Morgunblaðið - 23.03.1982, Page 41

Morgunblaðið - 23.03.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 21 • Víkingur varð íslandsmeistari í handknattleik, þriöja árið í röð, um helgina eftir að hafa sigrað FH í æsispennandi úrslitaleik. Á meðfylgjandi mynd má sjá Víkinga hefja til skýjanna þjálfara sinn, Bogdan Kowalzic, en hann á að baki merkilega sigurgöngu. Hann á nú að baki 10 meistaratitla á 11 síöustu árunum, 7 í Póllandi með Slask Wroclaw og svo þrjá meö Víkingum á Islandi. Sjá nánar á blaðsíöum 23, 24 og 25. Ljósm. EmUla. Stórsigur Þróttar í fyrri leiknum • Ólafur H. Jónsson, þjálfari og fyrirliði Þróttar, hefur leitt lið sitt í 4-liða úrslit Kvrópukeppninnar í handknattleik. Þróttur í 4-liöa úrslit Evrópukeppninnar ÞRÓTTUR nánast tryggði sjeti sitt í 4-liða úrslitum Kvrópukeppni bik- arhafa í handknattleik með því að sigra ítalska liðið Tacca l'allamano 32—19 i Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Þó siðari leikn- um hafi ekki verið lokið er þessar línur eru ritaðar, virtist aðeins formsatriði að Ijúka honum, ítalska liðið virtist fjarri því að hafa styrk- leika til að vinna upp 13 marka tap. Annars var frammistaða Þrótt- ar ekkert til að hrópa húrra yfir á sunnudaginn, síðari hálfleikurinn var reyndar oft laglega leikinn hjá Þrótti, en sá fyrri var naestum brandari. Virtust Þróttarar hafa vanmetið mótherja sína svo hrap- allega að þeir þyrftu aðeins að mæta til leiks og þá væri sigurinn í höfn. Var kæruleysið slíkt að yf- irþyrmandi mátti heita, Sigurður og Páll með hvert skotið hátt yfir eða langt fram hjá italska mark- inu. Var það hin mesta synd, því ítölsku markverðirnir voru eins og liðið, slakir. Einhvern veginn VKGNA fráfalls Jóns Gunnlaugs Sigurðssonar, sem lézt af slysförum 18. marz sl. hafa foreldrar hans, Rakel Viggósdóttir og Sigurður Jónsson stofnað sjóð til minningar um son sinn. Sjóðurinn heitir Minningarsjóð- ur Víkings og er stofnfé 20 þúsund krónur. Tilgangur sjóðsins er fyrst og fremst að stuðla að því að tókst þó Þrótti að leiða allan fyrri hálfleik, alloft tókst Tacca þó að jafna, t.d. mátti sjá jafnteflistöl- urnar 2—2, 3—3, 6—6, 9—9 og 10—10, en Þrótti tókst aldrei að ná meira en tveggja marka for- ystu. Sjálfsagt hefur Óli messað rækilega yfir sínum mönnum í hvíldartímanum, en til að byrja með í síðari hálfleik virtist ætla að standa á betrun. Hver mistökin af öðrum hjá Þrótti. En á móti kom að þeir ítölsku voru farnir að þreytast, enda reyndi liðið lengst af að leika á hraða sem það réði engan veginn við. Tacca skoraði ekki mark fyrstu 11 mínútur síð- ari hálfleiks, en þrátt fyrir alls kyns klúður hjá Þrótti skoraði lið- ið þó fjögur mörk á því tímabili. Breytti liðið því hálfleiksstöðunni 12—10 í 16—10. Var þar með um algera uppgjöf að ræða hjá Tacca og eftirleikurinn var Þrótti auð- veldur. Má gjarnan fylgja hér með, að Þróttur lék hörkuvel síð- ustu tuttugu mínúturnar enda eig- Knattspyrnufélagið Víkingur eignist íþróttahús fyrir starfsemi sína. Jón Gunnlaugur Sigurðsson lék um árabil með mfl. Víkings í handknattleik og var virkur í starfi félagsins unz hann flutti til Fáskrúðsfjarðar 1978, þar sem hann tók við starfi sveitarstjóra. in taugaspenna og mótstaða Tacca úr sögunni. Til dæmis skoraði Sig- urður Sveinsson hvert markið af öðru og mataði þess á milli félaga sína með fallegum línusendingum. Sigurður var vissulega atkvæða- mestur í liði Þróttar, en gallalaus var frammistaða hans