Morgunblaðið - 23.03.1982, Page 42

Morgunblaðið - 23.03.1982, Page 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Framarar kafsigldu Valsmenn í byrjun FRAMARAR luku leikjum sínum i úrvalsdeildinni á sama hátt og þeir hófu þá, er þeir mættu Valsmönnum í Magaskólanum á sunnudagskvöld. Nefnilega meó sigra. Þótt titillinn hafi hafnaó í höndum Njarðvíkinga annaó árið i röó eru flestir sammála um, aó lió Fram stóó Suóurnesja- mönnunum ekkert aó baki og þaó sönnuðu þeir bláklæddu rækilega gegn Val. Sigurinn var öruggur, 98—88, eftir aó munurinn hafði ver- ió 15 stig í hálfleik, 58—43. Með geysilega góóri baráttu tókst Vals- mönnum að brúa bilió örlítið i síóari hálfleiknum og varó munurinn minnstur ein 5 eóa 6 stig. Framarar hristu þá hins vegar endanlega af sér á lokasprettinum og sigruóu ör- ugglega. læikurinn hófst mjög fjörlega. Liðin léku maður-á-mann vörn og hraðinn var því mikill. Framarar beittu hraðaupphlaupum með góð- um árangri og áður en varði var staðan orðin 8—0 þeim í vil og síðan 20—8 eftir 5 mínútna leik. Varnarleikur Framaranna var sterkur en Valsmenn gáfu þeim ekkert eftir í fráköstunum. Ber það vörn ekki gott vitni að Vals- menn fengu 5 skottækifæri undir körfunni í sömu sóknarlotunni. Valsmenn virtust ekki finna sig almennilega og munurinn varð mestur 17 stig, 46—29 er 6 mínút- ur voru til hálfleiks. Síðari hálfleikurinn hófst eins og þeim fyrri lauk. Framarar juku enn við forskotið, en með því að beita svæðisvörn tókst Vals- mönnum að draga úr hraðanum og ná leiknum niður á þann hraða, sem þeir réðu betur við. Þetta fór í taugarnar á Frömurum sem létu æsa sig upp í vitleysu og minnstu munaði að þeir misstu leikinn úr höndum sér. Þeir héldu þó haus það sem eftir lifði og innbyrtu bæði stigin. Nokkur spenna var undir lokin aðeins munaði 6 stig- um á liðunum, 90—84 og 3 mínút- ur til leiksloka. Framarar tóku þá tíma og innbyrtu sigurinn með vel útfærðum sóknarleik. I liði Fram voru það þeir Viðar Þorkelsson og Símon Ólafsson, sem báru af. Viðar hreint frábær í fyrri hálfleiknum, en óeðlilega mikið hvíldur. Kannski var það með ráðum gert til að koma Guð- steini Ingimarssyni í leikæfingu fyrir úrslitaleikinn í bikarnum í vikunni. Guðsteinn á enn töluvert langt í land með að ná fyrri getu. Einkum er hann óöruggur í skot- um, enda e.t.v. ekki nema von eft- or nokkurra mánaða fjarveru. Símon átti sannkallaðan glansleik og hitti stórvel auk þess að hirða fjölda frákasta. Brazy var sterkur, en hefur oftast nær skorað meira. Þá var Þorvaldur Geirsson sterk- ur, en varð að fara út af með 5 villur en skammt var til leiksloka. Valsmenn náðu sér vel á strik I síðari hálfleiknum, en það dugði bara ekki til. Torfi Magnússon var eins og oft áður þeirra besti mað- ur, en Ríkharður Hrafnkelsson stóð honum ekki langt að baki. Torfi þó markfalt sterkari varnar- maður. Kristján Agústsson tók seint við sér en átti góðan leik loks þcgar hann fór í gang. Þá lék Jón Steingrímsson að vanda vel. Skor- aði reyndar lítið, en lék svo til all- an leikinn án þess að fá á sig villu. Ramsey kom vel frá leiknum. Þá er rétt að geta Bjartmars Bjarna- sonar. Leikmaður, sem lítið fer fyrir, en skilar sínu vel og átti prýðistakta gegn Fram. Stigin, Fram: Símon Ólafsson 32, Viðar Þorkelsson 24, Val Brazy 18, Þorvaldur Geirsson 12, Ómar Þráinsson 8, Björn Magnússon og Hörður Árnason 2 stig hvor. Valur: Ríkharður Hrafnkelsson 26, Torfi Magnússon 25, John Ramsey 24, Kristján Ágústsson 11, Jón Steingrímsson 2. — SSv. Um 100 keppendui: frá 9 félögum kepptu á Islands- mótinu í borðtennis Fvrri hluti íslandsmóLsins i borð- tcnnis var haldinn í I.augardalshöll- inni 20.