Morgunblaðið - 23.03.1982, Qupperneq 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
25
Það var greinilegt á leikmönnum FH og Víkings á laugardag að þeim
gekk illa að hemja taugaspennuna er þeir hófu úrslitaleik íslandsmóts-
ins í handknattleik. Það er ekki hægt að lá þeim það. Andrúmsloftið í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði var þrungið ótrúlegri spennu. Áhorfendur
voru eins margir og frekast rúmaðist í húsinu. Svo mikil voru þrengslin
að áhorfendur stóðu jafnvel inná sjálfum vellinum. Stemmningin
ólýsanleg. Sjálfur leikurinn bauö uppá allt sem hægt er að fara fram á í
slíkum ieik. Spennu, mikla baráttu, hörku og síðast en ekki síst, svo
jafnan leik aö aldrei mátti á milli sjá hvort liðið myndi standa uppi með
pálmann í höndunum. Liði Víkings tókst að vinna nauman sigur í
leiknum 16—15 og vinna sinn þriðja íslandsmeistaratitil í röð, eftir aö
staðan í hálfleik hafði verið 9—8 fyrir FH.
Spenna frá
fyrstu mínútu
Leikmenn FH byrjuðu með bolt-
ann og þreifuðu fyrir sér en
misstu boltann fljótlega frá sér og
Víkingar hófu sókn en það sama
skeði hjá þeim. Leikmönnum gekk
illa að finna rétta taktinn í leik
sinn fyrstu mínúturnar. Það var
ekki fyrr en á sjöttu mínútu leiks-
ins að Steinar Birgisson lyfti sér
upp og gat skorað fyrsta mark
leiksins með góðu skoti. Víkingum
tókst að ná frumkvæðinu og komst
í 3—1. Þá voru liðnar 9 mínútur af
leiknum. A 14. mínútu var staðan
orðin 4—2 fyrir Víking. Virtust
Víkingar vera að ná góðum tökum
á liði FH. En hinir ungu leikmenn
FH fóru þá að bíta vel frá sér og
tókst að jafna metin 4—4. Þá var
fyrri hálfleikur rúmlega hálfnað-
ur. FH-ingar fengu þá dæmd víti
og áttu möguleika á að komast yf-
ir 5—4. En Kristján Sigmundsson,
markvörður Víkings, varði skot
nafna síns Arasonar mjög vel.
Steinar kom Víkingum aftur yf-
ir á 20. mínútu, en FH náði að
jafna. Það er svo ekki fyrr en á 28.
mínútu fyrri hálfleiks sem FH
tókst að ná forystunni í leiknum
8—7. Og á sömu mínútu tókst
Kristjáni Arasyni að skora 9.
mark FH og skyndilega var FH
komið með tveggja marka forystu.
En sú dýrð þeirra stóð ekki lengi.
Með fádæma klaufaskap tókst
þeim ekki að halda boltanum síð-
ustu 30 sekúndur fyrri hálfleiksins
og leika rólega og yfirvegað. Þeir
misstu boltann beint í handurnar
FH — Víkingur
15—16
á Guðmundi Guðmundssyni sem
þakkaði fyrir sig með því að skora
örugglega 4 sek. áður en dómarar
flautuðu til leikhlés.
Góður fyrri
hálfleikur
Þrátt fyrir nokkra taugaspennu
leikmanna framan af leiknum var
fyrri hálfleikurinn mjög vel leik-
inn af hálfu beggja liða. Sérstak-
lega þó varnarleikurinn. Boitinn
fékk að ganga mjög vel í sókninni
og oft sáust laglegar leikfléttur
hjá báðum liðunum. Leikurinn var
og nokkuð hraður.
Jafn síðari
hálfleikur
Það var alveg ljóst á upphafs-
mínútum síðari hálfleiksins að
bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt.
Mikill kraftur og barátta var í
leikmönnum beggja liða strax frá
upphafi til loka leiksins.
Bæði liðin brugðu á það ráð í
síðari hálfleiknum að taka mann
úr umferð. FH-ingar létu elta Pál
Björgvinsson lykilmann Víkinga í
spilinu og leikkerfum liðsins. En
Víkingar tóku Kristján Arason,
sterkasta leikmann FH, úr um-
ferð, og munaði um minna.
