Morgunblaðið - 23.03.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 23.03.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 5 Hjörleifi væri nær að halda að sér höndunum í stað þess að taka rangar ákvarðanir - segir Eggert Haukdal um tillögu Hjörleifs um að steinullarverksmiðja skuli rísa á Sauðárkróki „ÞETTA hlýtur ad koma mönnum í koll, en þetta er nú ekki enn farið norður, þó allt virðist á leiðinni þangað. Það er líka búið að reka Blöndumálin i slíkan hnút að það er með eindæmum. Það er eins og öllu sé klúðrað, það hefði nú verið betla Reykjavík: Listi kvenna- framboðs birtur í dag Listi kvennaframboðs við borgar- stjórnarkosningamar í Keykjavík í vor vcrður að öllum líkindum birtur i dag, þriðjudag, en framboðslistinn var samþykktur síðastliðinn fimmtu- dag. Ekki hefur opinberlega verið skýrt frá þvi hverjar skipa muni list- ann, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verða eftirtaldar konur í efstu sætum hans: Guðrún Jónsdóttir félagsráð- gjafi, Sólrún Gísladóttir háskóla- nemi, Magdalena Schram blaða- maður, Þórhildur Þorieifsdóttir leikari og Sigrún Sigurðardóttir fulltrúi. fyrir þennan blessaðan orkumála- ráðherra að halda áfram að halda að sér höndum í stað þess að allar ákvarðanir hans væru rangar,“ sagði Eggert Haukdal, er Morgunblaðið innti hann álits á tillögu Hjörleifs um að steinullarverksmiðja skyldi rísa á Sauðárk'óki. Eggert sagði ennfremur að það yrði að játast, að alleinkennilega hefði að þessu máli verið staðið. Það lægi fyrir að hagkvæmni í rekstri væri mun meiri í Þor- lákshöfn, ef fara ætti eftir því, en það virtist ekki vera meiningin, þetta væri bara pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar að þetta færi norður. Það væri einnig einkenni- legt að ekki skyldi fyrir löngu búið að leiða norðan- og sunnanmenn saman og leysa málið með samn- ingum í stað þess að skilja annan aðilann eftir með sárt ennið, sem hefði verið nær en að stjórna með einhverjum tilskipunum og klíku- skap. „Það er komin þarna fram tillaga frá Hjörleifi í nafni ríkis- stjórnarinnar um að steinullar- verksmiðja skuli rísa á Sauðár- króki, en það er líka komin fram tillaga frá þingmönnum Suður- lands um að verksmiðjan skuli rísa í Þorlákshöfn, svo það er bara að bíða og sjá hvernig úrslit máls- ins verða," sagði Eggert. Sauðárkrókur: Jóhann Hjartarson varð hlutskarpast- ur á sæluvikumóti JÓHANN Hjartarson varð hlut- skarpastur í Sæluvikumóti í skák, sem einnig var minningarmót um Svein Þorvaldsson, en mótið fór fram á Sauðárkróki um helgina. Sjö skákmönnum var sérstaklega boðið til mótsins, en auk þeirra tóku 29 heimamenn þátt í mótinu. Teflt var eftir Monrad-kerfi, hálftími á mann i hverri skák. Jón L. Árnason hafði forystu framan af mótinu, en þá komst Jóhann upp að hlið hans og seig síðan fram úr. Jóhann vann 9 skákir, en gerði jafntefli við Jón L. og Helga Olafsson. Verðlaun voru samtals 8 þúsund krónur, 3.500 krónur fyrir fyrsta sæti, 2.500 krón- ur fyrir annað sætið, 1.500 kr. fyrir þriðja sætið og fjórða sætið 500 krónur. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Jóhann Hjartarson 10 vinningar. 2.-4. Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árna- son 8 '/2. 5.-6. Ásgeir Þór Árnason og Elvar Guðmundsson 7. 7.-9. Bragi Halldórsson, Áskell Ríkisverksmiðjurnar: Fundur um kjara- samninga í dag SAMNINGAFUNDUR verður haldinn hjá sáttasemjara fyrir hádegi í dag um samninga í ríkis- verksmiðjunum. Helzta krafa verkalýðsfélaga, sem hlut eiga að máli, er um samræmingu við samninga í járnblendiverksmið- junni að Grundartanga. Mánudag- inn 29. marz verður næsti fundur hjá sáttasemjara með samninga- nefndum ASI og VSÍ. Á morgun verður aðalfundur Vinnuveitenda- sambandsins. Örn Kárason og Helgi Jónsson 6 lh. 10.-16. Geirlaugur Magnússon, Jón Arnljótsson, Nökkvi Elíasson, Pálmi Sig- hvatsson, Albert Geirsson og Haraldur Hermanns- son 6 vinninga. Mótið tókst mjög vel að sögn Pálma Sighvatssonar á Sauðár- króki og er áhugi fyrir því að halda slík mót á hverri sæluviku framvegis. Mótið er sniðið eftir helgarskákmótunum, en var þó minna í sniðum. Á sama tíma og Sæluvikumótið var haidið á Sauðárkróki fór Norðurlandsmót- ið í skák fram á Húsavík og kom það niður á fjölda þátttakenda. Framkvæmdir við nýja mjólkurstöð við Bitruháls hefjast í vikunni TILBOÐ voru opnuð í gær í jarð- vinnu, þ.e. uppgröft, fyllingu og þjöppun vegna byggingar nýrrar mjólkurstöðvar Mjólkursamsölunn- ar við Bitruháls í Reykjavík. Um lokað útboð var að ræða og gerðu sjö fyrirtæki tilboð í verkið. Lægsta tilboðið var frá Sveinbirni Runólfssyni og hljóðaði það upp á rúmlega 7 milljónir króna. Fyrir- tækið Völur í Reykjavík var næstlægst með tilboð upp á 7.422 þúsund krónur. Áætlun Mjólkur- samsölunnar var 7.433 þúsund krónur. Hæsta tilboðið var upp á 11.433 þúsund krónur. Fyrirhugað er að taka fyrstu skóflustungu að hinni nýju mjólkurstöð á fimmtu- daginn, en um mikla byggingu er að ræða, sem áætlað er að hægt verði að taka í notkun að hluta árið 1986. LCD-236 4 tölustafir, daga- og mánaöatal, leöuról. Verö kr. 580. LCD-21B 4 tölustafir, daga- og mánaöatal, Ijós í skífu. Verö kr. 230. LCD-214 4 tölustafir, daga- og mánaöatal. Verö kr. 220. L.1.VL— 4»: LCD-207 6 tölustafir, dag- minni, vekjari m/hljómi, Ijós í skífu. Verö kr. 620. LCD-215 6 tölustafir, daga- og mánaöatai, málmsteina- gler, ryöfrítt stál. Verö kr. 270. LCD-230 4 tölustafir, daga- og mánaöatal, Ijós í skífu. Verö kr. 340. LCD-226 6 tölustafir, dag- minni, nákvæmni V10 úr sek., skeiöklukka, vekjari, tvöfaldur tími, Ijós í skífu. • Verö kr. 2150 LCD-208 6 tölustafir, dag- minni, nákvæmni V10 úr sek., skeiöklukka, vekjari 24 tímar, Ijós í skífu. Verö kr. 470. LCD-234 6 tölustafir, ná- kvæmni V10 úr sek., vekjari m/hljómi, tvöfaldur tími, Ijós í skífu. Verö kr. 650. LCD-241 6 tölustafir, vekj- ari m/hljómi, nákvæmni V100 úr sek., skeiöklukka, teljari, tvöfaldur tími, test- takki, málmsteinagler. Verö kr. 870. LCD-240 elektróniskir vís- ar, 6 tölustafir, vekjari m/hljómi, nákvæmni V100 úr sek., skeiöklukka, teljari, tvöfaldur tími, test-takki, leöuról, málmsteinagler. LCD-238 6 tölustafir, vekj- ari m/hljómi, nákvæmni V100 úr sek., skeiöklukka, teljari, tvöfaldur timi, test- takki, málmsteinagler. Verö kr. 880.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.