Morgunblaðið - 23.03.1982, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
Nefndarálit:
Sjúkrastofiianir búa
nú við neyðarástand
Taka þarf upp nýtt greiðsluform til sjúkrahúsa
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í
HeilbrigAisnernd neðri deildar Al-
þingis, 1‘étur SigurAsson og Matthí-
as Bjarnason, hafa skilid svohljóð-
andi nefndaráliti um stjórnarfrum-
varp um daggjóld sjúkrahúsa og
daggjaldanefnd:
„Nefndin hefur rætt frumvarpið
á fundum sínum og fengið um-
sagnir nokkurra aðila. Þá kom á
einn fund nefndarinnar Davíð A.
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
ríkisspítalanna.
Auk þess hafa undirritaðir
nefndarmenn rætt persónulega
við nokkra aðila sem fara með
stjórn heilbrigðisstofnana sem
húa við svokallað daggjaldakerfi. I
þeim viðtölum og öðrum, sem birst
hafa í fjölmiðlum, hefur komið
fram megn ótti og vantrú við
fyrirhugaða kerfisbreytingu.
Óttinn beinist aðallega að því, að
slík kerfisbreyting muni tefja
fyrir og á engan hátt lagfæra
þann bráða vanda og neyðar-
ástand sem slíkar stofnanir búa
við í dag vegna mikilla rekstrar-
erfiðleika.
Meginhluti þessara erfiðleika
stafar af þeirri óðaverðbólgu sem
ríkir í þjóðfélaginu, einnig vegna
ýmissa aðgerða rikisvaldsins sem
aukið hafa rekstrarkostnað þess-
ara stofnana án samráðs við þær,
vegna vanmáttar ríkisstjórnar-
innar í að standa við fjárhagsleg-
ar skuldbindingar, sem daggjalda-
kerfið leggur á ríkissjóð, og van-
hæfni þessa kerfis að leysa þau
mál sem hún á og þarf að leysa á
nútímalegan hátt.
Við teljum að ieggja beri niður
daggjaldakerfið, eins og það er nú,
en taka í þess stað upp nýtt
greiðsluform til sjúkrahúsa og
annarra heilbrigðisstofnana, sem
byggist á því að greiða hverja þá
þjónustu, sem þar er innt af hendi,
í stað þess að miða greiðslur við
nýtingu rúma. Frá því daggjalda-
kerfið var tekið upp hefur þjón-
usta heilbrigðisstofnana gerbreyst
með tilkomu dagvistarstofnana,
göngudeilda og fleiri nýjunga í
rekstri heilbrigðisstofnana. Við
erum því hins vegar hlynntir, að
kaup tækja, áhalda og alls þess, er
telst til stofnkostnaðar, verði með
öllu skilið frá rekstrargreiðslum
og alfarið tekinn inn á fjárlög sá
hluti sem ríkissjóði ber að greiða
samkv. lögum um heilbrigðisþjón-
ustu.
Þótt ríkisstjórnin treysti sér
ekki til að leggja fram tillögur um
nýtt greiðslukerfi til sjúkrahúsa
og annarra heilbrigðisstofnana,
sem m.a. hefur í sér fólginn hvata
til sparnaðar, betri rekstrar og
bættrar þjónustu, ber henni að
standa við allar þær greiðslu-
skyldur sem daggjaldakerfið setur
honum.
Þegar er komið í ljós og hefur
verið staðfest opinberlega, að það
kerfi, sem stefnt er að með frv.
þessu, að taka upp á fleiri spítöl-
um en ríkisspítölunum, leysir eng-
an vanda meðan sú óðaverðbólga
ríkir, sem við búum við, og ber
hrikaleg rekstrarstaða ríkisspítal-
anna því best vitni. Undirritaður
minni hluti heijbrigðis- og trygg-
inganefndar telur að samþykkt
þessa frumvarps muni tefja fyrir
nauðsynlegum og skynsamlegum
breytingum til lækkunar á einum
stærsta útgjaldalið ríkissjóðs.
Við leggjum því til að frumvarp-
inu verði vísað til ríkisstjórnar-
innar.“
Alþingi 19. mars 1982,
Pétur Sigurðsson,
Matthías Bjarnason.
Fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu
um viðskipti Arnarflugs og Iscargó
Er kaupverðið hærra en verðmætið?