Olafur Jónsson skoraði fyrsta
mark síðari hálfleiksins með fal-
legu marki úr horninu og jafnaði
metin 9—9. Það segir nokkuð um
hversu leikurinn var jafn að jafnt
var á öilum tölum upp að 14—14.
En Víkingsliðið var þó ávallt fyrra
til þess að skora. Páll skoraði ann-
að mark hálfleiksins og náði for-
ystu fyrir Víking 10—9. Þessi
slæma byrjun síðari hálfleiksins
varð FH-ingum dýrkeypt. Leikur
þeirra var ekki nægilega beittur
fyrstu mínútur síðari hálfleiksins
í sókninni. Eins og í fyrri hálf-
leiknum var varnarleikur beggja
liða mjög sterkur og því var erfitt
að skora. Hart og óvægilega var
tekið á leikmönnum ef þeir reyndu
gegnumbrot og línumenn fengu
óblíða meðferð. Þrátt fyrir að
bæði liðin hafi leikið vörnina fast,
voru leikmenn Víkinga mun gróf-
ari og fastari fyrir en FH-ingar.
A 44. mínútu leiksins var staðan
jöfn 12—12. En þá náðu Víkingar
góðum kafla. Ólafur Jónsson náði
að skora tvö falleg mörk úr horn-
inu. En Guðmundur Magnússon
FH var mjög illa á verði gagnvart
Ólafi í bæði skiptin, og hreinlega
svaf á verðinum. En með seiglu
tókst FH-ingum að jafna metin og
á 53. mínútu var staðan jöfn
14—14. Allt var þá á suðupunkti í
húsinu. Þá var einum FH-ingi vís-
að af leikvelli. Næstu sókn klúðr-
uðu FH-ingar illa. Valgarð Val-
garðsson reyndi skot mjög fljót-
lega úr alveg vonlausri stöðu, í
stað þess að leika skynsamlega og
halda boltanum. Þetta notfærðu
Víkingar og sér Þorbergur skoraði
með þrumuskoti og kom Víking
yfir 15—14. Þá voru eftir 2,48 mín.
af leiknum. Þessar lokamínútur
leiksins kom leikreynsla Víkinga
vel í ljós. A sama tíma og leik-
menn FH gerðu örlagarík mistök í
hita leiksins var öryggi og festa í
leik Víkings og leikmenn þoldu
spennuna vel. Boltanum haldið og
ekki reynd skot nema í upplögðum
færum. Guðmundur Guðmunds-
son skoraði 16. mark Víkings úr
horninu og gerði þar með út um
leikinn. En Víkingum nægði jafn-
tefli til þess að verða meistarar.
Kristján Arason minnkaði mun-
inn niður í eitt mark og á síðustu
mínútunni skoraði FH fullkom-
lega löglegt mark og jafnaði leik-
inn 16—16. En dómarar leiksins
voru á öðru máli og tóku markið
ekki gilt. Eftir leikinn sagði
Gunnlaugur Hjálmarsson að hann
hefði verið búinn að flauta auka-
kast áður en markið var skorað.
Víkingar sigruðu því í þessum
æsispennandi úrslitaleik með einu
marki 16—15. Var þetta fyrsti
tapleikur FH á heimavelli í vetur.
Lið Víkings
Lið Víkings er vel að íslands-
meistaratitlinum komið. Þeim
þriðja í röð sem liðið vinnur til.
Ekkert handknattleikslið á Islandi
í dag er skipað jafn leikreyndum
mönnum. Liðið vinnur saman sem
ein sterk heild og býr yfir mörgum
góðum leikkerfum sem ekki er
auðvelt að stöðva.
Varnarleikur Víkings var mjög
sterkur í leiknum gegn FH, þar
áttu þeir Þorbergur Aðalsteinsson
og Arni Indriðason ásamt Páli
Björgvinssyni bestan leik. Þá kom
Steinar vel frá sínu. Kristján Sig-
Víkingar íslandsmeistarar þriðja árið í röð:
Þeir voru vonsviknir, sem frá þurftu aö hverfa á laugardag-
inn, vegna þess aö þeim tókst ekki aö fá miöa á úrslitaleikinn
í íslandsmótinu í handknattleik. íþróttahúsið í Hafnarfirði
var yfirfullt og stemmningin á áhorfendapöllunum alveg ólýs-
anleg. Eftir leikinn var spjallaö viö nokkra áhorfendur og
sögðu þeir álit sitt á leiknum. Eitt voru þeir sammála um,
dómgæslan var fyrir neðan allar hellur. Og var það mál
manna að hún hefði sett leiðinlegan svip á annars skemmti-
legan úrslitaleik.