—21. mars. Skráðir keppend- ur voru tæplega 100 talsins frá 9 félögum og héraóssambrindum. Þann 20. mars var keppt í eftirtöld- um flokkum: Einliðaleikur telpna 13 ára og yngri: 1. Fjóla María Lárusdóttir UMSB 2. Guðbjörg Jónasdóttir UMSB 3. Kamilla Gísladóttir KR 4. Heiða Erlingsdóttir Vík. Fjóla hafði yfirburði í þessum flokki, hún sigraði Guðbjörgu í úr- slitaleiknum 21—9 og 21—10. Fjóla er aðeins 10 ára gömul og má því búast við miklu af henni í framtíðinni. Kamilla sigraði svo Heiðu í leik um 3. sætið 21—18 og 21-11. Einliðaleíkur meyja og stúlkna 13—17 ára: 1. Rannveig Harðard. UMSB 6 v. 2. Arna Sif Kjærnested Vík. 6 v. 3. Sigríður Þorsteinsd. UMSB 5 v. 4. Elísabet Ólafsd. Erninum 5 v. í þessum flokki kepptu allar við allar og sannaðist það að þá eru allir leikir úrslitaleikir. Rannveig sigraði Örnu 19—21, 22—22 og 21 — 11 en tapaði svo fyrir Elísa- lætu 18-21, 21-17 og 12-21. Sig- ríður vann svo Elísabetu 24—22 og 21—17 en tapaði fyrir Örnu 21—15, 14-21 og 12-21. Fyrir síðasta leikinn milli Elísabetar og Ornu var staðan í flokkum þannig, að sigraði Elísabet yrði hún sigur- vegari, en sigraði Arna yrði Rann- veig meistari. Þannig fór að Arna sigraði Elísabetu 21 — 19 og 21 — 17 og tryggði Rannveigu titilinn og sjálfri sér annað sæti. Tvíliðaleikur sveina 15 ára og yngri .Bergur Konráðsson / Friðrik Berndsen Víkingi 2. Hörður Pálmason Víkingi / Sigurbjörn Bragason KR 3. Trausti Kristjánsson / Þórir Örn Þórisson Erninum 4. Hermann Bárðarson / Jóhann- es Haraldsson HSÞ Friðrik og Bergur unnur þá Sig- urbjörn og Hörð 21—12 og 21—18 í úrslitaleiknum. Trausti og Þórir sigruðu Hermann og Jóhannes í spennandi leik um 3. sætið 23—25, 21—18 og 21—17. Mesta athygli vakti þó leikur Bergs og Friðriks við 11 ára KR-inga, Kjartan Briem og Valdimar Hannesson en þeir voru þeir einu sem tóku lotu af Víkingunum. Þeirra leikur fór 10—21, 21—11 og 21—16 fyrir Vík- ingana. KR-ingarnir eru greini- lega mjög efnilegir. Einliðaleíkur drengja 15—17 ára: 1. Kristinn Már Emilsson / Björgvin Björgvinsson KR 2. Kristján Viðar Haraldsson / Vignir Þorgeirsson HSÞ 3. Einar Einarsson / Andri Mart- einsson Víkingi Úrslitaleikurinn í þessum flokki var æsispennandi. Þeir Kristinn og Björgvin unnu Húsvíkingana 21— 19, 22—24 og oddalotan fór 22— 20 eftir að Húsvíkingarnir höfðu yfir 20—18. í þessum flokki kepptu allir við alla. Tvenndarkeppni ungl- inga 17 ára og yngri: Gróa Sigurðardóttir / Kristinn Már Emilsson KR 2. Fjóla María Lárusdóttir UMSB / Bergur Konráðsson Víkingi 3. Elísabet Ólafsdóttir / Trausti Kristjánsson Erninum Gróa og Kristinn unnu Berg og Fjólu 16-21, 21-10 og 21-16 í úrslitaleiknum. Einliðaleikur öldunga (30 og eldri): 1. 