Fulltrúi samgönguráðherra í Flugleiða-
stjórn andvígur hlutlausu mati
Eiður (iuðnason (A) hefur lagt fram fyrirspurnir til
Steingríms Hermannssonar, samgönguráðherra, efnislega
á þessa leið: 1) Hversvegna greiddi fulltrúi samgöngu-
ráðherra í stjórn Flugleiða hf. atkvæði gegn því í stjórn
félagsins, að fram yrði látið fara mat hlutlausra óvilhallra
manna á þeim eignum íscargó, sem Arnarflug hefur nú
keypt? Er samgönguráðherra andvígur því að slíkt mat fari
fram? I»á hafa 10 þingmenn Alþýðuflokks formlega farið
fram á, með tilvísun til 31. gr. laga um þingsköp Alþingis,
að fjármálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um mat á eign-
um Iscargó hf., sem Arnarflug hefur fest kaup á.
í Kreinargerð með beiðni um
skýrslu þessa kemur m.a. fram:
• 1) Arnarflug hefur skuld-
bundið sig til að kaupa af Is-
cargó Electra-flugvél, auðkennd
TF-ISC, nr. 340, ásamt varahlut-
um, 6 húseignir á Reykjavíkur-
flugvelli, lyftara, bíl, verkfæri,
Eiður Steingrímur
Guðnason Hermannsson
áhöld, skrifstofuvélar og búnað,
samkvæmt upptalningu á sér-
stökum lista, fyrir samtals 29
m.kr.
• 2) Andvirði greiðist þannig:
Arnarflug yfirtekur skuldir selj-
anda við Utvegsbanka íslands að
fjárhæð 24,2 m.kr., með pening-
um 3,8 m.kr. og 1 m.kr. í víxlum,
en ekki er sundurgreint í samn-
ingi, hvað er greitt fyrir hvern
hlut eignanna.
• 3) Fram hefur komið, segja
skýrslubeiðendur, að ástæða er
til að ætla, að kaupverð eign-
anna sé hærra en eiginlegt verð-
mæti þeirra, og að nauðsynlegt
sé að fram fari mat óvilhallra
manna á þeim. íslenzka ríkið á
20% í Flugleiðum hf. og Flug-
leiðir hf. 40% í Arnarflugi hf.
þannig að íslenzka ríkið á beinna
hagsmuna að gæta í þessu máli,
sem Alþingi ber að gefa gaum.
• 4) Þá er þess sérstaklega
óskað að í væntanlegri skýrslu
fjármálaráðherra komi fram
hvert greiðsluþol Arnarflugs hf.
sé.
í stuttu máli:
7% ollugjald
1982 lögfest
Sjálfstæðismenn
andvígir framleng-
ingu sjúkratrygg-
ingargjalds og sér-
skatts á verzlunar-
húsnæði
í gær, mánudag, var 7% tíma-
bundið olíugjald, miðað við fiskverð
eins og það er ákveðið af Verðlags-
ráði sjávarútvegsins, samþykkt sem
lög frá Alþingi. Ákvæði laganna
gilda frá upphafi til loka árs 1982.
Lögin vóru samþykkt i efri deild
með 11 samhljóða atkvæðum. Aðrir
þingdeildarmenn sátu hjá eða vóru
fjarverandi.
• Frumvarp um Sinfóníu-
hljómsveit íslands var afgreitt í
gær frá efri til neðri deildar Al-
þingis. Við aðra umræðu vóru
samþykktar nokkrar breytingar-
tillögur frá Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni og Salome Þor-
kelsdóttur við frumvarpið, en aðr-
ar felldar. Breytingartillögur, sem
fluttar vóru við 3ju umræðu, vóru
felldar.
• Stjórnarfrumvarp um Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga var
og samþykkt frá efri deild til neðri
deildar.
• Matthías Bjarnason, Matthí-
as Á. Mathiesen og Albert Guð-
mundsson, þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, leggja til í nefndaráliti frá
fjárhags- og viðskiptanefnd neðri
deildar, að stjórnarfrumvarp um
framlengingu sjúkratryggingar-
gjalds 1982, verði fellt. Telja þeir
að röng skattvísitala, miðað við
tekjubreytingu milli tekjuáranna
1980 og 1981, gefi ríkissjóði að
óbreyttu tekjur af tekjuskatti og
sjúkratryggingargjaldi langt um-
fram áætlun fjárlaga líðandi árs.
Boðaðar efnahagsaðgerðir lækka
ríkistekjur um 72 m.kr., segja þeir,
en nýir skattar og framangreind-
ur tekjuauki nema 176 m.kr. Við
leggjum því að frumvarp þetta
verði fellt sögðu framangreindir
þingmenn í nefndaráliti.
• Eiður Guðnason o.fl. þing-
menn Alþýðuflokks hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar um
stofnun landsnefndar til stuðn-
ings jafnrétti og frelsi í Suður-
Afríku. I greinargerð er einkum
lögð áherzla á andóf gegn kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnu (Apart-
heid) og hald A-Afríku á Nabibíu.
