Morgunblaðið - 23.03.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
19
Fjarvera Walesa
áberandi vid skírn
yngsta barns hans
Varsjá, 22. mars. AP.
POLSKI verkalýðsleiðtoginn, Lech Walesa, var ekki látinn laus úr haldi af
yfirvöldum til að vera viðstaddur skírn yngsta barns síns um helgina. Aður
höfðu þær fregnir borist, að hann fengi að vera viðstaddur, en þær voru aldrei
staðfestar. Blákaldur raunveruleikinn kom í Ijós um helgina.
leg. Biskupinn í Gdansk tók á móti
Danuta, eiginkonu Walesa, við
kirkjuna. Var henni lýst við góða
heilsu en augsýnilega þunglyndri.
Meira en 6.000 manns voru sam-
an komin við skírnarathöfnina í
Gdansk og vakti hún feikilega at-
hygli víða um heim. Fjarvera Wal-
esa var mjög áberandi og autt sæti
við hlið konu hans í kirkjunni var
táknrænt.
Athöfnin þótti látlaus, en virðu-
Stórárás
á Irani
Nikósiu, 22. marz. AP.
IRANIR hófu meiriháttar árás í
morgun, mánudag, til að frelsa mest
allt það svæði, sem írakar hafa her-
setið síðan Persaflóastríðið hófst
fyrir 18 mánuðum, að sögn írönsku
fréttastofunnar.
Deildir úr hernum og islamskir
byltingarverðir gerðu árásina til
að fylgja eftir fyrri hernaðarað-
gerðum á suðurvígstöðvunum.
Fréttastofan sagði að margir ír-
akar hefðu verið teknir til fanga.
Tilkynningin um helgina um
hina nýju árás írana fylgir í kjöl-
far harðra bardaga á mestallri
víglínunni, sem er 480 km löng.
Irakar höfðu tilkynnt að herlið
þeirra sækti inn í olíuhéraðið
Khuzestan, en íranir sögðust hafa
hrundið árásum óvinarins á öllum
vígstöðvunum.
Dóttirin, sjöunda barn þeirra
hjóna, hlaut nafnið Maria Viktoria.
Athöfnin stóð yfir í 45 mínútur og
að henni lokinni dreifðist mann-
fjöldinn, sem er einhver sá mesti
samankominn á einum stað eftir að
herlög gengu í gildi.
Pólska sjónvarpið sýndi á sunnu-
dagskvöld 70 mínútna þátt um at-
burðarásina í landinu síðan í janú-
ar í fyrra. Var Walesa þar sakaður
um að hafa færst „nær haukunum"
á meðal leiðtoga Samstöðu. Sagði
einnig í þættinum, að Samstaða
gældi við einræðishugmyndir. Þá
sagði einnig, að ástandið í landinu
væri óðum að færast í eðlilegt horf.
Hins vegar var ekki minnst einu
orði á skírnina í Gdansk í opinber-
um fjölmiðlum.
E1 Salvador:
Hollensku fréttamennirnir, sem drepnir voru í El Salvador í fyrri viku. Jan Kuiper, Jacobus Koster, Joop Willemsen
og Hans der Laag. Myndin var tekin snemma í síðustu viku þegar þeir voru teknir til yfirheyrslu í fimm tíma, vegna
þess að miði með nafni eins þeirra fannst í fórum skæruliða.
Duarte sakar hægriöfgamenn
um ofbeldi gegn fréttamönnum
Tveir myrtir
Bilbao, 22. mars. AP.
TVEIR lögreglumenn létu lífið og tveir
til viðbótar særðust er aðskilnaðar-
sinnaðir Baskar réðust inn á veitinga-
hús í borginni Bilbao og héldu uppi
skothrið.
Lögreglunni tókst að særa einn
árásarmannanna áður en þeir kom-
ust undan í stolinni bifreið. Með
þessum morðum er tala látinna, sem
Baskar eru taldir eiga sök á, komin í
7 á þessu ári. Baskar eru taldir
ábyrgir fyrir 49 dauðsföllum í fyrra.
New York, Washington, Amsterdam,
22. mars. AP.
JOSE Napoleon Duarte, forseti
El Salvador, sakaði í gær,
sunnudag, hægrisinnaða öfga-
menn í landinu um að beita
ofbeldisaðgerðum gegn frétta-
mönnum og viðurkenndi jafn-
framt, að „ef til vill“ ætti herinn
þar nokkra sök á.
„Það er hreyfing hægrisinnaðra
öfgamanna í landinu, sem hefur
miklar áhyggjur af því að við
vinnum í kosningunum. Þeir gera
hvað þeir geta til að hindra það,
þ.á m. með því að skelfa fólk,“
dagði Duarte í viðtali við
CBS-sjónvarpsstöðina bandarísku.
Stjórn Duartes heldur því fram,
að hollensku fréttamennirnir fjór-
ir, sem drepnir voru sl. miðviku-
dag, hafi fallið í átökum her-
manna við skæruliða, en aðrir
telja, að þeir hafi verið myrtir. í
gær, sunnudag, fór fram minn-
ingarathöfn um mennina í Amst-
erdam og voru viðstaddir hana
3000 manns.
Guillermo Ungo, forsvarsmaður
skæruliðasamtakanna í E) Salva-
dor, sagði í Managua í Nicaragua í
gær, að engar sérstakar aðgerðir
væru fyrirhugaðar til að trufla
kosningarnar í landinu nk. sunnu-
dag, 28. mars. Einnig sagði hann,
að fólk, sem styddi skæruliða,
kynni að taka þátt í kosningunum
og þyrfti enginn að óttast hefnd-
araðgerðir þess vegna. Hann spáði
því þó, að 60—70% þjóðarinnar
myndu sitja heima á kjördag.
I kosningunum á sunnudaginn
takast á sex flokkar, Kristilegir
demókratar undir forystu Duartes
og fimm hægri flokkar. Menn frá
yfir 20 þjóðum munu fylgjast með
framkvæmd kosninganna og í dag
var haft eftir Nancy Kassebaum,
öldungadeildarþingmanni og
formanni bandarískrar nefndar,
að öruggur sigur Duartes gæti
boðað samningaviðræður við
vinstrisinnaða skæruliða.
Bandaríska vikuritið Newsweek
segir í næsta hefti, að Mitterrand
Frakklandsforseti hafi fallist á
það í heimsókn sinni til Banda-
ríkjanna nú nýlega að fresta af-
hendingu vopna, sem Frakkar hafi
selt Nicaragua fyrir 17 milljónir
dollara. Það hafi hann gert í
trausti þess, að Reagan íhugaði al-
varlega friðartillögur Portillos
Mexikóforseta.
18. apríl 11. maí 1. og 22. júní 13. júlí 3. og 24. ágúst 14. sept. 8. okt.
mMMijfiíM
BENIDORM
18. apríl 24 dagar verö írá 5.900 kr. Ath. Barnaaísláttur
imMúiopáíá
• / L*
Jdd-.
m MIÐSTÖDIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133