Lið Þróttar:
Ólafur Benediktsson 7
Ólafur H. Jónsson 7
Gunnar Gunnarsson 6
Lárus Lárusson 7
Jens Jensson 6
Magnús Margeirsson 5
Páll Ólafsson 7
Sigurður Sveinsson 8
Einar Sveinsson 5
Gunnar Gunnarsson 5
Arnór FriðjónssornSkemmti-
legur leikur, úrslitaleikur getur
ekki verið betri. Sigurinn lenti
bara hjá vitlausu félagi, það hefði
verið flott að fá bikarinn í Fjörð-
inn. Það var enginn sem skaraði
fram úr í leiknum, frekar var
þetta leikur liðsheildanna. Dóm-
gæslan var fyrir neðan allar hellur,
en þó högnuðust bæði liðin jafnt á
því.
ig«-
Hjónin Árni Guðjónsson og
Lilja Guðjónsdóttir: Þetta var
góður leikur en nokkuð grófur.
Spennan var mjög mikil eins og á
að vera á ekta úrslitaleik, en dóm-
ararnir voru slakir. Það var bara
verst að FH skyldi ekki vinna, því
sigurinn gat lent hjá hvoru liðinu
sem var. Annars er það gömul trú
að ef kvennaliðið vinni leik á und-
an, þá tapi karlaliðið.
Einkunnagjöfln
Lið Vals:
Jón Gunnarsson 4
Þorlákur Kjartansson 6
Þorbjörn Guðmundsson 5
Þorbjörn Jensson 4
Theodór Guðfinnsson 7
Gunnar Lúðvíksson 7
Brynjar Harðarsson 4
Jakob Sigurðsson 4
Geir Sveinsson 4
Jón Pétur Jónsson 4
Erlingur Hannesson: Þetta var
mjög góður leikur, en dómgæslan
var hörmung og hallaðist þá nokk-
uð á FH-inga. Liðin voru alveg
jafngóð, en mínir menn voru bara
heppnari og sigruðu.
Lið Fram var geysilega jafnt að
þessu sinni og flaut fyrst og
fremst á því auk þess sem liðið
gerði mun færri skyssur í miklum
taugaspennuleik þar sem mikið
var um mistök á báða bóga. Sig-
urður markvörður bar af í liðinu
og af útileikmönnunum má geta
Björgvins, Hermanns og Egils.
Hjá HK bar Einar Þorvarðarson
af eins og svo oft áður, aðrir
leikmenn náðu sér ekki á strik.
Mörk HK: Ragnar Ólafsson 3, 2
víti, Guðni Guðfinnsson 3, 1 víti,
Hörður Sigurðsson, Kristinn
Ólafsson og Bergsveinn Þórarins-
son 2 hver, Magnús Guðfinnsson
eitt mark.
Mörk Fram: Egill Jóhannesson
8, 5 víti, Hermann Björnsson og
Björgvin Björgvinsson 3 hvor,
Hannes Leifsson 2, Hinrik Ólafs-
son og Gauti Sigurðsson eitt hvor.
Framarar voru utan vallar í alls
10 mínútur, HK-menn í 4 mínútur.
Sigurður Þórarinsson varði þrjú
víti í leiknum. Góðir dómarar voru
Stefán Arnaldsson og Arni Sverr-
isson.
— gg-
Lokastaðan
í 1. deild
LOKASTAÐAN í 1. deildinni
var sem hér segir:
Vík. 14 12 0 2 315—239 24
FH 14 10 1 3 338—311 21
Þróttur 14 10 0 4 315—280 20
KR 14 9 1 4 314—291 18
Valur14 6 0 8 281—284 12
Fram14 3 1 10 276—326 7
HK 14 2 1 11 249—284 5
KA 14 2 0 12 262—335 4
Markahæstu menn voru
eftirtaldir:
Alfreð Gíslason KR 109
Kristján Arason FH 97
Sigurður Sveinsson Þrótti 91
Þorbergur Aðalsteinss. Vík.78
Friðjón Jónsson KA 72
Páll Ólafsson Þrótti 64
Ragnar Ólafsson HK 63
Handknatlielkur
______________________✓
• Sigurður Gunnarsson skoraði þrjú falleg mörk með upphoppum og hnitmtöuðum föstum skotum. Hór sést Sigurður lyfta sér yfir vörn FH. A myndinni mé
sjá hversu pakkað var af áhorfendum í húsið. Ljó«m. Emiiía.