• Albert Guðmundsson,
Matthías Bjarnason og Matthías
Á. Mathiesen, þingmenn Sjálf-
stæðisflokks í fjárhags- og við-
skiptanefnd neðri deildar, hafa í
nefndaráiiti lagt til að stjórnar-
frumvarp um framlengingu sér-
staks skatts á verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði verði fellt.
Deila járniðnaðarmanna og Hitaveitunnar:
Hafa aldrei íieitaö að
sinna sínu aðalstarfi
Telja það hins vegar ekki í sínum verkahring að aka bifreiðum fyrirtækisins
„Ég vil leggja á það sérstaka
áhcrzlu, að þetta er ekki deila við
horgina um það, að hún hanni heim-
akstur á hílum. Þetta er deila um,
hvort járniðnaðarmennirnir eigi að
aka og annast híla Hitaveitunnar og
þá sjálfsagt að hera áhyrgð á flutn-
ingum starfsmanna. Járniðnaðar-
mennirnir vilja ekki taka það að sér
til viðbótar aðalstarfi án þess að fá
einhverja þóknun fyrir. Þeirra starf
er að lagfæra lagnirnar sjálfar og sjá
um að þær séu allar rétt tengdar. Það
er þeirra aðalstarf, en ekki bifreiða-
akstur," sagði Guðjón Jónsson, for-
maður Félags járniðnaðarmanna ■
samtali við Morgunblaðið í gær.
Guðjón var með þessu að svara
ummælum Magnúsar Óskarssonar,
vinnumálafulltrúa Reykjavíkur-
borgar í Morgunblaðinu á sunnu-
dag, en þar segir m.a. að hætt hafi
verið launagreiðslum til 5 járn
iðnaðarmanna Hitaveitunnar, þar
scm þeir hafi ekki gegnt störfum
sínum í rúmlega hálfan mánuð
vegna mótmæla um að þeir fái ekki
að aka bílum Hitaveitunnar heim
og heiman til vinnu. Guðjón Jóns-
son kvað járniðnaðarmennina sízt
af öllu agnúast út í þá almennu
reglu borgarinnar að starfsmenn-
irnir hættu að aka heim og heiman
á hílum borgarinnar. Slíkt væri
sjálfsagt mál, enda kvað hann
brögð að því, að slíkt hafi verið
misnotað og menn jafnvel farið
heim á öskubílum og í berjamó til
Þingvalla.
Guðjón kvaðst vilja fyrir hönd
mannanna taka fram, að þegar
auglýst væri eftir járniðnaðar-
mönnum til Hitaveitunnar væri
akstur ekki áskilinn, heldur hæfn-
ispróf í rafsuðu og logsuðu frá
Iðntæknistofnun. Því væri ljóst við
ráðningu þeirra, að þeirra verkefni
væri ekki að aka bifreiðum. Telja
þeir því ekki í sínum verkahring að
aka bifreiðum með svo og svo
mörgum verkamönnum og bera
ábyrgð á þeim og tækjum bílanna.
Þeir væru viðgerðarmenn á dreifi-
kerfinu. Bifreiðarnar eru bæði
fyrir mannskap, tæki og efni og
kvað Guðjón Jónsson það hvergi
þekkjast að það væri hlutverk
járniðnaðarmanna að aka slíkum
farartækjum. „Hins vegar hafa
mennirnir verið reiðubúnir að gera
þetta, gegn ákveðinni þóknun — að
taka þetta aukastarf að sér — en
þeim hefur verið neitað um það.
Því eru þeirra viðbrögð þau að
keyra ekki,“ sagði Guðjón Jónsson.
Hafa mikil bréfaskipti farið fram
þarna í milli vegna þessa máls.
Mennirnir hafa allan tímann verið
tilbúnir að sinna sínu aðalstarfi og
hafa ávallt mætt til vinnu, „en þeir
hafa bara ekki verið látnir vinna.
Enginn hefur viljað keyra þá og
neita verkamennirnir einnig að
aka bílum, nema að fá sérstakar
greiðslur.“
Guðjón kvað Magnús Óskarsson
hafa talað um að náðst hefði sam-
komulag, sem allir hafi viljað við
una, nema járniðnaðarmenn. Guð-
jón kvað það mál hafa snúizt um
allt annan hlut og ekki koma
akstri neitt við. Það mál snerist
um, að járniðnaðarmenn áttu að
vera á sömu gæzluvaktartöxtum og
um samdist í ríkisverksmiðjunum.
í ljós kom, að þeir höfðu verið á
lægri töxtum og þess vegna fengu
þeir leiðréttingu á gæzluvaktar-
kaupi til 1. marz 1981, samkvæmt
samkomulagi við vinnumálastjóra
Reykjavíkurborgar og kvað Guðjón
Magnús Óskarsson sjálfan hafa
skrifað upp á það.