Morgunblaðið - 23.03.1982, Side 3

Morgunblaðið - 23.03.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 3 Gunnar Kvaran einleik ari með Sinfóníunni Almenna verkfræðistofan og Orkustofnun: Ókunnugt um stöðuna í Helguvíkurmálinu FIMMTÁNDU áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða næstkomandi fimmtudag, þ.e. fimmtudaginn 25. þ.m. í Háskólabíói kl. 20.30. Á efnisskrá eru eftirtalin verk: K. Haidmayer: Sinfónía nr. 4, Jón Nordal: Canto Elegiaco, Marx Bruch: Kol Nidrei og Schubert: Sin- fónía nr. 3. Stjórnandi er að þessu sinni Páll P. Pálsson. Fæddur í Graz í Austur- ríki, en er löngu orðinn íslenskur borgari og hefur starfað með SI í rúm 30 ár, eða frá því hún var stofn- uð. Hann fluttist hingað 1949 og tók til starfa við hljómsveitina sem 1. trompetleikari árið eftir. Hann hef- ur undanfarin 20 ár stjórnað hljómsveitinni í æ ríkari mæli og átt mikinn og merkan þátt í upp- byggingu hennar og tónlistarlífs í landinu. Hann er stjórnandi Karla- kórs Reykjavíkur og er ennfremur afkastamikið tónskáld. Einleikarinn, Gunnar Kvaran, er fæddur í Reykjavík 1944. Hann nan sellóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík, og var Einar Vigfússon kennari hans. Árið 1964 hélt hann til Kaupmannahafnar til fram- haldsnáms við Konunglega tónlist- arskólann og var þar í fimm ár. Kennari hans þar var Erling Blön- dal Bengtsson. Meðan Gunnar var enn við nám varð hann aðstoðar- kennari Erlings allt til ársins 1974. 1969 voru Gunnari veitt tónlistar- verðlaun þau sem kennd eru við Jósep Gade. Gunnar stundaði enn Cunnar Kvaran sellóleikari. framhaldsnám hjá Rein Flachot í Basel og París. Hann hefur haldið tónleika á öllum Norðurlöndum og auk þess í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Gunnar Kvaran er nú kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Svavar JónaCansson hjá Almennu verkfræðistofunni sagði í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi að sér hefði enn ekki borizt svar iðnaðar- ráðuneytisins til Orkustofnunar um niðurstöður athugana þess á samn- ingnum milli Orkustofnunar og Al- mennu verkfræðistofunnar um jarð- vegsrannsóknir í Helguvík. Því hefði hann ekki haft samhand við hið bandaríska fyrirtæki, sem verk- fræðistofan væri umboðsaðili fyrir og vissi því ekki afstöðu þess. Morgunblaðið hafði ennfremur samband við Jakob Björnsson, orkumálastjóra í gærkvöldi. Sagði hann að sér væri ekki kunnugt um það hver staða mála væri nú, þar sem hann hefði ekki náð sambandi við forsvarsmenn Almennu verkfræðistofunnar. Hvað varðaði það að samið hefði verið um greiðslu í dollurum, sagði hann að rétt væri að upp- hæðin hefði verið tilgreind í doll- urum í samningnum, en að öðru leyti hefði ekki komið fram um það sérstök ósk frá Orkustofnun að svo væri. Það hefði verið talið eðlilegt að svo væri þar sem er- lendur aðili greiddi Almennu verkfræðistofunni, en það væri ekkert því til fyrirstöðu að greitt yrði í íslenzkum krónum. FEtÍl f hipili pih.i *•»/*• »r <nuM V k JJ : ARKITEKTINN-UMHVERFQJ DG KORRUGALPL Arkitektur er starfsgrein sem gerðar eru miklar kröfur til. Af almenningi, umhverfinu og arkitektunum sjalfum. Enda skiptir miklu að þeir vinni störf sin af smekkvisi og vandvirkni. Hér segir frá einum slíkum. Hannhafðiþað verkefni að hanna nýtt hús í gömlu hverfi. Það getur verið erfitt svo vel fari. Að rata hinn gullna meðalveg milli gamla og nýja tímans. En það tókst. Fallega formað hus,-fallegt, traust þak og fallegar veggklæðn- ingar. Allt í fallegu litasamræmi. Þakið var úr Korrugal áli og vegg- klæðningarnar líka. Frábær og varanleg lausn. Arkitektinn hefði ekki getað gert betur. Jafnvel þótt hann væri að vinna við sitt eigiö hús. (Hann var reyndar að því - hann á húsið!) Korrugal ál er lausnin. Það er sama hvort þú hugsar um uppsetn- ingu utlit, eða endingu. TÖGGURHF. BYGGINGAVÖRUDEILD Bíldshöföa 16 Síml 81530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.