1. Emil Pálsson Erninum 2. Gunnar Hall Erninum 3. Þórður Þorvarðarson Erninum 4. Jóhann Ö. Sigurjónss. Erninum Emil vann Gunnar 21—10, 21—13 og 21—10 og varði þar með titilinn frá því í fyrra. Tvíliðaleikur öldunga: 1. Jóhann Örn Sigurjónsson / Þórður Þorvarðarson Erninum 2. Alexander Árnason / Gunnar Hall Erninum 3 Birkir Þ. Gunnarsson / Aðal- steinn Eiríksson Erninum Einliðaleikur pilta 13 ára og yngri: 1. Kjartan Briem KR 2. Valdimar Hannesson KR 3. Eyþór Ragnarsson KR 4. Magnús Þorsteinsson KR Kjartan sigraði Valdimar 21—13 og 21—18 og Eyþór sigraði Magnús í leik um 3. sætið 21—12 og 21-19. Einliðaleikur sveina 13—15 ára: 1. Friðrik Berndsen Víkingi 2. Bergur Konráðsson Víkingi 3. Sigurbjörn Bragason KR 4. Snorri Páll Einarsson Gerplu Þeir Friðrik og Bergur höfðu nokkra yfirburði yfir keppinauta sína og var úrslitaleikurinn á milli þeirra mjög vel leikinn og spenn- andi. Friðrik sigraði í fyrstu lot- unni 21—14, Bergur í þeirri næstu 21—16. I oddalotunni náði Bergur forystu og komst í 9—2, en Friðrik sýndi mikið keppnisskap og jafn- aði 11—11 og sigraði síðan 21—15. Sigurbjörn sigraði Snorra í leik um 3. sætið 21—18 og 21—13. Einliðaleikur drengja 15—17 ára: 1. Einar Einarsson Víkingi ' 2. Kristinn Már Emilsson KR 3. Kristján Viðar Haraldsson HSÞ 4. Þorsteinn Bachmann Víkingi Einar tapaði fyrstu lotunni í úr- slitaleiknum 21—19 en sigraði svo í hinum tveim 21—16 og 21—12. Kristján sigraði Þorstein 13—21, 21—19 og 21—16 í leik um 3. sætið. Einar varði titil sinn frá í fyrra í þessum flokki. • Símon Ólafsson átti mjög góðan leik gegn Val. Símon hefur átt hvern stórleikinn af öórum með Fram í vetur og verið í stöðugri framför sem körfuknattleiksmaður. Valur: Torfi Magnússon 8 Ríkharður Hrafnkelsson 8 Kristján Ágústsson 6 Jón Steingrímsson 6 Kjartmar Rjarnason 5 Leifur Gústafsson 4 Valdimar Guðlaugsson 4 Ilelgi Sigurðsson 3 Fram: Símon Olafsson 8 Viðar Þorkelsson 8 Þorvaldur Geirsson 7 Omar Þráinsson 6 Hörður Arnason 5 Guðsteinn Ingimarsson 5 Björn Magnússon 4 Lið Fram: Sigurður Þórarinsson 8 Hannes Iæifsson 6 Bjöm Kiríksson 6 Egill Jóhannesson 7 Jón Árni Rúnarsson 5 Björgvin Björgvinsson 7 Dagur Jóhannsson 5 Hinrik Olafsson 5 Hermann Björnsson 7 Gauti Sigurðsson 6 Lið HK: Einar Þorvarðarson 7 Hörður Sigurðsson 5 Sigurbergur Sigsteinsson 4 Ragnar Olafsson 6 Kristinn Olafsson 6 Bergsveinn Þórarinsson 4 Gunnar Eiríksson 4 Hallvarður Sigurðsson 4 Magnús Guðfinnsson 4 Guðni Guðfinnsson 6 Lið KR: Gísli Felix Bjarnason 8 Jóhannes Stefánsson 6 Alfreð Gíslason 9 Haukur Ottesen 6 Haukur Geirmundsson 4 Gunnar Gislason 6 Kangar Hermannsson 5 Guðmundur Albertsson 7 Lið KA: Aðalsteinn Jóhannsson 6 Sigurður Sigurðsson 5 Þorleifur Ananíasson 4 Friðjón Jónsson 7 Jóhann Einarsson 4 Erlingur Kristjánsson 4 Guðmundur Guðmundsson 5 Kristinn Sigurðsson 4 Skólamótió í blaki ÚRSLITALEIKIRNIR í fram haldsskólaflokki voru leiknir á Ak- ureyri um helgina. I kvennaflokki sigraði lið Menntaskólans á Akur- eyri lið Víghólaskóla í úrslitaleikn- um með tveimur hrinum gegn engri. í þriðja sæti varð Menntaskólinn í Kópavogi og F'jölbrautaskólinn á Akranesi hafnaði í fjórða sæti. í karlaflokki sigraði lið Fjöl- brautaskólans í Garðabæ óvænt lið Menntaskólans á Akureyri í tveimur hrinum gegn engri. í þriðja sæti varð Menntaskólinn við Sund og í fjórða sæti Verslunarskóli íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.