tjáði blaða- manni Morgunblaðsins í gær: Hjör- leifur sagði lóðir þær sem hér um ræð- ir vera 140 einbýlishúsalóðir, 78 rað- húsalóðir og lóðir fyrir 60 íbúðir í fjöl- býlishúsum. Kkki kvað hann enn Ijóst hvenær til úthlulunar kæmi, en Ijóst væri þó að það yrði eins fljótt og mögulegt væri. Þegar væri byrjað að fara yfir stigafjölda umsækjenda, og bjóst hann við að því verki lyki nú í þess- ari viku. Þegar því væri lokið yrði það tilkynnt, og umsækjendum gef- inn kostur á að kynna sér niðurstöð- urnar. Væri fólk ekki ásátt við þær, og teldi þær sýna annað en það teldi sig hafa fengið út, gæti það kvartað yfir því og yrði farið yfir allar kvartanir. Kæmi upp ágreiningur yrði honum á hinn bóginn visað til borgarráðs. Fyrstu lóðum, sem úthlutað verð- ur, verða væntanlega í einbýlishúsa- hverfi Suðurhlíða að sögn Hjörleifs, og síðan koll af kolli, en stigahæstu umsækjendur verða að öllum líkind- um þeir sem fyrst fá úthlutað. Forstjóri Alu- suisse kemur á morgun FORSTJORI Alusuis.se, dr. l’oul Miill- er, er væntanlegur til landsins annað kvöld, miövikudagskvöld. og mun hann dveljast hérlendis fimmtudag og fostudag. Forstjórinn mun eiga hér viðræð- ur við ráðherranefndina og Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra um deilumal Alusuisse og ríkisstjórnar- innar. Framsóknarflokkurinn: Blöndumálin ekki rædd á þingflokksfundi í gær UMRÆÐUR um Blönduvirkjun voru ekki teknar upp á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins í gær. Að sögn Páls Péturssonar, formanns þingflokksins, var aðal- lega rætt um langtímaáætlanir í vegagerð og þar sem hann teldi liggja meira á því, hefði hann ákveðið að taka Blöndumálin ekki til umræðu í gær. Það yrði líklega gert síðar. Þó hefði á fundinum í gær verið dreift gögnum um málið og það yrði líklega tekið upp á þingflokksfundi síðar í vikunni. Því kæmi enn ekkert umboð frá Framsóknarflokknum. Hveragerði: Bindandi kosning í 3 efstu sætin í prófkjöri D-listans llveragerói, 21. marz. PROFKJÖR sjálfstæðismanna í Hveragerði fór fram í gær, laugar- daginn 20. marz. Blíðskaparveöur var og þátttaka óvenju góð. Kosningarétt höfðu 107 manns og atkva'ði greiddu 93. Kosning í þrjú efstu sætin var hindandi. Frambjóð- endur voru 11 talsins og varð röð þeirra þessi: 1. Hafsteinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, 27 atkvæði í fyrsta sæti. 2. Alda Andrésdóttir, banka- maður, 22 atkvæði í 1. sæti, 16 at- kvæði í annað sæti. 3. Viktor Sig- urbjörnsson, garðyrkjubóndi, 8 at- kvæði í fyrsta sæti, 15 atkvæði í annað sæti og 13 atkvæði í þriðja sæti. 4. Bjarni Kristinsson, for- stjóri. 5. Ævar Már Axelsson, járnsmíðameistari. 6. Sigríður Guðmundsdóttir, húsmóðir. 7. Gunnar Davíðsson, verkstjóri. 8. Björn Sigurðsson, garðyrkjubóndi. 9. Aðalsteinn Steindórsson, eftir- litsmaður kirkjugarða. 10. Gunnar Kristófersson, pípulagningameist- ari. 11. Reynir Guðmundsson, bifvélavirkjameistari. siurún Hátt í 300 skjald- bökum verið skilað IIÁTT í 3IMI skjaldbökum hefur nú verið skilað til heilbrigðisyfirvalda og dýralækna víðs vegar um land vegna hættu á taugaveikibróður. Dýrunum hefur síðan verið lógað og þau rannsökuð. Um helgina bár- ust fréttir af fimm tilfellum tauga- veikibróður, en tilfellum hefur held- ur farið fækkandi síðustu daga. Samtals hafa um 30 manns veikst. Enn er öll hætta ekki liðin hjá og ef sýkillinn kemst í matvæli, gæti sjúkdómurinn breiðst út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.