þó engan veginn, enda skiptist frammistaða Þróttarliðsins svo ákveðið í tvennt. Má segja að hver Þróttar- ar hafi leikið öðrum verr í fyrri hálfleiknum, en síðan hver öðrum betur í þeim síðari. Þó má ekki gleyma því að Páll Ólafsson stóð sæmilega fyrir sínu í hinum lélega fyrri hálfleik. Var liðið mjög jafnt í síðari hálfleik, Ólarnir tveir þó kjölfestan. Italska liðið virtist lak- ara en slakt 1. deildarlið, vörn liðsins var léleg, markvarslan nánast engin og sóknarleikurinn einhæfur og fálmandi. Þó hefur liðið á að skipa einum frábærum leikmanni, sem er Júgóslavinn Balic. Stórkostlegur leikmaður og réðu Þróttarar ekkert við hann, enda skoraði hann 11 af 19 mörk- um liðsins. Mörk Þróttar: Sigurður Sveinss- on 10, 3 víti, Páll Ólafsson 6, Ólaf- ur H. Jónsson 4, Jens Jensson og Magnús Margeirsson 3 hvor, Gunnar Gunnarsson og Gísli Óskarsson 3 hvor, Jón Viðar Sig- urðsson og Lárus Lárusson eitt hvor. Mörk Tacca: Balic 11, 3 víti, Fachetti 3, Preti 3, Langiano og Petazzi eitt hvor. Þróttarar áttu tvö vítaköst í stangir ítalska marksins og Ólafur Benediktsson varði eitt víti í leiknum. Þróttarar voru utan vall- ar í 10 mínútur, ítalirnir í aðeins 4 mínútur. Dómararnir norsku sluppu nokkuö bærilega frá leikn- um. — m ÞAð ÞURFTI ekki merkileg tilþrif af hálfu Þróttara til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum IHF-keppninnar í ár. ítalska liðið Tacca Paliamano reyndist léttur biti að kyngja — án síns besta manns — þó svo Þróttur léki langt, langt undir getu. Lokatöl- urnar í síðari leik liðanna í gær urðu 29—19 Þrótti í vil, eftir að staðan hafði verið 14—11 í leikhléi. Þróttarar settu sér eitt mark- mið fyrir leikinn, að fá ekki á sig meira en 6—7 mörk í hvorum hálf- leik. Þó svo besti maður Tacca, Júgóslavinn Balic, léki ekki með, reyndist þetta áhugalausum Þrótturum um megn. Varnarleik- urinn var ekkert annað en orðin tóm og efndir litlar á þeim vett- vangi. Italirnir komust yfir í leiknum, 1—0, en síðan ekki söguna meir. Þróttur komst í 4—1, 7—2, en tókst ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Hið reynslulitla lið ítal- anna lagði allan sinn metnað í að standa sig betur, en kvöldið áður og tókst það bærilega. Framan af síðari hálfleiknum gekk hvorki né rak. Munurinn enn 3 mörk, 18—15 er 18 mínútur voru til leiksloka. Þá loks tóku Þróttar- ar smákipp og gerðu út um leik- inn. Skoruðu fjögur mörk í röð. Ekki svo að skilja að sigur liðsins hafi nokkurn tíma verið í hættu. ítalirnir reyndu enn að klóra í bakkann. Góð tilþrif Marco Mor- etti (nr. 20) fleyttu þeim áfram. Skemmtilegasta atriði kvöldsins var þó tvímælalaust vítakast Jens Jenssonar. Áhorfendur orguðu af fögnuði er hann sneri sér í heil- hring á vítapunktinum áður en hann skoraði. Sirkustilþrif, sem hæfðu þessum leik vel. Ef ekki hefði komið til upplausn í báðum liðum undir lok og Þróttarar fært sér það í nyt hefði munurinn ekki orðið nein 10 mörk. Þrátt fyrir það hlýtur þessi leikur að lifa í minn- ingunni, sem einhver lélegasti Evrópuleikur í handknattleik, sem hér hefur verið boðið upp á. Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 9, 1 víti, Gunnar Gunnarsson 7, Ólafur H. Jónsson 4, Páll Ólafsson 3, Magnús Margeirsson 3, Lárus Lárusson, Einar Sveins- son og Jens Jensson 1 hver. Mor- etti skoraði 5 fyrir Tacca og þeir Petazzi og Langiano 3 hvor. — SSv. Handknattlelkur Minningarsjóður Víkings stofnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.