Gífurlegum baráttuleik lauk
með sigri harðskeyttra Víkinga
mundsson var í marki í fyrri hálf-
leik en Ellert í þeim síðari. Báðir
vörðu þeir vel. í sóknarleiknum
átti Ólafur Jónsson mjög góðan
leik. Skoraði fimm falleg mörk úr
horninu. Er þetta sennilega besti
leikur Ólafs með Víking í vetur.
Mörk þau sem hann skoraði voru á
mjög þýðingarmiklum augnablik-
um í leiknum.
Þorbergur var tekinn stíft í
sókninni og skoraði aðeins eitt
mark í leiknum. Steinar, Guð-
mundur og Sigurður komu allir
vel frá sóknarleiknum og voru
mjög ógnandi. Þetta var sigur
sterkrar liðsheildar. Til hamingju
Víkingar með íslandsmeistara-
titilinn.
Lið FH
Þrátt fyrir að lið FH hafi tapað
leiknum komu hinir ungu leik-
menn liðsins mjög vel frá leiknum.
Léku reyndar oft alveg ótrúlega
vel miðað við þá miklu pressu sem
á þeim var. Sér í lagi var varnar-
leikur liðsins sterkur allan leik-
inn. En sóknarleikur liðgins var
ekki nægilega beittur þegar
Kristján var tekinn úr umferð í
síðari hálfleiknum. Kristján Ara-
son er yfirburðamaður í liðinu og
varla má á milli sjá hvort hann sé
sterkari sem sóknar eða varnar-
maður. Hann sýndi mjög góðan
leik og er einn okkar besti hand-
knattleiksmaður í dag, þó ungur
sé. Þá átti Hans Guðmundsson
mjög góðan leik gegn Víking. Var
mjög sterkur jafnt í vörn sem
sókn. Hans er greinilega mjög
vaxandi leikmaður. Sæmundur
var sterkur í vörninni en hefði
mátt beita sér meira í sókninni.
Sérstaklega er Kristján var tekinn
úr umferð. Það sem liði FH vantar
einna helst er meiri breidd. En
hinir ungu leikmenn liðsins geta
vel við unað að hafa náð öðru sæt-
inu í mótinu í vetur. Það var meira
en margir bjuggust við.
Dómgæslan
Þeir Gunnlaugur Hjálmarsson
og Óli Olsen dæmu úrslitaleikinn
og voru þeir mjög mislagðar hend-
ur í dómgæslunni. Sérstaklega
þegar leikmönnum var vísað af
leikvelli. Ýmist fengu leikmenn að
fara útaf fyrir smávægileg brot,
eða að þeir fengu ekki einu sinni
gula spjaldið fyrir að bókstaflega
snúa menn niður með báðum
höndum. Þá var eins og dómararn-
ir þyldu ekki spennuna í leiknum
og undir lokin slepptu þeir aug-
ljósum brotum. Oft á tíðum vissu
hvorki leikmenn eða áhorfendur á
hvað var verið að dæma. Nei, það
verður að gera betur en þetta í
úrslitaleik í íslandsmóti.
Gífurleg stemmning
var í húsinu
Þeir voru margir sem urðu frá
að hverfa á laugardaginn við
íþróttahúsið í Hafnarfirði. Upp-
selt var á leikinn og víst rúmlega
það. Þetta sýnir vel hversu gífur-
legur áhugi er á handknattleik
þegar stórleikir eru annarsvegar.
Þá var stemmingin í húsinu allan
leikinn slík að með ólíkindum var.
En það er hún sem gefur úrslita-
leikjum mikið og sérstakt and-
rúmsloft.
I stuttu mali: íþróttahúsið
Hafnarfirði. FH—Víkingur 15:16
(9:8).
Mörk FH: Kristján Arason 7 3 v,
Hans Guðmundsson 3, Valgarð
Valgarðsson 2, Sæmundur Stef-
ánsson, Pálmi Jónsson, og Guð-
mundur Magnússon 1 mark hver.
Mörk Víkings: Ólafur Jónsson 5,
Sigurður Gunnarsson 3, Steinar
Birgisson 2, Guðmundur Guð-
mundsson 2, Páll Björgvinsson 2,
og Þorbergur Aðalsteinsson 1.
Brottrekstur af leikvelli:
FH: Sæmundur Stefánsson í 4
mín., Hans Guðmundsson í 4 mín.,
Kristján Arason í 3 mín., Valgarð
Valgarðsson í 4 mín.
Víkingur: Árni Indriðason í 4
mín., Hilmar Sigurgíslason í 2
mín., Steinar Birgisson í 2 mín.,
Þorbergur Aðalsteinsson í 2 mín.
Eitt vítakast mistókst í leikn-
um. Kristján Arason lét Kristján
Sigmundsson verja frá sér á 19.
mínútu.
— ÞR.
Ómar Waage: Mér fannst
þetta mjög góður leikur, eða eins
og úrslitaleikir eiga að vera.
Spennan var gífurleg allan tím-
ann, og maður var aldrei öruggur
með sína menn, það er Víkingana.
Þá fannst mér dómgæslan léleg og
hallaðist þá frekar á Víkingana.
Það er alltaf erfitt að koma í
íþróttahúsið hér í Firðinum og var
maður með smá í maganum útaf
því, en það var betra liðið sem
vann.
Guðmundur Þorvarðarson:
Þetta var skemmtilegur leikur,
ekta úrslitaleikur. Dómgæslan
fannst mér ágæt. Leikurinn var
nokkuð harður en alls ekki grófur.
Leikurinn einkenndist af góðum
varnarleik. Þótt ég sé FH-ingur
hafði ég á tilfinningunni að Vík-
ingarnir myndu sigra.
Góð byrjun dugði HK ekki
og Fram vann góðan sigur
ÞAi) var hluLskipti liK að falla í 2.
deild í handknattleiknum ásamt KA
frá Akureyri og eftir úrslitaleik HK
og Fram um fallsætið að V'armá á
laugardaginn „tolleruðu" Framarar
markvörð sinn Sigurð Þórarinsson.
Það var mjög við hæfi, Sigurður lék
sjálfsagt sinn besta leik á þessu
keppnistímabili, varði samtals 16
skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst á
þýðingarmiklum augnablikum. En
það var ekki einungis frábær
frammistaða Sigurðar sem færði
Fram sigurinn. í miklum tauga-
spennuleik var það mun betra liðið
sem sigraði eins og lokatölurnar
18—13 gefa til kynna. Ef frá eru
taldar fyrstu mínútur leiksins hafði
Fram forystuna allan leikinn og var
leikur IIK allan tímann svo gloppótt-
ur að varla var við því að búast að
liðinu tækist að jafna eða síga fram
HKrFram
13:18
úr. 1 hálfleik var staðan 9—5 fyrir
Fram.
HK hefur löngum þótt erfitt lið
heim að sækja og liðið fékk sann-
arlega byr undir báða vængi er
bræðurnir Ragnar og Kristinn
Ólafssynir skoruðu tvö fyrstu
mörkin, staðan 2—0 fyrir HK og
Famarar allt annað en yfirvegaðir
og stilltir á taugum. En svo fór
allt saman að smá koma hjá
Fram, Egill Jóhannesson jafnaði
með tveimur mörkum, en HK
svaraði með tveimur í viðbót, 4—2.
Egill minnkaði muninn í 4—3 og
síðan kom vendipunktur. Sigurður
Þórarinsson varði vítakast Ragn-
ars Ólafssonar og voru þá aðeins
níu mínútur liðnar af leiknum.
HK skoraði aðeins eitt mark í
viðbót í fyrri hálfleik, á síðustu
sekúndunum. Sigurður varði í
millitíðinni víti frá Herði Sig. og
félagar hanas skoruðu 6 mörk í
röð, staðan 9—4, en HK breytti
svo stöðunni í 9—5.
HK-menn skoruðu 4 af 5 fyrstu
mörkum síðari hálfleiks, staðan
því 10—9 fyrir Fram og 11 — 10 er
síðari hálfleikur var hálfnaður.
Sigurður varði þriðja víti sitt og
Fram komst í 12—10 með víta-
kasti Egils, Guðni svarði fyrir HK
úr víti, en HK vantaði herslumun-
inn og Framarar höfðu yfirburði
síðustu mínúturnar, tryggðu sér
mjög sanngjarnan sigur miðað við
gang leiksins.
Hvað sögðu áhorfendur